Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.02.1971, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. febrúar 1971 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Skípulag - hraöi - kraftur — leikur „lyftingaliðanna" Vals og Hauka eins og hjá stóru liðunum í Austur-Evrópu. — Þegar risarnir mætast, er ekkert smáræði um að vera. Þa® fengu líka áhorfendur að leik Vals og Hauka að sjá á sunnu- dagskvöldið, þegar hinir þraut- þjálfuðu leikmenn þessara tveggja liða mættust. Þar var ekkert gef !ð eftir og átökin voru slík, að maður í iítilli æfingu, sem hafði lent í þeim, hefði trúlega verið hno'ðaður saman og sendur út af á börum Bæði þessi lið hafa æft eins og sterku liðin í A-Evrópu gera. Þau hafa æft upp úthald og kraft, m'eð lyftingum, enda hefur það varla farið fram hjá neinum. Þaö er virkilega gaman að sjá slík lið mætast, og áreiðanlega hefur eng- inn orðið fyrir vonbrigðum í þetta sinn — nema ef væri stuðnings- imenn Hauka, sem máttu bíta í það súra epli, að sjá liö sitt tapa leiknum, en þeir fengu að vera í spennu þar til 3 mínútur voru til leiksloka, en þá tókst Valsmönn- uim að breyta stöðunni úr 17:16 f 20:16, sem urðu lokatölur þessa frábæra leiks. Þegar í byrjun var útséð með að lítið yrði gefið eftir í varnar- leiknum. — Varla var glufu að finna í hvorugri vöminni. Sókn- imar voru yfirvegaðar og engin tilviljun þegar mörkin komu. Þau skoruó' eftir úthugsuðum aðferð- um, og sjaldan hleypt af nema í 100% færi. Valsmönnum gekk betur að skapa sér færin í byrj- un. Þeir komust í 6:2, en Hauk- arair minnkuðu bilið í 6:4, og síð- an 7:6 með leikaðferð, sem fólst í því að opna vörn Vals öðru megin og láta Stefán „tætara“ Jónsson brjótast þar í gegn. Vals- menn náðu 3ja marka forskoti fyr- ir hálfleik 9:6, en Haukar náÖ*u aftur í strenginn í síðari hálfleik og minnkuðu í 111:10. Þeim tókst samt aldrei að jafma oig voru oft á tíðum óheppnir þegar tækifæri gáfust -til þes-s. Munurinn hélzt þetta eitt og tvö mörk þar til 3 mín. voru til leiksloka og staðan var 17:16 fyrir Val. Spenninigurin-n vair þá í algleym- in-gi og úrslitin óráðin gáta, þrátt fyrir eins marks mun Valsmanna. Bergur Guðnason gefur þá gull- fallega sendingu á Gunnstein Skúlason á linuna, og Gunnsteinn skorar 18:16. Haukar glata knett- inum í næsta upphlaupi, og aft- ur leikur Bergur sama -bragðið — 19:16. Ólafur Jónsson skorar svo síðasta mark Vals í leiknum, og sigurinn er Valsmanna 20:16. Þessi sigur þeirra var sanngjarn — en 4 mörk var of mikió’. Hauk arnir eiga tvímæalaust heima í baráttunni um efsta sætið. Þeir eru í góðri æfingu. og eru lítið lakari en FH og Valur. Það sem þá vantar eru fleiri hættul'egir skotmenn, en Viðar Símonarson, er nú í daufara lagi, og enginn er til að taka við af honum þegar illa gengur. Að vísu hefur Þórar- inn Eagnarsson aldrei verið eins góður og nú, en það nægir_ samt ekki, þegar aðrir bregðast. Ólafur Ólafsson átti góðan síðari hálfleik, og Stefán Jónsson var góður með- an hann var leikinn uppi, en þar með var þaó' búið. Valsliðið er örugglega einna jafnasta og bezta liðið í 1. deild. Varnarleikur þess er ekki aðeins sterkur, heldur og vel útfærður, og samvinnan þar er eins og að horfa á sjálfvirka verksmiðjuvél vinna. Það verö'ur gaman að sjá Valsvörnina gegn hinum hættu- legu skotmönnum FH á morgun, en þar fær hún örugglega nóg að að starfa. í só-kninni er Valsliðið fjöl- hæf-t. Góðir skotmenn eru fyrir utan, og á línunni eru menn sem kunna og geta tekið við knettin- um. Ólafur Jónsson átti mikinn þátt í sigrinum yfir Haukum. Hann er okkar jafnbezti hand- -knattleiksmaður — frábær í vörn — harður á línunni og getur skot- iö' og skorað fyrir utan, en því öllu geta fáir státað af. Bergur Guðnason átti mjöig góð- an leik í þetta sinn sem oftar og skoraði 5 mörk — en þáð er sama hversu góður Bergur er, aldrei fær hann tækifæri á lands- leik. Það er erfitt að gera upp á milli leikmanna Vals, þvi þó einn skori meir en annar er það hinum félögunum að þakka, því þeir loka og ,.hafta“ mótherjann hin- um til aö'stoðar, og þannig á það að vera. Dómarar í þessum leik voru: Sveinn Kristjánsson og Ingvar Viktorsson. Leyfðu þeir mikið í leiknum, en voru samkvæmir sjá-lfum sér, og skiluðu sínu hlut- venki vel báðir tveir, — klp. — Fimm fætur og fimm hendur — Ágúst Ögmundsson, Val reynir