Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 8. maí 1971 TÍMINN 700 MANNS Á SÝNINGU ÆSKU- LÝÐSRÁÐS NESKAUPSTAÐAR Starfsemi þess geysifjölbreytt í vetur Mikil atvinna og ! afli í Neskaupstað ÞÓ—Neskaupstað, föstudag. Rífandi atvinna er nú hér í Neskaupstað, enda berst mik ill afli á land. Á mánudaginn kom togbáturinn Börkur með 100 lestir af fiski, og á þriðju dag kom skuttogarinn Barði ; með hundrað lestir. Frá því Barði hóf veiðar um miðjan febrúarmánuð hefur hann afl- að samtals 900 lestir. Á þriðju ; daginn kom einnig netabátur inn Sveinn Sveinbjörnsson með 60 tonn af fiski. !! Veður hefur verið dásamlegt ■ hér að undanförnu. Oddsskarð , ið er enn ófært öllum bílum nema jeppum, og meira að segja iUfært fyrir þá. Hefur ; ekkert verið gert þar, og ekki útlit fyrir, að nokkuð verði gert þar í sumar frekar en undan farin sumur. H3—Reykjavík, föstudag. iéðvikudaginn 5. maí sl. var haidinn fundur í Félagi áhuga- manna um sjávarútvegsmál og var 'jfandarefnið hreinlæti í fiskiðnaðin- ,m Frummælendur voru þrír: Dr. iDórður Þorbjamarson, forstöðu- [maður Rannsóknarstofnunar fisk- [iðnaðarins, dr. Sigurður Pétursson [og Bergsteinn Á. Bergsteinsson, [fekmatsstjóri. Dr. Þórður ræddi fisérstaklega um Iöggjöf, sem Banda Laákjamenn hafa á döfinni og stend- [•*Ér til að lögfest verði og komi til tfSramkvæmda smátt og smátt á tnæstu árum. Islenzk frystihús em mörg hver iSHa á vegi stödd að mæta þessum reglum. Kemur þar fyrst til þrifn- aður umhverfis húsin, svo sem frá- rennsli og rykbinding umhverfisins, sem er of fátíð. Er þetta í flestum tilfellum verkefni viðkomandi Starfsemi Æskulýðsráðs Nes- kaupstaðar hefur aldrei verið meiri og fjölbreyttari en sl. vet- ur. Alls störfuðu 6 tómstunda- klúbbar á vegum ráðsins, auk þess var haldið námskeið í snyrt- ingu fyrir stúlkur, og tvisvar í viku var haldið svonefnt „Opið hús“, en þá koma unglingarnir saman, hlusta á tónlist, spila billi- ard eða þá, að þeir leika á ýmiss konar spil sem æskulýðsráð læt- ur í té. Þetta kom fram í viðtali sem fréttamaður blaðsins átti við Karl Hjelm, framkvæmdastjóra Æsku- lýðsráðs Neskaupstaðar. En sem sveitarfélaga. Settar hafa verið reglur um það, hvenær nauðsyn- legum framkvæmdum við þetía ætti að vera lokið, en orðið hefur að lengja þann frest. Dr. Sigurður ræddi um hrein- leika vatnsins, og lagði áherzlu á nauðsyn úrbóta í því efni. Minnti hann á, að eitt sinn var öllum slát- urhúsum á landinu nema einu neit- að um söluleyfi á Bandaríkjamark- að, og væri það víti til vamaðar. Bergsteinn lýsti ýmsum erfiðleik- um fiskmatsins á þessum sviðum. Taldi hann aðkallandi að rykbinda næsta nágrenni fiskvinnslustöðva, og einnig þyrfti að taka upp notkun á fiskikössum ásamt ýmsum öðrum breytingum, til þess að auka hrein- læti um borð í skipunum og í landi. Margir aðrir tók^ til máls á fundinum, og lögðu margir mikla áherzlu á nauðsyn þess að bæta meðferð aflans. kunnugt er þá starfar æskulýðs- ráð með miklum blóma í Neskaup stað, og sl. sunnudag var efnt til sýningar á föndur- og safnmun- um þeirra barna og unglinga, en alls voru þau 142, sem í vetur störfuðu á vegum