Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 4
4 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 1971 Barðstrendingafélagið Reykjavík ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður í Domus Medica, laugardaginn 20. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19. Ávörp, skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar seldir í Domus Medica miðviku- dag og fimmtudag kl. 18—20. Borð tekin frá á sama tíma. Nánari upplýsingar í síma 20667. Stjórnin. Eldhúsinnréttingar Fataskápar Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggjum að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipuleggjum einnig eftir húsateikning- um Gerum fast verðtilboð i eldhúsinnréttingar. með eða án stálvaska og raftækja. fataskápa. inni- og útihurðir sólbekkj og fleira Bylgjuhurðir — Greiðsluskilmálar — Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar. Margra ára reynsla Verzlunin Óðinstorg h.f., Skólavörðust. 16. Sími 14275. — Kvöldsími 14897. Spennustillar 6, 12 og 24 volt Vér bjóBum: 6 mánaða ábyrgð og auk þess lægra verð HÁBERG H.F. SkeifunnJ 3 E Simi: 82415 Bifreiðaeigendnr athugið: Hafið ávallt bíl yðar i lagi Vér framkvæmum al- mennar bílaviðgerðir — Bílamálun — réttingar — ryðbætingar — yfirbyggingar — rúðuþétting- ar — grindaviðgerðir. — Höfum sílsa i flestar gerðir bifreiða — Vönduð vinna. — BlLASMIÐJAN K Y N D I L L Súðavogi 34 Simi 32778 og 85040 Listdanssýning Eins og Rósinkranz sagði að lokinni sýningu: Við gleðjumst öll yfir frama Helga Tómasson- ar á erlendum leiksviðum. Hitt er svo annað mál, hversu mikið erindi list hans á til manns. Ekki get ég neitað því, að það er dálítið skrýtið að hugsa til þess, að fólk geti lent í að þræla á við tíu erfiðismenn og stunda strangasta meinlæti árum ef ekki áratugum saman, til þess eins að „geta snúizt á annarri löppinni með eleganza eftir verstu tónlist í heimi“. En auðvitað er þetta heldur ekkj svona einfalt. Sólóar og Pas de deux, eftir Robbins, Bai anchine og Petipa gamla, sem þau Elizabeth Caroíl og Helgi framkvæmdu af feiknalegri kunnáttu og augsýnilega með- fæddri glæsimennsku, náðu ekki að hrífa mann að ráði vegna þess a@ þær voru slitnar úr stærra samhengi. Ef þau Car oll og Helgi hefðu komið fram með jafningjum í einhverri hugsmíða fyrrnefndra meistara eða annarra efa ég ekki, að þau hefðu náð til hjartans vel og örugglega. Þrátt fyrir klaufaskapinn var í rauninni miklu forvitnilegra að sjá til okkar elskulegu ama- töra í danssýningum eftir A. Bennet og Aðalheiði Nönnu Ólí afsdóttur. Sú fyrri, gerð við kvartettþátt eftir Schubert (Dauðinn og stúlkan) var þó kannski einum of „banal“, jafn- vel fyrir skólasýningu. Vetrar- draumur Aðalheiðar Nönnu við tónlist eftir Atla Heimi Sveins- son, var hins vegar tilgerðar- laus og gerði rétt mátulegar kröfur til dansaranna. Þar hefði þó eflaust mátt nýta betur stór- hlægilegar tiltekir í tónlistinni, sem samanstóð af hræringi úr Mahler og Prokofjeff með við- komu í Mandaríninum maka- lausa eftir Bartók. Verst þótti mér, hvað öú tón- listin var hræðilega illa leikin af þeim, sem í gryfjunni sátu. Að vísu er vonlaust að ætla 25 hljóðfærum að flytja verk, sem krefst minnst 60. En stjórnand- inn (Wodiczko) hefði þó mátt reyna a® fylgja dönsurunum, jafn vel og þeir reyndu að fylgja honum. Leifur Þórarinsson Helgi Tómasson og Elizabeth Caroll. Tapazt hefur Dökk-jarpur hestur, Mark: Biti aftan vinstra. Þeir, sem geta gefið up'pl. vinsamlega hringi í síma 19595. Halló - Halló Árshátíð Fjáreigendafélags Hafnarfjarðar verður næst- komandi laugardag í Sam- komuhúsinu á Garðaholti, og hefst kl. 8.30. Stjórnin. HEY ÓSKAST Vil kaupa nokkurt magn af heyi. Upplýsingar 1 síma 36439. BRIDGESTONE Japönsku NYLON SNJÓHJÓLBARÐARNIR fást hjá okkur. Allar stærðir með eða án snjónagla. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.