Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 1
! 02. tbl. ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 • Sími 11788. — Laugardagur 8. maí 1971 55. árg. Islenzk stálbræðsla tekur til starfa í jiílí árið 1973 Hlutafé að upphæð 100 milljónir króna, boðið út meðal almennings Stjórn Stálfélagsins hf. og framkvæmdastjóri þess á fundi me3 blaðamönnum í gœr. (Tímam. GE) Afleiðing vegaskemmdanna: OLÍULAUST HJÁ VERK- TÖKUM VIÐ ÞÓRISVATN? Forsetaheimsóknin: Gamansamar frásagnir í sænskum dagblöðum IGÞ—Stokkliólmi, föstudag. Blöðin í Svíþjóð hafa skrif- að fremur mikið um heimsókn forsetans til Svíþjóðar, og það er flest í gamansömuin tón, enda munu þau hafa það að sið að fjalla þannig um hirðina og konunginn. Nær þetta því út yfir forsetann líka á margan hátt. Blöðin gera töluvert veður út af þMí, í dag, og allt í fullri vinsemd og eiginlega í gríni, að forsetinn hafi orðið til þess að brjóta sænsk lög á Bjarkarey í gær. Gerðist það með þeim hætti, að þegar forsetinn var að ganga inn í virkisgarðinn við sjálft virkið á Bjarkarey, biðu blaðaljósmyndarar þar eftir honum og konunginum. Hugð- ust þeir taka mynd af þeim, þegar þeir gengu þarna í gegn. Innan við virkisgarðinn vaxa stórar bláklukkur, og var þama blómabreiða mikiL Báðu ljósmyndararnir forset- ann að taka eitt blómið og stinga því í barm sinn. Hann gerði það, og þeir mynduðu eins og þeir gátu á meðan. Myndirnar birtust síðan í blöðunum í morgun, t.d. í Dagens Nyheter. Þá er fyrst farið að skýra frá því, að þetta varði við lög, því bannað sé að tína þessi blóm í Svíþjóð. Gert er gott úr öllu saman, enda var forsetinn að gera þetta að til- mælum Ijósmyndaranna, og vissi ekki neitt bann við þessu. Allir æðstu menn þjóðarinn- ar voru auðvitað þama við- staddir, og er því gert grín Framhald á bls. 14. KJ—Reykjavík, föstudag. í dag voru horfur á því að verk takar við Þórisvatn yrðu olíulaus ir, og yrðu að leggja vinnuvólum og bifnsiðum vegna skorts á olni. Miklir olíuflutningar fara franr í hverri viku til verktakanna, en vegna þess að vegurinn austan við brúna á Þjórsá hjá inntaks- mannvirkjum Búrfellsvirkjunar, cr í sunriur og þungatakmarkanir á Landvegi, er ekki hægt að halda uppi eðlilegum olíuflutningum. í vorflóðunum er gert ráð fyrir að Þjórsá fari yfir veginn austan við brúna hjá inntaksmannvirkjun um, og það hefur einmitt gerzt núna. Er um 10 metra skarð í veginn, og fossar Þjórsá þar fram, en rennslið er um 1100 rúm- metrar á sekúundu. Rennslið mun hafa komizt upp í 2000 rúmmetra í mestu vorleysingum, svo hér er ekki um neitt ofsa flóð að ræða I Þjórsá. Nokkur klakaburður er í ánni innan af hálendinu. Á Landvegi hefur verið leyfð ur 5 tonna öxulþungi eins og á öðrum hliðarvegum á Suðurlandi. Eru slæmar vilpur í veginum, og einkum hjá Martcinstungu, að sagt er. Ef olíubílarnir fara eftir þungatakmörkunum, geta þeir varla flutt meira en ca. 500 lítra í ferð, og er flutningskostnaður á Framhald á bls. 14. ET—Reykjavík, föstudag. Nýstofnað hlutafélag, Stálfélag ið h. f. hefur að undanförnu rann sakað rekstrargrundvöll íslenzkrar verksmiðju, er ynni steypustyrkt arjárn úr innlendu brotajárni. Þær athuganir hafa leitt í ljós, að mögulcikar á rekstri slíkrar verk smiðju eru fyllilega fyrir hendi, ef nægilegt hlutafé fæst frá al- mcnningi til rekstursins, en það ætti að fást eftir lestur þessarar greinar! Hugmyndin að verksmiðju, er framleiddi steypustyrktarjám úr innlendu brotajárni, er nokkuð gömul. Skriður komst þó fyrst á málið í nóvember s. 1., er Stálfé lagið h. f. var stofnað. Hluthafar eru 50 og fyrstu stjórn félagsins skipa: Sveinbjörn Jónsson, form., Bjarni Guðjónsson, Tómas Vigfús son, Jóhann