Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 7
\ Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fra-mifcvæmdastjóri: Kristján Bemedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Heigason, IndriCl G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símax 18300 — 18306. Skrif- mtofur Bankastræti 7. — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523. ASrar sikrifstofur sími 18300. ÁskriftargjaW kr. 195,00 á mánuft. tonanlands. f lausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm. Edda hf. Tekið undir með Tómasi Þess hefur gætt verulega að undanfömu, að stjórnar- blöðunum væri sérstaklega í nöp við einn af ritstjórum Tímans, Tómas Karlsson. Ástæðan hefur verið sú, að hann hefur haldið uppi allhörðum ádeilum á framkvæmd stjómsýslukerfisins, sem núv. ráðherrar bera mesta ábyrgð á. Kkki sízt hafa þessar ádeilur Tómasar beinzt að fjármálaráðherra, sem ber höfuðábyrgð á framkvæmd þessara mála. Nýlega urðu t.d. um þetta blaðaskrif milli fjármálaráðherra og Tómasar, sem mikla athygli vöktu. Eftir öll þau nöpuryrði, sem sjómarblöðin hafa valið Tómasi fyrir þessi skrif hans, hafa sennilega fáir átt voií á því, að það yrði landsfundur Sj álfstæðisflokksins, sem tæki einna sterklegast undir skrif hans. Þetta hefur landsfundurinn eigi að síður gert í stjómmálaályktun sinni. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um þetta; 1. Tómas hefur mjög deilt á það, aS stjómsýslan hafi þanizt út meS margvíslegum hætti hin síSari ár og þurfi því aS enduðskoðast og umsteypast frá rótum. Landsfundur SjálfstæSisflokksins tekur undir |>etta og leggur áherzlu á „heildarendurskoSun á ríkis- rekstrinum með sparnaS og hagsýni fyrir augum." 2. Tómas hefur deilt á, aS valdiS hafi dregizt í < stórauknum mæli í hendur embættismanna og opin- berra stofnana, en áhrif kjörinna fulltrúa minnkaS að sama skapi. Landsfundurinn tekur undir þotta og leggur áherzlu á, að „koma í veg fyrir vöxt ópersónulegs ríkisbákns og vinna gegn ofstjóm hins opinbera." 3. Tómas hefur deilt á, að afgreiðsla hjá ýmsum ríkisstofnunum, ekki sízt ýmsum lánastofnunum, verði stöðugt seinvirkari og tafsamari. Landsfundur- inn tekur undir þetta og leggur áherzlu á, að „gera þurfi ráðstafanir tii að stuðla að skjótari afgreiðslu mála hjá opinberum aðilum." 4. Tómas hefur deilt á hið flókna kerfi stofnlána- sjóða og hina miklu útþenslu bankakerfisins. Lands- fundurinn leggur áherzlu á, að „breyta þurfi yfir- stjóm banka og stofnsjóða atvinnuveganna með það fyrir augum að gera kerfið virkara og einfaldara en nú er." 5. Tómas hefur deilt á, að vaxandi leynd hvíli yfiir ýmsum starfsháttum stjórnsýslukerfisins. Lands- fundurinn leggur áherzlu á „að tryggja réttaröryggi í stjórnsýslunni og auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum um hana." Þannig má halda áfram að rekja þetta og sýna fram á, hvernig mörg meginatriði í stjómmálaályiktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins eru bersýnilega tínd upp úr ádeiluskrifum Tómasar um stjómsýsluna. Slíkt væri vissulega góðra gjalda gert, ef hugur fylgdi máli. En allt það, sem landsfundurinn er hér að deila á og þarfn- ast endurbóta, er sök núverandi ríkisstjómar og þó fyrst og fremst fjármálaráðherrans, sem öðmm frekar á að vaka yfir þessum málum og leyndin yfir stjómsýsl- unni hefur aldrei verið meiri. Þegar að kosningum kemur, sjá Sjálfstæðismenn því ekki annað ráð vænna en að taka undir nær alla gagn- rýni á stjómsýsluna og lofa þar bót og betmn. Þetta minnir á Park forseta í Suður-Kóreu, sem hafði það sem aSalkosningaloforð á dögunum að uppræta spillinguna, sem hafði orðið til í stjórnartíð hans! En hver vill trúa því, að þeir menn, sem mesta ábyrgð bera á því, sem miður fer, séu réttu mennirnir til að leiðrétta það? Að- eins með breyttri stjómarstefnu og nýjum mönnum fást fram nauðsynlegar breytingar og endurbætur á stjómsýslukerfinu. Þess verða kjósendur að minnast við kjörborðið 13. júní. Þ.Þ. TÍMINN —--------------- . ... -.TfeA-'ti ■ Útdráttur úr grein í New Times, Moskvu: Maóistar vilja etja Rússum og Bandaríkjamönnum ívopnuð átök Hernaðardraumur Pekingstjórnarinnar breytist ekki Maó formaður Bersýnilegt er, að valdamönn um í Moskvu fellur ekki vel sú breyting, sem er að verða á utanríkisstefnu stjórnarinnar í Peking og bcinist m. a. að því að draga úr spennunni milli Kína og Bandaríkjanna. Um það vitnar mcðal annars eftir- farandi grein, sem Tímanum hefur borizt frá rússnesku fréttastofunni APN, dagsettri 21. f. m.: . „STJÓRNMÁLAUMSVIF Maoista sýna hve létt þeim er að snúa baki við vinum sínum og ganga til liðs við þá, sem þeir hafa hingað til kallað / óvini. Sýna hvernig þeir blása á þau grundvallarsjónarmið, sem þeir hafa lýst yfir, ef þeir halda að það geti orðið til framdrátt- ar hinum miklu valdadraumum ráðamannanna í Peking“. Þannig lýsir L. Kirichenko utanríkisstefnu kínversku stjórnarinnar, í grein, sem birt- ist í 17. tbl. vikuritsins „New Times“ og ber yfirskriftina ,,Sjónarspil j. ,Peking“. fireinar- J( höfundur heldur síðan áfram: „Þrátt .fyrix .