Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 8. maí 1971 Sötusfjóri Wlibrs f Stolcktióimi, ásamt Sveini Sveinssyni, sem hefur látið gera viðarsundiaug í garðinum við hús ^BtsJcytchmnar, að Sigkryogi 9. (Tímamynd Gunnar) NÚ ER HÆGT AÐ HAFA SUNDLAUG í GARÐINUM SJ-Reykjavík, þriðjudag. Timbtrrverzlunin Völundur hef- ur hafið innflutning á viðarsund laugum, sem klæddar eru innan með vinylplastdúk. Laugar þessar eru úr vatnsþéttum, gagnvörðum krossvið og furu, og kosta að sögn um helmingi minna en steyptar sundlaugar. Laugar þessar eru til í 5 stærð um og framleiddar af sænska fyr- irtækinu Mibis, sem hefur sérhæft sig í vatnshreinsunartækjum um áratugaskeið. Mibis Lagun sund laugarnar, eins og þær nefnast, eru framl. í einingum, sem auð- velt er að setja saman. Hreinsun ar og hitunartæki af Jacuzzi gerð fylgja laugunum, ásamt dælu er sídælir laugarvatninu um hreinsi- og hitunartækin. Nota má í laug arnar hvort sem er heitt vatn eða kalt vatn hitað upp með rafmagni. Sundlaugar sem þessar eru tald ar hentugar fyrir hótel, skóla, íþróttafélög, félagsheimili, sumar dvalarstaði stéttarfélaga og jafn vel fjölskyldur. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR HELDUR FJÓRA SAMSÖNSVA Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson — Þrír einsöngvarar Kórinn 45 ára — Fyrsta SG-hljómplatan af sex komin út Hinir árlegu styrktarfélaga- hljómleikar Karlakórs Reykjavík ur verða haldnir í Austurbæjar- bíói dagana 12., 13., 14. og 15. maí n. k. undir stjórn Páls Pamp- ichlers Pálssonar, en einsöngvar ar með kórnum verða Guðmundur Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Friðbjörn G. Jónsson. Píanóleik annast Guðrún Kristinsdóttir. Á efnisskránni, sem er fjöl- breytt að vanda, eru að mestu leyti íslenzk lög, auk nokkurra erlendra, en sérstaka athygli munu vekja níu lög eftir Sigvalda S. Kaldalóns, flest í nýjum bún ingi söngstjórans, og eru þau hluti af lögum þeim, sem kórinn hcfur á síðastliðnum vetri sungið inn á SG-hljýmplötu, sem nú er kom- sex, sem kórinn syngur inn á og verða eingöngu íslenzk lög á þeim. Söngkennari kórsins í vetur hef ur verið Guðrún Á. Símonar. Karlakór Reykjavíkur hefur nú starfað óslitið í 45 ár, en hann var stofnaður af Sigurði Þórðar syni, tónskáldi, árið 1926, og var hann fyrsti stjórnandi kórsins og nærfellt í 36 ár. Aðrir stjórnend- ur hafa verið dr. Páll ísólfsson, Jón S. Jónsson og Páll Pampichl- er Pálsson, sem hefur stjórnað kórnum undanfarin sjö ár. Á þessum 45 árum hefur Karla kór Reykjavíkur komið fram á um 130 hljómleikum erlendis í 7 utanferðum og yfir 300 sinn- um hérlendis, auk þess, sem kór- inn hefur sungið talsvert á annað Þrjár minni gerðirnar kosta ó- samsettar frá 326.430 kr. upp í 528.060 kr. án söluskatts. Ein slík laug hefur verið sett upp hér á landi. Er það næst minnsta gerð in 4x8 m og 1,4 að dýpt. Slík laug kostar 367,900 kr. ósamsett. Það kostaði 40-50.000 kr. að grafa fyrir lauganni og setja hana sgm- an, en sá kostnaður er nokkuð mismunandi eftir jarðvegi á hverj um stað. Reksturskostnaður þess arar laugar er að sögn um 100 kr. á dag. , I sparnaðarskyni má leggja plast einangrunarplötur á yfirborð vatnsins í kuldum á vetrum t. d. að