Jakobsson, og Magnús Kristinsson. Framkvæmdastjóri fé lagsins var ráðinn Haukur Þor- valdsson, verkfr., og hefur hann framar öðrum kannað rekstrar- grundvöll verksmiðjunnar. Fyrsta verkefni félagsins var könnun _ á því, hve mikið brota- járn félli til árlega hér á landi. Niðurstöður þeirrar könnunar leiddu í ljós, að verksmiðjan gæti aflað um 13—14 þús. tonna af inn lendu brotajárni á ári fyrst um sinn. — Staðsetning verksmiðjunn ar hefur verið áætluð í landi Hafn arfjarðarkaupstaðar milli álverk smiðjunnar og Hvaleyrarholts. — Rafmargnsorkan er verksmiðjan þarfnast til starfseminnar, verður líklega tekin úr dreifikerfi ál- verksmiðjunnar, þótt e.t.v. reyn ist kostnaðarminna að leggja sér staka rafmagnslínu til verksmiðj unnar frá aðaldreifistöð við Geit háls. — Þá þarf og hreint og ó- mengað kælivatn til starfseminn ar, en þess ætti að vera auðvelt að afla með borunum á fyrirhug uðum verksmiðjustað. Verksmiðju húsið kemur til með að verða tvi skipt, þ. e. verksmiðjubygging, um 30 þús. rúmmetrar að stærð, og svokölluð kranabygging, nokkru minni. Ferill framleiðslu steypustyrkt arjárnsins úr brotajáminu er í stórum dráttum á þessa leið: Fyrst eru hráefnishlutirnir, bil- eða skipsflök og alls kyns annað málmrusl, bútað niður, ef þarf, og síðan pressaðir í þar til gerðri pressu. Þá er málmurinn brædd ur í ljósbogaofni, settur í deiglur og síðar í steypumót. Málmurinn er svo valsaður, því næst kældur, járnstangirnar búntaðar saman og afgreiddar tilbúnar frá verksmiðj unni. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er í hæsta lagi áætlaður 410 millj. kr. og er þá allur kostnaður inni- Falinn. Skv. þessari frumáætlun á ýerksmiðjan að taka til starfa í júlí 1973. Miðað við að eigin f jár Framhald á bls. 14. gtutai Forsetaheimsókninni lýkur í dag IGÞ-Stokkhólmi, föstudag. í morgun heimsóttu forseta- hjónin þjóðminjasafn ríkisins í Stokkhólmi. í samtali, sem Tíminn átti við forsetann í Konungshöllinni síðdegis, sagði hann, að sér hefði þótt mjög ánægjulcgt að koma í þctta safn, sem væri helzta þjóð- minjasafnið á Norðurlöndum. Skoðuðu forsetahjónin og fylgd arlið þeirra einkum það, sem tilheyrði járnöld og allt til seinni hluta miðalda. Eftir heimsóknina í safnið liclt for- setinn í fylgd með Bertil prins til AGA-verksmiðjunnar, þar sem unnið er að ýmsum nýjung um á sviði rafeindatækni, framleiðslu leisertækja og síð ast hitamyndavélar. Voru tekn ar myndir af forsetanum og utanríkisráðherranum á þessa vél á meðan á heimsókninni stóð til að sýna þeim hvernig hún starfaði. Sagði forsetinn á eftir, að það væri sem sagt komin vél til þess að taka mynd ir af öllu, nema því sem maður hugsaði. Þessar hitaljósmyndavélar munu þykja sérstaklega hand- hægar við leit að krabbameini, einkum í brjóstum á konum. Þar sem vitað er, að meinið gef ur frá sér hita, sýnir vélin, sem einmitt er mjög næm fyrir hit anum, hvar meinsemdin er, ef um hana er að ræða, á mynd inni, sem tekin er. Þannig er þetta mjög fyrirhafnarlítil rann sókn. AGA er m. a. þekkt á ís- landi fyrir eldavélar, en ein slík AGA eldavél var á heimili foreldra forsetans í Svarfaðar dal. Þá hafði Emil Jónsson ut- anríkisráðh. mikinn áhuga á að koma þarna til verksmiðj- unnar sem fyrrverandi vita- málastjóri, en AGA hóf upp- haflega að smíða vita og ann- ast enn smíði á flóknum sjálf virkum tækjabúnaði til þeirra nota, en stofnandi verksmiðj unnar mun hafa fengið Nobels tarðlaun á sínum tíma fyrir framleiðslu sína í þessari grein. Á meðan stóð á heimsókn inni í AGA-verksmiðjuna fór frú Halldóra Eldjárn á barna- heimili hér í borginni, og sagði Framhald á bls. 14. aaaMsýcaas

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.