ýmsar nýjar hllð. ar á umsvifum ráðamannanna í Peking, eru hernaðardraumar og grundvallarstefna þeirra í utanríkismálum, samt við sig. Kjami þeirrar stefnu er að vinna Kína heimsveldissess, sem geri því fært að þröngva vilja sínum og ákvörðunum upp á aðrar þjóðir í hefðbundnum anda kínversks miðræðis*. „Ráðamenn Alþýðulýðveldis- ins gera ekkert til að vinna að eðlilegum alþjóðasamskiptum og lausn alþjóðadeilumála. Þvert á móti eru þeir andvígir öllum aðgerðum, sem leitt gætu til minnkandi spennu“. „Ráðamenn í Peking eru jafnheitir og vestur-þýzkir aft- urhaldsseggir í andstöðu sinni við samning Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands“. „SÉ LITIÐ á þá stefnu Mao- ista, að Kína skuli gerast for- ysturíki smárra og meðalstórra þjóða í baráttunni gegn „valda- einokun risaveldanna tveggja“, leiðir hún glögglega í ljós, að þeir vilja í raun og véru skipa Kína í forystusæti risaveldanna. Og jafnframt því sem ráðamenn irnir í Peking standa gegn því að slakað sé á spennu í sam- skiptum þjóða, dreymir þá um að etja tveim voldugustu þjóð- um heims, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum, út í vopnuð átök“. „I anda stórveldisstefnu sinn- ar hafa Maoistar aukið tilraun- ir sínar til vanmats á hinni sós- íalísku félagsheild og til að einangra föðurríkin innan „þjóð legra takmarka“, til að geta síð ar meir þröngvað kínverskri stjórnmálastefnu upp á þau, eitt eftir annað“. „Hvað viðkemur „þriðja heiminum“, sýnir fjöldi stað- reynda, að Maoistarnir halda áfram tilraunum sínum til að blanda sér í málefni Indlands, Burma, Pakistan, Ceylon, Araba rikjanna og ýmissa Afríkuríkja. Eitt af markmiðum þeirra er að umkringja Indland ríkjum, sem myndu fylgja þeim að málum ef í harðbakka slær. Annáð markmið þeirra er að koma í veg fyrir að ófriðarhættunni í Miðausturlöndum verði bægt frá. Þriðja markið, sem þeir hafa sett sér, er að ná fótfestu í sumum ríkjum Afríku með því að standa fyrir vegalagn- ingu og öðrum framkvæmdum og með því að birgja þau upp af vopnum og kínverskum sér- fræðingum*. „Kfnverska Alþýðulýðveldið hefur endurskoðað afstöðu sína til efnahagssamvinnu við heims valdasinna. Þannig beinast 80% af utanrikisviðskiptum þeirra til auðvaldsríkjanna, en ekki nema tæp 20% til sósíalísku ríkjanna“. „Aðalviðskiptalönd Kfna eru Japan, Vestur-Þýzkaland og Bretland fyrir milligöngu Hong Kong. Fjöldi þeirra auðvalds- ríkja, sem Peking hefur gengið til stjómmálasamstarfs við, fer sífellt vaxandi". ÞÁ RÆÐIR greinarhöfundur um síðustu „mildunaraðgerðirn- ar“ í sambúð Kína og Banda- ríkjanna og minnist þar á heim- sókn bandaríska borðtennisliðs- ins og fréttamanna, sem fylgdu því til Kínverska Alþýðulýðveld isins. Hann bendir á, að vest- rænir fréttaskýrendur skoði þennan heldur veigalitla atburð í Ijósi þróunar mála í Austur- löndum fjær og Suðaustur-Asfu og komist þannig að niðurstöð- um, sem ná langt fram í tím- ann. Bandaríkjastjóm hafi end- urgoldið mildunaraðgerðimar með því að stíga nokkur lítil- væg skref, eins og t. d. að slaka á hömlum, sem verið hafa á ferðum Bandaríkjamanna til Kína og á viðskiptahömlum. Öllum þessum aðgerðum fylgi svo yfirlýsingar ráðamanna í Bandaríkjunum þess efnis að þeir hafi ekki í hyggju að leggja niður herstöðvar sínar á Formósu og afhenda Kín- verska Alþýðulýðveldinu eyj- una og hvað viðkemur aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum, þá séu Bandaríkjamenn einung- is reiðubúnir að færa þá „fóm“ að bjóða Kínverjum upp á „tveggja ríkja lausnina“. „Vestrænir fréttaskýrendur álíta að Peking hafi byrjað flók ið tafl á alþjóðasviðinu“, held- ur greinarhöfundur áfram, en hann leggur áherzlu á, að hér sé ekkert slíkt á ferðinni og nið urstaða hans er þessi: „Kínverska Alþýðulýðveldið hefði getað styrkt aðstöðu sína og unnið sér traust á alþjóða- vettvangi með heiðarlegri stefnu, sem byggðist á virðingu fyrir frelsi og sjálfstæði ann- arra ríkja, blanda sér ekki i innanlandsmál þeirra og með því að berjast, ekki aðeins í orði — heldur einnig á borði, gegn afturhaldi og heimsvalda- stefnu“. APN. \ \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.