Tíminn - 25.02.1971, Side 1

Tíminn - 25.02.1971, Side 1
LJÓSA PERUR Dvtöfia/ivcZaA. A/ BAFTŒKJADEILD, HAFNARSTRÆTI 23, SlMI 18395 46. tW. — Fimmtudagur 25. febrúar 1971 — 55. árg. 4 þús. lestir af loðnu á leiðinni Ríkisverksmiðjur standa enn tómar 15 aurar greiddir umfram lágmarksverð Loðna hafði í dag borizt til Austfjarða sem hér segir: Hornafjörður: Borizt höfðu 4.500 tonn, en nokkrir bátar biðu löndunar. Stöðvarfjörður: Borizt höfðu 1600 tonn, en Álftafell og Heim- ir voru á leiðinni með 650 tonn samtals. Eskifjörður: Borizt höíðu 2.850 tonn, en fimm bátar voru á leið með fullfermi, samtals 1500 lestir. Þeir eru: Eldborg- in, Héðinn, Loftur Baldvinsson og Seley. Neskaupstaður: Borizt höfðu 4.000 tonn, en fimm bátar voru á leiðinni með samtals 1600 tonn. Þeir eru: Súlan, Reykja- 'borg, Bjairtur, Birtingur og Magnús. Djúpivogur: Borizt höfðu 900 lestir, en tveir bátar, Gissur Hvíti og Dagfari, voru á leið- inni tneð 600 tonn samtals. Fáskrúðsfjörður: Borizt höfðu 1850 tonn, en Hilmir og Akur- ey voru með 600 á leiðinni. Seyðisfjörður: Til Hafsíldar höfðu borizt 1100 tonn en Ás- berg og Ásgeir voru með 650 á leiðinni. Samtals hafa borizt, eða eru á leiðinni til verksmiðja á Aust fjörðum, 22.400 tonn af loðnu. Eins og kunnugt er hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins á- Framhald á 14. sío*u. '• ______________________________ ... Eldflaugin reist á skotpalllnum f Eldborgarhrauni I gær. (Timamynd Gunnar) Jakob Frímannsson valur Arnþorsson Geimskoti frestað EJ—Reykjavík, miðvikudag. Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð reyndu að senda eld flaug sína á loft í dag, en fyrsta tilraun mistókst vegna einliverra bilana í kveikju eldflaugarinnar. Þegar gera átti a'ðra tilraun var veður orðið svo vont í Eldborgar hrauni, þar sem henni skyldi skot ið á loft, að fresta varð skotinu fram í næsta mánuð. Félagar í Fræðafélagi mennta skólans fluttu eldflaugina í Hlíðar dalsskóla í gær, en í morgun fluttu þeir hana á skotstaðinn í Eldborgarhrauni milli Geitafells Framh á 14 sioa Jakob lætur af störfum SB—Reykjavík, miðvikudag. Jakob Frímannsson, kaupfélags- stjóri KEA, lætur af störfum nú á miðju árinu og við tekur Valur Arnþórsson, núverandi aðstoðar- kaupfélagsstióri. Þetta var til- kynnt á Félagsráðsfundi KEA, sem haldinn var á Akureyri í dag. Á fundinum kom fram að vörusala í búðum félagsins hefur aukizt j um 34% í krónutölu frá fyrra ári. Félagsráðsfundur KEA er hald inn árlega snemma árs og er eins konar auka-aðalfundur. Þar er , gerð grein fyrir reikningum fé- j lagsins, þótt þeir séu enn ekki | endanlega frágengnir. Fundurinn hófst í morgun að Hótel KEA og lauk síðdegis. Fundarstjóri var i kjörinn Hafliði Guðmundsson. Formaó*ur stjórnar, Brynjólfur Sveinsson, tilkynnti í byrjun fund ar, að Jakob Frimannsson, fram kvæmdastjóri KEA, hefði með bréfi 14. desember s.l. sagt upp kaupfélagsstjórastarfinu frá miðju árinu að telja. Stjórn KEA fór þess þá á leit við Val Arn- þórsson, núverandi aðstoðarkaup félagsstjóra, að hann tæki við kaupfélagsstjórast., og varð hann við þeim óskum, þótt ekki sé fullgengið frá formsatriðum við ráðningu hans. Að þessu loknu flutti Jakob Frímannsson skýrslu sína varðandi störf kaupfélagsins á lii.’nu ári og þar kom m. a. fram, að vöru.sala i búðum félagsins á Akureyri og við Eyjafjörð heíur aukizt