Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 1
kæli- skápar MrrXKUOÐÚ), KAntAMTfUCTI 23, SlWl 1Uf>* bílasciíq 6UÐMUNDAR Bergþóruqötu 3 Sfmar: 19032 — 20070 101. tbl. Fimmtudagur 6. maí 1971 — 55. árg. V-þýzka markið hækkað? NTB-Bonn, miðvikudag. Vestur-Þjóðverjar stöðvuðu alla gjaldeyrisverzlun í dag og hættu kaupum á bandarískum dölum. Mörg önnur Vestur-Evrópuríki fylgdu í kjölfar Vestur-Þjóðverja eftir að spákaupmenn höfðu gert mikla árás á bandaríska dalinn — bæði i von um að geta neytt Banda ríkjamenn til að lækka gengi doll arsins og þó einkum til að neyða Vestur-Þjóðverja til að hækka gengi vestur-þýzka marksins. Þess ar aðgerðir spákaupmannanna hafa birzt í gífurlegri sölu á dölum og kaupum á vestur-þýzk- um mörkum. Þannig hafa þeir reynt að tryggja sig gegn tapi, ef dalurinn féUi og reyna að græða á hugsanlegri gengishækk un marksins. Franski þjóðbankinn hélt áfram að styðja bandaríska dal- inn, en hann getur slíkt betur en þjóðbankar ýmissa annarra þjóða vegna strangra takmarkana á gjaldeyrisverzlun. Ákvörðun Þjóðverja er tilraun til að stöðva það flóð bandaríkja dala, sem streymt hefur inn í VesturÞýzkaland undanfarna daga. f gær mun það flóð hafa numið um 7—8 hundruð milljón Framhald á bls. 2. Aurbleyta á vegum Stöðvar flutn- inga á landi EJ—Reykjavík, miðvikudag. Mjög mikil aurbleyta er nú á vegum um mestallt landið, og er öxulþungi víða takmarkaður við fimm tonn — t.d. á leiðinni norð ur til Akureyrar. Vegna þeirra miklu hlýinda, sem verið hafa undanfarið, er aurbleytan fyrr á ferðinni en venjulega, að sögn vegagerðarinnar, og er ástand vega víða mjög slæmt. Takmörkun á öxulþunga við 5 tonn hefur það í för með sér „að vöruflutningabifreiðir þær, sem eru í förum milli Reykjavík ur og landsbyggðarinnar, geta ekki sinnt starfi sínu meðan bann ið gildir", segir í fréttatilkynn- ingu frá Landvara — landsfélagi vörubifreiðaeigenda á flutninga- leiðum; í tilkynningunni segir, að áður hafi það komið fyrir, að ievfðiir hámarksöxulþungi hafi verið 7 tonn, en markið aldrei verið sett svo lágt sem nú. Vart hafi orðið Framhald á bls. 2. Frá heimsókn forsetahjónanna til SvíþjóSar. Dr. Kristján Eldjárn og Gustav Adolf Svíakonungur aka um götur Stokkhólms, á leid' til konungs- hallarinnar. (Símsend mynd) Heimsókn forsetahjónanna til Noregs lokið — komu til Svíþjóðar í gær: Fóru um miðborg Stokk- hóíms í opnum hestvagni IGÞ—Stokkhólmi, miðvikudag. •k Heimsókn forsetahjón- anna í Noregi lauk með því, að þau skoðuðu Heimavarn- arsafnið á Akershus. Safn þetta er aðeins ársgamalt og er reist til minja um baráttu Norðmanna á hernámsárunum. Eftir að hafa snætt í höllinni, var haldið til Fornebu, þar sem stigið var upp í SAS-vél, sem flutti forsetahjón in til Arlanda, ásamt fylgdar- liði. í því eru Emil Jónsson, ut- anríkisráðherra, Pétur Thor- steinsson, ráðuneytisstjóri, Birg- ir Möller, forsetaritari og Mar- grét Jónsdóttir, fylgdarkona for- setafrúarinnar. ¦jt Dvölin í Noregi hafði ver- ið hin ánægju'egasta, og einna mesta ánægju virtust þó forsctahjónhi hafa af að blanda geði við eina 300 fslendinga, sem sóttu boð sendiherrahjón- anna i Osló f gær. f stuttu sam- tali, sem Tíminn átti við for- setann í því boði, sagði hann, að heimsóknin til Noregs hefði verið mjög ánægjuleg í alla staði og móttökur alveg frábær- ar. ¦je Þegar flogið var frá Nor- egi, fylgdu norskar þotur SAS-vélinni eftir, að landamær- um Noregs og Svíþjóðar, og