æskulýðsráðs. Þessi sýning var mjög fjölsótt, enda veður gott, og er áætlað að um 700 manns hafi komið á sýn- inguna, þ. á m. frá nágrannabyggð unum. Þegar við litum yfir sýnjngar- salinn, þá varð fyrst á vegi okkar sjóvinnudeildin, leiðbeinandi var Sigurjón Ingvarsson. Þama gat að líta margar laglega splæstar hank- ir, netahluta og síðast en ekki sízt vel gerðar áttavitaskffur, og þegar haft er í huga að það voru drengir um og innan við ferming- araldur sem gerðu skífumar, þá er það næstum undravert, hve langt þeir hafa komizt á þessum tíma. Föndur stúlkna. Þessum klúbb skiptu tveir leiðbeinendur á milli sin, þær Margrét Sigurjónsdóttir og Unnur Halldórsdóttir. Fékkst með því aukin fjölbreytíni í starfi klúbbsins en ella, þegar aðeins einn leiðbeinandi sér um hann, enda gat að líta marga vel gerða muni. Leðurvinnu sá Randíður Vigfús- dóttir um, og var margt fallegra muna, en börnin ráða sjálf hvemig form þau nota í leður- vinnunni. Steinasöfnun annaðist Karl Hjelm, en sá klúbbur er einnig . < ■■■!■, )-• ■ A r. : o ,. virkur á sumrin en á veturna eru steinarnir flokkaðir, eftir tegund- um, og hefur Karl sér til aðstoð- ar bækling, er hann hefur samið fyrir klúbbinn. — Þama mátti sjá ýmsa sjaldséða steina, eins og t.d. jaspisa, ópala, 'mislitan caledon, ametyst og ekki sízt allstóran gnejsklump, sem kominn er alla leið frá Nígeríu. Karl sá einnig um frímerkja- söfnun, og það sem vekur helzt athygli þar, eru hin sérstæðu upp setningarform hans. Þar gat að líta bæði skipulega uppsett teg- undasöfn svo og landasöfn, sem ýmist vora sett upp eftir útkomu degi merkjanna, eða flokkuð sér- staklega eftir þvf sem merkin sýndu, t.d. stjórnarfar, list, vfs- indi, náttúra landsins o.s.frv. Birgir Stefánsson annaðist leik- listarkennslu, og þá fyrst og fremst sviðsframkomu og meðferð hlutverka. Nú á sýningunni voru leiknir tveir stuttir leikþættir af segulbandi, og hefur bæði leikend- um og leikstjóra tekizt sæmilega. Alls störfuðu 142 börn á vegum Æskulýðsráðs Neskaupstaðar í vetur, og áframhald verður á starfsemi þess í sumar í einhverj um mæli, en ekki er búizt við að eins mörg börn verði virk í þeirri starfsemi, — þar sem hvað flestir unglingar í Neskaupstað hafa ein hverja sumarvinnu —, en ráðgert er að fara í steinasafnanir og hreinsa umráðasvæði bæjarins að einhverju leyti. n: [ tsípyotí n« snnim jsftuvuv' SENN HAFA ALLIR VEGIR VERIÐ OPNAÐIR VESTRA Fundur haldinn um hrein lætí í frystihúsunum Sumaráætlun innan- landsflugs hafin Sumaráætlun innanlandsflugs Flugfélags íslands gekk í gildi 1. maí og gildir til 30. september. Við gildistöku sumaráætlunar innan- landsflugsins fjölgar ferðum vera- lega og síðan í áföngum, þar til fullum ferðafjölda er náð yfir há- sumarið. Eins og undanfarin sumur bera Friendship skrúfuþoturnar hita og þunga dagsins í innanlands- fluginu, en auk þess er áætlað að fljúga 4 ferðir vikulega innanlands á Cloudmaster flugvélum og þrjár ferðir á viku með DC-3 flugvélum. Þegar sumaráætlun innanlands- flugs hefur að fullu tekið gildi verður ferðum hagað sem hér seg- Til Akureyrar verða þrjár ferð- ir alla daga vikunnar. Til