Tíminn - 08.04.1971, Qupperneq 10
10
TIMINN
FIMMTUDAGUR 8. april 1971
L W. MARVIN: -
BYSSA Tl [L LEIGU
8
honum heldur leitt, þvi hér var
um að ræða skotvopn, sem hann
hafði átt svo árum skipti. Hann
lokaði töskunni, settist undir stýri
og ók upp að framhlið klúbbheim-
ilisins.
Jeff Winters og frú voru nú í
þann veginu að stíga upp í stór-
an vagn, svartan að lit. Katherine
Allgood stóð á tröppunum, og
Jim opnaði fyrir henni, en hún
kom þeear og settist upp í við
hliðina á honum. Sam kom einn-
ig niður tröppumar, en sté upp
í hjá Jeff Winters. Hinn síðar-
nefndi ræsti bílinn, tók stóra
beygju og ók síðan út í áttina
til þjóðvegarins. Jim fylgdi þeim
eftir.
— Þér eruð ekki farinn að
svara spumingunni, sem ég bar
upp við yður, vakti Katherine
Allgood máls.
— Hvaða spurningu?
— Um það. hvaða starf þér
stundið.
— Ég er i ánamaðkaræktinni,
svaraði Jim alvarlega. — Ég el
upp ánamaðka. Vitið þér, að það
tekur náttúruna fimm hundruð ár
að skapa teningsþumlung af gróð-
urmold, en einn einasti ánamaðk-
ur getur orkað að mynda sama
efnismagn moldar á einu ári?
— Gott og vel, sagði hún and-
'•varpandi. — Verið þá ekki að út-
skýra það fyrir mér frekar. En
ég er nú alltaf þeirrar skoðunar,
að þér séruð ágætur.
Hún þrengdi sér ennþá f nær
Jim, sem stöðugt reyndi að fylgj-
ast með rauðu afturljósinu á bif-
reið Winters. Allt í einu rétti
hún fram hendina og sneri
kveikjulyklinum. Vélin hikst-
aði og stöðvaðist, en Jim heml-
aði og sveigði út á vegabrúnina.
Það stóðst á endum, og þá er
vagninn hafði stöðvazt, var hún
búin að sveifla handleggjunufn
um hálsinn á honum og farin að
toga hann til sín. Allt var skyndi-
lega orðið svo kyrrt, og hann
greindi gerla suðið í engisprett-
unum á ökrunum þar í kring.
Varirnar á Katherine Allgood
voru rétt við andlit hans, og nú
færði hún sig til í fanginu á hon-
um og þrýsti sér upp að brjósti
hans. Hann kyssti hana. Varir
hennar voru mjúkar og heitar, og
þetta var svo sem ekkert óþægi-
legt, en honum varð hugsað til
Sams.
Hún renndi vörunum upp eftir
vanga hans og hvíslaði:
— Þetta var indælt. — Kyssið
mig aftur*
Jim rétti út hendina til að snúa
kveikjulyklinum á nýjan leik.
— Nei, kveinaði hún með ör-
væntingu. — Nei.
Hann sté á ræsishnappinn. Hon
um fannst hann vera orðinn ein-
hverskonar angurgapi eða blá-
bjáni, en hann átti engra ann-
arra kosta völ. Sam hélt' honum
á launum fyrir að hjálpa honum
út úr vandræðum sínum, en ekki
fyrir það að taka þátt í þeim.
Maðurinn var skjólstæðingur
hans, sem beið eftir því að sér-
stakt verkefni væri af hendi leyst,
en ekki verkefni af þessu tagi.
Jim sveigði bílinn inn á veginn
aftur og stýrði í átt til bæjarins.
Katherine settist upp í sætinu
og rak honum bylmingshögg
beint í andlitið. Hann gat ekki
annað en deplað og hún rak hon-
um annan löðrung. '
Hann mælti ekki orð og gat
raunverulega ekki álasað henni
fyrir neitt, en hann gat ekki feng-
ið af sér að slaka til gagnvart
duttlungum hennar, einungis af
því að hún var öll í báli hið
innra vegna afbrýðisemi.
Svo hallaði hún sér út í sætið
hurðarmegin og sat þögul það,
sem eftir var leiðarinnár. Þegar
þau nálguðust útjaðar Wheatville,
rauf hún þögnina og sagði kuida-
lega:
— Beygið til hægri við naistu
götu. Þriðja hús til vinstri.
Svarti „drekinn" stóð úti fyrir
húsinu, og Jim lagði vagni sín-
um aftan við hann. Húsið var af-
löng, hvítlökkuð, einlyft bygging.
Nokkur dauf ljós höfðu verið
tendruð í hinni rúmgóðu setu-
stofu. Katherine Allgood sté út úr
bílnum steinþegjandi og flýtti sér
á undan honum heim að húsinu.
En forskotið var orðið að engu.
