Tíminn - 05.05.1971, Síða 2

Tíminn - 05.05.1971, Síða 2
 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 5. mai 1971 SmiSir hafa unnið koppsamlega að því að reisa girðingu kringum brautina á nýja Fáksvcllinum. (Tímamynd Gunnar) Fáksvöllurinn nýi tekinn í notkun með firmakeppni 16. mai FB^-Reykjavík, þriðjudag. Áður en langt líður verður Fáks vöUirann nýi við Vatnsveituveg tekinn í notkun, og þegar er búið að ákveða, að mikið verði um a@ vera á þessum nýja velli í sum ar, enda ekki nema eðlilegt, þeg ar Fáksmerm hafa fengið til um- ráða svo stóran og mikinn völl. Sennilega verða fyrstu kappreið arnar á þessum velli 16. maí næst kamandi, og er það firmakeppni. Hinar árlegu kappreiðar Fáks eru alltaf á annan í hvítasunnu, og verða það einnig í ár, þar að auki er ráðgert að efna til sér- staks unglingadags á næstunni. og ennfremur má búast við að einar eða tvennar aðrar kappreiöav, en þær sem nefndar hafa verið, verði á nýja vellinum næstu vikumar. Á nýja Fáksvellinum er 1200 metra löng hringbraut, og nú að undanförnu hefur verið unnið við að girða brautina af. Einnig hef ur verið gengið frá áhorfendaþrep um, hjá brautinni, og þótt ekki sé aðbúnaðurinn að áhorfendum góður á nýja vellinum, miðað við það sem gerist víða erlendis, er hann þó mun betri en á gamla vellinum. Auk þess sem áhorfend ur geta komið sér fyrir á áhorf- endaþrepunum, hagar þannig til við völlinn, að hægt verður að fylgjast með kappreiðum úr bif reiðum af Vatnsveituveginum. Fáksmenn eru með ýmsar ráða gerðir varðandi fjáröflun til áframhaldandi framkvæmda á hinu nýja svæði sínu. Þeir efna um þessar mundir til happdrætt is, og eru vinningar m. a. Mall- orca-ferð fyrir tvo og glæsilegur gæðingur. Ef svo vildi til, að sá, sem hreppir gæðinginn, vilji ekki eiga hann, hefur Fákur kaupanda að hestinum fyrir 50 þúsund krón ur. Næst á dagskrá við Fáksvöllinn er að búa betur að áhorfendunum. Framtíðardraumurinn er svo sá, að reisa þarna áhorfendahús, þar sem áhorfendur geta setið inni, t. d. yfir kaffibollum og fylgzt með því, sem fram fer á vellinum um leið. Undanfarið hafa staðið yfir á vegum Fáks námskeið fyrir bæði unglinga og fullorðna í hæfni og hlýðniþjálfun hesta. Er það fram hald af námskeiðum þeim, sem hér voru fyrir skömmu undir ieið sögn Walter Feldniann-feðganna. Á unglinganámskeiðinu leiðbein ir Sigurfinnur Þorsteinsson, en Ragnheiður Sigurgrímsdóttir leið beinir á kvöldnámskeiðunum, og er ennfremur yfirstjórnandi nám skeiðanna. Hefur mikill áhugi _ _ ríkt bæði meðal þeirra sem kom- izt hafa á námskeiðin og annarra, sem ekki hafa komizt á þau, en í þessari viku á að vera unnt að bæta fleiri nemendum við í ungl ingahópana. ■ ..... Dagur Evrópu í dag ÆSÍ HVETUR TIL ÞESS AÐ ÍSLAND VERÐI STOFNADILI AÐ EVRGPUSJÚÐIÆSKUNNAR EJ—Reykjavík, þriðjudag. Á morgun, miðvikudaginn 5. maí, er Evrópudagurinn, en hann hefur verið haldinn hátíðlcgur í aðildarríkjum Evrópuráðsins síð- an 1964. 