Tíminn - 25.02.1971, Síða 12

Tíminn - 25.02.1971, Síða 12
. r r r r r v >/ TIMINN j Stöðvum fólksflóttann ÍEEamíiald af bls. 7. meira að segja lagður að skóla sfcaðmim, en síðan ekki söguna meir. Áliuginn gufaði upp. Bændaskólarnir voru á móti málkKU, líklega hræddir við samkeppnina. Hins vegar er frá því að segja, sem allir vita, að á tæpum 4 áratugum hafa verið byggðir húsmæðraskó’ar í sveitum, einn af þeim er reyndar á Blönduósi, og enginn ófctaðist samkeppnina. Skömm er að vanmatinu á búnaðar- þekkingunni. Að undanförnu hefur búnað- atskólamálinu verið hreyft af Sunnlendingum. Við setningu Bónaðarþings í fyrra var það gert að umræðuefni. Aðalfund nr Búnaðarsambands Suður- Jands í april fyrra árs, jýsti yfir áhnga sínum á framgangi málsins. Nú hefur það stóra skeð, að landbúnaðarráðherra hefur sfcfpáð nefnd til að undirbúa byggingu búnaðarskóla á Suð- urlandi. Þetta skal þakkað, svo sem verðugt er, fyrst og fremst fyrir hönd sunnlenzkra bænda en einnig fyrir hönd landbún- aðarins í heild. Sú ósk skal þá jafnframt borin fram, að nefnd in starfi fljótt og vel og bygg- ing hefjist áður en lægð kem- nr í áhugann eins og á 5. ára- tugnum. Það hefur frétzt, að nefndín hafi haldið einn fund og þar komið fram 10 staðar- tíllögur fyrir skólann. Ég skal ekki fara dult með það, að ég tel Laugardæli vera sjálfsagð- an, stað fyrir búnaðarskóla. Þar er fyrirmyndar stórbúskapur, mjog fjölbreyttur, þar er kyn- bótastöð, afkvæmarahnsóknar- stðð og landstærð og landgæði í bezta lagi. Mengun vorra tíma Tækni vorra tíma er ofar hinum almenna, mannlega skilningi. Himinhnattaflug er að verða daglegir viðburðir og varla meiri í augum nútíma mannsins, senn hvað líður, en Brasilíuför var á fyrri liluta 19. aldar héðan norðan frá íslandi. Vélin er svo sterkur þáttur í lífi manna, að það má næst- um segja áð mennirnir gangi fyrir vélarafli. Hvað kostar þetta? Ég spyr ekki hvað þetta kosti i krónum eða dölum vest ur í Ameríku. Veraldar verð- mætin virðast svo mikil, að engin þurrð er á þeim. Gallinn er sá, að misskipting þeirra er svo gifurleg, að það stóra atriði ógnar allri heimsbyggð- inni. Nútímatæknin kostar ann að og meira. Hún kostar líf og heilsu manna. Á þéttbýlustu svæðum veraldarinnar, stór- borgunum, sem telja tugi milljóna, er ólíft. Vélin eitrar loftið, jörð og haf. Stafar okk ur íslendingum hætta af þessu? Ætli það sé ekki í það minnsta að nokkru leyti undir okkur sjálfum komið? Við höf- um tekið svo til orða, að við búum við hið yzta liaf. Að við Mum á takmörkum hins byggi lcga heims. Frá því sjónarmiði awtl hættan að vera langt frá bæjardyrum okkar. Vissulega eigum við eitt tærasta og bezta loft veraldarinnar. Vatn, sem tekur fram öllu öðru vatni, þó að leitað sé vítt um lönd og álfur. Silfurtærar laxár liðast um landið og fjallavötnin fag- urblá eiguní við og þó í byggð sé, svo heilnæm sem himinsins lind. Og enn þá er landið hreint frá fjalli til fjöru. Við höfum líka talið að við eigum hreinan sjó. Ég spyr, stafar sjónum engin hætta af þétthýl- inu við sunnan verðan Faxa- flóa? Við höfum fengið eitt stóriðjuver. Margir fagna því og vilja fá fleiri. Talað er um að flytja olíugrút frá Austur- löndum til að hreinsa liér. Frá höfuðstað Norðurlands er reynt að stjórna því verki að fylla fagran dal af vatni til þess að fá orku fyrir stóriðju- ver, kannski fleiri en eitt. Munu Eyfirðingar vilja eitra Eyjafjörð? Og nú fara sögur af því, að sunnan frá stóriðn aðarlöndum sigli hafskip hlað- in alls konar verksmiðjuúr- gangi og verksmiðjueitri og sökkvi þessu í sjó á líkum breiddargráðum og land vort liggur. Hættan er á hverju leiti, ef