Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. maí 1971 TIMINN 9 iÍI Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Rristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón HeLgason, IndriSi G Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Rit- Ktjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306 Skrif. sitotur Bankastraeti 7. — Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasimi: 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 195.00 á mánuði tnnanlands. í Lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm Edda hf. MARION SCHUMACKER: Ágreiningsefnin tvö Sjónvarpsumræðurnar um landhelgismálið, sem fóru fram í fyrrakvöld, leiddu í ljós mjög glöggan ágreining milli stjórnarandstöðunnar og stjórnarflokkanna um tvö höfuðatriði málsins. Þessi ágreiningsefni eru: Fyrra ágreiningsefnið er landhelgissamningamir frá 1961. Stjórnarandstæðingar telja nauðsynlegt að segja samningunum upp áður en hafizt er handa um útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Stjórnarflokkarnir segja ekki neitt ákveðið um þetta, en eru í hjarta sínu mótfallnir uppsögn. Samkvæmt þessum samningum hafa íslending- ar undirgengizt það einir allra þjóða að leggja það undir úrskurð alþjóðadómsins, ef þeir færa út fiskveiðilög- söguna og Bretland eða Vestur-Þýzkaland óskar slíks úrskurðar. Engir samningar eða viðurkenndar reglur eru til um víðáttu fiskveiðilögsögunnar. Hins vegar hafa langflest strandríki 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Sam- kvæmt því álítur helzti ráðamaður ríkisstjórnarinnar í landhelgismálum, Hans Andersen, að 12 mílna mörkin hafi nú gildi sem alþjóðalög. Þótt mikilvæg rök megi færa gegn þessu, er engan veginn útilokað, að al- þjóðadómurinn geti komizt að líkri niðurstöðu og Hans Andersen. Það er venja alþjóðadómstóla að vera íhalds- samir, þegar samningar eða viðurkenndar reglur ..eru ekki fyrir hendi. Samkvæmt framangreindri kenningu, geta íslendingar ekki örugglega treyst á hagstæ'ðán úrskurð alþjóðadómstólsins fyrr en miklu fleiri ríki en nú hafa fært fiskveiðilögsöguna út fyrir 12 mílur ein- hliða og án þess að bera það undir alþjóðadóminn. Hvenær það verður og hvort það verður nokkurn tíma, veit enginn. Eftir því geta íslendingar ekki beðið og þeir mega ekki láta binda sig eina allra þjóða á þann hátt. Þess vegna verður það að vera fyrsta verk okkar í landhelgismálinu að segja þessum samningum upp, og gera það áður en við færum út fiskveiðilögsöguna. Það er til lítils að vera að færa út fiskveiðilögsöguna, ef al- þjóðadómurinn ógildir útfærsluna eftir stuttan tíma. Síðara ágreiningsefnið er það, hvenær útfærslan skuli koma til framkvæmda. Stjórnarandstæðingar vilja, að útfærslan verði ekki síðar en 1. september 1972. Stjórn- arflokkarnir vilja ekki ákveða neina tímasetningu. Af- staða stjórnarandstæðinga er byggð á tveimur megin- forsendum. Hin fyrri er sú, að fyrirsjáanleg er stórsókn útlendinga á fiskimiðin við ísland. Stjórnarandstæðingar vilja ekki draga útfærsluna þangað til þessi nýja stór- sókn útlendinga er hafin, heldur vilja þeir, að fiskveiði- landhelgin hafi verið færð út áður. Síðari ástæðan er sú, að stjórnarandstæðingar telja hyggilegt, að íslend- ingar verði búnir að færa út fiskveiðilögsöguna áður en hafréttarráðstefnan kemur saman. Þeir telja að út- færsla fyrir ráðstefnuna muni styrkja þar aðstöðu okk- ar og annarra, sem vilji stærri fiskveiðilandhelgi en 12 mílur. Um horfur á hafréttarráðstefnuni er það helzt vitað, að Bandaríkin, Sovétríkin og Japan munu beita sér fyrir því, að fiskveiðilögsaga verði bundin við tólf mílna mörkin og mörg ríki telja það fullnægjandi. Fyr- fram getur vitanlega enginn fullyrt um úrslitin á ráð- stefnunni. Það er hins vegar ljóst, að verði úrslitin þar hagstæð málstað okkar, er engu spillt, þótt við færum út fiskveiðilögsöguna fyrir ráðstefnuna. Verði úrslitin þar hins vegar óhagstæð málstað okkar, getur útfærsla orðið miklu erfiðari eftir ráðstefnuna, jafnvel útilokuð. Það er verkefni kjósenda að skera úr þessum tveimur mikilvægu ágreiningsefnum við kjörborðin 13. júní. Það er þjóðin sjálf, sem á þannig að marka þá meginstefnu, sem fylgt verður 1 máiinu. Þ.