þeg ar kom að sænskn landamær uiiiiin tóku við átta sænskar þotur, sem fylgdu vélinni alla leið til Arlarida. •k Þegar komið var til Sví- þjóðar, var tekið á móti forsetahjónunum á Arlandaflug- velli með gífurlegri viðhöfn. Þar var fremstur í flokki Gústaf Sviakonungur, ásamt Bertil prins og ríkisarfanum. Sænski forsætisráðherrann, Olof Palme og ráðherrar úr stjórn hans, voru einnig á Arlanda. Eftir að liðskönnun hafði far- ið fram á Arlanda og fólk hafði heilsazt, var ekið frá flugvellin- um og inn til borgarinnar, þar sem skipt var yfir í opna hest- vagna við Statshuset. Sátu kon- ungur, krónprins og forsetinn í fyrri vagninum, sem sex rauðir hestar drógu, en í seinni vagnin- um sátu m. a. forsetafrúin og Sybilla prinsessa. Ekið var með- fram Maleren, en mannfjöldi hafði safnazt fram með þeim götum, sem ekið var um, og síðan var ekið yfir Norðurbrú að konungshöllinni, þar sem for setahjónin búa meðan á heim- sókninni stendur. Skrautbúið riddaralið fór á undan hestvögnunum. cn lúðra- sveitir léku svo barst um mið- bæinn. A brúnni stóð samfelld röð hermanna heiðursvörð. Þetta var hin hátíðlogasta stund, þegar lestin ók inn til hallarinn- w—ninmrami 11 ¦¦ uiiiiim ar í björtu veðri og hlýju, með hina tvo fornleifafræðinga í fararbroddi. Inni í höllinni stóðu mismunandi búnir varðlið- ar heiðursvörð, sumir klæddir í brjósthlífar úr stáli og með fjaðrahatta eins og tíðkaðist fyrr á öldum. Gengu gestirnir og gestgjafarnir upp á aðra hæð hallarinnar, en forsetahjónin munu búa í salarkynnum, sem byggð voru á seinni hUita 18. aldar, og hafa lengst af verið bústaður konunglegra gesta. t kvöld býður svo konungur- inn til veizlu í sal Karls II. Er salur þessi listilega skreyttur kalkmyndum f ransks listamanns. A morgun verður farið til eyj- arinnar Birke, til þess að skoða fornminjar. í förinni verða auk fylgdarliðs forsetans, konungur, krónprins og Sibylla prinsessa, móðir hans. Þótt tekið sé á móti forsetahjónunum af fyllztu við- höfn, gengur lífið í höllinni sinn "vanagang. Þegar ísl. blaðamenn irnir litu inn í sal Karls XI síðdegis, þar sem veizlan á ..5 standa i kvöld, var Sibylla prins essa að líta yfir, hvort ekki væri allt í lagi með borðbúnaðinn. Setið verður við eitt langboið, sem or fagurlega skreytt blóm- um, en Sibylla býr einmitt í þeirri álmu hallarinnar, sem veizlan fer fram L Fyrir miðju háborðsins sitja öðrum megin-. Krónprinsinn með frú Halldóru Eldjárn sér við hlið, þá kemur konungurinn, þá frú Palme og síðan Bertil prins. Hinum megin á móti situr for- seti Islandsí-sKristján Eldjárn, Sibylla prinsessa, Emil Jónsson, utanríkisráðherra, og Christina prinsessa og loks Nilsson, utan ríkisráðherra. Þegar blaðamenn komu frá því að skoða undirbúning veizl- unnar uppi á annarri hæð hall- arinn"-, og komu niður á neðstu hæðina, mættu þeir krónprins- inum, sem nú var búinn að skipta um föt. Var hann kominn í sportfötin sín og var að fara eitthvað út að æfa sig í sporti. Brá hann sér upp í Volvo-sport- bílinn sinn og ók í burtu. Forsetinn hefur þegar verið sæmdur æðsta heiðursmerki Svía, en áður hafði Ólafur Nor- egskonungur sæmt hann æðsta heiðursmerki Noregs. I veizl- unni í kvöld hljóðar matseðill- inn svo í lauslegri þýðingu: Sveppasúpa Reyktur lax með spínati Kjúk^'ngur með grænmeti Ostrur Jarðarberjaís Víntegundirnar eru Sherry, kampavín, hvítvín og rauðvín. ¦HHHHHHMHK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.