Tíminn - 01.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.05.1971, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 1. maí 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framílcvæindastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gísleson. Rit- stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stotur Bainikastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. Edda M. ......... ............ ................1 Humphrey og -Muskie svara Nixon: 1 Allur herinn á að vera kvaddur heim frá Viefnam fyrir áramót 1. maí í ávarpi því, sem verkalýðsmálanefnd Framsóknar- flokksins sendir frá sér í tilefni 1. maí, baráttudags launþega, er fagnað þeirri samstöðu um stefnu í land- helgismálinu, sem náðst hefur milli stjómarandstöðu- flokkanna fyrir forystu Framsóknarflokksins um upp- sögn landhelgissamninganna og útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 50 mílur eigi síðar en 1972, og telur nefndin það meginverkefni þjóðarinnar að koma þeirri stefnu í framkvæmd. Verkalýðsmálanefnd Framsóknarflokksins harmar, að íhaldsöflin reyna nú að kljúfa verkalýðshreyfinguna í þessu þýðingarmesta sjálfstæðismáli þjóðarinnar á þess- nm áratug, og hvetur alla launþega til þess að styðja þá stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft for- ystu um að móta, í alþingiskosningunum 13. júní með því að fella núverandi ríkisstjóm og veita Framsóknar- flokknum fylgi til þess að hafa forystu um myndun næstu ríkisstjómar. Ennfremur leggúr verkalýðsmálanefnd Framsóknar- flokksins áherzlu á eftirfarandi atriði: að Alþýðusamband íslands verði í reynd stefnumótandi aðili með afmörkuðu framkvæmdavaldi en ekki ein- ungis afgreiðslustofnun. Alþýðusambandinu verði gert Meift að hafa á sínum vegum hagdeild, sem A fylgist með þróun þjóðarbúskapar og einstakra fyr- irtækja og veiti aðildarfélögunum þær upplýsingar, sem kjarabaráttan á að byggájst á, lögfræðideild, sem veiti félagsmönnum upplýsingar um réttindi og skyld- ur og aðra lögfræðilega aðstoð, og útgáfudeild, sem sjái um útgáfu á málgagni hreyfingarinnar. að Menningar- og fræðslusamband alþýðu fái opinbert fjárframlag, eins og skyldar stofnanir á Norðurlönd- nm, til þess að verða að öflugri fræðslustofnun, sem fræði trúnaðarmenn og almenna félagsmenn í verka- lýðsfélögunum. að ríkisvaldið geri verkalýðshreyfingunni mögulegt að koma á fót verkalýðsskóla. að opinberir starfsmenn fái samnings- og verkfallsrétt. að mótuð verði launastefna, sem hafi ákveðin, verð- tryggð lágmarkslaun, er tryggi lífvænlega afkomu fyrir 40 stunda vinnuviku, og aukinn launajöfnuð sem höfuðatriði. að hafin verði stórsókn, bæði með pólitísku átaM og almennri fræðslu, fyrir atvinnulýðræði, sem þróist stig af stigi. í fyrsta áfanga verði komið á fót sam- starfsnefndum í fyrirtækjum og atvinnugreinum, þar sem fulltrúar starfsfólks og stjómenda eigi sæti. Þessar nefndir hafi ákvörðunarvald á tilteknum svið- um og sama aðgang og stjómir fyrirtækja og opin- berir aðilar að öllu er varðar rekstur og áætlanir fyrirtækja. að þeir sjóðir, sem verkalýðshreyfingin hefur samið um og semur um við atvinnurekendur og fær í stað kauphækkana, verði undir stjóm verkalýðshreyfing- arinnar. að sett verið inn í alla kjarasamninga ákvæði um, að þeir séu þegar uppsegjanlegir, grípi ríMsvaldið til einhverra aðgerða, sem raski ákvæðum þeirra. að verkalýðshreyfingin hafi nána samvinnu við bænd- ur og samtök þeirra til að eyða tortryggni og mis- skilningi og skapa samstöðu í framfarasókn alþýð- unnar til sjávar og sveita. Fyrirtæki bænda segi sig jafnframt úr Vinnuveitendasambandi íslands. að verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin tengist nánari böndum og að þessar fjöldahreyfingar alþýð- unnar efli hvor aðra eftir megni. — TK HöfuðverkefniS er að bæta hið bandaríska þjóðfélag Hiiin 6. aprfl s. L flutti Nixon forseti ræðn um styr jöldina í Víetnam, þar sem hann gerði grein fyrir af- stöðu stjórnar sinnar til styrjaldarinnar. Ræðu þess- arar hefur áður verið getið hér í blaðinu. Talið var, að Nixon hefði mjög hallað á demókrata í ræðu og bauð þvi helzta sjónvarpsstöð Bandarikjanna sjö helztu forsetaefnum demókrata að svara henni með stuttum ræðum. Sex þeirra, Hump- lirey, McGovern, Bayh, Jack son, Hughes og Muskie þáðu boðið, en Kennedy hafnaði, þar sem hann væri ekki for setaefni. Sexmenningarnir fluttu svo ræður sínar í sjónvarpið 22. aprfl. Fyrst ur talaði Humphrey, en Muskie síðastur. Allir mæltu þeir með því, nema Jackson, að heimflutningi bandaríska hersins frá Víet nam yrði lokið fyrir lok þessa árs. Ræður þeirra Humphreys og Muskies fara hér á eftir: "Humphrey: ‘•‘"Forsetinn sagði í sjónvarps- ræðu sinni 7. aprfl, að þegar hann hvarf frá sem varaforseti í janúar 