Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.05.1971, Blaðsíða 10
10 TIMINN MTOVIKUDAGUR 5. maí 1971 i - ROBERT MARTIN: BYSSA TTT í ^ íCtTI JL/ X O O i V X 1 JLa — i Li Aw/1 VJ U 25 áður en þctla hræðilega slys hefð'i átt sér stað. Hector stundi við og smeygði sér í jakkann. — Er liðanin skárri nú? spurði liann. — Ég er búinn að skoða þig gaumgæfilega, og er hreint alveg viss um, að þú ert hvergi biotinn, og ég hef ekki heldur trú á, að þú sért meö nokkurn heilahristing. En þú mátt búast við að verða dálitið stirður í hreyí ingum á morgun. — Ég cr nú þegar orðinn það, svaraði Jim og hló við. — En kærar þakkir fyrir hjálpina — læknir. Hector rétt úr sér, svo að lítið bar á, og gekk í átt til dyra, en þar sneri hann sér við. — Það er langt síðan nokkur hcfur ávarpað mig sem lækni. Ef þú þarft á mér að halda, er ekki annaö en síma — númerið er Seneca 137, — þ.e.a.s. ef þú kýst ekki fremur einhvern ósvikinn lækni, bætti hann við, alvarlegur í bragði. — Þú ert nógu góður handa mér, mælti Jim. Þeir gengu saman út, og þegar þeir komu á götuhornið, sagði Hector. — Ég óska þér gæfu og gengis í eftirgrennslunum þínum. Ef svo væri, að ég gæti oröið að ein- hverju liði, gerðu mér þá viðvart. — Sjálfsagt. Ég skal minnast þess. Sjáumst við þá að rnorgni? Að minnsta kosti út á golfvelli sem áhorfendur að kappmótinu, eða heldurðu það ekki? Heetor kinkaði kolli og flýtti sér á brott. Jim stóð grafkyrr svo- litla stuno og horfði á eftir þess- um háa, holdgranna manni. Síðan gekk hann þangað sem hann hafði skiiið bílinn eftir. Klukkan var orðin níu. Hann gekk framhjá útisíma- klefa, og honum hugkvæmdist allt í einu nokkuð. Hann gekk inn i kleíann og sló upp bókstafnum R í símaskránni. Það var aðeins einn notandi skráður undir nafn- inu Roark, — frú Christina Ro- ark. Hann valdi þetta númer og beið eftir að heyra í Peggy Ro- ark. — Gott kvöld. Peggy. Það er Jim Bennett. Voruð þér komin í háttinn? — Já, ég var þa'ð reýndar. Mamma skrapp á bíó, en ég lá fyrir og var að lesa. Ég verð að vera vel fyrirkölluð á morgun, því að takmarkið er að vinna keppnina. — Það mun yður líka takast, mælti Jim fullvissandi. — En heyrið nú til, Peggy. Það er lítil- ræði, sem mig fýsir að komast að. Á vissan hátt er ég til aðstoðar lógreglunni við að upplýsa morð- ið á Pete Donati, og e.t.v. gætuð þpi orðið mér að liði. — Eruð þér lögreglumaður, herra Bennett? spurði hún. — Nei. En frú Donati hefur æskt þess, að ég leggi fram þjón- ustu mína. — Ó, já. Nú fer ég að skilja, sagði hún, en orð hennar hljóm- uðu ekki sannfærandi. — Segðu mér, Peggy, í eitt skipti fyrir öll, mælti Jim: — Haf- ið þér tapað sloppkufli, — ég á við, af þeirri gerð, scm þér klæð- ist í á vinnustað? Spurningin virlist valda henni undrun, því að það leið drykk- löng stund, áður en svarið kom. — Já. svo sannarlega. Ég átti þá fjóra, en ég get með engu móti fundið einn þeirra. Það cru aðeins þrír vísir. En hvað — hversvegna? — Ég fann kufl merktan yður í Fegrunarstofu Bertu. Hún svaraði engu, og Jim varð að margspyrja, hvort hún væri enn við símann. Loks svaraði hún: ■ — Ég — já. Nú man ég það. Ég gleymdi honum þar. Ég skal skýra yður frá þvi, hvernig í þessu liggur, herra Bennetl. Þegar ég gekk inn til herra Donati í síð- deginu, þá var það til þess að segja upp starfinu. Ég kærði mig ekki um að vinna þar lengur. Berta, — þ.e.a.s. herra Horner — hafði gert mér tilboð um að hefja starf í fegrunarstofu sinni. og ég var þar fyrir handan dag nokk- urn, svo að hann gæti gengið úr skugga um, að ég kynni eitthvað fyrir mér. Hann gerði við mig