svo má að orði komast, í Iofti, láði og legi. Það er því að mörgu að hyggja. Við skul- um verja land vort fyrir meng un vélarinnar. Við skulum halda því hreinu. Við skulum halda því við sem hreinleikans paradís. Það hefur það verið frá örófi alda og svo skal það verða. Það er á við mörg stór- iðjuver, það munu þeir sanna, sem landið erfa. Stjórn Búnaðarfélags íslands mun bið.ja Búnaðarþing að segja álit sitt um þetta mál. Hér hefur verið drepið á nokur mál, sem Búnaðarþing fær til meðferðar og varða landbúnaðinn sem og þjóðina alia. Tímans vegna er ekki hægt að gera þeim þau skil sem verðugt væri. En þetta er aðeins lítið brot af þeim mála- fjölda, sem þingið fær til um- sagnar og ályktunar. Lokaorð Þótt harðnað hafi í ári meg- TAKIB EFTIR - TAKIB EFTIR Ilöfuin opnað vei-zluji að Klapparstíg 29, undir nafninu Húsmunaskáliun. — Tilgangur verzlunarinnar er a‘ð kaupa og seija eldri gcrðir húsgagna og húsmuna, svo sem buffet- skápa, fataskápa, bókaskápa og -hillur, skaíthol, skiifborð- borðstofuborð og -stóla, blómasúlur, útvörp, gömul mál- verk og myndir, klukkur, rokka, spegla ,og margt fleira. — Það crum vlð, sem staðgreiðum munina. — Hringið; við komum strax. Peningarnir á borðið. — HÚSMUNASKÁLv INN, Klapparstíg 29, sími 10099. NORÐFIRÐINGAFÉLAGIÐ REYKJAVÍK Hér fer á eftir skrá yfir vinningsnúmer, í happ- drætti því'er fram fór á Þorrablóti félagsins, laug- ardaginn 13. febr. s.l. Þeir, sem hafa þá miða undir höndum, er greindir verða, eru beðnir að snúa sér til Friðjóns Guðröðarsonar, pósthólf 5004, Reykjavík, eða vitja vinninganna til hans. 30, 32, 53, 54, 55, 76, 137, 202, 210, 221, 289, 322, 341, 342, 381, 395, 509, 510, 562 og 701. Stiórn NorðfirSingafélagsins. NORSKA SÖNGKONAN RUTH REESE MUN REKJA „Tónlistarsögu bandarískra blökkumanna í 360 ár" 1 orðum og tónum í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Miöar verða seldir í aðgöngumiðasölu Iðnó. (• j^BUNAÐARBANKÍNN l>anki fúlksins NORRÆNA HÚSIO FIMMTUDAGUR 25. febrúar 1971 um við ekki vera svartsýnir. Þessi vetur hefur verið mildur um mest allt landið. Og von- andi fáum við gott vor og sum ar, grasið spretti og blessun skaparans hvíli yfir Iiinni gró- andi jörð, yfir landi og þjóð. f þeirri von og trú segi ég þetta 53. Búnaðarþing sett. Eftir árs reynslu Framhald af bls. 4 og málum er háttað. Verkefnin eru næg, jafnvel þó að við för- um ekki lengra en að 100 mill- jón manna markaði fríverzlun- amkjanna. Hann ætti að nægja okkur í bili, en ef vel til tekst eru nokkrar heimsálfur enn eft- ir. Heimir Hannesson. SKIPTIDRIFS: — mótorar — platín _ lok ~ — ventlar hraðamæla. STURTUBARKAR Allir dagar þurrkdagar FÆST HJÁ RAFHA ÓÐINS TORGI OG HJÁ OKKUR. | H Parnail ÞURRKARINN TD 67 SÉR UM ÞAÐ ~Ar Þér snúið stillihnappn- um og þurrkarinn skilar þvöttinum þurrum og sléttum. -jAr Fyrirferðarlítill og kcmst fyrir í takmörkuðu hús- rými, jafnvel ofan á þvottavélinni eða uppi á borði. ★ Stærð aðeins 67.3x48.3x48.9 cm. ★ Verð kr. 14.925,00. Raftækjaverzlun íslands hf. Ægisgötu 7, símar 17975 og 17976. Til kaups óskasf jarðir í Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Tökum jarðir í umboðssölu um allt land. HÚSAVAL, FASTEIGNASALA Skógavörðustíg 12 — Símar 24647 og 25550. Þorsteinn Júlíusson hrl. Helgi Ólafsson sölustj. — Kvöldsími 41230. LANDSUIIKJIN Vegna jarðarfarar SIGTRYGGS KLEMENZSONAR verður skrifstofa Landsvirkjunar lokuð í dag frá kl. 12.00. Vegna útfarar Sigtryggs Klemenzsonar, seðlabankastjóra, verður aðalbankinn, Austurstræti 11, lokaður eftir kl. 13, fimmtudaginn 25. febrúar. LANDSBANKI ÍSLANDS i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.