1961 og hafði gegnt því starfi í átta ár, hafi engar bandarískar hersveitir verið í Víetnam og enginn Bandaríkja maður enn látið þar lífið. Þetta er hverju orði sannara. En ummælin gefa alveg óhjá kvæmilega í skyn, að Demó- krataflokkurinn beri megin- ábyrgðina á afskiptum okkar í Víetnam. John Kennedy hafi hafið styrjöldina, Lyndon magn að hana og þessi vandræða- byrði Demokrataflokksins hafi svo verið lögð á herðar Repu blikanaflokksins. Að okkar áliti er önnur skoðun á þessu máli réttari. Framvindan, sem leiddi til styrjaldarinnar, hófst á valda árum Harry Trumans. Skyldur hlóðust á okkur eftir Genfar ráðstefnuna árið 1954, þegar Dwight Eisenhower var forseti. Richard Nixon var hlynntur þessum skuldbindingum þegar hann var varaforseti. Kennedy og Johnson voru samþykkir þeim. Þingið samþykkti Tonk- inflóa-yfirlýsinguna nálega ein- róma og þar með skuldbinding arnar. Ég var þessum skuld- bindingum fylgjandi sem vara forseti. Ábyrgðin á afskiptum okkar og þáttöku í styrjöldinni hvflir því ekki á flokki, heldur þjóð inni allri. Ég sé ekki betur en að við verðum einnig öll að leggjast á eitt þegar við drög um okkur í hlé eystra. Ég skrapp til New Jersey í marz og flutti ræðu í áheyrn um það bil þúsund stúdenta við ríkisskólann í Jersey-borg. Ég ræddi einkum um mikla erfiðleika hér innan lands, en mesta áherzlu lagði ég á hina brýnu þörf á að við hverfum á burt frá Víetnam á þessu ári. Muskie Ég hlýt að játa í hreinskilni, að þessa ræðu hefði ég ekki getað flutt fyrir þremur eða fjórum árum. Afstaða mín hef ir breytzt hægt og hægt, í samræmi við breyttar aðstæður og skilning okkar á þeim, og hún hefir kostað töluvert hug arangur. En afstaða mín er breytt engu að síður, og sama er að segja um milljónir manna hér í Bandaríkjunum. Við höfum veitt aðstoð okk ar í Víetnam í tæpa tvo ára- tugi og ég held, að við höfum staðið við allar skuldbindingar okkar við Suður-Vietnama. Ákvörðun um brotthvarf her sveita okkar frá Víetnam á þessu ári táknar engan veginn, að við ætlum að aðhyllast ein- angrunarstefnu að nýju, eins og forsetinn vill vera láta. Við höfum þvert á móti mjög mikl um alþjóðlegum skyldum að gegna og við þær skuldbinding ar verður staðið. Sannleikurinn er sá, að þegar við Bandaríkja menn erum ekki framar önnum kafnir í Víetnam getum við gegnt miklu stærra og jákvæð ara hlutverki í samfélagi þjóð anna. Framar öllu þarf að athuga, að nú er mjög óheppilegur tími til ásakana og gagnásakana. Brottför okkar frá Víetnam hef ir í för með sér ýmiskonar áhættu, en að vera um kyrrt er þó enn háskasamlegra. Þessi styrjöld hefir allt of lengi vald ið innbyrðis deilum meðal okk ar Bandaríkjamanna, spillt við- horfum okkar og komið í veg fyrir, að við fetuðum okkar já- kvæðu braut sem þjóð. Spurningin, sem nú þarf að svara, er því: Hvað þurfum við að gera og hvað getum við gert til þess að losna? Muskie: Kjarni þess máls, sem við verðum að taka afstöðu til hér f kvöld, er ekki einungis að svara þeim manni, sem nú er forseti. Þarna er öllu heldur um skírskotun að ræða. Það er skírskotun til hans . . . til þjóðlegra raka . . . og til sam vizku Bandaríkjamanna. Styrjöldin er ekki rétt og bandaríska þjóðin veit, að svo er. Við viljum binda endi á hana. Starfsbræður mínir jiafa hver í sínu lagi lýst mismunandi hlið um á harmleik þessarar styrj aldar. — Þeir hafa lýst blóðbaðinu og hræðilegum mannlegum þjáningum. — Þeir hafa lýst eyðingu lands í Indókína. — Þeir hafa lýst bruðli með föng og fé, sem við höfum mjög brýna þörf fyrir hér heima. — Þeir hafa einnig lýst þeim efasemdum um vizku og áreið anleika ríkisstjómar okkar, sem styrjöldin hefir vakið. Þið hafið heyrt hér í kvöld lýst knýjandi nauðsyn þess, að kveðið sé á um dag og allir okkar hermenn kvaddir heim fyrir lok þessa árs. Við höfum gert eins mikið fyrir ríkisstjómina í Suður-Víet nam og unnt er að ætlast til af okkur með nokkurri sann- girni. Nú er ekki ósangjarnt að fara fram á við hana, að hún reyni sína eigin hæfni til að halda sér við lýði. Hvað svo sem ég eða hver og einn kann annars að halda um styrjöldina, þá held ég að við séum allir sammála um eina ægilega fóm, sem við höf um orðið að færa hennar vegna. Það er fórn sundrungar, ótta og haturs meðal okkar sjálfra. Við getum ekki haldið svona áfram. Sumir hafa haldið fram, að við demókratar viljum gera styrjöldina að kosningamáli ár- ið 1972. Það er ekki annað en þvaður. Við, sem hér emm í kvöld, viljum allir, að henni sé lokið áður en árið 1972 rennur upp. Okkur dœymir ekki aðeins um góða kosningabaráttu árið |f 1972, heldur vonum við, að þjóðin verði loksins laus við byrði styrjaldarinnar og bölv unina, sem af henni stafar. Þá Framhald á bls. 10. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.