samning um ráðningu, og ég á að byrja hjá honum á mánudaginn kemur. — Hvers vegna vilduð þér hætta hjá Donati? Til að fá hærri laun? — Já, meðfram, sagði hún. —■ Það var ein af ástæðunum. Mamma er ekki reglulega heilsu- hraust. og við þörfnumst mjög ýmissa hluta. Herra Donati vildi gefa mér kost á launahækkun, og — nú, jæja. Það var einnig önn- ur ástæða, sem gerði það að verk- um, að ég kaus að hverfa á braut. Jim beið enn eftir framhaldi frásagnarinnar. Svo hélt Peggy Roark áfram í hálfum hljóðum: — Herra Donati — hann vildi alltaf vera að káfa á mér, — hann reyndi ætíð að fá mig inn á skrifstofuna til sín, og hann bauð mér út. Ég gat ekki haldið þetta til lengur. — Já, þá er ég farinn að skijla þetta allt saman betur, sagði Jim. — Og það var þá þess vegna, sem hann borgaði yður ekki jafn mik- ið og hinum stúlkunum. Af því að þér vilduð ekki — æ, — taka þátt í samvinnu við hann? — Ég hef ekki hugsað neitt út í það, en það kann vel að hafa verið vegna þess, muldraði Peggy. — Jú, nú rennur það upp fyrir mér, að dag einn, þegar ég fór fram á kauphækkun, hló hann bara að mér og sagði: — Við skul- um tala um það, þegar þú ert kominn til meira vits, kæra barn. — Já, já Peggy. Nú skuluð þér ekki vera að hugsa meira út í þetta. Afsakið, að ég skyldi síma svona seint að kvöldi, og hafið þökk fyrir allar þessar upplýsing ar, mér veittar. Óska yður svo g::íu og gengis að morgni. — Þakka kærlega, herra Benn- ett. Þegar Jim kom út úr símaklef- anum, staðnæmdist hann andar- taksstund og leiddi hugann að því, hvað hann ætti nú næst að taka sér fyrir hendur. Loks gckk hann að bílnum og ók beina leið til gistiheimilisins. í fordyrinu sat Gregory, drengurinn, sem hafði það að sumaratvinnu að vera þjónustumaður og las í mynda- blaði. Sá aldraði á bak viö af- greiðsluborðið hafði verið leystur af um stund, og stóð þar nú rosk- in, gráhærð kona með spangalaus gleraugu. Hún brosti vingjarnlega við Jim, sem mælti við Gregory: — Gott kvöld, Gregory. Held- urðu, að þú getir útvegað mér ör- lítið sódavatn með ís. Drengurinn spratt á fætur. — Já, gott og vel. Andartalc, hen-a. Jim gekk upp til herbergis síns, fór þar úr jakka og skyrtu, gekk síðan fram í baðið og rak höfuð- ið ofan í pott með ísköldu vatni. Þetta hressti mikið og skýrði hug arfarið. Hann var í þann veginn að ljúka við að þerra sig, þegar Gregory barði að dyrum og kohi með sódavatnið og ísinn. Jim gaf honum svolítið þjórfé, og hvarf drengurinn við svo búið á brott. Jim tók viskíflöskuna upp úr tösk unni, blandaði sér sterkan drykk og settist á rúmið, til þess að gefa sér tóm til að hugsa málin. Hann hafði lokið úr glasinu og ætlaði er mikvikudagurinn 5. maí Árdegisháflæði í Rvík kl. 03.07. Tungl í hásuðri kl. 22.09. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan- nm cr opin allan sólarhringinn. Siml 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- fr Reykjavfk og Kópavog simi 11100. Sjúkrabifreið 1 HafnarfirtR simi 51336. Almennar npplýsingar um tækna- þjónnstu i borginn) eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavík nr, síml 18888. Tannlæknavakt er 1 Heflsuvemdar- stöðinnl, þar sem Slysavarðstoí- an vax, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími 22411. Fæmngarheimilið i Kópavogi, Olíðarvegi 40, simi 42644. Kópavogs Apótek cr opið virka daga kL 9—19, laugardaga k'. 