Tíminn - 08.04.1971, Síða 9

Tíminn - 08.04.1971, Síða 9
WMMTUDAGUR 8. apríl 1971 __________________ TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framtovœmdastjóri: Krústján Benediktsson. Riitstjórar: Þórarinn Þónaiinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þonsteinsson og Tómas Kairisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstofur í Bdduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bamikastræti 7. — Afgrei'ðslusimi 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mámuði, innanlands. í lausasölu br. 12,00 eint. — Prentsm. Bdda hf. Hrollvekjan Vafalaust er það, að Ólafur Björnsson, prófessor, hefur sagt eftirminnilegustu orðin, sem voru sögð í þinginu, er slitið var í gær. Hér er átt við þau ummæli hans, að það væri hrein hrollvekja að hugsa til þess, sem verða myndi, þegar verðstöðvuninni lyki 1. september næstkomandi. Þrátt fyrir síhækkandi verðlag á útflutningsvörum og hagstæð aflabrögð, var það orðið augljóst í ágústmánuði í fyrra, að stórfelldur vandi væri framundan í efnahags- málum þjóðarinnar. Innan annars stjómarflokksins, Sjálf- stæðisflokksins, átti sú skoðun þá verulegt fylgi, að sá vandi yrði ekki leystur fyrir kosningar, eins og þing- meirihluta og stjórnarsamstarfi væri háttað. Stjórnarand- staðan var sömu skoðunar. Eðlilegast hefði því verið, að kosningar færu fram síðastliðið haust. Þegar til kom, ótt- uðust bæði Alþýðuflokkurinn og stór hluti Sjálfstæðis- flokksins kosntngar og vildu heldur draga málin á lang- inn. Niðurstaðan var því sú, að farið var inn á sömu braut og fyrir kosningar 1967. Ákveðið var að grípa til svokallaðrar verðstöðvunar um nokkurra mánaða skeið eða fram yfir kosningar og verja í því skyni stórfelldum fjárhæðum úr ríkissjóði til niðurborgana á vöruverði. Til viðbótar voru svo gerðar ýmsar hliðstæðar ráðstaf- anir, sem augljóst er, að ekki geta staðizt nema fram yfir kosningar. Óhætt er að segja, að það hafi einkennt störf hins nýlokna þings meira en nokkuð annað, að þannig var ákveðið af ríkisstjórninni og þingmeirihlutanum að fresta því fram yfir kosningar að fást við vandann. Þann- ig var því t.d. frestað fram til næstu áramóta, að láta lögin um auknar almannatryggingar taka gildi. Ótal önnur slík dæmi mætti nefna. Samkvæmt reynslunni frá 1967 verður því samt vafa- laust haldið fram næstu vikurnar, að verðstöðvunin sé traustur grundvöllur til að byggja á og staðan sé sterk, þar sem gjaldeyrisvarasjóðurinn er. Þessi söngur er þegar byrjaður í Mbl., Alþýðublaðinu og Vísi. Reynt verður að þagga niður allar raddir frá atvinnuvegunum eða launa- fólki, sem gætu bent til þess, að menn væru uggandi vegna þess, sem kunni að gerast eftir 1. september, þegar verðstöðvunin fellur úr gildi. Það skiptir meginmáli nú, að menn láti ekki blekkjast af þessum og öðrum áróðri, heldur íhugi málin vand- lega og hleypidómalaust. Þá skiptir miklu máli, að kjós- endur glejnni ekki því, sem gerðist eftir kosningarnar 1967. í kjölfar verðstöðvunar þá fylgdu tvær gengisfell- ingar, stórfelld skerðing á dýrtíðaruppbótum og stærri verkföll en nokkru sinni fyrr. Sú saga mun aftur endur- taka sig, ef stjómarflokkamir halda velli í kosningunum. Hið nýlokna Alþingi er glögg sönnun þess, að stjómar flokkamir gátu ekki leyst vandann fyrir kosningar, og eftir kosningar hafa þeir ekki önnur úrræði en þeir beittu haustið 1967 og 1968. Aðeins með því að hnekkja meirihluta þeirra, er von um ný og betri vinnubrögð 1 efnahagsmálum þjóðarinnar. í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum, sem Hall- dór E. Sigurðsson bar fram utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær, upplýstist, að þær ádeilur, sem Tómas Karis- son hefur haldið uppi hér í blaðinu að undanfömu, hafa verið á gUdum rökum reistar. Nánara er sagt frá svari ráðherrans á öðmm stað í blaðinu, en frekara verður sfo um þessi mál rætt eftir páskana. Þ.