Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. maí 1971 TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU — Fyrirgefið, en son minn langa'ði til að sjá fílana á hæð- inni fyrir ofan. Ágúst gamli var kominn hátt á sjötugsaldur, en það fór nú svo að hann þurfti dag nokk- urn að sækja ljósmóðurina. Hann spennti Brúnku gömlu fyrir vagninn og var að tauta á leiðinni: Jæja, Brúnka mín, þetta verður nú síðasta ferðin okkar eftir ljósmóðurinni. Ertu nú viss um það, spurði ljósmóðirin. Ojá, — merin er að verða of gömul. Segið mér, nr. 87 sagði lið- þjálfinn, sem gengið hafði illa að kenna nýliðunum að standa rétt. Hvað eru margir dagar í árinu? Sjö, var svarið. Nei, heyrið nú nr. 87. Jú, þeir eru sjö, sraraði ný- liðinn án þess að blikna. Kannski þér viljið útskýra þetta, bað liðþjálfinn með níst- andi augnaráði. Jú, það er sunnudagur, mánudagur, þriðjudagur, mið- vikudagur, fimmtudagur, föstu- daguf og laugardagur. Ég þekki ekki fleiri daga, sagði nýliðinn sakleysislega. Sérhver kona ætti að leggja sér það á minnið, að föt henn- ar verða að vera nægilega þröng til þess að sýna, að hún sé kona . . . en nógu víð til þess að sýna, að hún sé — dama. Það er einnig hægt að segja: Sérhver sannkölluð dama veröur að muna að kjólarnir skiptast í tvo hópa, þá sem eru upp f háls . . • og þá, sem eru mikið flegnir. Með öðrum orðum: Kjóll hÍTinai1 sannkölluöu dömu verður að vera saumaður eftir girðingarreglunni. — Hann á að umlykja útlínur eignarinn- ar . . . en má ekki eyðileggja útsýnina! Ósköp liggur þér á, drengur minn. Já, ég er að flýta mér heim, ég á von á flengingu. Ég hélt þú flýttir þér ekki til að fá hana. Jú, ég er nefnilega hræddur um að pabbi verði kominn heim á undan mér, ég vil held- ur'láta mömmu flengja mig. DENNI DÆMALAUSI Úff! Ég hef líklega borðað of niikið tannkrem, því það er hræðilegt bragð af þessum app- elsínusafa! Fáar hljómplötur njóta meiri vinsælda í Bandaríkjunum um þessar mundir en platan um Calley liðsforingja og morð þau er hann fi’amdi í Vietnam og hefur nú verið dæmdur fyrir. Platan hefur selzt í 1.970.000 eintaka upplagi til þessa. Plat- an heitir „The Battle Hymn of Lt. Calley“, eða baráttusöngur Calley liðsforingja, og segja má, að hún sé í eins konar þjóð lagastíl. í textanum eru afbrot Calleys réttlætt og sagt, að hann hafi aðeins hlýtt skipun- um yfirmanna sinna, þegar hann drap 22 óbreytta borgara í Song My, en fyrir það hefur hann verið dæmdur í lífstíðar fangelsi. i — ★ — — Fjallið Tarfalatj Ákko, sem er 1930 metra hátt, heitir ekki lengur Tarfalatjákko, að minnsta kosti ef menn trúa orð- um sveitarstjórans þar í ná- grenninu Ragnars Lassinantti. Nú fyrir fáum dögum skýrði hann upp aftur fjallstindinn, sem í framtíðinni á að heita „Kékkonen forseti“, en ef til vill eiga eftir að verða einhver eftirmál milli Lassinantti og kortagerðarstofnunar Finn- lands. — ★ - ★ — Folaldið á myndinni er ekki í röndóttum sokkum, þótt einna helzt líti út fyrir það. Svart- hvítu rendurnar á fótum þess eru meðfæddar. Folaldið er nefnilega afkvæmi sebradýrs og asna. Stjórnendur Colchester dýragarðsins í Englandi eru mjög stoltir af þessum nýgræð- ingi í garði sínum. I tilrauna- skini var hinum fimm ára sebra- hesti Whisky komið fyrir inni í girðingunni hjá Jenny, þriggja ára gamaUi ösnu. Tilraunin end- aði með ást og svo fæddist þessi furðuhlutur, með röndóttu lapp- irnar. Fæturna hefur sá litli fengið frá pabba og afganginn frá mömmunni. Israelska lögreglan þurfti heldur en ekki að skerast í leik inn þegar upp komst, að 11 ára gamall drengur hafði setið í hlekkjum í 40 daga. Ástæðan var sú,. að drengurinn hafði brotið tvö glös, og faðir hans hlekkjaði hann í hegningarskyni - ★ - ★ - Drengurinn heitir Nasser Sharif, og það var nágranni hans, brjóstgóður, sem fann drenginn í garðinum fyrir utan heimili hans í austur-hluta Jeru salem. Nágranninn lét lögregl- una vita, og hún kom til þess að leysa drenginn úr hlekkjunum. — ★ - ★ —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.