Vest- mannaeyja tvær ferðir alla daga. Til Egilsstaða verður flogið alla daga og tvær ferðir á fimmtudög- um og sunnudögum. Til ísafjarðar verður flogið alla daga og tvær ferðir á miðvikudögum og laugar- dögum. Til Patreksfjarðar eru 3 ferðir á viku, á mánudögum mið- vikudögum og föstudögum. Til Hafnar í Hornafirði verða fimm ferðir á viku, á mánudögum, þriðju dögum, fimmtudögum, laugardög- um og sunnudögum. Til Fagurhóls- mýrar verður flogið f jórum sinnum á viku, á mánudögum, fimmtudög- um, föstudögum og sunnudögum. Til Sauðárkróks verður flogið fjór- um sinnum á viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laug ardögum. Til Húsavíkur verða þrjár ferðir á viku, á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Til Raufarhafnar og Þórshafnar verður flogið á miðvikudögum. Eins og undanfarin ár verða bíl- ferðir í sambandi við flugferðir Flugfélags íslands frá viðkomandi flugvöllum til nærliggjandi byggð- arlaga. Sl. vetur hefir verið haldið uppi áætlunarflugi til Neskaupstaðar og var áformað að fljúga þangað, þar til bílfært yrði til Egilsstaða. — Vegna mikilla snjóalaga er Odds- skarð enn lokað og er ekki talið, að bílfært verði milli þessara staða, fyrr en í áliðnum maí. Flugfélag íslands hefur þvf ákveðið að halda flugi til Neskaupstaðar áfram út maímánuð. Flogið verður fimmtu- daga og sunnudaga. Brottför frá Reykjavík kl. 14:45 og frá Neskaup- stað kl. 16.-30. Friendship skrúfu- þotur verða í förum milli Nes- kaupstaðar og Reykjavíkur. SE—Þingeyri, fimmtudag. í dag komu tveir bílar úr Mjólk árvirkjun til Þingeyrar. Þetta þykja alltaf góð tíðindi vestur hér. Mjög mikill snjór er á heiðinni, að sögn þeirra, sem þarna hafa farið um, og sagði vegaverkstjór- inn, að vera mundi 12 til 15 metra stál þar sem mestur er snjórinn f hlíðinni. Nú er því orðið bílfært úr Arnarfirði og í Önundarfjörð. Búizt er við, að Breiðadalsheiði verði opnuð alveg næstu daga. Þá er eftir Dynjand- isheiði. Þó nokkur nýlega fallinn snjór er á Dynjandisdal og á heið- inni, en ekki er farið að hreyfa við henni enn. Er mjög áríðandi Fyrsti fulltrúafundur Landvernd ar á þessu ári verður haldinn í dag, laugardag. Fundurinn fer fram á Hótel Sögu. Hefst liann kl. 10.00 og lýkur samdægurs. Fundurinn hefst með ræðu for manns, Hákonar Guðmundssonar, en sfðan flytur framkvæmdastjóri Landverndar, Árni Reynisson, skýrslu um störf samtakanna. Jóhannes Sigmundsson, gjaldkeri stjórnar, gerir grein fyrir afkomu samtakanna á síðasta ári, en síð an verða reikningar bornir undir atkvæði. Eftir hádegi verða umræður um störf Landverndar að ýmsum verk efnum á næstunni. Ingvi Þorsteins að fara að gera það, því þá er opið alveg frá þéttbýlinu á fsa- firði og nágrenni og allt suður á Brjánslæk, og þangað er flóabát- urinn Baldur byrjaður ferðir yfir Breiðafjörðinn. Það eru sannar- lega óskir Vestfirðinga, að leiðin opnist sem fyrst, því með því að taka Baldur opnast sá mögulejki að fara á bíl til Reykjavíkur. Ferðir Baldurs yfir Breiða- fjörðinn hafa verið ákaflega vin- sælar bæði af Vestfirðingum sjálf um og svo ferðafólki, því menn eru mjög fegnir að geta sparað að aka inn