Tíminn - 08.04.1971, Síða 2
2
TIMINN ------------ FIMMTUDAGUR 8. apríl 1971
Náttúruverndarráð
fimmtán ára
TVO DAS-HUS DREGIN UT
Á NÆSTA HAPPDRÆTTISÁRI
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Tvö þriggja milljón króna ein-
býlishús verða meðal vinninga í
DAS happdrættinu á happdrættis-
ári því, sem nú er að hefjast. Ann
að húsið er frá síðasta happdrætt-
isári, en eins og kunnugt er kom
það á óseldan miða, og verður
dregið um það í október næstkom
andi. Hitt húsið er að Reynilundi
4, Garðahreppi, og er ásamt tvö-
földum bílskúr 197 fermetrar að
stærð. Húsið verður til sýnis frá
og með skírdegi og fram til 4.
maí frá kl. 2 til 10 um helgar og
á hátíðisdögum, en virka daga frá
kl. 6 til 10.
Vinningar í DAS-happdrættinu
verða 3600 á happdrættisárinu,
og verðgildi þeirra er 49.3 millj.
ónir króna. Lægstu vinningamir
eru á 5000 krónur, en hæstu vinn-
ingarnir eru húsin tvö að verð-
gildi þrjár milljónir. Vinningarn
ir eru húsbúnaðvinningar fyrir 5,
10, 15, 20, 25, 35 og 50 þúsund
krónur. Hundrað bílvinningar að
verðmæti 160 þúsund, 180 þús. og
200 þús. krónur og í hverjum mán
uði er einn íbúðarvinningur að
upphæð 500 þúsund krónur, þó að
októbermánuði undanskildum. Þá
verður aftur dregið um einbýlis-
húsið að Brúarflöt 5 í stað íbúðar.
Einbýlishúsið að Reynilundi 4
verður til sýnis, eins og fyrr seg-
ir, en þess má geta, að gestir að
Brúarflöt 5 voru taldir í fyrra, og
reyndust þeir hvorki meira né
minna en um 25000 talsins.
Nýja DAS-húsið er byggt eftir
teikningu Húsnæðismálastofnunar
rfkisins, og er Sigurður Guðmunds
son byggingafræðingur höfundur
hennar. Sveinbjöm Sigurðsson,
trésmíðameistari, byggði húsið,
málningu annaðist Einar Gunnars
son, Sigurður Leifsson sá um raf-
lögn, Steinþór Ingvarsson um
vatns- og hitalögn.
Allar innréttingar og hurðir
smíðaði Trésmiðja Kaupfélags Ár-
nesinga á Selfossi. Munu hurðir
hússins sennilega vekja töluverða
athygli, því að þær em allar úr
fura, sem ekki mun algengt hér.
Parket er á öllum gólfum, nema
í baðherbergjum og eldhúsi.
Stofuloftið er úr brasilískri furu,
og ekki er gert ráð fyrir loftljós-
um á neinum ákveðnum stöðum,
heldur eru tenglar í veggjum uppi
við loft, þar sem ljósin era sett
í samband, og síðan leidd í snúr-
um á loftið, þar sem æskilegt þyk
ir að hafa ljósastæðið, hverju
sinni. Öll heimilistæki í húsinu
era íslenzk frá Rafha í Hafnar-
firði. fslenzkum húsgagnaarki-
tektum og húsgagnaframleiðend-
um var boðið að setja upp sýningu
húsgagna í húsinu. Er það nú bú-
ið húsgögnum, sem flest era teikn
uð af fslendingum, og öll fram-
leidd hérlendis.
Drífa Viðar sýnir
í Bogasalnum
Drífa Viðar listmálari heldur
um páskana sýningu í Bogasaln
um. Á sýningunni eru milli 20
og 30 olíumálverk og vatnslita
myndir. Sýningin er opin frá kl.
2 til tíu, en henni lýkur á þriðju
dagskvöldið.
Fyrstu lög 'á íslandi um nátt-
úruvernd, nr. 48 frá árinu 1956,
tóku gildi þann 7. apríl það ár,
og eru því í dag réttra 15 ára.