5. maí er stofndagur Evrópuráðsins, en það var stofnað þennan dag fyrir 22 árum. Tilgangur þess að halda dag Evrópu hátíðlegan er að vekja all an almenning í aðildarríkjunum til umhugsunar og skilnings á þeim vaxandi verkefnum, sem samstarfsstofnanir ríkjanna hafa með höndum og því ört vaxandi hlutverki, sem þær eiga að gegna í viðleitni þjóðanna til vaxandi velmegunar og verndun friðar í álfunni. Þetta hefur verið gert m. a. með sífellt auknum samskipt- um ekki aðeins forustumanna, heldur og lærðra manna og leikra, sem tekið hafa upp miklu nánari samskipti milli þessara ríkja en áður hefur þekkzt í sögunni. Sveitarstjórnarþing Evrópu- ráðsins átti á sínum tíma hug- myndina að stofnun Evrópudags. Síðan hafa sveitarstjórnir í álf- unni haft frumkvæði, hver í sínu umdæmi, um hátíðahöld í tilefni 12 STÚLKUR KEPPA NÚ UM r / TITILiNN UNGFRU ISLAND 1971 í Háskólabíói á laugardagskvöldið FB—Reykjavík, þriðjudag. Tólf stúlkur, þar af 9 utan af landi og þrjár úr Reykjavík, taka þátt í Fegurðarsamkeppni ís- lands, sem efnt verður til á laug ardaginn í Háskólabíói. Erna Jó- hannesdóttir frá Vestmannaeyjum, Ungfrú ísland 1970 krýnir Ung frú ísland 1971. Verðlaun eru þátttaka í Miss Universe-keppn- inni á Miami í Florída, í Miss Europe, sem haldin er í ein hverju Evrópulandanna, eða ná- lægum Austurlöndum, í Miss World, sem haldin er í London, og tvær stúlkur verða valdar til þátttöku í Miss Scandinavía, sem haldin verður í Finnlandi. Framkvæmd þessarar keppni er nú eins og undanfarin ár í hönd um Sigríðar Gunnarsdóttur, sem einnig hefur séð um undirbúning og þjálfun stúlknanna. Stúlkurnar hittust fyrst 26. apr. s.l. og hafa síðan æft sig fyrir keppnina á hverjum einasta degi. Eins og kunnugt er fór s.l. sumar fram fegurðarsamkeppni í sýslum landsins, og eru það fulltrúar, sem þar voru valdir, sem taka þátt í þessari lokakeppni. Er þetta í annað sinn, sem framkvæmd keppninnar er á þennan hátt. Sig ríður sagði hins vegar á blaða mannafundi í dag, að hún hefði í hyggju að breyta til í sumar. Hefði hún í huga að fá ungmenna félög eða íþróttafélög úti á landi til þess að velja fulltrúa byggðar laga sinna, og senda þá síðan í úrslitakeppnina hér í Reykjavík næsta vor. Sigríður Gunnarsdótt ir hefur stjórnað fegurðarsam- keppninni frá því árið 1966. Fyrsta fegurðarsamkeppnin fór hins veg ar fram hér árið 1949 og var það Einar Jónsson gjaldkeri, sem var frumkvöðull að þessari nýbreytni. Á blaðamannafundi í dag skýrði Einar frá því, að hann væri full trúi eða umboðsmaður þeirra sam keppna, sem áður voru nefndar, og eru haldnar árlega erlendis. Einar sagðist ennfremur vera umboðsmaður fegurðarsamkeppni þeirrar, sem nefnd hefur verið Miss International og var til skamms tíma haldin á Langa- sandi í Kaliforníu. Af sérstökum ástæðum verður þessi samkeppni ekki haldin á Langasandi fram vegis heldur í Tokyo. Hefur Ein- ar einnig tryggt sér umboð fyrir þá keppni, og verður fulltrúi sem valin er í fegurðarsamkeppni Ung frú ísland send til þeirrar keppni. Þá hefur Einar einnig umboð fyr ir fegurðarsamkeppnina Miss Young, sem einnig verður haldin í Tokyo. Þar sem fyrr í vetur var valin hér ung stúlka til þess að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Young International, þótt að vali hennar stæðu reyndar aðr ir en Einar Jónsson og Sigríður Gunnarsdóttir, hefur verið ákvcð ið, að sú stúlka fari til Miss Young keppninnar þegar hún verð ur í ár í Tokyo. Hins vegar sagði Einar, að ekki væri búið að ákveða hvernig þessari keppni yrði háttað hérlendis í framtíð- inni.Fulltrúinn í Miss Young from Iceland, en svo mun titillinn hljóða í framtíðinni á að vera á aldrinum 15 til 19 ára, og upp- fylla önnur skilyrði heldur en fulltrúar í fegurðarsamkeppnum eldri stúlkna. Dómnefndina í fegurðarsam- keppninni í Háskólabíói á laugar daginn skipa nokkrir ritstjórar og blaðamenn, frú María Dalberg, snyrtisérfræðingur, Pálina Jón- mundsdóttir formaður Módel sam