Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 8
 TÍMINN FIMMTUDAGUR 6. mai 1971 .ÍQ Eins og menn rekur minni til var cndurskoðandi Sements verksmiðjunnar, Svavar Páls- son, ráðinn framkvæmdastjóri verksmiðjunnar til bráðabirgða, er fjármálamisferli og skatt- svik forstjóra og skrifstofu- stjóra verksmiðjunnar urðu uppvís. Síðan er liðið hátt i þrjú ár og enn situr Svavar Pálsson í sæti forstjóra til bráðabirgða. Setning endurskoð andans í starfið þótti þó hæp in af fleiri ástæðum en þeim, að húr braut í bága við ákvæði laga verksmiðjunnar um mennt un og starfshæfni forstjóra. Enn hæpnara þótti mönnum, að sá maður, sero haft hafði dag lega endurskoðun reikninga verksmiðjunnar með höndum í mörg ár, skyldi vera ráðinn bráðabirgðaforstjóri, þegar upp komst um misferli og misfell ur í reikningshaldi verksmiðj unnar. Ekki hefur það dregið úr þeirri skoðun manna, að þessi bráðabirgðaráðning hafi verið hæpin, við það sem síðar hefur komið fram í máli þessu og með hvílíku offorsi meiri hluti stjórnar Sementsverk- smiðjunnar hefur sótt það, að Svavar Pálsson yrði ráðinn for stjóri verksmiðjunnar til fram búðar, þvert ofan í landslög. Nokkrar spurningar f því sambandi má minna á, að mörgum spurxiingum hefur ekki fengizt svarað á fullnægj andi eða traustvekjandi hátt: Fór það t. d. fram hjá Svav ari Pálssyni, endurskoðanda og Ásgeiri Pétursyni stjórnarfor- manni í 3 ár, að forstjóri verk smiðjunnar og skrifstofustjóri hennar skiptu á milli sín laun um yfirverkfræðings ofan á sín eigin laun, en skutu þeim auk þess undan skatti? Fór það fram hjá endurskoð ! andanum, að tveir starfsmenn | á skrifstofu fengu árum sam an kr. 120 þúsund vegna fjar | veru forstjóra — og þessu að auki skotið undan skatti? Vissi endurskoðandinn ekk- ert um fjármálamisferli í verk smiðjunni fyrr en skattayfir- völd fóru nánast af tilviljun að glugga í reikninga hennar? Hvernig gátu allir þessir hlut- ir gerzt, þrátt fyrir störf hins löggilta endurskoðanda og sér staka trúnaðarmanns verk- smiðjustjórnarinnar? Hvers vegna hefur stjórnar- formaðurinn lagzt með slíkum þunga gegn því að allsherjar- rannsókn færi fram á fjárreið um verksmiðjunnar? Getur það talizt eðlilegt að endurskoðandinn sitji sem „bráðabirgðaforstjóri" í þrjú ár? Vaxandi traust? Endurskoðendur eru oft kall aðir augu stjórna fyrirtækjanna og hinir kjörnu endurskoðend ur verksmiðjunnar vitnuðu að- eins til hins löggilta endurskoð anda, sem haft hafði með hönd um hina daglegu endurskoðun, er þeir rituðu á reikninga verk smiðjunnar. Það fór því ekki milli máli, að menn ætluðust til þess að Svavar Pálsson gegndi því hlutverki og hefði þá aðstöðu að verða fyrstur til að uppgötva eitthvað misjafnt í reikningshaldi verksmiðjunn- ar. Það reyndist oftraust, en þrátt fyrir það virðist traustið hafa vaxið á endurskoðandan um hjá meirihluta stjórnarinn- ar, þegar misferlið komst upp fyrir tilviljun, er menn óvið- komandi verksmiðjunni kærðu skattaframtöl til skattyfirvalda. Ég hef hér undir höndum af- rit af reikningum Sementsvertí smiðju ríkisins frá 1965. Þeim lýkur með eftirfarandi undir- skrift: „Framanskráður rekstrar- og efnahagsreikningur pr. 31/12 1964 er saminn eftir bókum Sementsverksmiðju í’íkisins, sem ég hefi endurskoðað. Verðmæti birgða er ákveðið SVAVAR PÁLSSON — Verður framkvæmdastjórastað- an við Sementsverksmiðjuna nú auglýst laus til umsóknar? Ágústínussonar var þá felld með 3:2 og síðan samþykkti meirihlutinn gegn atkv. minni- hlutans ályktun er fól í sér áskorun á Jóhann Hafstein, for sætis- og iðnaðarráðherra, um að hann beitti sér fyrir því, að lögunum um Sementsverksmiðj una yrði breytt og skilyrði um verkfræðimenntun framkvæmda stjórans felld niður. Þetta var ekki til þess fallið að draga úr grunsemdum manna að hér lægi fiskur und ir steini. Ýmsum hafði þótt framkoma meirihluta stjórnar Sementsverksmiðjunnar í fyrri þáttum sementsverksmiðjumáls ins í senn furðuleg og tortryggi leg, en ekki dró úr við þessa afgreiðslu á tillögu Daníels Ágústínussonar, en hún var sér lega til þess fallin að gefa laus an tauminn getsökum og grun semdum um að meira hafi ver- ið af óhreinu mjöli í poka- horninu. verkfræðimenntun forstjórans skyldu standa óbreytt. Endurskoðun laga og synjun Alþingis Iðnaðarráðherra, Jóhann Haf stein, lagði svo frumvarp meiri hluta