Þ. Vestur-þjóðverjar undirbúa lög um umhverfis- og heiisuvernd Mörg ákvaeði frumvarpsins vekja athygli víða um lönd Í VESTUR-ÞÝZKALANDI eru nú uppi víðtækar ráðagerð- ir um strangar ráðstafanir til að takmarka notkun margvís- legra gerfiefna í iðnaði — eink- um niðursuðu og öðrum mat- vælaiðnaði — og er ráðstöfun- um þessum einkum beint gegn notkun bragðbætiefna og litar- efna, sem geta reynzt skaðleg heilsu manna. í endurskoðuðu frumvarpi til laga um matvælaframleiðslu í landinu, sem heilbrigðismálaráð herrann hefir látið vinna að og lagt fram, er gert ráð fyrir, að 16 lagabálkum, sem sumir hafa staðið með öUu óbreyttir frá því um síðustu aldamót, svo og um 40 reglugerðum verði breytt, þau felld niður eða sam- ræmd og sameinuð í nýrri heild arlöggjöf um þessi efni. Ráð- herrann sagði í tilefni af þessu við fréttamenn, að þessar nýju ráðstafanir, sem ríkisvaldið hygði á, ættu að miða að því , „að vernda neytemiurB.^ fypr o heilsutjóni af ýmsu tagi af völd um umhverfismengunar", sem fer mjög í vöxt í Vestur-Þýzka- landi sem víðar í iðnaðarlönd- um. ÁKVÆÐI hinnar nýju laga, sem þýzka þingið fjallar um um þessar mundir, munu ekki einungis ná til matvælafram- leiðslunnar, heldur eru þar einn ig ákvæði um framleiðslu á tóbaksvörum og snyrtivörum alls konar, svo um notkun efna til útrýmingar á skordýrum, hreinlætisvörur, sem margar geta verið varasamar, glóðar- steikingarofna, sem einnig geta verið heilsuspillandi og engar reglur eru til um í lögum, þótt notkun þeirra fari óðum í vöxt, og margt fleira, sem þróun síð- ustu ára hefir gert aðkallandi, að reglur væru settar um. í ÞESSU sambandi má einnig geta þess, að ráðherrann og full- trúar tóbaksiðnaðarins hafa rætt margvíslega hættu, sem stafar af tóbaksneyzl'u, og hef- ur það m.a. leitt til þess sam- komulags, að tóbaksauglýsing- um verður fækkað um helming í sjónvarpi í landinu frá og með 1. júlí næstkomandi, en síðan verða þær felldar niður með öllu frá ársl. 1972. Auk þess verða bannaðar hvers konar tóbaksauglýsingar aðrar, sem hvetja æskufólk til tóbaksnautn ar, og ekki má heldur halda því að fólki, að nikótín auki afkasta- getu reykingamanna eða sé hressandi eða skapi vellíðan. Með hinum væntanlegu lög- um verða snyrtivöruiðnaði lands ins einnig settar strangar regi- ur, svo sem þær, að bannað verður að nota x snyrtiv. alls konar efni, sem eru á lyfjaskrá og heyra þess vegna undir heil- Frá Hamborg brigðismálalöggjöfina. Komi t.d. í ljós, að einhverjar tiltekn- ar snyrtivörur eða hreinlætis- vörur eru skaðlegar heilsu not- enda, leyfa lögin, að framleiðsla þeirra sé þegar bönnuð. Willy Brandt RÁÐUNEYTIÐ mun einnig hafa vald til að takmarka eða banna með öllu sölu matvæla, sem hafa orðið fyrir áhrifum eða spillzt af völdum mengunar vatns, lofts eða jarðvegs, og geta þannig verið varhugaverð til neyzlu eða beinlínis heilsu- spillandi. Sérfróðum starfs- mönnum matvælaeftirlits rfkis- ins verður fjölgað og allt eftir- lit með framkvæmd laganna hert. Ráðgert er að koma upp fleiri rannsóknastofum, sem starfa munu í þágu viðkomandi iðngreina, og samvinnu verður komið á milli tollgæzlu og rann sóknastofnana til að auka eftir- lit með innfluttum matvælum, og eru um það reglur í frum- varpinu. Strobel ráðherra væntir þess, að frumvarpið nái fram að ganga á þessu ári, og munu lög- in koma til framkvæmda á næstu 3 árum. Mörg nýmæli í frumvarpinu hafa vakið athygli víða um lönd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.