Þ. Svar fjármálaráðherra C. L. SULSBERGER, The New York Times: Allende teflir djarft, en hefur lag á að valda ekki árekstrum Það getur haft mikil áhrif, ef „kjörkassabylting" heppnast í Chile. — Allende SALVADOR Allende Goss- ens, hinn nýkjömi forseti Chile, er hvað merkilegastur fyrir þá sök, að hann ætlar að sýna okkur algerlega nýja hlið á byltingarhugmyndinni. Sú gerð „byltingarinnar í bylting- unni“, sem hann hefur á prjón- unum, gæti ef til vill reynzt miklum mun mikilvægari en ofbeldisaðgerðirnar, sem hinn ungi, franski menntamaður Regis Debray ræðir um í sam- nefndri bók. Debray er orðinn kunnur víða um lönd, ekki hvað sízt fyrir vináttusamband hans við Castro og Guevara. Nefna mætti aðferð Allendes kjörkassabyltinguna, og hefur hún gengið furðulega vel enn sem komið er. Ætlun hans er að notfæra sér eðlislæga veik- leika hefðbundins lýðræðis og ná öllum völdum með lögleg- um hætti. Síðan hyggst hann koma fram gjörbyltandi breyt ingum smátt og smátt en hlífðarlaust, gjörbreyta félags- legri, efnahagslegri og stjóm- málalegri skipan. FRAMTÍÐARMARKIÐ er stéttlaust ríki, þar sem einka- eign er ekki til. Einlægustu stuðningsmenn Allendes og jafnvel mestu maó-istamir með al þeirra, viðurkenna þó, að þessari mótun verði varla lok- ið fyrri en að mörgum áratug- um liðnum. Vinstri sósíalist- inn Clodomiro Almeyda, sem gegnir störfum utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Allendes, segir til dæmis: „Mao Tse-tung talar jafnvel um þúsund ár í þessu sam- bandi“. Látbragð, útlit og tungutak hins nýkjörna forseta ber ekki með sér að hann sé byltingar- sinni. Hann er lágvaxinn, kvik- ur í hreyfingum, fullur af lífs- orku og yfirleitt sérlega aðlað andi maður. Hann sér afar illa og notar mjög þykk gleraugu. Klæðnaður hans er snotur og þokkalegur, en ber ekki vott um sundurgerð. Helzt vill hann fá að vera á hreyfingu, þegar hann ræðir við aðra menn, og eftir útliti hans að dæma dytti fáum í hug, að hann væri orð- inn 62 ára. ALLENDE er sonur vinstri- sinnaðra foreldra, sem vom fremur fátækir af miðstéttar- fólki að vera, og hefur hann tekið þátt í stjórnmálum síðan á unglingsámm. Að loknu prófi hóf hann starf sem almennur læknir, en fátæktin, sem hann komst í kynni við hjá sjúkling um sínum, magnaði í hugskoti hans slíka gremju, að hann varpaði sér hiklaust út í stjórn málin og tók þátt í stofnun Sósíalistaflokks Chile. Þessi flokkur er ólíkur flestum sósía- listaflokkum að því leyti, að hann varð síðar til en komm- únistar og stendur vinstra meg in við þá. Liðin em full þrjátíu ár sfð- an Allende tók að reyna við hin æðstu embætti. Hæg- fara alþýðufylking myndaði stjórn í Chile fyrir síðari heims styrjöldina og gegndi Allende störfum heilbrigðismálaráðh. í þeirri ríkisstjóm. Annars hef ur hann jafnan lifað fábreyttu lífi allt til þess að hann náði kjöri sem forseti síðastliðið haust, og þó