Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 8
TÍMINN AHar mæður kvíða meira i eða minna fyrir fyrsta skóla- ! Ideginum og þá sérstakl þegar elzta barn á í hlut. >að er ekki sízt undir kennaran- u.m komið, hvernig baraið un- ir sér í skólanum. Ótrúlega mikil er sú ábyrgð, seim á herð um kennarans hvílir. Við rædd um við Þóru Kristinsdóttur, en hún hefur einnig sérhæft sig í kennslu afbriigðilegra barna og þá sérstaklega tal- kennslu. — Er langt frá því, að þú hófst kennslu, Þóra? — Já, ég verð tuttugu ára kennari í sumar og hef keont flest árin við Melas'kólann. Þó var ég fyrstu þrjú árin við kennslu úti á landi. Ég kann prýðilega við kennsluna og hef alltaf gert það. Ætli það hefi ekki legið í blóðinu að verða kennari? Pabbi minn var kenn ari og þegar hann lagði til að ég legði kennslu fyrir mig, leizt mér vel á þá hugmynd. Ég hef aldrei séð eftir þvi og þá sérstaklega ekki eftir að ég hóf sérnám með kennslu af- brigðilegra barna fyrir augum. Það var fyrir mestu tilviljun, að ég fór að læra þetta. Ég hafði unnið við svonefnda skólaþroskabekki oig su kennsla leiddi til þess, að mig langaði til að sérmennta mig á þessu sviði. — Hvað er skólaþroskabekk ur? — Fyrir nokkrum árum var tekið upp skólaþroskapróf, en með því er gengið úr skugga nm það, hvort skólabörn, sem eiga að ganga í sjö ára bekk að hausti, geti að öllu leyti uppfyllt þær kröfur, sem gerð- ar eru til sjö ára skólabarna. Ég á þá alls ekki við, að ver- ið sé að greindarmæla börnin. heldur þroska þeirra. Sein- þroska börn eru oft vel igreind. Það er ekki heldur rétt að taka aðeins tillit til þeinra sem eru seinþroska. Mér finnst, að það mætti hugsa meira, en gert hefur verið, um þau börn, sem eru áberandi á undan jafnöldrum sínum að þroska. Það dregur jafnmikið úr þeim bÖraum, að fá ekki verkefni við sitt hæfi og það dregur úr þeim seinþroska að vera sett í bekk með sér þroskaðri börn um. E.i <5 • b ■ rð það sé erf- itt að skera úr um "’-emd barna með þeim g um, sem við höfum liér. Mer finnst þau ekki nægilega vel upp byggð. I>etta eru útlend próf, sem hafa verið staðhæfð og henta ekki íslenzkum böra- um nema að takmörkuðu leyti. Slík próf ættu að miðast við íslendinga, ekki aðrar þjóðir. Það er alltaf viss hundraðs- hluti af skólabörnum, sem á mjöig erfitt með að læra, þó að ekkert þeixra sé algjörlega óhæft til náms. Þetta er mjög viðkvæmt vandamál fyrir for- eldrana og því miður virðast sumir ekki vilja gera þáð, sem slíkum börnum er fyro- oeztu — nefnilega senda börnin i Höfðaskóla, sem er frábær skóli á sínu sviði. Þar fá börn- in að vera í sínu rétta um- hverfi og innan um jafningja. Það er erfitt fyrir lítið barn að vera í bekk, þar sem allir standa því framar og börain fá oft minnimáttarkennd. Það er- því hætta á, að þau reyni að ní sér niðri á einhverju Ekki erfitt að lækna máigalla hiá börnum Ég geri ráð fyirir því, að það verði erfitt fyrir kennara, sem vanur er kennslu að hafa slík- an bekk heilan vetur, án þess að kenna. Þetta er tilraun, sem verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með. — Hvar stundaðir þú fram- haldsnám? — Ég lœrði í Noregi og var í Statens