Tíminn - 04.05.1971, Side 1

Tíminn - 04.05.1971, Side 1
bílasoila GUÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Símar: 19032 — 200?C 99. tbl. — Þriðjudagur 4. maí 1971 — 55. árg. Walter Ulbricht Ulbrícht hættur! Verkalýðsmálanefnd Framsóknarflokksins: Harma afstöðu ASÍ íölfus- borgamálinu EJ—Reykjavík, mánudag. Á fundi Verkalýðsmálanefndar Framsóknarflokksins fimmtudaginn 29. apríl sl. var gerð einróma sam- þykkt um svonefnt Ölfusborgamál, þar sem afstaða stjórnar Alþýðu- sambands íslands í málinu var gagnrýnd. Samþykkt nefndarinnar er svo- hljóðandi: „Verkalýðsmálanefnd Framsókn- arflokksins harmar afstöðu stjórn- ar Alþýðusambands íslands til „Ölf- Uihorgamálsins". I trausti þess, að stjórn ASI sé ekki alls varnað, skorar Verkalýðs- málanefnd Framsóknarflokksins á stjórnina að bregðast skjótt við og sjá sóma sinn í að greiða hin van- goldnu laun', sem henni ber tví- mælalaust siðferðileg skylda til. Einnig ályktar Vcrkalýðsmála- nefndin, að setja beri hið fyrsta lög, er tryggi ótvíræðan forgangs- rétt launakrafna.“ NTB—Berlín, mánudag. Leiðtogi austur-þýzkra komm- únista, Walter Ulbricht, hefur sagt af sér embætti sem aðalrit- ari sósíalistíska einingarflokks- ins — kommúnistaflokks Austur- Þýzkalands —, að sögn austur- þýzku fréttastofunnar ADN í kvöld. Tilkynning ADN.kom nokkrum klukkustundum eftir að franska fréttastofan AFP skýrði frá því í fréttaskeyti frá Moskvu, að full- yrt væri þar að Ulbricht myndi segja af sér innan skamms. Aust- ur-evrópskar heimildir í Moskvu fullyrtu þá, að Ulbricht léti af embætti aðalritara af heilsufars- Framhald á bls. 10. IGÞ—Osló, mánudag. Noregur hcilsaði forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn og for- setafrú, HaHdóru Eldjárn, með björtu maíveðri og miklum hlýind- um, er þota Flugfélags íslands, sem flutti þau, lenti kl. 11,10 að staðartíma á Fornebu-flugvelli. Fjórar þotur frá flugher Noregs höfðu þá fylgt þotu Flugfélagsins í um hálfa klukkustund. Á flug- vellinum tóku Ólafur konungur, Haraldur krónprins og Sonja prins- essa á móti forsctahjónunum, en einnig norska ríkisstjórnin, for- setar norska stórþingsins, biskupinn í Osló, borgarstjórinn í Osló og sendifuiltrúar erlendra ríkja í Noregi. Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra, var einnig viðstaddur, ásamt Agnari Kl. Jónssyni, am- bassador íslands í Noregi, og konu hans. Þegar leiknir höfðu verið þjóðsöngvar beggja landanna og lífvörður kannaður, var ekið til konungshallarinnar, þar scm forsetahjónin gista á meðan á dvöl þeirra stendur hér í Noregi. Síðdegis í dag höfðu forseta- hjónin boð inni fyrir erlenda sendimenn í Noregi, en í kvöld sátu þau veizlu Olafs Noregs- konungs. Það var tilkynnt í dag hér í Osló, að norska vísindaakademí- an hefði kjörið dr. Kristján Eld- járn heiðursfélaga sinn fyrir vís indastörf hans, og um hádegis- bilið á morgun verður forsetan- um afhent heiðursskjal akademí unnar við hátíðlega athöfn í konungshöllinni. Otvarp og sjónvarp hafa sagt frá komu forsetans i dag, og í kvöld á að vera dagskrá í norska útvarpinu um forseta- heimsóknina. I dag er fjallað um forseta- heimsóknina í forystugrein í út- breiddasta blaði Noregs, Aften- enposten. Þar segir m. a., að flestum Norðmönnum muni ekki finn- ast neitt sérstaklega spennandi eða áhrifaríkt að fá íslenzka forsetann í heimsókn. „Eyríki langt vestur í hafinu er heldur ekkert stórveldi, og þótt á vor um dögum séu margar leiðir til samskipta, veit heimurinn ekki svo mikið um það, sem gerist afkimum hans og lítið heyr ist frá íslandi. Þar gengur lífið sinn vana gang án vandamála, rólega og samstillt. ísland er einn af þeim guðs útvöldu stöð um á bessum hnetti, þar sem fólk getur enn einbeitt sér að friðsamlegri tilvist, og helgað sig framleiðslu og uppbygg- ingu. Saga íslands og Noregs er samtvinnuð og einu sinni töluðu íslendingar og Norð- menn sama tungumál, en at- vikin sem hvorug þjóðin réði við, urðu þess valdandi að þetta breyttist. Það liggur mik ið haf milli íslands og Noregs, og einu sinni fóru menn frá Noregi til íslands og byggðu það land. En þetta haf var að- eins landfræðileg staðreynd, en íslendingar og Norðmenn hafa um árhundruð í stormlxm og kuldum ætíð haldið tengsl um sín á milli. Það eru einmitt þessi tengsl, sem eru, minnis verð í dar þegar við byggjum á sama menningararfi, og við horfum til sömu framtíðar. Því bjóðum við forseta fslands hjart anlega velkominn til Noregs ekki bara feem æðsta mann Is- lands. heldur sem góðan vin, og kæran norrænan frænda.“ Framhald á bls. 10. Forsetahjónin komin til Noregs. F. v. Haraldur ríkisarfi, Halldóra Eldjárn, forsetafrú; dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands; Sonja prinsessa og Ólafur Noregskonungur. (Síngamynd UPI) Ræða forseta íslands í gærkvöldi — bls. 3 Myndir bls. 2 Forsetahjónunum f í björtu og hlýju veðri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.