fyrir og í kringum Breiðafjörð. son hefur framsögu um land- græðslustörf áhugafólks. Arnþór Garðarsson mælir fyrir skrásetn ingu náttúrufyrirbæra og staða, sem ástæða er til að vernda eða hlynna að. Vilhjálmur Lúðvíks- son ræðir um mengunarráðstefn una og starfsgrundvöll fyrir Land vernd að mengunarmálum í ljósi hennar, en Ölygur Hálfdanarson gerir grein fyrir umgengnisher- ferð sumarsins. Að fundinum loknum verður fulltrúum gefinn kostur á að skoða bandaríska bókasýningu, „Mannlífið og umhverfið", sem nýkomin er til landsins, og verð ur opnuð almenningi þann 11. þessa mánaðar. FUNDUR HJÁ LANDVERND AVIDA ma Fjármagnsskortur Flestum, sem um þjóðmál hugsa, mun koma saman um það, að eitt alvarlegasta vanda málið í okkar atvinnulífi og þjóðarbúskap sé fjármagns- skortur og of lítið framboð á rekstrar- og stofnfjármagni til fyrirtækjanna. En þrátt fyrir fjármagnsskortinn hefur bönk unum samt í sífellu verið að fjölga eða í næstum sama hlut falli og krónan hefur lækkað á undanförnum áratug. Ekki skortir að t. d. Sjálf stæðisflokkurinn hefur ályktað um meiri hagkvæmni á þessu sviði, en efndirnar eru ekki í samræmi við orðin. Sjóðafargan Eitt af því, sem þarfnast sér- stakrar athugunar í sambandi við meiri hagkvæmni í banka málum landsins, eru hinir mörgu fjárfestingarsjóðir. Op- inberir fjárfestingarsjóðir eru m.a. þessir: Atvinnujöfnunarsjóður. Atvinnuleysistryggingasjóður. Ferðamálasjóður Fiskimálasjóður Fiskveiðasjóður íslands Framkvæmdasjóður íslands Lánadeild fiskveiðaiðnaðarins Orkusjóður Ríkisábyrgðarsjóður Stofnlánasjóður fiskiskipa Framlciðslusjóður landbúnaðar Veðdeild Búnaðarbankans Iðnlánasjóður Iðnþróunarsjóður Stofnlánadeild landbúnaðarins Fiskræktarsjóður Félagsheimilasjóður Byggingasjóður ríkisins Hafnarbótasjóður Lánasjóður sveitarfélaga Landkaupasjóður. Stefnubreyting Þessi upptalning er þó hvergi nærri tæmandi. T. d. er fjöl- mörgum byggingarsjóðum sleppt. Allir þessir sjóðir gera ekki aðeins fjármögnun fyrir tækja geysilega flókna og þunga í vöfum og seinvirka, heldur kalla þeir á miklu fleira starfslið og kostnað en ella væri, ef skipulagið væri með felldu. Svo koma öll ráðin og nefndirnar, í meiri og minni tengslum við þetta fargan allt. En sameining þessara sjóða er brýnni af öðrum ástæðum. Þetta skipulag leggst eins og mara yfir allt framtak og framfarir í landinu. Þar þarf að hverfa frá hinum neikvæðu úrtölustefnu, sem allt of oft mætir áhugasömum og fram- takssömum mönnum á opinber um vettvangi — í ráðuneytum, nefndum, ráðum og bönkum að ógleymdum hinum mörgu sjóðs Sstjórnum. Það hafa mörg góð áform orðið úti á þeirri píslar göngu, þegar mönnum er misk unnarlaust vísað frá Hcródesi til Pílatusar, sem allt vex í augum og ekkert sjá, nema ljón á hverjum vegi. Það þarf upp Iörvandi hvatningastefnu, er tekur hverju frumkvæði og fr itaki tvcim höndum og leið beinir, ýtir undir og greiðir fyr- ir með ráðum og dáð. Einn lið urinn í þessari stcfnubreytingu á að vera fækkun hinna fárón lega mörgu fjárfestingarsjóða, sem taka meira og minna hver inn á annars starfssvið. — TK,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.