Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 1
100. tbl. — MiSvikudagur 5. maí 1971 55. árg. Þjóðhöfðingjarnir Ólafur Noregskonungur og dr. Kristján Eldjárn forseti, Frú Halldóra Eldjárn og Haraldur rikisarfi, (Ljósmynd NTB) í varðhald vegna gruns um íkveikju OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Suðureyri í gær og fluttur til ísafjarðar. Hann er grunaður um að hafa kveikt í fyrstihúsinu, þar sém tugmilljóna króna tjón varð í fyrrinótt í eldsvoðanum. Var maðurinn yfirheyrður hjá bæj- arfógeta á ísafirði í dag, en hann neitar sakargiftum. Var hann úrskurðaður í fimm daga gæzluvarðhald. Gagnasöfnun um upptök eldsins fer nú fram á Suðureyri. Ekki fæst upplýst á hverju grunurinn um íkveikju þessa manns byggist, en sézt mun hafa til hans við frystihúsið skömmu áður en eldurinn gaus upp og var hann með fyrstu Framhald á bls. 2. Foraetahjónin komu með góða veðrið hingað — segja Norðmenn IGÞ—Osló, þriðjudagur. Fólk, sem maður hittir liér úti á Karl Johan í Osló, segir gjarnan, að forseti íslands og frú hans lafi komið með góða veðrið með sér til Noregs, því þrjá síðustu dagana áður en þau komu var mjög kalt í Osló, en svo breytt- ist veðrið, og nú er hiti og sól- skin, og í dag var veðrið enn mjög gott. Fólk tengir þetta góða veður við heimsóknina, eins og menn gera gjarnan. í dag hófst dagskrá heimsókn- arinnar með því, að forsetahjón- in heimsóttu Munch-safnið, sem reist var yfir Edvard Munch list- málara. Fóru þau í safnið í fylgd konungsins og krónprinsins. Þetta safn er ákaflega fallegt og merkilegt, enda er þetta meðal helztu dýrgripa á Norðurlöndum, þar eð maðurinn var mikill og frægur málari. Úr Munch-safninu var haldið í þjóðminjasafnið. Var safnið skoðað fram að hádegi. í þjóðminjasafninu tók á móti gestunum Kjellberg safnvörður. Var forsetanum fagna^ sérstak- lega vel í þjóðminjasafninu, því hann var gerður að heiðursfélaga norska þjóðminjasafnsins 1961. Forsetahjónin snæddu hádegis- verð í boði Ilaralds krónprins og Sonju krónprinsessu í Akershus- kastala. Klukkan hálf fimm í dag Framhald á bls. 8. HHi • • m • I 7 I rleiri og stærri erlend veíðiskip á miðunum hér OÓ—Reykjavík, þriðjudag. f síðasta mánuði taldi Land- helgisgæzlan 139 erlend fiski- skip á íslandsmiðum, og eru það fleiri skip en áður hafa verið talin að veiðum hér við land. Þess ber einnig að geta, að er- lendu skipin fara sífellt stækk- andi og veiðarfæri þeirra af- kastameiri, þannig að það segir ekki alla söguna þótt þeim fjölgi, heldur fer veiðigeta þeirra vaxandi, og er einsætt að sókn útlendinga í íslenzka fisk- stofna á landgrunninu eykst stöðugt. Landhelgisgæzlan hóf sl. sum- ar reglubundna talningu er- lendra fiskiskipa á íslandsmið- um, til að fylgjast með þeim breytingum, sem kunna að vera á sókn þessara skipa á fiski- miðin við ísland. Samkvæmt til- kynningu frá Landhelgisgæzl- unni hafa veðurskilyrði og aðr- ar orsakir oft torveldað taln- inguna, svo að ekki er hér um fullnægjandi upplýsingar að ræða, þótt ýmislegt megi af þeim ráða. Hinn 26. apríl taldi Land- helgisgæzlan 139 erlend skip á íslandsmiðum. Skiptust þau þannig eftir þjóðerni og gerð: 86 brezkir togarar, 30 þýzkir togarar, 8 belgískir togarar, 1 franskur togari, 4 norskir línu- veiðarar og 10 færeyskir línu- veiðarar. A tímabilinu sem regln- bundna talningin hefnr staðið, hafa að jafnaði verið 97 erlend fiskiskip að veiðum við landið, en f jöldi þeirra er nokkuð breytj legur eftir árstíma. í febrúar sl* voru þau fæst, eða 68, og flest í apríl. Talsverðar breytingar eru einnig á sókn skipanna á hin ýmsu fiskimið frá mánuði til mánaðar, en sé tekið meðaltal Framhald á bls. t|. Mikil aukning í millilandafluginu: FÍkauair aðra Boeing-727þotu OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Flugfélag íslands hefur nú eign azt aðra þotu af gerðinni Boeing 727. Er hún alveg eins og Gull- faxi og smíðuð átta mánuðum síð ar. Er nýja þotan væntanlcg til landsins um miðjan þennan mán- uð og hefur áætlanaflug undir mánaðamótin. Kaupverð flugvél- arinnar nemur 2,9 millj. dollur um, eð’a 255 millj. ísl. kr. Flug- félagið greiðir 15% kaupverðsins við móttöku og eftirstöðvarnar á sjö árum. Flugfélagið þurfti ekki að Ieita eftir ríkis- eða banka- ábyrgð vegna kaupanna. Samningar um flugvélakaupin voru undirritaðir í gær. Seljandi er Grant Aviation Leaising Corp oration í Bandaríkjunum. Örn O. Johnson, forstjóri FÍ, sagði á fundi með blaðamönnum í dag, að þota þessi væri í mjög góðu standi og að kaupvcrð hennar væri mjög liagstætt, en innifalið í kaupunum er talsvert af vara hlutum. Nú fer fram gagngerð skoðun á þotunni og verið er að mála hana í litum FÍ. Verður hún afhent í Dallas í Texas. Örn sagði, að áður en Gull- faxi var keyptur 1967, hafi verið athugað mjög vel hvaða þotuteg und hæfði bezt flugleiðum FÍ og hafi niðurstaðan orðið sú, að Boeing 727 væri sú flugvélateg und sem helzt kæmi til greina og hefði það reynzt svo, að þessi tegund hentaði mjög vel. Sam kvæmt þeim áætlunum sem þá voru gei’ðar var sýnilegt að FÍ þyrfti á annarri þotu að halda, en sökum fjárhagserfiðleika gat ekki orðið af því fyrr en nú. Eftir að Gullfaxi var keyptur var gengið fellt tvisvar með stuttu millibili og skuldir erlendis tvöfölduðust. Náðu erfiðleikarnir til alls þjóð- félagsins og flutningar drógust saman. Á síðasta ári fór að birta til og flutningar jukust verulega. Gullfaxi er nú fullnýttur yfir sumarmánuðina og mikil nauð syn fyrir FÍ að auka flugvélakost inn. Sagði forstjórinn, að nokkuð Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.