næturlagi, en við það minnk ar hitatap vatnsins. Einnig má láta vatnið frjósa og nota það sem skautasvell. Ljóskastari fylgir lauginni til upplýsingar í dimmu, en einnig ryksuga til að hreinsa óhreinindi, sem falla til botns og hreinsast því ekki sjálfkrafa. Þrír samsöngvar Karlakórs Keflavíkur Karlakór Keflavíkur heldur fyrsta samsöng sinn af þremur í Félagsbíói í Keflavík í dag, laugar- dag, hinir tveir verða á mánudag og þriðjudag. Fyrstu samsöngvarnir á laugardag og mánudag eru ætlað- ir fyrir styrktarmeðlimi, en sá síð- asti er opinn öllum. Kórinn hóf æfingar í október og hefur æft stöðugt síðan undir stjórn Franks Herlúfsen. Söngskrá er að þessu sinni mjög fjölbreytt. Má þar nefna Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns, Föru- mannaflokkar þeysa eftir Karl Ó. Runólfsson, Sefur sól hjá Ægi eftir Sigfús Einarsson, lagasyrpur úr Kátu ekkjunni og „Sardas furtynj unni“. Þrír einsöngvarar koma fram, þelr Ólafur R. Guðmundsson, Jón Kristinsson og Haukur Þórðarson. Einnig er tvísöngur og kvartett- söngur. Undirleikari er Agnes Löve Alþjóöadagur Rauða krossins er í dag Einu sinni á ári minnast Rauða kross félög um heim allan sameig inlegra áhugamála sinna og minna um leið á að starf hans kemur öllum við. Til þessa hafa þau val- ið fæðingardag Henri Dunant stofnanda Rauða krossins, en hann fæddist 8. maí 1828. f dag leggja Rauða kross félög um heim allan áherzlu á nauðsyn þess að þau verði þess megnug að leggja meira af mörkum en þau gera nú og geti brugðizt til hjálpar hvar sem er, við hverju sem er og hvenær sem h.iálpar þeirra er þörf og samræmist til- gangi samtakanna. Rauði krossinn er ólíkur öðrum velferðarsamtökum, þar sem hann starfar í öllum löndum. Hann byggist að öllu leyti á framtaki einstaklinga, ungra og aldinna, starfi þeirra og stuðningi. Þó starf ar hann í nánum tengslum við rik isstjórnir þær sem staðfest hafa Genfarsamþykktirnar og gengizt þar með undir ýmsar skuldbind- ingar gagnvart honum um t.d. al- þjóðlega mannúðarlagasetningu. Hér er átt við hinar fjórar Genf- arsamþykktir sem leitast við að tryggja lágmarksréttindi her- manna, stríðsfanga og borgara á ófriðartímum. Til að starf Alþjóðarauða- krossins verði árangursríkt um all an heim þurfa Rauða kross félög in, sem bera uppi alþjóðlega starf ið að vera scm styrkust. Þau bera ábyrgð á, hjálparbeiðni, komist löncf þeirra i vanda, þau hafa eft- irlit með skipulagi hjálparstarf- i kií;2-V«1 t|M*» ri/ií/ seminnar ásamt ráðunautum al- þjóðasamtakanna, sem umboðs- menn gefenda. Þá skulu félögin samkvæmt Genfarsamþykktunum hafa eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum þeirra í hverju landi. Alþjóðarauðikrossinn leitar á þessum degi til almennings allra larida um, að hann veiti Rauða kross félögum síns lands sem beztan stuðning. „Pétur og Páll" nœsta mánudagsmynd Háskólabíós Háskólabíó hefur að þessu sinni valið franska mynd til sýningar næstu mánudaga — „Pierre et Paul“, gerð af René Allio, sem þekktastur er fyrir myndina „Gamla konan blygðunarlausa". Myndin fjallar um daglegt líf manns, Péturs, sem kemst bseri lega af í velferðarríki eða neyzlu þjóðfélagi nútímans. Myndin er þjóðfélagsádeila. Leik stjórinn hefur fengið góða