nefndarinnar fyrir Al- þingi. Strax kom í ljós, að ekki var meirihluti á Alþingi fyrir afgreiðslu þess, þ. e. það var ekki meirihluti á Alþingi fyrir þeirri breytingu að fella niður ákvæðin um verkfræðimenntun forstjóra verksmðjunnar. Þetta frumvarp dagaði því uppi. Því var haldið í nefnd til þess að vilji Alþingis í málinu kæmi ekki fram svart á hvítu. Er meirihlutinn orðinn að minni- hluta í málinu? Fulltrúi Alþýðuflokksins í Sementsverksmiðjustjórninni er nú látinn fyrir nokkru. Sæti hans í verksmiðjustjórninni hef ur tekið dr. Sigmundur Guð- bjarnason. Nú hefur það kvis- azt, að dr. Sigmundur hafi aðra skoðun á þessu máli en Ásgeir Pétursson og Jón Ámason. Hann vilji láta auglýsa stöðuna lögum samkvæmt og veita hana lögum samkvæmt. Þar með á að vera kominn meirihluti fyrir tillögu Daníels Ágústínussonar í verksmiðjustjóminni. Það liggur líka fyrir nú, að Alþingi vill ekki breyta lögum verksmiðjunnar á þann veg, sem meirihluti stjómar fór fram á, og því hlýtur tillaga Daníels Ágústínussonar að vera borin upp að nýju og nú geta þeir Ásgeir Pétursson og Jón Árnason ekki skotið sér á bak við „endurskoðun laga“ leng ur. Alþingi hefur synjað um að gera þær breytingar á lögum verksmiðjunnar sem geri það kleift að skipa Svavar Pálsson forstjóra verksmiðjunnar, þótt með óbeinum hætti sé. — TK. af stjórn verksmiðjunnar. Sund urliðanir fylgja ársreikningun um og skýringar í bréfi dags. 4. ágúst 1965. Reykjavík, 4. ágúst 1965“. Það er í þessa yfirlýsingu og endurskoðun Svavars Pálssonar, sem hinir kjörnu endurskoð- endur reikninga verksmiðjunn ar vitna, er þeir skrifa upp á reikningana. Tillaga Daníels Daníel Ágústínusson, fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn Sementsverksmiðjunnar, vildi ekki una því, að endurskoðand inn sæti endalaust sem bráða birgðaforstjóri og 10. jan. 1970 bar hann fram tillögu í stjórn verksmiðjunnar um að starf forstjóra verksmiðjunnar yrði auglýst laust til umsóknar og veitt lögum samkvæmt. Þessi tillaga fékkst ekki afgreidd i stjórn þessarar stofnunar í al- menningseign fyrr en 1. sept ember 1970 eða heilum níu mánuðum síðar. Tillaga Daníels Kæra Verkfræðinga- félagsins Það, sem næst gerist í mál- inu er það, að Verkfræðingafé- lag íslands kærir athæfi meiri hluta verksmiðjustjórnar til saksóknara og krefst þess að farið sé að lögum verksmiðj unnar og staða forstjóra aug- lýst lögum samkvæmt. Sak- sóknari gerir ekkert í málinu étt- JÚhann Hafstein, forsætis- og iðnaðarráðherra, æðsti valda maður stofnunarinnar, skipar nefnd til að endurskoða lögin um Sementsverksmiðju ríkis- ins. Þeirri endurskoðun var mjög flýtt og vissu allir, að hún átti fyrst og fremst að leiða til þeirrar niðurstöðu, að rétt væri að fella niður ákvæð- in um verkfræðimenntun for- stjórans, svo unnt væri að skipa Svavar Pálsson í stöðuna. Ekki varð þó samstaða í nefndinni um þá niðurstöðu. Benedikt Gröndal skilaði séráliti og lagði til að ákvæði laganna um Au^lýsing um framboðsfrest í No< ðurlandskjördæmi vestra. Yfirkjörstjórn við Alþingiskosningarnar í Norður- landskjördæmi vestra, sem fram eiga að fara 13. júní n.k. skipa: Elías I. Elíasson, bæjarfógeti, Jóhann Salberg Guðmundsson, bæjarfógeti, Sigurður Tryggvason, kaupmaður, Kristján C. Magnússon, verzlunarmaður, og Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri. FramboOsíistum ber að skila til oddvita yfirkjör- stjómarinnar, Elíasar I. Elíassonar, bæjarfógeta á Siglufirði, eigi síðar en miðvikudaginn 12. maí n.k. Fylgja skal tilkynning um hverjir séu um- boðsmenn lista. Yfirkjörstjómin í ^nrðurlandskjördæmi vestra. 5. maí 1971. 135 PAPPÍRSÞURRKUR KOSTA SAMA OG ÞVOTTUR Á EINU HANDKL/4ÐI 'APPIRSVORURM/. SKÚLAGÖTU 32 - SÍMI 84435 LEITIDUPPLYSINGÁ Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Skólavörfustíg 12 Slmi 18783. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu tveggja vegarkafla á Austurlandsvegi: 1. Á Jökuldal í Norður-Múlasýslu (8.3 km.). 2. Á Berufjarðarströnd í Suður-Múlasýslu (8.8 km.). Útboðsgögn verða afhent á Vegamálaskrifstof- unni í Reykjavík og hjá Vegagerð ríkisins á Reyð- arfirði gegn 2.000,— kr. skilatryggingu. Vegagerð ríkisins. INTERNATIONAL SCOUT til sölu Scout 800 árgerð 1966 og 1967 í góðu lagi. Upplýsingar í símtun 51587 og 82972, eftir kl. 19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.