Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.05.1971, Blaðsíða 16
sem Thor He að nafn sitt á. sjálfvink símstöð. Nýi ,Mánafoss‘ afhentur Eim- GERÐI BOÐ FYRIR SÝSLU- MANN OG JÁTAÐI ÍKVEIKJUNA skipafefaginu Hið nýja skip Eimskipafélags- ins, m.s. Mánafoss, var afhent Eimskipafélaginu í gær, 4. maí, með viðhöfn í Álborg Værft A/S í Álaborg. Hafði skipið farið í reynsluför 30. apríl og varð hraði þess 15,03 sjómílur. Mánafoss fer frá Álaborg í fyrstu ferð sína annað kvöld og fermir fullfermi af stykkjavöru o. fl. í Gautaborg, Kaupmanna- höfn, Felixstowe og Hamborg. Kemur skipið til Reykjavíkur um 18. maí. Fimmtudagur G. maí 1971 GS—ísafirði, miðvikudag. Maður sá er var handtekinn á Suðureyri s.l. sunnudagskvöld, grunaður um að hafa kveikt í fyrstihúsinu, játaði í gærkvöldi á sig verknaðinn. Er maðurinn 23 ára gamall. Hann neitaði í fyrstu að hafa kveikt í húsinu. Var mað urinn fluttur til ísafjarðar, og yfirheyrður þar af sýslumanni, Neitaði hann staðfastlega í fyrra dag og í gær að vera við málið riðinn. f gærkvöldi kl. 9.30 gerði maðurinn, sem situr í gæzluvarð haldi, boð fyrir sýslumann, og sagði honum þá að hann hafi kveikt í frystihúsinu af ráðnum hug. Bar maðurinn, að hann hafi verið á rangli um þorpið um nótt- ina. Undir morgun fór hann inn í frystihúsið. Brauzt hann inn um glugga á skrifstofu verkstjóra. Þar fann hann flösku af brcnnslu- spíritus. Fór hann með flöskuna inn f veiðarfæragéymslu, sem er í byggingunni. Drakk hann eitt- hvað úr henni, en skvetti hinu á veggi og veiðarfæri og kveikti í. Sagðist maðurinn hafa dvalið í byggingunni í um 20 mínútur eft- ir að hann kveikti í. Síðan hafi hann farið og gert viðvart um eldinn. Var þá farið að brenna mikið í húsinu og eldurinn far- inn að breiðast út, enda varð við lítt ráðið eftir að slökkvistarfið hófst. Tjónið er metið á 20 til 30 milljónir króna. Er enn ekki búið að meta það að fullu. Einnig er mikið óbeint tjón af brunanum fyrir Suðureyringa. Stóru bátarn- ir sem gerðir eru út frá Suður- eyri verða nú að leggja upp ann- ars staðar og missa heimamenn af mikilli vinnu í sumar við vinnslu fiskafla. Maður sá, er hér um ræðir, er búinn að búa fjögur ár á Suður- eyri. Gengur hann ekki heill til skógar og hefur hann áður gert tilraun til íkveikju. Hafa heima- menn rætt um að koma mannin- um burt frá staðnum, en ekki tek- izt. MANAFOSS á siglingu. SJÖ NÝ PÓST- 0G SÍMSTÖÐV- ARHÚS BYGGÐ Á AUSTURLANDI í SUMAR 0G NÆSTA SUMAR — Sjálfvirki síminn kominn í öll kauptún fjórðungsins 1974 EB—Reykjavík, þriSjudag. Um naestu mánaðamót er ráðgert að framkv. hef jist við byggingu nýrra póst- og símstöðvarhúsa á Seyðisf. og Reyðarfirði, en búið er að augl. eftir tilboðum í byggingarnar, og verða til- boðin opnuð 24. maí nk. Þá verður í vor byrjað á viðbyggingu við póst- og símstöðvarhúsið á Eskifirði, en hún verður gerð fyrir sjálfvirka sím- stöð. Er áætlað að þessar byggingar verði tilbúnar á næsta sumri. Enn- fremur standa nú yfir, eða eru í bí- gerð, fleiri byggingaframkvæmdir á vegum Pósts og síma þar eystra, sem ráðgert er að Ijúki 1973. Baldur Teitsson, fulltrúi í tækni- deild Pósts og síma, sagði Tímanum í dag, að stöðvarhúsin fyrirhuguðu á Seyðisfirði og Reyðarfirði vaeru af sömu gerð, en þau verða H40O rúm- metrar á tveimur hæðum; efri hæðin verður ibúð fyrir stöðvarstjórana og fjölskyldur þeirra. Stöðvarhúsið nýja á Reyðarfirði á að standa við aðailgötuna, beint á móti gamla stöðvarhúsinu þar, en stöðvarhúsið á Seyðisfirði á að sitanda á uppfyllingunni við Austurveg. — Stöðvarhúsin, sem fyrir em á þess- um stöðum, em