Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. maí 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karksson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Riv stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 - 18306. Skrif- stofur Banikastraeti 7. - Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi: 10523. A8rar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuöi innanlands. í lausasölu fcr. 12,00 eint. Prentsm. Edda hf. Hin opinbera heimsókn forseta íslands til Noregs og Svíþjóðar •ffin opinbera heimsókn forseta íslands til Noregs og Svíþjóðar hefur tekizt mjög vel. Þjóðhöfðingja Islands og konu hans hefur verið tekið með mjög miklum hlý- hug 0g vináttu. Almenningur í Noregi og Svíþjóð, ekki síður en ráðamenn, hefur sýnt það greinilega, að ís- lenzku forsetahjónin eru aufúsufestir á Norðurlönd- um. Þessi ópinbera heimsókn forseta Islands til frænd- þjóðanna er mikilvægur þáttur til styrktar norrænu sam- starfi. Norrænt samstarf hefur stundum átt sér andmæl- endur á íslandi. Koma danskra ráðamanna hingað til lands fyrir skömmu, færandi heim íslenzka þjóðardýr- gripi úr dönskum söfnum, hefur áreiðanlega sannfært alla um, hve einlægan hug frændur okkar í Danmörku bera til íslands og íslenzku þjóðarinnar. Norrænt sam- starf á mikinn hlut í þeirri falslausu vináttu, sem nú rík- lr infHi íslendinga og Dana, og hefur grætt þau sár, sem hlutust af samskiptum þessara þjóða fyrr á öldum. I Noregi og Svíþjóð eiga íslendingar einnig einlæga vini, sem hafa sýnt vináttu sína í verki með margyíslegum hætti. M.a. sýna þeir það í verki með því að bjóða þjóð- höfðingja íslands í opinbera heimsókn til landa sinna. Um mótttökurnar í þessari heimsókn sagði forseti Is- lands, að þær væru stórkostlegar og eins og í ævintýri. íslendingar hafa undanfarið fengið um það fulla stað- festingu, að norrænt samstarf er okkur ómetanlegt. Okkur ber að rækja vináttu og náin samskipti við frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum. íslendingar eiga allir að geta tekið undir þau orð, sem Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, mælti í veizlu til heiðurs forsetahjón- unum: „Það er áríðandi að við innan norrænnar sam- vinnu finnum lausnir, sem einnig geta orðið til þess ið styrkja og efla hina norrænu heild.“ Samgöngumái í ályktun 15. flokksþings Framsóknarmanna um sam- göngumál segir m.a., að Framsóknarflokkurinn muni beita sér fyrir gerð langtímaáætlunar, er miðist við þörf þjóðarinnar á uppbyggingu samgöngukerfisins í heild, þ.e. á landi, lofti og legi, og hvers einstaks þáttar þess. Miða skal við, að landið verði allt byggt og gæði þess nýtt, gert ráð fyrir auknum ferðum útlendinga til lands- ins, og tekin inn í þessa áætlun þjónusta við ferðafólk m.á. til að efla landsbyggð og búsetu þar. Hafnir verði farþegaflutningar á sjó kringum landið, mótuð ákveðin stefna um framkvæmdastig í varanlegri vegagerð og vetrarsamgöngur bættar. Fjárhagslegur grundvöllur samgöngukerfisins hvíli fyrst og fremst á tekjum af um- ferðinni og lántökum til að hraða framkvæmdum, er tengdar séu þessum tekjustofni, enda gangi hann óskipt- ur til samgöngukerfisins. Þó séu þjónustusamgöngur með ströndum fram og framkvæmdir vegna flug- mála fjármagnaðar með ríkisfé, er aflað sé níeð öðnnn tekjustofnum. Við þessa áætlunargerð skal leita álits og samstarfs hjá aðilum, sem að samgöngu- og ferðamál- um vinna og sé áæílunargerðin unnin að frumkvæði ríkisins og á þess kostnað. — TK ERLENT YFIRLIT Erich Honecker - eftirmaður Ulbrichts í Austur-Þýzkalandi Hann er líklegur til að fylgja stefnu fyrirrennara síns ÞAU tíðindi komu ekki á óvart, að Erich Honecker yrði eftirmaður Walters Ulbrichts sem fiokksleiðtogi kommún- ista í Austur-Þýzkalandi. Hann hefur um 10 ára skeið verið nánasti samstarfsmaður Ul- brichts í flokksstarfinu. Flest benti til, að Ulbricht hefði ákveðið hann sem eftirmann sinn, eins og nú er orðið. Það kom heldur ekki á óvart, að Ulbricht léti af flokksforust- unni. Hann er orðinn 77 ára gamall og hefur verið talinn heilsuveill síðustu misserin. ÞÓTT Ulbricht haldi áfram stöðu sinni sem formaður þjóð- ráðsins, en það jafngildir stöðu ríkisforseta, má eigi að síður segja, að valdaferli hans ljúki, þegar hann lætur af flokksforustunni. Með honum hverfur af sjónarsviðinu einn sérstæðasti stjómmálamaður Evrópu á fyrsta aldarfjórð- ungnum eftir síðari heims- styrjöldina. Um hann var lengi sagt, að hann væri óvin- sælasti þjóðarleiðtogi í Evrópu og hann varð að grípa til ein- stæðs