Speciale Skole í Osló. Ég tók fyrri deildina árið 1966 —1967 og fékk þá sérréttindi til hjálparkennsiu í lestri, en lesturinn er auðvitað undir- staða allrar kennslu. Þarna lœrði ég áð hjélpa þeim, sem eiga við örðugleika að stríða í lestraraámi, en það er nokk- uð algengt í svo til öllum bekkjum. Bezt er að fá börn- in sem yngst til þess að hægt sé að fyrirbyggja meiri örðug- leika, er kæmu í Ijós seinna, ef ekki er veitt hjálp í tæka tíö. Þessi hjálp er í formi for- æfinga og skynjunaræfinga, áð ur en lestrarniámið hefst. Ef góður tími gefst til að hjálpa böraunum má.koma í veg fyr- ir imi'kla örðiigleika. Þessi kennsla er fyrst og fremst tímabundin og byggist á auka- tímum í lestrarkennslu. Það skemmir líka lestrarlag. ef reynt er að kenna bömum að lesa áður en þau hafa lestrar- þroska. Svo tók ég seinni veturinn í fyrra og stundaði þá einkum talkennslu. Skólinn greinist strax eftir fyrri veturinn í fimm deildir og þeir, sem ætla að sérmennta sig í kennslu af- brigðilegra barna, geta þá val- ið um deildir. Við lœrum að vísu undirstöðuatriðin í öllum greinum, og þær eru mjög margvíslegar, en hver fyrir sig leggur aðaláherzlu á þá sér- grein, sem hann hefur valið. Það er æfingin, sem sker seinna úr um hæfni manns á því sviði, en skapar æfingin ekki meistarann? Rætt vid Þóru iCristinsdóttur, sérkennara öðru sviði. En hér á ég aðeins við þau börn, sem óhugsandi er að geti fylgzt með í venju- legum barnaskóla, þótt allt sé gert til að hjálpa þeim. Hluti þeirra barna, sem fara í skóla- þroskabekki fer yfir f aðra bekki og þarf ekki á hjálp að halda nema fyrstu árin. Svo eru aftur aðrir, sem þurfa hjálp allan skólatímann. Ef sum þeirra barna væru send í Höfðaskólann yrðu þau án efa betri og nýtari borgarar og ættu auðveldara með að skipa sinn sess í þjóðféíaginu. Mér finnst samt að börnin séu eitt hvað þroskaðri nú en áður. T.d. voru aðeins fjögur böm s.l. haust, sem komu út með lé- legan skólabroska í Melaskól- anum. En nú hverfa víst skóla þroskabekkirnir með sex ára deildum. Þar er ekkert skiuað í deildir eins og í sjö ára bekkj unum, þar sem reynt er að setja öll læs börn í sama bekk. Mér hefur skilizt, að í sex ára deildunum eigi að haga kennsl unni svipað og í skólaþroska- bekk, það er að segja að þjálfa sjón. heym og hreyfingar Reyna að samræma auga og hönd barnsins. Þarna fer að visu fram undirbúningur und- ir lestrarnám, en mér finnst sjálfri, að það hefði mátt hafa þar lestrarkennslu í leikformi með alt öðru 'niði en í sjö ára bek-k.iunum. Enga ítroðslu eins og tíðkast í eldri bekkj- unum, heldur leikinn að læra. — Geturðu sagt mér eitt- hvað fleira um sérgreinar þær. sem kenndar eru seinni vetur- inn? — Þarna fer t.d. fraan end- unhæfing fyrir þá, sem hafa fengið málgalla vegna slyss, heilablóðfells eða krabbameins í hálsi. Hér er oft um fullorð- ið fólk að ræða og undirbún- ingur undir kennsluna þvl all- mikill. Það þarf að uppörva fólkið og gefa því von um, að það geti fengið málið aftur. Málið skiptir miklu í samskipt um manna á milli. Nú. svo er þarna aðstoð fyrir þá, sem verða raddveilir af því að nota röddina mikið. svo sem