takanna, en formaður dómnefnd- ar verður Jón Eiríksson læknir. Fegurðarsamkeppnin hefst kl. 9,15 í Háskólahíói. Kynnir verður Árni Johnsen, hljómsveitin J.B. & Mjöll Hólm leika, Ómar Ragn arsson flytur skemmtiþátt, Módel samtökin annast tízkusýningu. Danssýning verður á vegum dans skóla Heiðars Ástvaldssonar. Þá mun Jörundur Guðmundsson flytja skemmtiþátt. Þátttakendur í keppn inni koma fram í síðum kjólum og í sundbolum. Ljósmyndarar blaðanna velja vinsælustu ljós myndafyrirsætuna, en það var gert hér í fyrsta sinn í fyrra, og einnig velja þátttakendur nú eins og þá vinsælustu stúlkuna úr sín- um hópi. Snyrtistofan Maja annast snyrt ingu stúlknanna og hárgreiðsluna sér Sigurður Grétar Benónísson um. Skreytingu sviðsins annast Egill Bachmann og Blóm og Ávext ir. Sæti eru númeruð og fylgir at- kvæðaseðill hverjum miða og verða atkvæðaseðlar sóttir til áhorf enda. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói föstudaginn 7. og laug ardaginn 8. maí. Evrópudags. Ef dæma má eftjr þeim upplýsingum, sem borizt hafa frá Evrópuráðinu, er dagur Evrópu að verða eins konar sam- eiginlegur „þjóðhátíðardagur“ Evrópubúa með útihátíðahöldum í flestum borgum, leyfi úr skól- um, sameiginlegri dagskrá í út- varpi og sjónvarpi á vegum „Evrópusjðnvarpsins" (Euro- vision") og gagnkvæmum heim- sóknum yfir núverandi landa- mærj. í tilefni af Evrópudeginum hef- ur Æskulýðssamband íslands sent frá sér ávarp, þar sem segir að það sé ÆSÍ „mikið fagnaðarefni, að haldinn skuli hátíðlegur dag- ur Evrópu. Slíkur dagur gefur til- efni til aukinna innbyrðis tengsla og skilnings milli þjóða. Samband ið hvetur því til þess, að þessa dags verði minnzt hér á landi með tilhlýðilegum hætti.“ í ávarpinu er minnzt á sam- þykkt nýlokins þings ÆSÍ um er- lend samskipti sambandsins, þar sem segir, að í alþióðastarfi eigi sambandið að „stuðla að því á allan hátt að æska hejmsins geti sameinazt á einum vettvangi, án tillits til stjórnmála, trúarbragða . eða litarháttar í baráttunni gegn misrétti, hungri og fáfræði." Er m.a. lögð áherzla á að auka enn samskiptin við Evrópuráð æskunnar. Sérstaklega er fagnað, að „loks skuli stofnun Evrópu- sjóðs æskunnar vera komin á loka stig. Bindur þingjð miklar vonir við sjóðsstofnunina og telur, að tilkoma hans geti aukið til muna starf og kynni ungs fólks í Evrópu. Þingið skorar á íslenzk stjórnvöld að vinna að þvf, að fs- land gerist stofnaðili að Evrópu- sjóði æskunnar". í varðhald Framhald af bls. 1. mönnum sem vitað er um við brunann. Tvisvar hefur kviknað í frystihúsinu áður og þá með stuttu millibili. Er grunur manna að þá hafi einnig verið kveikt í af ráðnum hug. ^lökkviliðshíllinn Framhald af bls. 16. hann fór af stað, en hann komst ekki í stjórnklefann vegna mann- fiölda, sem stóð þétt upp við b£l- inn. Strax eftir að bíllinn fór af stað var hann kominn upp að grindverki og aðstaða til að kom- ast upp í hann eða forðast var mjög erfið. Er nú verið að rann- saka þennan barka og þau vinnu- brögð sem eru á viðgerðinni á honum, en auðsjáanlegt er að þarna hafa samverkandi atburðir valdið þessu hörmulega slysi. Oft er búið að brýna fyrir fólki að troðast ekki að þar sem slys hafa orðið eða slökkvilið er að störfum, en því miður vill það oft verða og er enn ástæða til að ítreka, að fólk haldi sig í hæfi- legri fjarlægð er önnum kafnir lögreglumenn og slökkviliðsmenn I eru að störfum. j

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.