úrræðis til að tryggja völd sín, þegar hann iét reisa Berlínarmúrinn. Á síðari ár- um hefur viðhorf Austur- Þjóðverja til Ulbrichts tekið verulegum breytingum. Það er viðurkennt, að undir forastu hans hefur Austur-Þýzkaland breytzt úr þvi að vera algert leppríki Rússa í ríki, sem nýt- ur t.d. sizt minna sjálfstæðis en Pólland og Ungverjaland. og verklegar framfarir hafa orðið þar miklu meiri en í i nokkru öðru kommúnistaríki á } þessum tíma. Austur-Þýzka- land, sem mátti heita alveg í rústum í lok heimsstyrjaldar- innar, er nú 9. eða 10. mesta iðnriki i heimi, og lifskjör eru bar mun t°tri en í öðna* ^omutáristartkjmn. ®á er Austur-Þýiilniiand eina komm- únistaríkið, þar sem engar stórhreinsanir hafa farið fram og engar valdabyltingar í stór- um stfl. Ulbricht hefur haft lag á því að stjórna jöfnum höndum með einbeitni og lægni. Um hann hefur verið sagt, að hann hafi verið bezti veðurviti allra kommúnistaleið toga á sínum tíma. Hann hef- ur yfirleitt verið talinn harð- línumaður, en þó jafnan sýnt næga sveigju i tæka tíð Þess vegna hefur hann aldrei lent i neinni hinna mörgu hreins- ana, sem Kremlverjar hafa beitt sér fyrir, og heldur ekki þurft að grína til hreinsana innanlands. ' -‘ssi stjórnmála- hæfni hans hefur notið vax andi viðurkenningar á síðr.ri árum. ekki sízt mpðal Austur- Þjóðverja. Hann hefur þó ekki unnið sér vinsældir meðai þeirra, en hann hefur verið virtur í vaxandi mæll Eftir Ulbricht er haft, að hann hafi HONECKER aldrei stefnt að því að verða vinsæll í lifanda lífi, en hins vegar hafi hann alið þær ósk- ir að fá sæmileg eftirmæji í sögu kommúnismans síðar meir. Reynslan mun skera úr því, hvaða dóm hann hlýtur endanlega-. .. „ ., HINN nýi flokksleiðtogi í Austur-Þýzkalandi, Erich Honecker, verður 59 ára 25. ágúst næstkomandi. Hann er fæddur og uppalinn í Saar- héraðinu, kominn af verka- mannaættum. Hann var 10 ára gamall, þegar hann gekk í barnafylkingu kommúnista og 14 ára gamall, þegar hann gekk í æskulýðsfylkmguna. Hann varð fullgildur meðlim- ur í Kommúnistaflokknum lö ára gamall, og var þá ráðinn erindreki hjá æskulýðssamtök unum. Fyrstu misserin eftir valdatöku nazista, vann hann ULBRICHT fyrir leynisamtök kommúnista í Ruhrhéraði og Bæjaratandi, en 1934 sendi flokkurinn hann til Berlínar, þar sem honum var ætlað að vinna fyrir levm- samtök kommúnista þar. Ári síðar komst Gestapo, leynilög- regla nazista, á snoðir um starfshætti hans og sat hann tvö ár í varðhaldi, án þess að mál hans væri tekið til dóms, en þá var hann dæmdur í 10 ára fangelsi. Þar sat hann til 1945, er Rússar leystu hann úr haldi. Sagt er að fangelsis- vistin hafi gert Honecker að áköfum andstæðingi nazis- mans.. Reynsla hans frá árun- um fyrir heimsstyrjöldina eigi sinn þátt í því, að hann ótt- aðist endurreisn nazismans í Vestur-Þýzkalandi. Honecker gekk strax í þjón- ustu kommúnistaflokksins. Hann vann fyrst að því að end- urreisa æskulýðssamtök komm- únista. Honum varð svo vel ágengt, að Ulbricht ákvað að senda hann á flokksskóla i Moskvu og var hann þar í tvö ár. Eftir komuna frá Moskvu var hann settur til starfa í öryggisdeild kommúnista- flokksins og hefur hann verið yfirmaður hennar síðan 1963. Árið 1958 var hann kosinn í f ramkvæmdast j órn Komm- únistaflokksins, og hefur átt þar sæti siðan. Síðustu árin hefur hann verið nánasti sam- starfsmaður Ulbrichts, eins og áður hefur verið rakið. Honecker hefur litið komið fram opinberlega og kann því bersýnilega vel að vinna sem mest í kyrrþey að tjalda- baki. Talið er, að hann þekki betur flokksvél austur-þýzkra kommúnista en nokkur mað- ur annar, og eigi trygga stuðn- ingsmenn í flestum eða öllum helztu ábyrgðarstöðum þar. Hann er því talinn traustur í sessi, a.m.k. eins og sakir standa. Honecker er tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Edith Baumann, er þekkt fyrir afskipti sfn af stjórnmálum. Þau skildu og kvæntist Honecker nokkru síð- ar einkaritara sinum, Margot Feist, en hún er nú mennta- málaráðherra , Austur-Þýzka- lands. Það er sögð bezta tómstunda iðja Honeckers að vera einn á dýraveiðum. Fangelsisvistin er talin hafa gert hann einrænni en ella. ÞVÍ hefur verið haldið fram um Honecker, að hann sé enn meiri harðlínumaður en Ul- brieht og sé enn ófúsari til undanlát§semi í samningum við Vestur-Þýzkaland. Til þess gæti líka bent fyrsta ræðan. sem hann flutti eftir að hann tók við flokksstjóminni. Hann lagði á það áherzlu. að Vest- ur-Þjóðverjar undirritnðu Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.