kenn- ara, söngvara. presta, upples- arr og fleiri. Norðmenn standa ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 1971 afar framarlega á þessu sviði og það verður langt þangað til að við komumst með tærnar. þar sem þeir hafa hælana. Seinni veturinn fengum við mikla æfingu með kennslu í Osló. Ég held að sú kennsla hafi náð yfir um það bil helm- ing námstímans. Það var líka mikil æfingakennsla fyrra ár- ið, mig minnir tólf vikur alls. Við kenndum í barnaskólum borgarinnar. en í skólunum sjálfum er líka talmiðstöð. Þar er tekið á móti alls konar fólki, sem þarfnast aðstoðar og allir boðnir og búnir til að reyna að leysa hvers manns vanda. —Hverjir eru algengustu málgallar barna hérna? — Ætli það sé ekki, að þau eiigi í erfiðleiikum með að bera fram s og r? Það á ekki að taka langan tíma að leiðrétta það. Við viljum helzt fá börn- in fimm til sex áxa, ef hægt er að ná til þeirra og ég tel ástæðu til að benda foreldrum á það, að það er alvarlegt, ef þriggja til fjögurra ára gamalt bara er enn ótalandi. Börn þroska málið á ákveðnum aldri og seinn málþroski getur ver- ið mjög alvarlegur. Hann get- ur stafað af heilablæðingu, höf uðhöggi, sem barnið hefur fengið við byltu' eða slys og svo vitanlega því, sem algeng- ast er, heyrnarleysi. Það er einnig algengt, að börn, sem hafa verið byrjuð að tala, hætti því alveg, ef aðstæður á heim- ilinu breytast, t.d. við óreglu- semi eða annað slíkt. Seinn miálþroski er ólíkt alvarlegri en stafavillur og tafs í fram- burði. Því miður stafa talgall- ar oft af umhverfi og þá sér- staklega heima. Börnin herma svo mikið eftir. —í hverju er talkennslan helzt fólgin? — Fyrst er framburðarpróf, en síðan er aðgætt, hvort barn ið hafi tunguhaft og þá hreyf- anleiki talfæra. Eftir áð geng- ið hefur verið úr skugga um, í hverju gallinn er helzt fólg- inn, byrjar kennarinn að þjálfa kjálka varir og tungu. Hann reynir að fá barnið til að herma eftir sér bæði vara- og tunguhreyfingar og kenna því um leið að gera sér grein fyrir því, hvernig stilling tal- færanna á að vera. Börn. sem eru í talkennslu eru í ein'ka- tímum, en börnin, sem þurfa aðstoð við lestrarnám eru tvö eða þrjú saman í bekk. Þessir tímar eru styttri en venjuleg- ar kennslustundir og fjöldi þeirra fer bæði eftir málgallan um og aldri barnsins. Eftir því sem þau eru eldri þola þau meiri þjálfun. en bað er betra að hafa styttritíma og hafa þá daglega, en að hafa þá lengri og láta tíma líða á milli. M er hætta á þvi, að kennsl- an gleymist frekar. Mér hefur skilizt, að þessir tímar séu vin sælir og eftirsóknarverðir. Má vera, að það sé vegna þess, að þar fær barnið alla þá athygli og umönnun, sem það hefur ef til vill vantað. — Tekur þú fólk eða börn í einkatíma? — Það yrcíi þá að vera á kvöldin eða utan skólatíma. Eins og ég sagði þér í upphafi kenni ég við Melaskólann og starf mitt er eingöngu innan skólans. Við erum þrír tal kennarar við skólana í Reykja vík og ég vona, að einhverjum þyki seinna meir við hafa unn ið nytsamt starf. Það er aldrei hægt að gera nóg til að þroska börnin svo að þau megi verða nýtir borgarar. Ingibjörg. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.