Tíminn - 01.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 1. maí 1971 3 TÍMINN Innvegiö mjólkurmagn jókst um 5,65% '70 Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík var haldinn mánudag- inn 26. apríl sl. Á fundinum mættu allir fulltrúar, sem rétt eiga á fund arsétu, 16 a3 tölu, 9 frá Mjólkur- búi Flóamanna, 2 frá Mjólkursam- lagi Kjalarnesþings, 3 frá Mjólkur- samlagi Kaupfélags Borgfirðinga, 1 frá Mjólkursamlaginu í Búðardal og 1 frá Mjólkursamlaginu í Grund arfirði, auk stjórnar og forstjóra. Sölusvæði Mjólkursamsölunnar nær frá Lómagnúpi að Gilsfirði og á þessu svæði er framleiddur um helmingur af þeirri mjólk, sem kemur til sölumeðferðar í landinu. Formaður Mjólkursamsölunnar, Ágúst Þorvaldsson, flutti fundinum skýrslu stjórnar og Stefán Björns- son forstjóri skýrði reikninga fyrir- tækisins og gerði grein fyrir starf- semi þess á árinu. Innvegið mjólkurmagn á öUu svæðinu var rúml. 51 millj. lítra og hafði aukizt um 5,6% frá árinu 1969. Tæplega 65% mjólkurinnar seldust sem neyzlumjólk. Hitt fór í vinnslu. Sala neyzlumjólkur fór fram í 136 búðum alls. Þar af rak samsalan 74 mjólkurbúðir, en aðr- ir aðilar önnuðust sölu í 62 búðum. Heildarsala fyrirtækisins var rúml. 900 millj. á árinu og starfsmcnn í árslok 416. Fullnaðarverð til bænda reyndist kr. 13,65 pr. lítra og er það lið- lega verðlagsgrundvallarverð. Ýmis framleiðslu- og félagsmál voru rædd á fundinum. Má þar m. a. nefna starfrækslu fullkominnar rannsóknarstofu, sem nú nýtur í fyrsta sinn nokkurs ríkisstyrks til júgurbólgurannsókna, enda veitir hún þjónustu út fyrir sölusvæði Mjólkursamsölunnar. Hlutverk rannsóknarstofunnar er fyrst og fremst að fylgjast með heilbrigði mjólkurkúa, gæðum mjólkurinnar sem framleiðsluvöru og gæðum vinnsluvaranna. Á þessi starfsemi að tryggja neytendum fyrsta flokks neyzluvöru með eðlilegt geymslu- bol og vera bændum til aðstoðar, ef sjúkdómar koma upp í mjólkur- kúm. LV stjórn Mjólkursamsölunnar áttu að ganga Ágúst Þorvaldsson og Einar Ólafsson og voru þeir báðir endurkjörnir. Aðrir í stjórn eru Sigurður Snorrason, Oddur Andrésson og Sigurgrímur Jónsson. ZORBA í gærkvöldi var mikið tilstand í Þjóðleikhúsinu. Þá var frumsýn ing á hinum marg umrædda söng leik Zorba. Rúmlega 60 manns taka þátt í þessari viðamiklu sýn ingu Þjóðleikhússins. Leikstjóri og ballettmeistari eru bæði frá Bandaríkjunum og er það í fyrsta skipti, sem stjórnendur sýninga frá Bandaríkjunum hafa sviðsett fyrir Þjóðleikhúsið. Forsöngvari tr Susanna Brenning frá Svíþjóð. Aðalhlutverk eru leikin af Ró- bert Arnfinnssyni, Herdísi Þor- valdsdóttur og Jóni Gunnarssyni. Garðar Cortes er hljómsveitar- stjóri, en Lárus Ingólfsson gerði leikmyndir. Þýðandi er Þorsteinn Valdimarsson, skáld. Myndin er af Róbert Arnfinns syni og Herdísi Þorvaldsdóttur í hlutverkum sínum. Tvö köstuðust út í árekstri OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Enn varð mjög harður árekstur á mótum Sléttuvegar og Kringlu mýrarbrautar í dag. Volkswagen bíll ók af Sléttuvegi austur yfir gatnamótin og lenti fyrir Bronco jeppa, sem var á leið norður Kringlumýrarbraut. Ökumaður Volkswagensins og farþegi, sem sat í framsætinu köstuðust út á götu. Bíllinn hélt áfram með ein um farþega, sem sat í aftursæt inu, út fyrir götuna og í boga yfir moldarflag og inn á akbrautina aftur og stöðvaðist. Fólkið sem kastaðist út, karl og kona, voru flutt á slysavarð- stofuna. Voru þau eitthvað meidd, en ekki alvarlega. VW er mjög mikið skemmdur. Heimsæftið íæreyjar r Odýrasfa ufanlandsferðin Leitið ekki langt yfir skammt fljúgið til Færeyja í sumarleyfinu. FLUGFELAGISLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI IHÚSNÆOISMÁLASTOFNUN RÍKISINS Að gefnu tilefni vill Húsnæðismálastofnun ríkisins vekja athygli á eftirfarandi ákvæði í 30. gr. reglu- gerðar um lánveitingar húsnæðismálastjórnar til kaupa á eldri íbúðum: „íbúðin skal fullnægja reglum skipulags- og byggingaryfirvalda, svo og heilbrigðissamþykkt hlutaðeigandi staðar." Kaupendum eldri íbúða, er hyggjast sækja um lán hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins, er því eindregið ráðlagt að ganga örugglega úr skugga um það, áður en kaup eru gerð, að viðkomandi íbúð fullnægi að dómi heilbrigðisyfirvalda (héraðslækna / heilbrigðis- fulltrúa) núgildandi ákvæðum heilbrigðissamþykkta. Þá er á sama hátt nauðsynlegt að fá staðfest að um- ræddar íbúðir séu í samræmi við reglur skipulags- og byggingaryfirvalda. fbúðir sem ekki fullnægja umræddum skilyrðum eru ekki lánshæfar og tilgangslaust að sækja um lán til þeirra. Húsnæðismálastofnun ríkisins. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RlKISINS LAUGAVEGI77. SIMI22453 HELAVÖUUR í DAG KL. 16.00 LEIKA: Þróttur — Valur Mótanefnd. BADMINTON íþróttahúsið Kársnesskóla, mánudögum kl. 8—10 síðdegis. Þjálfari: Garðar Alfonsson. Innritun í síma 41315. SKOKK íþróttahiúsið Kópavogsskóla, fimmtudögum kl. 8 síðdegis. Þjálfari: Páll Dagbjartsson. Upplýsingar í síma 40738. íþróttafélagið GERPLA, Kópavogi. Kópavogur Forstöðukona, matráðskona og starfslið óskast að sumardvalarheimili Kópavogs í Lækjarbotn- um frá miðjum júní til ágústloka. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum í Kópavogi og skilist á sama stað fyrir 10. maí. Leikvallanefnd. VELJUM ISLENZKT(H)lSLENZKAN IÐNAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.