dóma fyrir sinn hlnt. Leikarar leysa verk sín einnig vel af hendi — einkum Pierre Mondy, sem leik- ur Pétur, en aðrir eru Bulle Augier, Madeleine Barbulée og Robert Juilllard. Dönsk blöð hafa sagt um þessa mynd, að hún sé „mannleg" og lýsi því, sem sé mesta „áhyggju efni nútímamannsins í iðnvæddu þjóðfélagi." Frá Rannsóknaráði ríkisins í grein í Þjóðviljanum 6. maí s.l. er látið að því liggja, að ó- reiða sé i fjármálum Rannsókna- ráðs ríkisins, og jafnframt að látið sé dragast að halda fund í ráðinu um þetta málefni. í þessu sambandi er rétt að taka fram eft irfarandi. Skömmu fyrir síðustu áramót lagði einn af meðlimum Rann- sóknaráðs ríkisins, dr. Þorsteinn Sæmundsson, fram athugasemdir við reikninga Rannsóknaráðs fyr- ir árið 1969. Með tilliti til þessa var þess farið á leit við rikisend urskoðunina, að nákvæm athugun yrði gerð á reikningum ráðsins. Athugasemdir ríkisendurskoðunar bárust 25. janúar, 1971. Þeim var svarað með ítarlegri greinargerð innan þess tíma, sem tilskilinn var, og ennfremur var orðið við beiðni ríkisendurskoðunarinnar um nokkrar viðbótarupplýsingar. Framkvæmdanefnd Rannsókna- ráðs ríkisins hefur að sjálfsögðu fylgzt nákvæmlega með öllum at- riðum málsins. Samkvæmt bókun á fundi nefndarinnar 24. marz s. 1. voru nefndarmenn á einu máli um það, að athugun ríkisendur- skoðunarinnar hafi leitt í ljós, að um misferli er ekki að ræða í fjár málum Rannsóknaráðs. Athugasemdir hafa hins vegar verið gerðar við einstök fram kvæmdaatriði, einkum formfestu í bókhaldi og meðferð mála, sem þarfnast samþykkis ráðuneytis. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess, að úr slíku verði bætt, þar sem þörf kann að vera, og fylgt öllum þeim reglum, sem opinber um stofnunum eru settar hverju sinni. i Að sjálfsögðu mun fjallað um þetta mál á fundi Rannsóknaráös. Til þess hefur ekki enn gefizt greirairgerð frá ríkisendurskoðun liggur fyrir. Er þess vænzt, að svo geti orðið á næsta fundi ráðs ins, sem verður haldinn einhvern næstu daga. Að lokum vil ég taka fram, að sjálfsagt er að veita allar eðlileg ar upplýsingar um fjármál Rann sóknaráðs ríkisins og aðra starf- semi ráðsins, eins og vera ber af opinberum stofnunum. Er blaða mönnum velkoihið að leita til skrifstofu ráðsins um slíkt og ætti þá að vera óþarft að fara með órökstuddar getsakir. Virðingarfyllst, Stcingrímur Hermannsson, f ra mk væmdast j óri Ransóknaráðs ríkisins. Lokadagurinn fjár- öflunardagur Hraunprýðiskvenna Á lokadaginn, þriðjudaginn 11. maí, er hinn árlegi fjáröflunar- dagur slysavarnadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði. Þann dag verða seld merki deildarinn- ar, og eru þau afhent sölubömum í Bæjarbíói og i Æskulýðsheimil- inu Flatahrauni kl. 9 fyrir hádegi. Þá verður einnig kaffisala deild- arinnar í Alþýðuhúsinu og Sjálf- stæðishúsinu. Þar bjóða konum- ar í Hraunprýði upp á heimabak- aðar kökur og alls kyns kræsing- ar að vanda frá kl. 3 til 11.30. Þær konur, sem vildu gefa kökur eru beðnar um að koma með þær í Sjálfstæðishúsið milli kl. 8 og 9 á mánudagskvöldiB. Slysavarnadeildin sendir árlega % hluta tekna sinna til aðalsam- takanna, en einum fjórða ver hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.