Tíminn - 01.05.1971, Page 1

Tíminn - 01.05.1971, Page 1
/ 98. thL — Laugardagur 1. maí T971 — bilcisqlq GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Slmar 19032 — 20070 55. árg. TRYGGINGAR Á BIFREIÐUM HÆKKA EKKI AÐ SINNI KJ—Reykjavík, föstudag. Á fnndi sínum í gær tók ríkis- stjórnin þá ákvörðun að leyfa ekki hækkun á iðgjöldum ábyrgðar- trygginga bifreiða, en í dag gaf dómsmálaráðuneytið aftur á móti út nýja reglugerð um breytingu á gjalddaga ábyrgðartrygginga, sem hér eftir verður 1. janúar í stað 1. maí áður. Dómsmálaráðherra Auður Auð- uns gaf út þessa reghigerð að beiðni tryggingafélaganna. Þetta þýðir, að næstu daga munu bif- reiðaeigendur fá heimsenda ið- gjaldaseðla, þar sem tryggingafé- lögin krefja menn um greiðslu á % tryggingaiðgjaldsins. A þess- um innheimtuseðlum mun jafn- framt vera fyrirvari frá hendi try^gingafélaganna, þar sem félög- in áskilja sér rétt til að hækka ið- gjöldin frá 1. september til 1. janú- ar, eða þegar verðstöðvuninni lýk- ur. Þetta þýðir með öðrum orðum, að iðgjöldin hækka ekki að sinni, en aftur á móti munu þau hækka eftir 1. september. Eftirleiðis verður gjalddagi ábyrgðartrygginga bifreiða 1. janú- ar, og er það í og með gert til að eamræma gjalddaga af gjöldum af brfreiðum, en bifreiðaskattur fell- mt d. í gjalddaga þá. Piltur drukknaSi er bátur sökk hjá Leirhafnartanga BÞ-Kópaskeri, FB-Rvík, föstudag. Aðfaranótt fimmtudagsins drukknaði ungur maður á legunni við Leirhöfn á Sléttu. Nánari til- drög slyssins voru þau, að um nóttina rcru þrír piltar rúmlega tvítugir að aldri út á leguna til þess að huga þar að grásleppubát sínum. Gott veður var, en þcgar piltarnir voru að komast út að bátnum sökk undan þeim kænan, sem þeir voru á. Tveir piltanna, Hreinn Elliða- son og Jóhann Wolfgang Kristjáns son, ætluðu þá að synda í land, en sú leið var 80 til 100 metra löng. Jóhann örmagnaðist fljót lega og komst ekki í land. Hins vegar tókst Hreini að synda í land og ná í gúmmbát, sem hann fór á aftur út að bátnum til þess að reyna að bjarga þar þriðja manninum Kristni Kristjánssyni, bróður Jóhanns. Það tókst þó ekki, því enn sökk báturinn undir mönnunum, og í annað sinn syndir Hreinn í land, og tekst með naum indum að gera vart við sig heima hjá sér að Nýhöfn. Þar er brugð ið við skjótt og Guðmundur Krist insson stjúpfaðir Hreins fer á báti út til Kristins, en á meðan er safnað liði til þess að aðstoða við björgunina. Guðmundi tekst að koma fanglínu á Kristin. Strax fóru menn að leita að Jóhanni, en lík hans fannst ekki fyrr en klukkutíma síðar. Þeir bræðurnir Kristinn og Jóhann voru frá Sandvík í Leirhöfn. Krist inn var þegar fluttur í flugvél til Akureyrar, þar sem hann var lagður inn á sjúkrahúsið, en eins og fyrr segir var mjög af honum dregið, þegar hann bjargaðist, enda var hann búinn að vera að minnsta kosti hálftíma í sjónum, þegar hjálp barst. Með Hrein var farið í sjúkrabíl til Húsavíkur. Hreinn Elliðason er einn af kunnustu knattspyrnumönnum landsins, og mun það hafa komið fram, að hann var í góðri þjálfun sem íþróttamaður, er hann synti tvívegis í land frá bátnum. HLAUT 40 ÞÚS. KR. SEKT EB—Reykjavík, föstudag. Áður en blaðið fór í prcntun í kvöld, var búið að dæma í máli eins bátanna af 14, sem teknir voru að meintum ólöglegum veið- um út af Stafnesi í gærmorgun. Var það Jón Oddsson, og var mál hans tekið fyrir hjá bæjar- fógestannm i Hafnarfirði. Fékk hann 40 þús. kr. sekt, en bátur- inn er 82 tonn, og afli og vciðar- færi hans voru gcrð upptæk. Þá var hjá bæjarfógctanum í Hafn- arfirði tekið fyrir mál annars báts, Freyju, en þar sem haldið var uppi vörnum í þvi máli, fell- ur dómur ekki fyrr en á morgun. Dómur í máli hinna bátanna verður kveðinn upp í nótt og á morgun. Leitað eftir hasshundi til nota á Kefla- víkurflugvelli EB—Reykjavík, föstudag. en maður og hundur eru ætíð Verið er að kanna möguleika þjálfaðir saman í þessu skyni. á því, að fá hingað hund erlend- Jón aagði, að þetta hefði lengi is frá til fíknilyfjaleitar á Kefla- verið í bígerð hjá lögreglunni. víkurflugvelli, en hundar hafa Þeir hundar, sem einkum eru um tíma vcrið notaðir til slíks notaðir til fíknilyfjaleitar, eru með frábærum árangri crlend- af „Labrador-kyni“ og eru þeir is, einkum f Bretlandi og Sví- aðal„leitartæki“ Breta og Svía. þjóð. Þess skal getið að lokum, að Jón Thors, deildarstjóri í um sl. áramót samþykkti Kiw- dómsmálaráðuneytinu, sagði í anisklúbburinn Katla að leggja viðtali við Tímann í dag, að ekki fram 100 þúsund k 'nur í kaup væri enn búið að taka endan- á hundi til þess að leita að fíkni- lega ákvörðun um þetta mál, en lyfjum. Stjóm klúbbsins rætídi hann sagði, að lögreglan leitaði við dómsmálaráðuneytið og lög- nú að heppilegum manni, sem reglu- og tollyfirvölo þ ‘ta þjálfa á upp til fíknilyfjaleitar efni, og fól þessum aðilum féð með hinum hugsanlega hundi, til kaupanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.