9 —14, helgidaga kL 13—15. Keflavfkur Apótek er opið virka daga kL 9—19, laugardaga kL 9—14, hvlgidaga kL 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka dag- frá fcL 9—7, á laugar- dögum kL 9—2 og á sunnudög- um og öðrum helgidögum er op- ið frá kL 2—4. Mænusóttarbólusetnlag fyrli fnll orðna fer fram í Heilsuverndar stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar ónsstíg, yfir brúna Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík, vikuna 1. til 7. maí, annast Apótek Austurbæjar og Lyfjabúð Breiðholts. Næturvörzlu í Keflavík 6. maí annast Kjartan Ólafsson. FLU G ÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fór til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 í morgun væntanlegur þaðan aftur til Rvík- ur kl. 18:15 í kvöld. Gullfaxi fer til Osló og Kaupmanna hafnar kl. 08:30 í fyrramálið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyjar (2 ferðir) til Akureyr- ar (4 ferðir) til Húsavíkur, Sauð- árkróks, ísafjarðar (2 ferðir) Rauf arhafnar, Þórshafnar, Patreksfjarð- ar og til Egilsstaðar. A morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyjar, Akureyrar (4 ferðir) tii Fagurhólsmýri, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Egilsstaðar og til Neskaupstaðar. Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 0700. Fer til Luxemborgar ki. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til NY kl. 1645. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá NY kl. 1030. Fer til Ösló- ar, Gautaborgar og Kaupmanna- hafnar kl. 1130. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell losar á Norðurlandshöfn- um. Jökulfell fór frá Hull 3. þ.m. til Rvíkur. Dísarfell er í Rvík. Litla fell er í Rotterdam. Helgafell er í Borgarnesi. Stapafell fór 30. f.m. frá Fáskrúðsfirði til Bromborough. Mælifeil er í Valkom. Martin Sif losar á Norðurlandshöfnum. Frysna fór frá Kópaskeri í gær til Oslo. Bokul er á Borðeyri. T?ÉLAGSLÍF Konur í Styrktarfélagi vangefinna. Fundur verður haldinn að Skála- túni fimmtudagskvöld 6. maí. Guð- laug Narfadóttir flytur frásögu. Farið verður frá bifreiðastæðinu við Kalkofnsveg kl. 20, stundvís- lega. Sálarrannsóknarfélagið Hafnar- firði heldur fund í kvöld miðviku- daginn 5. maí kl. 20.30. Fundarefni annast Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson og Úlfur Ragnarsson læknir. Kvenfélagið Seltjörn félagskonur takið eiginmanninn með á skemmtifundinn í félags- heimilinu í kvöld kl. 20.30. Skemmtinefndin. Félagsstarf eldri borgara i Tónabæ í dag miðvikudag verður opið hús frá kl. 1,30 — 5,30 e.h. dagskrá: Spil, töfl, lestur, kaffiveitingar, bókaútlán upplýsingaþjónusta og skemmtiatriði. Borgfirðingafélagið Rcykjavík. Síðasta spilakvöld vetrarins 8. maí að Skipholti 70. Afhending heild- arverðlauna. Mætið öll og takið gesti með. Nefndin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félagsfundur á fimmtudagskvöldið (6. maí) kl. 8,30 í Kirkjubæ. Stjórn safnaðarins mætir á fundinum. Rædd vcrða félagsmál og skemmti- ferðalög í sumar. Fjölmennið. Kvenfélag Lágafellssóknar. Aðalfundur félagsins verður hald- inn að Hlégarði fimmtudaginn 6. maí, kl. 20,30. Venjuleg aðalfundar- störf. Kaffidrykkja. — Stjórnin. ORÐSENDING Munið frímerkjasöfnun Geðverndarfélagsins. Skrifstofan Veltusundi 3, eða póst- hólf 1308, Reykjavík. Frá Kvenfélagi Bústaðarsóknar Handavinnukvöldin eru á mánu dögum kl. 8,30 e.h. í Litlagerði 12. MCANiW/Le, 0PAVE WHOSEAPPOWM/L£P TOA'EEP 77/EM PPOM E//TER/NG TPE CAí'E PACES Hvert segir hringurimi að liann hafi farið. — Að hann hafi gcngið í einn af okkar þckktustu háskólum — Harvard. — Á meðau á þessu stendur ber indián- ann, sem rcyndi að hefta för þcirra með því að skjóta áð þcim örvum, hratt und- an. — Eg verð að ná í hjálp og komast hingað aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.