mark- slcot í leiknum gegn Haukum. (Tímamynd Róbert) FJOLBRAGÐA- GLIMUMENN Eins stigs munur á Akureyri — er HSK sigraði Þór — en ÍR sigraði UMFN með 41 stigi. Sama fjörið var í 1. deildar- keppninni í körfuknattlcki um þessa helgi, eins og fyrri lielg- ar. Þrír leikir fóru nú fram og lauk einum þeirra með 1 stigs mun, og er það 6 leikurinn í þcss- ari keppni, sem þannig fer. Það u-rðu Akureyringar, sem nú urðu vitnj að „eins stigs leik“ og var þaö’ leikur HSK og Þórs, sem fram fór í fullskipaðri Skemm unni. Frá upphafi til síðustu sekundu var leikurinn hnífjafn og skildi aldrei meir en 5 stig á milli lið- anna. í hálfleik hafði HSK 1 stig yfir 33:32, en liðin höfðu þá skipzt á um að hafa yfir. í síðari hálfleik var sama bar- Íþróttahátíð skóla í kvöld í kvöld fer fram í Laugardals- höllinni úrslit móta sem fimm framhaldsskólar í Reykjavík hafa háð sín á milli. Verður þetta sam eiginleg s-kólahátíð sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Margir þekktir íþróttamenn (og antiíþróttamenn) keppa þarna fyr ir hönd skóla sinna, og verður keppt í handknattleik, körfuknatt leik, knattspyrnu og boðhlaupi milli skólanna og við kennara. HátíÖ*in hefst kl. 20.15. í hléi skemmta þátta-kendum og áhorf- endum, sem komast á hátíðina fyr ir 50 krónur, söngtríóið Þ-rjú á palli. áttan og aftur skiptust liðin á að hafa yfir. Þegar um 1 mínúta var til leiksloka var stað'an 66:66, og þá mikil spenningur. HSK komst í 68:66, en Þór skorar úr einu víti 68:67, en HSK bæti-r við 2 stigum 70:67. Þór minnkar í 70:68 — og fékk svo á síðustu sekúndu tæki- færi á að jafna leikinn með tveim vítaköstum, sem Pétur Sigurðsson tók. — Hann hitti úr því fyrra. en það síðara mistókst til mik- illar óánægju fyrir áhorfe-ndur. Þeir Jón Héðinsson og Stefán Hallgrímsson skoruðu 25 stig hvor fyrir Þór, en Guttormur Ólafsson var í daufara lagi og skoraði ekki nema 7 stig. Fyrir HSK skoraöí Einar Sig- fússon flest stigin eða 20, Anton Bjarnason skoraði 12 stig í leikn-- um, en hann fór út af snemma í fyrir hálfleik með 5 villur. ar, sem að öllum líkindum verða sigurvegarar í þessu móti frábær- an leik og sigruðu UMFN með 41 stig, 94:53. Var leikur ÍR glæsi- legur, sérsta-klega þá þeirra Birgis Jakobssonar, Agnars FriÖkikssonar Kristins Jörundssonar og Sigurð- ar Gíslasonar. Liðsmenn UMFN máttu sín ekkert gegn þeim og var leik-ur þeirra allur í molum eins og tölurnar segja um. TIL ÍSLANDS? Íþróttasíðan hefur fregnað náð fótfestu hér á landi, en að von sé hingað til lands, þrátt fyrir það er hún mjög Ólympíuliðið Bandaríkjanna í vinsæl, og er ástæðan fyrir því fjölbragðaglímu og muni það hinir skemmtulegu þættir í halda tvær sýningar í Laugar- Keflavíkursjónvarpinu. sem dalshöllinni. margir hafa haft gaman af að Það mun vera Þróttur, sem horfa á. hefur veg og vanda af þessari Helsti kostnaðurinn í sam- heimsókn, en hinn kunni -knatt bandi við komu glímumian-n spyrnudómari, Grétar Norð- anna hingað mun verða bygg- fjörð, sem nú er búsettur í ing keppnishringsins, en hér á Ba-ndaríkjunum hefur komið landi er engin hringur til síð- þessu í kring. an hnefaleikarni-r voru lagö*ir Fjölbragö'aglíma hefur aldrei niður. — klp.— Á Seltjarnarnesi áttu við Ar- mann og Valu-r. Var sá leikur skemmtilegur og oft laglegri hlut- ir sýndir á báða bóga, þó sýndi Jón Sigurðsson, Ármanni hvað beztan leik og skoraði hvorki meira né minna en 37 stig. Valsmenn höfðu yfir í byrjun, en Armenningar komust yfi-r undir lok hálfleiksins, þegar Þórir Magn- ússon varð að yfirgefa völlinn. í hálfleik hafði Ármann 5 stig vfir 38:33 og í síðari hálfleik komust þeir 14 stig yfir, en Valsmenn minnkuðu bili® fyrir leikslok í 8 sti° 89:81 — samtals 170 stig sem er mjög hátt skor í körfuknattleik hér á landi. —O— í Njarðvíkunum sýndu ÍR-ing- STAEDELI-LIFT AG 8618 OETWIL A/S, ZUERICH, SWITZERLAND Umboðsmaður óskast tíl' að selja PONY-skíðalyftur á íslandi. PONY-skíðalyffur eru svissnesk gæðavara. Helztu upplýsingar: Dráttarlengd allt að 300 m. Hæðarmismunur allt að 50 — Verð frá SFr. 8.000,— til 15.000.00. PONY Junior ......... 7.5 hö. PONY Standard ....... 13 — PONY Super .......... 20 — Þessar lyftur má setja upp á einum degi. Vinsamlega skrifið eftir nánari upp- lýsingum. STAEDELI-LIFT AG 8618 OETWIL A/S, ZUERICH, SWITZERLAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.