þegar að dyrunum kom, og stigu
þau bæði um það bil jafnsnemma
yfir þröskuldinn. Wintershjónin
sátu hlið við hlið í hægindasóía
og dreyptu á ,,lífdrykk“ við og
við. Sam Allgood stóð þar hjá og
valdi nokkrar hljómplötur, sem
hann var í þann veginn að bregða
á stóran útvarpsfón.
Jeff Winters lyfti glasi sínu og
brosti, en Sam Allgood sneri sér
við og leit á konu sína. Hún
gekk þvert yfir gólfið og hvarf
þar út um aðrar dyr.
— Góða nótt, mín heitt elsk-
aða, hrópaði Sam, en hún svar-
aði ekki.
— Kate er full, sagði Lily Wint
ers og reyndi að hitta vindlings-
cnda með logandi eldspýtu.
— Það ert þú nú líka, elsku,
bezta — sagði Winters, um leið
og hann stóð á fætur og lyfti
henni með sér fram á gólfið. —
Ég held, að við ættum nú að fara
að hugsa fyrir heimferðinni hið
allra fyrsta.
Hann lagði handlegginn yfir
um mitti hennar og gekk áleiðis
til dyra og kinkaði um leið kolli
til þeirra, sem eftir uiðu. Sam
Allgood fylgdi þeim til dyra, en
þegar hann var kominn aftur inn,
hélt hann áfram að veita og gaf
nú Jim viskí og sódavatn til ábæt-
is.
— Þau eru slyng, þessi tvö,
sagði hann. — Við Jeff gengum
i skóla saman.
Jim lét sér nægja sð kinka
kolli til andsvars, og svo spurði
hann:
— Er frú Winters í raun og
veru svona bráðfær að skjóta með
í-iffli?
Allgood gaut til hans hornauga
og scttist svo niður í stól.
— Það gildir yfirleitt einu,
hvaða skotvopn hún fær í hendur,
hvort það er riffill, skammbyssa
eða veiðibyssa, ■ alltaf er hún ör-
ugg með að hæfa. Hún hefur unn-
ið heilan stafla minnispeninga og
bikara. En hvers vegna eruð þér
að spyrja um þetta?
Það var eins og komin væri ör-
lítil slikja á augun, en að öðru
Ieyti bar hann ekki bein merki
þess að vera drukkinn.
— Nú — það var bara nokkuð,
sem ég var að velta fyrir mér,
gegndi Jim.
Allt í einu hallaði Allgood sér
aftur á bak í stólnum og skellti
upp úr.
— Hamingjan sanna, kæri
Bennett. Þér haldið þó ekki, að
það sé Lily, sem hafi verið að
skjóta í áttina til mín?
— Ég veit það ekki, anzaði Jim.
— Þér greiðið mér laun fyrir að
reyna að komast að því, hver það
er. Það er þarna bóndi nokkur,
eigandi að akri, sem liggur alveg
að vallarspildunni við sjöttp holu.
Hann virðist ekki vera alltof við-
felldinn í umgengni. Hafið þér
eitthvað troðið maísakurinn
hans?
— Þér eigið við Lem Fassler,
sagði Allgood. — Hann afsagði að
selja klúbbnum landskika, sem
við þurftum þó mjög á að halda,
og svo kærir hann sig ekikert um,
að við séum að spígspora um torf-
una í leit að golfkúlum, sem lent
hafa hér og þar.
— Hafið þér verið þar á
göngu?
Allgood hló aftur.
er fimmtudagurinn 8. apríl
— Skírdagur
Árdegisháflæði í Rvík kl. 05.21.
Tungl í liásuðri kl. 24.11.
HEILSUGÆZLA
Slysavarðstofan i Borgarspítalan
um er opin allan sólarhringinn.
Sími 81212.
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr-
ir Reykjavík og Kópavog sími
11100.
Sjúkrabifreið t Hafnarfirði sími
51336.
Almennar upplýsingar um iækna-
þjónustu i borginni eru gefnar )
símsvara Læknafélags Reykjavík
ur. slmi 18888
Næturvörzlu í Keflavík 8. apríl
annast Kjartan Ólafsson.
Næturvörzlu í Keflavík 9., 10. og
11. apríl annast Arnbjörn Ólafs-
son.
Næturvörzlu í Keflavík 12. apríl
annast Guðjón Klemenzson.
Kvöld- og helgarvörzlu apótcka i
Reykjavík vikuna 10. til 16. apríl
annast Apótek Austurbæjar og
Háaleitls Apótek.
Tannlæknavakt Tannlæknafélags Is
lands: Ofii® verður um páskana:
á skírdag föstudaginn langa
kl. 5—-6. A Iaugardag, páskadag
og annan í páskum kl. 2—3.
Fæðingarheimilið t Kópavogl,
Hlíðarvegi 40. stmi 42644.
ÝMISLEGT
Ferðir Strætisvagna Reykjavíkur
um páskana 1971:
Skírdagur: Akstur er eins og á
venjulegum helgidegi.