um 34% í krónutölu og sala verk- smiðja, ýmissa þjónustu- og sölu deilda jókst um 20%. Kaupfélags stjórinn taldi, að með þessari miklu söluaukningu væri líklegt að rekstur félagsins í heild yrði ekki óhagstæó'ari en árið 1969. í Kaupfélagi Eyfirðinga eru hátt á 6. þúsund manns og félags deildir þess við Eyjafjörð og raunar víðar eru 24. Allar þessar deildir hafa rétt til að kjósa sér fulltrúa á félagsráðsfund og voru fulltrúar flestra deilda mættir. Söluhæstu deildir félagsins á s.l. ári eru Nýlenduvörudeild, sem seldi fyrir 201 milljón króna. Olíu söludeild, 104 millj og Rvgginga vörudeild 93 millj. Loftleiðaflug yfir Atlantshaf Falla takmark- anir úr gildi? EJ—Reykjavík, miðvikudag. ir Viðræðum fulltrúa íslands annars vegar og fulltrúa SAS- ríkjanna hins vegar um flug Loftlciða er lokið, og var ekki gengið frá neinu sérstöku samkomulagi. Það þýðir, að bókunin frá 1968 um takmarkanir á ferðum og sætafjölda fellur úr gildi 1. aprfl næstkomandi, og að um flug Loftleiða gilda eftir þann tima loft- ferðasamningarnir milii íslands og SAS-ríkjanna og hluti bókunar frá 1960, sem kveður á um IATA-fargjöId milli fslands og Skandinavíu, en hins vegar þau fargjöld milli íslands og Banda- ríkjanna sem Loftleiðir fá skrásett í Bandaríkjunum. ★ Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, sem er í Kaupmanna- höfn þar sem viðræðurnar fóru fram, sagði í símaviðtali í dag, að hann teldi að þessi niðurstaða myndi ekki hafa áhrif á flug Loft- leiða til að byrja með, og að Loftleiðir gætu áfram haft lægra verð á Bandaríkjaleiðinni. Hins vegar væru í loftferðasamningun- um ýmis ákvæði, sem SAS-ríkin gætu notað til að takmarka flug Loftleiða, en hann teldi að fyrst muni reyna á, hvort SAS-ríkin grípi til slíkra takmarkana þegar Loftleiðir hefja þotuflug til Skandinavíu. Aðspurður sagðist hann telja, að það yrði í fyrsta lagi í haust. Eftir fundinn í dag var gef in út eftirfgrandi sameiginleg yfirlýsing: „Dagana 23. og 24. febrúar fóru fram í Kaupmannahöfn viðræður milli fulltrúa íslands annars vegar og fulltrúa Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar hins vegar um flug Loftleiða til og frá Skandinavíu, þar á mcðal um þotuflug. Viðræð- urnar fóru fram í vinscmd, en ekki var gengið frá samkomu- lagi.“ Þegar blaðinu barst þessi til- kynning, hafði það samband við Brynjólf Ingólfsson, ráðu- neytisstjóra, í Kaupmanna- höfn, en hann tók þátt í við- ræðunhm af okkar hálfu, og spurði hann nánar um niður- stöðu viðræðnanna. — Þetta þýðir, að bókunin frá 1968 fellur niður 1. apríl næstkomandi, og að ekkert sérstakt samkomulag kemur í staðinn, sagði Brynjólfur. Framhald á 14. síöu. KJ—Neskaupstað, EJ—Reykjavík, miðvikudag. ir Loðnan streymir nú til verksmiðjanna fyrir austan, og í dag voru margir bátar með um 4000 lestir á Ieið til lands, flestir með fullfermi. Loðna er nú brædd í öllum verksmiðjum fyrir austan nema verksmiðjum ríkisins, sem standa tómar — hvernig sem á því kann að standa. _______ ■ ic Þótt Verðlagsráð sjávarútvegsins hafi ákveðið að verð á loðnu í bræðslu skuli vera 1.25 krónur hvert kíló, greiða allar verksmiðj- ur fjTÍr austan 1.40 á kílóið, þ.e. bæta 15 aurum við verðið. Munu bæjarfélögin sum hver leggja fram sérstaka fjárveitingu til þess að standa straum af hluta þessarar verðhækkunar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.