Einn megintilgangur náttúru-
verndarlaganna var vitanlega sá,
að mynda lagagrundvöll undir að-
gerðir í því skyni, að veita lög-
vernd einum og öðrum fyrirbær-
um í íslenzkri náttúru. Skyldi
Náttúruverndarráð, sem mennta-
málaráðherra skipaði samkvæmt
lögunum, gera tillögur um slíkt
til menntamálaráðuneytisins, sem
fer með náttúraverndarmál, og
þá ýmist að eigin frumkvæði eða
samkvæmt ábendingu eða tilmæl-
um náttúravemdamefnda, sem
skipaðar voru í kaupstöðum og
sýslufélögum.
Á þessum fimmtán árum hafa
fjölmörg málefni komið til kasta
Náttúruverndarráðs og fengið þar
afgreiðslu, sem á einn og annan
hátt hafa haft jákvæð áhrif í þá
átt, að koma £ veg fyrir spjöll á
íslenzkri náttúru. Skrá yfir lög-
vemduð svæði, eða staði, er þó
að vísu frekar fáskrúðug, enda
hefur fjárskortur hamlað því, að
hægt væri að framkvæma nema
fátt eitt. Ber þar að sjálfsögðu
hæst stofnun þjóðgarðs í Skafta-
felli í Öræfum, en það mál fékk
fullnaðarafgreiðslu árið 1966, með
aðstoð erlendra náttúruvemdar-
samtaka, World Wildlife Fund, og
þeirri fjárveitingu íslenzkra stjórn
valda, sem til þurfti. í annan stað
má nefna Grábrókargíga í Norð-
urárdal £ Borgarfirði, sem Alþingi
einnig veitti sérstaklega fé til þess
að kaupa og forða þar með frá
bráðri eyðileggingu. Myndu þessi
djásn ella hafa farið sömu leið og
Rauðhólarnir við Reykjavik, en
þeir eru einmitt sffellt tákn þess,
hvernig fara hlýtur, ef sofið er á
verðinum: Fengu að visu lögvernd
en allt of seint. Lögvernd hefur
einnig verið veitt hverunum á
Hveravöllum á Kili, dropasteins-
myndunum i jarðhellum, hvar sem
þeir fyrirfinnast, Eldborg í Svína-
hrauni og hrauntröðum þeim hin-
um sérkennilega fögru, sem frá
henni liggja, Eldey, Surtsey og
sjaldgæfum, íslenzkum jurtum
milli 20 og 30 að tölu. •Alloft hefur
Náttúruvemdarráð beitt áhrifum
sínum til þess að koma í veg fyrir
spjöll á náttúrunni, án þess að til
opinberra aðgerða þyrfti að koma.
I Náttúruverndarráði eiga nú
sæti þessir menn:
Birgir Kjaran, alþm., formaður,
dr. Finnur Guðmundsson, fugla-
fræðingur, dr. Sigurður Þórarins-
son, jarðfræðingur, Eyþór Einars-
son, grasafræðingur, Sigurður
Thoroddsen, verkfræðingur, Há-
kon Guðmundsson, yfirborgardóm-
ari og dr. Halldór Pálsson, bún-
aðarmálastjóri.
Fjórir aðrir hafa á ýmsum tim-
um átt sæti sem aðalmenn í ráð-
inu, þ.e.: Ásgeir Pétursson, sýslu-
maður, sem var fyrsti formaður
ráðsins, Hákon Bjarnason, skóg-
ræktarstjóri, Steingrímur heitinn
Framhald á bls. 3
Landhelgistillögum-
ar afgreiddar
Þrir menn með
virkjun Svartár
ÍEinhver stórkostlegasta yfirlýsing,
sem sézt hefur lengi í þessu landi
yfirlýsinganna, er samiþylkikt þriggja
manna í fimm manna stjórn Stang-
arveiðifélags Sauðárkróks, sem Morg-
unblaðið birtir á þingsíðu sinni til
að undirstrika hinn póiitíska áróður
gegn fiskirækt í landinu. Lýsa þess-
ir þrír menn yfir ánægju sinni yfir
framfcomnu frumvarpi um virkjun
Svartár. í framhaldi af þvi fagna
þessir frumkvöðlar „að gamalt áhuga
mál um laxveiði ofan Reykjafoss
rætist“. Fyrir það fyrsta hefur ekk-
ert i því máli rætzt enn í sambandi
við virkjunina. Það kemur á daginn.
