Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 8
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 5. maí 19U 1 'Hér ganga forsetinn og Sonja prinsessa og forsetafrúin og Óiafur Noregskonungur til kvöidverSarboSs konungs- ins á mánudagskvöldiS. (NTB-mynd) dnungur Noregs og forseti ísiands kanna lífvörS viS Akersh us-kastalann. Forsetahjónin í Noregi Framhald af bls. 1. löfðu ambassador íslands, Agnar Klemens Jónsson og kona hans x>ð inni vegna komu forsetahjón- anna, og stóð það til kl. 6. Klukk- nn átta hófst svo kvöldverður á Grand Hotel, sem forsetahjón- n buðu konunginum til og krón- rinsi og krónprinsessu. Stóð sá :völdverður fram undir miðnætti. Þá má geta þess, að við hátíð- lega athöfn í konungshöllinni í dag var forseti fslands, dr. Kristján Sldjárn, gerður að heiðursfélaga norsku akademíunnat'/'Var honum ifhent heiðursskjal í-þfessu tilefni. Gerðu það forseti vísindaakademí unnar, prófessor dr. Chr. Stang og aðalritari hennar dr. Paulus Svend sen. Norska blaðið Aftenposten hef- ur skrifað töluvert um forseta- heimsóknina. í dag birtir svo lilaðið grein eftir Ivar Orgland im forsetann, þar sem skýrt er írá störfum og námi forsetans, og getið um, að hann hafi verið bjóðminjavörður. Fyrirsögnin hljóðar á þessa leið: — Þjóðminja vörður sem varð forseti, og undir íyrirsögnin er: - Vísindaraaðurinn Kristján Eldjám. f greininni er skýrt frá því, þegar hann var fom minjavörður og einnig er rætt um rithöfundarferil hans, og hvemig hann skrifar um þjóðminjar, þannig að þær verða lifandi frá- sögn og tengir allt persónusögu. Þá er skýrt frá doktorsnafnbót hans, og undirstrikað, að aðal and mælandi hafi verið Jan Petersen frá Stafangri. Orgland segir í nið urlagi greinarinnar, að þau ár sem hann hafi verið á íslandi hafi hann aldrei heyrt nokkuð mis- jafnt um Kristján Eldjárn. Það megi segja um hann, að núver- andi forseti íslands geti notað heiðursheitið sem íslendingar geyma gjarnan handa þeim, sem raunverulega eiga það skilið: Hann er drengur góður. Svo held- ur Orgland áfram, að það sé í anda Kristjáns Eldjárns sem fom leifafræðings, að liann hafi þýtt norska Draumkvæðið og nú síðast hafi hann þýtt Norðurlands pró-, metu, eftir Petter Dass, en það verk hafi ekki enn komið á prenti, en Draumkvæðið hafi ver ið prentað í afmælisriti um Sig- urð Nordal. Einnig segir hann, að ekki sé óvanalegt á fslandi, að prófessorar séu skáld, og nú þeg- ar Norðmenn hafi fengið heim- sókn af Kristjáni Eldjárn sé það dálítið sérlegt, að taka á móti forseta, sem hefur þýtt sumt af því bezta í þeirra eigin, þjóðlegu bókmenntum. (Tímamynd IGW ( Hér eru forsetahiónin í Munchsafninu. VÍ8 hlið þeirra sitja Ólafur Noregskonungur og Haraldur krönprins. Binn-1 Forseti íslands við minnisvarðann um fallna Norðmenn í síðari heimsstyr.j. ig si.ur þsrna i£mU Jónsson utanrikisráðherra. (Tímamynd IGÞ) I öldinni. (Tímamynd IGÞ)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.