Föstudagurinn langi: Ekið er á
öllum leiðum samkvæmt tímaáætl-
un helgidaga í Leiðabók S.V.R., að
því undanskildu, að allir vagnar
hefja akstur um kl. 13.
Laugardagur: Akstur er eins og
á venjulegum laugardegi.
Páskadagur: Ekið er á öllum
leiðum samkvæmt tímaáætluu
helgidaga í Leiðabók S.V.R., að því
undanskildu, að allir vagnar hefja
akstur um kl. 13.
Annar páskadagur: Akstur er
eins og á venjulegum helgidegi.
Strætisvagnar Hafnarfjarðar:
Skírdag og annan páskadag ekið
eins og á sunnudegi. Fyrsta ferð
úr Hafnarfirði kl. 8,30, úr Reykja-
vík kl. 8. Hálftíma fenðir hefjast
ki. 10. 20 m.ínútna ferðir frá kl. 1
—8. Á heilum og hálfum tímum
eftir kl. 8.
Föstudagurinn Iangi og páska-
dagur: Ferðir hefjast kl. 14. Síðan
er ekið eins og á annan páskadag
og skírdag.
Á laugardag er ekið eins °g
venjulega.
Strætisvagnar Kópavogs:
Skírdagur: Vagnarnir aka eins og
á sunnudegi, þ. e. a. s. frá kl. 10—
24.
Föstudagurinn langi: Ferðir hefj-
ast kl. 2. Ekið til kl. 24.
I,augardagur: Ekið eins og venju-
lega.
Páskadagur: Ekið frá kl. 2—0,30.
Annar páskadagur: Ekið frá ki.
10—24.
Bensínafgreiðslur eru opnar sem
hér segir: ■>
Skírdagur: Kl. 9,30—11,30 og 1—
6.
Föstudagurinn langi: Kl. 9.30—
11,30 og 1—3.
Laugardagur: Opið allan daginn.
Páskadagur: Kl. 9.30—11.30 og 1
—3.
Amiar páskadagur: Kl. 9,30—
11,30 og 1—6.
Mjólkurliúðir eru opnar >fir hátíð-
ina sem hér segir:
Föstudagurinn langi eg páska-
dagur: Lokað.
Laugardagur: Opið eins og venju
lega.
Skírdagur: Opið til kl. 12.
Annar páskadagur: Opið frá kl.
10—12.
Söluturnar og matvöruverdanir eru
lokaðar: Föstudaginn ianga og
páskadag.
Bilanir á rafmagnsveitti tiTkynn-
ist í síma 18230.
Bilanir á hitaveitu tilkynnist í
síma 25524.
^ÉLAGSLÍF
Gönguferðir um páskana:
8/4 Vífilsfell
9/4 Valahnúkar — Helgafell
10/4 Borgarhólar — Mosfellsheiði
11/4 Reykjafeli — Hafravatn
12/4 Lækjarbotnar — Sandfcll
Lagt af stað í allar ferðirnar
kl. 13,30 frá Umferðarmið-
stöðinni (BSÍ).
FLU GÁÆTL ANIR
Loftleiðir hf.:
Snorri Þorfinnsson er væntanlegur
frá New York kl. 0700. Fer til Lux-
emborgar kl. 0745. Er væntanlegur
til baka frá Luxemhorg kl. 1600.
Fer til New York kl. 1645.
Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt-
anleg frá New York kl. 0830. Fer
tij Glasgow og London kl. 0930.
Leifur Eiríksson e>r væntanlegur
frá Osló, Gautaborg og Kaupmanna
höfn kl. 1500. Fer til New York kl.
1600.
SIGLINGAR
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fór frá Reykjavik kl. 23.00 í
gærkvöld, austur um land í hring-
ferð. Herjólfur fer frá Vestmanna-
eyjum kl. 12,00 á hádegi á föstu-
daginn langa, tij Þorlákshafnar,
Þaðan aftur kT. 17,00 til Vestmanna
eyja. Á laugardaginn fer Herjólfur
frá Vestm. kl. 13,00 til Reykjavík-
ur. Herðubreið er í Reykjavík.
— Hættið! Nú tekur lögreglustjórinn við
stjórninni og rannsakar, hvort þið hafið
eyðilagt járnbraut Blakes. — Fyndið, við
erum settir inn, á tneðan höfuðpaurinn
Ieikur lausum liala. — Á meðan í einka-
lcst Newtons ... — Ég held niig utan
þessa svæðis, þar til ég sé, hvernig land-
ið liggur. — Newton hlýtur að vera um
borð og hann kemst undan ... — Nei!
Hölduni til vinstri, því það er beygja
framundan á jámbrautinni og við e.t.w.
getum við náð vagninum!
'SSSSSSSSSSSSSSSSíSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSÍiSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSaSSSSSSSSSJ
; ASýVTZivi' fí?nv,7~£
‘ |^m , -r —
/ll STAyQi/rC* Y/r&SS i
UY7/C. /
7/F tW/P&óí/SA