Hitt liggur ljóst fyrir, að það eins-
dæmi hefur orðið, að stangarveiði-
menn hafa gengið fram fyrir skjöldu
og lýst yfir því, að þeir fagni virkj-
un og stiflugarði ofan á miðjan lax-
gönguveg, sem á að fara opna. Það
stendur auðvitað ekki á þessum
þremur mönnum, sem tala í nafni
skagfirzkra stangarveiðimanna, að
lýsa þvi yfir að þeir telji ýmsar
leiðir færar í sambúð virkjunar og
fiskiræktar, en eteki mun leitað til
þeirra um þær lausnir.
Svartá hefur nú runnið í sínum
farvegi fram af Reykjafossi það
lengi, að stangarveiðimenn, sem búa
í héraðinu hefðu átt að vera búnír
að gera þama fiskveg. En óttinn við
virkjun mun hafa takið úr þeim ail-
an framífcvæmdaþrótt. Þeirra vegna
hefði alidrei feomið upp neitt sam-
búðarvandamál út af virkjun og
fislkirækt. í anda þess munu þre-
mennmgarnir hafa tahð sér óhætt að
lýsa yfir fylgi við virkjunina. Þeir
voru áður búnir að leysa sambúðar-
málið með því að gera ekkert fyrir
Svartá. En þremenningamir hafa
ekki gætt að því, að kalla saman
fund í stjórn og félagi sínu áttur en
þeir afgreiddu pöntunina um stuðn-
ing við vlrkjun, Það hefur nefnl-
lega orðið gifturfk stefnubreyting í
Skagafirði hjá sportveiðimönnum og
öðrum. Þeir ætla ekki lengur að bíða
og una þvi að fisiMræktarmöguieik-
arnir séu eyðilagðir hver eftir ann-
an. Framundan er stofnun félags-
skapar landeigenda um öll veiðivötn
í Skagafirði með það fyrir augum
að gera þau arðbær. Sportveiðimenn
í Skagafirði, að mestum hluta, fagna
þeirri þróun. Og þótt þeir væru á
sínum tíma hræddir frá því að gera
fiskveg hjá Reykjafossi, l'áta þeir
etoki lengur hræða sig frá því að
taka þátt í fiskiræktarmálum héraðs-
ins. Meðal þeirra eru frábærir stang-
arveiðimenn, og á þeim og samtaka-
vilja bænda byggist fiskiræktar-
stefnan í framtíðinni, en ekki þeim,
scm lýsa stuðningi við virkjun —
samkvæmt pöntun.
Svarthöfði
Um páskana hefur hér stutta
dvöl kammerkór unglinga frá
Bielefeld £ Þýzkalandi. Er hann á
heimleið úr htjómleikafcrð um
Bandaríkin. Kór þessi er víðfræg
ur og hefur, auk Bandaríkjanna,
sungið í Portúgal, Danmörku, Sví-
þjóð, Austurríki, Sviss og á
Möltu, en jafnframt sungið inn á
fjölda af hljómplötum.
Á páskadag kl. 20.30 mun kór-
inn halda hljómleika x Háteigs-
kirkju, en Martin Hunger leikur
einleik á orgel.
Aðgangur að Jjljómleikunum er
ókeypis.
Eyiólfur Einarsson hefur opnað máiverkasýningu í Gallerie SUM, og sýnlr
hann þar 15 oliumyndir. Eyjólfur hóf fyrst nám hjá Sigurði SigurSssyni
listmálara, en síðastiiðin fimm ár hefur hann stundað nám i Konungfegu
Akademíunni í Kaupmannahöfn, og aðalkennari hans hefur verið Hjört
Niisen. Eyjólfur hefur áSur sýnt í Bogasalnum 1964 og á Mokka 1968, og
awk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og
erlendis. Sýningin verður opin frá ki. 4 til 10 fram til 25. apríl. Þetta
er sölusýning. Myndin er af tveim vinum Eyjólfs, sem vinna við að setja
upp mynd, sem heitir Fluga á hvítu fiðrildi.
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi í Sameinuðu Alþingi
í dag, var tillaga ríkisstjórnarinn
ar um landhelgismálið samþykkt
með 32 atkv. gegn 28, en tillögu
Ólafs Jóhannessonar, Lúðvíks
Jósefssonar og Björns Jónssonar
vísað frá með rökstuddri dagskrá
með 32 atkv. gegn 28. Nafnakall
var viðhaft í atkvæðagreiðslunum.
Þá var kosin milliþinganefnd í
landhelgismálinu og eiga nú sæti
í henni: Þórarinn Þórarinsson,
Lúðvík Jósefsson, Hannibal Valdi
tmarsson, Jóhann Hafstein og
Benedikt Gröndal.