með minnihluta atkvæða á bak við sig. TÓMSTUNDAIÐJA Allendés lýsir litlu yfirlæti. Honum þyk ir gaman að leika darnm og fer einstöku sinnum í útreiða- túr. Sérstakt dálæti hefur hann á að sigla á litlum báti, og horfir á sakamálamyndir, þeg- ar hann getur komið því við. Annars er hann alveg sérlega félagslyndur maður og unir sér allra bezt í félagsskap kvenna. Eftirtektarvert er hve lítið far Allende gerir sér um bók- menntir. Hann les helzt ekki, ef hann getur hjá því komizt, og les jafnvel yfir eins fá ríkisskjöl og honum er framast unnt Honum geðjast miklu betur að munnlegum skrýslum en skriflegum, vill helzt taka á móti sem flestum gestum og sitja sem flestar ráðstefnur dag hvem. Fráleitt væri að kalla Allende menntamann og svo er helzt að sjá, að þekking hans á fræðum marxista og lenin- ista sé meira að segja fremur yfirborðskennd. ÞRÁTT fyrir þetta er All- ende gæddur eiginleikum, sem verða að teljast afar mikilvæg- ir í Chile, þar sem þeir eru nátengdir tveimur rótgrónum þjóðareinkennum, sem einna helzt mætti nefna „samkennd" og „þjóðerniskennd“. Hann á auðvelt með a@ blanda geði við aðra menn, er mjög vel máli farinn og hefur sérstakt lag á að notfæra sér vel fram- komu í sjónvarpi. Hann er ein- stakur snillingur f að fara eins langt og framast verður kom- izt án þess að valda árékstrum, — en hjá slíku vilja Chile-bú- ar yfirleitt sneiða. Allende er mjög snjall stjórn andi og gjörþekkir veikleika sérhvers hóps f stjóramálunum og jafnvel alla annmarka ein- stakra stjómmálamanna. Hann gerir sér far um að etja þeim hverjum gegn öðrum. Hann læt ur ef til vill í það skína við þingmann kristilegra demó- krata, — stjórnarandstæðinga. — að hann hafi í hyggju að skipa hann í ráðherraembætti innan skamms, og auðmýkir formann flokksins með þessu tiltæki. Hann á einnig til að láta í veðri vaka við flokksleið- toga yzt til hægri, að hann sé hlynntur forusty hans í stjórn- arandstöðunni til þess að draga burst úr nefi kristilegra demó krata. Svo er að sjá, sem Allende hafi kjark til aS taka erfiðar ákvarðanir ef á þarf að halda. Á þenna kjark reynir alveg efalaust áður en langt um líð- ur, þar sem óumflýanlegir erfiðleikar eru á næsta leiti. Erfiðleikar í efnahagsmálum og stjórnmálum eða alvarlegar óeirðir ,gætu gert framtíðar- drauma Allendes að engu. FYLGZT verður með tilraun Chilebúa um heim allan, og ekki fyrst og fremst vegna þess, að aðrar þjóðir í Mið- og Suður-Ameríku séu liklegar til að reyna að feta í fótspor þeirra. Hvergi virðist vofa yfir, að það verði reynt nema í Uruguay, en þar verður ekki auðvelt að fara að dæmi All- end 's fremur en annars staðar f álfunni. Chile-búar eru einir á báti meðal graana sinna. bæði landfræðilega og vegna sérstöðu í sögu og efnahags- málum. En til eru fjarlæg lönd, þar sem hugmyndin um „kjörkassa byltingu" virðist geta fengið góðan hljómgrunn hjá fjöl- mennum hópi kjósenda. Nefna mætt.í ftaliti í bes.su sambandi, og ef til vill Frakkland ein- hvern tíma í óráðinn framtíð. f þessum löndum hafa verið gerðar tilraunir með alþýðu- fylkingar og þátttöku marxista í samsteypustjómum. Takist að koma fram hinni lfnumjúku. stjórnarskrárbundnu byltingu hjá hinni fámennu og lítt kunnu þjóð í Chile, verður naumast í efa dregið, a8 hug- myndin hlýtur að öðlast mikla samúð og fá byr undir báða vængi annars staðar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.