bæði orðin gömul. Hins vegar er stöðvarhúsið á Eski- firði nýtt, eða frá 1960, en eins og fyrr sagði, verður byggð viðbygging við það, fyrir sjálfvirka símstöð. Baldur Teitsson sagði, að ennfrem- ur hefði nú verið ákveðið að byggja nýtt stöðvarhús í sumar á Vopna- firði og að ráðgert sé að á næsta sumri verði byrjað að byggja ný stöðvarhús á Fáskrúðsfirði, Stöðvar- firði, Breiðdalsvík og Djúpavogi, Þá er áætlað að í sumar verði ioik- ið við að fullgera stöðvarhúsið á Egilsstöðum, en sá hluti hússins, sem er fyrir sjálfvirka símstöð, er þegar tilbúinn. Á Nesikaupstað og Höfn í Hornafirði hafa ný stöðvarhús þegar verið tekin í notlkun, og sjálf- virk símstöð á Höfn. í Borgarfirði eystra hefur ennfremur nýtt stöðv- arhús verið tekið í nnt.knn on pVkí Forsetinn fékk papýrus úr Ra II. Þegar forseti íslands dr. Kristján Eldjárn skoðaði Heimavarnarsafnið á miðviku- dag var honum gefið 30 cm langt papýrusstykki úr RA II, Grásleppuveiði gengur vel: KETIN SKEMMD EJ—Reykjavík, miðvikudag. Grásleppuveiði er nú í fullum gangi og stendur væntanlega fram í júní. Aflinn hefur verið cokkalegur, og verð á erlendum mörkuðum svipað og í fyrra. Nokkuð hefur orðið vart við, að stolið hafi verið úr netum úti á Faxaflóa og þau skemmd. Fyrir nokkru kom ungur mað- ur, sem hafði um 20 net úti, að 12 netanna mjög illa útlitandi. Hafði grásleppan í netunum verið skorin og tæmd af hrognum, og netin sjálf voru nokkuð illa far- in. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið aflaði sér í dag, er verð erlendis svipað og í fyrra. Nettó skilaverð — þ.e. söluverð að frádregnum flutningskostnaði og öðrum vinnslukostnaði — mun nú vera um 7.400 til 7.500 á tunn- una. Dettifoss, og eru bæði skipin smíð uð með hliðsjón af nýjustu tækni við fermingu og affermingu, flutn ingum í vörugeymum og á vöru- brettum. Er fyrirhugað að þessi nýju skip Eimskipafélagsins verði í vikulegum hraðferðum milli Felixstowe, Hamborgar og Reykja víkur. Eftir að Eimskip afélaginu hef- ur bætzt Mánafoss'í skipastólinn, cru skip félagsins 14 að tölu, sam tals 33.760 brúttótonn. Samanlagt er lestarrými þessara skipa 2.031. 719 teningsfet. Skipverjar á skip- um Eimskipafélagsins eru 402. Baldur Teitsson sagði Tímanum, að búizt væri við, að ári eftir að frá- greindri endurbyggingu póst- og sím- stöðvahúsa á Austurlandi væri lokið, yrði sjálfviki síminn kominn í öll kauptún fjórðungsins. BORTEN SPURÐI UMLAXOG KOSNINGAR Eftir boð forsetahjónanna á Grand Hotel í Osló í gær- kvöldi hitti fréttamaður Tím- ans Per Borten aðeins að máli. Hann spurðist mikið fyrir um kosningarnar á íslandi og sagði jafnframt, að hann byggist við því, að hann kæmi bráðlega til íslands til þess að renna fyrir lax. Hann sagðist hafa mikinn áhuga á laxveiðum, og vonaðist til, að úr íslandsferöinni gæti orðið. Hann bætti svo við: _ Annars hef ég nú sjálfur Laxá í mínu landi. Bað hann fyrir íí.1 ..!_ t t iii—Keykjavik, miðvikudag. Um 40 félagar úr Fylkingunni mótmæltu í dag „hernámi" Banda ríkjamanna á íslandi, cn 5. maí eru liðin 20 ár frá staðfestingu herverndarsamningsins milli ríkis stjórna Islands og Bandaríkjanna. Félagarnir héldu fyrst að Lauga vegi 13, aðsetri varnarmáladeild ar utanríkisráðuneytisins, og settust niður á gangi deildarhús næðisins. Þar eð enginn var til viðtals af hálfu varnarmáladeild ar, fluttu Fylkingarfélagar sig nið ur í Stjórnarráðshús og ræddu þar við Tómas Á. Tómasson, deild arstjóra, en lítið kom út úr þeim viðræðum. Við svo búið lauk mót mælum Fylkingarinnar 5. maí 1971. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.