Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 10
10 TÍMINN LAUGARDAGUR 8. maí 1971 1 ROBERT MARTIN: BYSSA TIL LSIGU 28 Vi'ð þessum spurningum hafði Jim sjálfur engin svör. Pete Don ati var dauður, og hann sjálfur, jim, hafði verið ráðinn til að finna morðingja hans. Þessi skyndiför hans til Wheatville hafði orðið allt önnur en ætlazt var til í fyrstu, með gerbreyttri þróun mála. Það virtist jafnvel geta orðið óslitið starf allan sól- arhringinn, cf hann ætti bæði að geta svipt hulunni af vandamáli Allgoods og unnið fyrir þeim fjár munum, sem frú Donati galt fyr- irtæki hans fyrir veitta þjónustu. Hann bjóst í skyndi og labbaði niður. Roskna konan með nefgleraug- an sat alltaf innan við afgreiðslu- borðið. Jim gekk til hennar og ávarpaði hana. — Vitið þér, hvað lögreglulækn irinn heitir? Hún leit upp frá krossgátunni, sem hún sat yfir, og svaraði með sínu vingjarnlega brosi: — Ja-já. Það er okkar gamli dr. Hendricks, — þ.e.a.s., ef hann er þá ófullur. — Þakka, svaraði Jim og gekk inn í símaklefann, en þar lá síma skrá,, sem hann tók að fletta. Hann fann númer læknisins og hringdi. Tólinu var lyft, meira að segja áður en hann hafði lokið við að velja númerið. — Er það að byrja, Maude? heyrði hann sagt. — Er hvað að byrja? — É, hver skollinn, sagði lækn- irinn. — Ég hélt, að það væri Maude Simpson. Hún væntir sín á hverri stundu. Hver andsk. . . eruð þér? Röddin var svo byrst, að Jim gat ekki að sér gert að fara að hlæja. — Ég heiti Bennett. Ég var samtímis lögreglunni á skrifstofu herra Donatis síðdegis í dag, og hitti yöur. Ég hygg, að lög- rcgiustjórinn hafi gleymt að taka mig til vitni. Nú teljið þér e.t.v, að fyrirspurn mín sé kjánaleg, en ég vildi gjarnan heyra hið opinbera álit yðar á því, með hvaða hætti Pete hafi látið lifið. — Fjandinn eigi það, maður. Þér sáuð hann með eigin augum. — Já,já. Hann var skorinn á háls, — það sá ég — og það var verklega gert. Var ekki neitt annað, sem máli skipti? — Það var ærin aðgerð og meira en það, bróðir kær Hann hafði einnig fengið höfuðhögg, en það var ekki það, sem gerði út af við hann, heldur kom hon- um aðeins i öngvit. Það er án minnsta vafa morð, framið af einni óþekktri persónuu eða þá jafnvel fleiri en einni. Og Pete getur ekki hafa gert þetta sjálf- ur, það er af og frá, bætti lækn- irinn við með smávegis, dillandi hlátri. — Verknaðurinn liafði ver- ið framinn með hárhvössu verk- færi og ekkert verið til sparað. Æðar og allt — — Þökk fyrir, læknir, sagði Jim og lagði tólið á. Vitneskja hans hafði ekkert aukizt, ekki hætis hót. Jim yfirgaf nú gistiheimilið og lagði leið sína til Fegrunarstofu Bertu á nýjan leik. í aðalsalnum logaði nú dauft ljós. Þukl hans á bakdyralásnum fyrr um kvöldið auðveldaði honum nú að mun að komast inn. Hann kom inn í myrkvað anddyrið, staðnæmdist og hlustaði um stund. Hann heyrði mannamál inni fyrir, og daufa ljósrák lagði undan hurð- inni. Ofurhægt færði hann sig nær, en ályktaði þá hið innra með sér, að því færi fjarri, að nokkur ástæða væri til að ganga hér um alltof laumulega, lauk þar næst upp og sté inn í þennan illa lýsta sal. Joyce Justin og hinn stórvaxni maður, sem sjálfur nefndi, sig Bertu. sátu við borð og létu fara dável um sig, en á borðinu stóðu ................ ' i n ii'iiifwnwinT flöskur og glös. Með samtaka liöf- uðhreyfingu litu þau bæði við, eins og þau væru vélrænar brúð- ur. E.t.v. hafa iiðið svo sem tíu sekúndur, áður en nokkurt þeirra rauf þögnina, en þá ljómaði and- iit Joyee Justin í breiðu brosi. — Gott kvöld, minn góði vin- ur. Gerið svo vel að tylla yður og þiggja eitt staup. Berta ýtti stólnum aftur á oak og stóð á fætur, og það var ekki alveg laust við að hann riðaði á fótunum. Augun voru lítil og ill- girnisleg, og hálfgerðar hótunar- viprur léku um varir hans. Hann hóf að stíga afar hægt áleiðis á móti Jim. — Svona, svona, Berta, sagði Joyce Justin og deplaði framan í Jim. — Herra Bennett er ágæt- ur vinur minn. Bjóddu honum eitt glas. — Andskotinn hafi, að ég vilji það, þrumaði Berta, án þess að nema staðar. — Fari það í hel- víti. . . En nú þagði Jim ekki lengur. — Hversu mikið hafið þér gold ið þessari vinkonu yðar fyrir að eyðileggja fyrirtæki Donatis? Eigandi ,,fegrunarstofunnar“ gerði hvorki aö stanza né svara. Jim sté skref til hli’Gr og tvísté nokkur andartök, en veitti Joyce Justin um leið nánar gætur. — Berta, sagði hún hvasst. — Vertu nú ekki mcð nein heimsku- pör. Loks nam hann staðar og leit gremjulega á Joycy. — Þú hefur sagt honum það, ófétis gálu-skrattinn þinn. En ég skal. . . Hún reyndi að hlæja eðlilega. — Ég hef ekki sagt honum nokkurn skapaðan hlut. Þú ert sjálfur fullur, kæri vinur. Seztu bara niður og vertu góður. Berta leit aftur á Jim. — Hann veit það, sagði hann áherzlulaust. Jim veitti því athygli, að ör- væntingarglampi kom í augu Jo- yce Justin. Hún tók upp flösku, stóð á fætur og gekk afl ÍÞ'i-r,. — Hérna, mælti hún óstyrkum rómi. — Fáðu þér einn. Berta sló út í loftið, í átt ti! Jims, sem lyfti aðeins fæ,ti og gaf honum spark í kviðinn. Berta gaf frá sér háværa stunu og hné sam- an. Jim' hringsnerist í áttina til Joyce Justin, vitandi um flöskuna, scm hún hafði í hendi. Hún hafði þegar reitt til höggs og sló til hans. Jim beygði sig, en sekúndu- broli of seint. Flaskan kom ofan í hvirfilinn á honum, og hann fann hné sín láta undan. Eins og í þoku sá hann Bertu fálma ofan í rassvasann eftir einhverju, sem hann vissi ekki, hvað var, en það var erfitt að hafa auga með þeim báðum í senn. Berta bjóst til árás- ar að nýju, og Jim reyndi að snúr ast til varnar, en um leið tókst Joyce Justin að koma öðru höggi á hann með flöskunni. Flaskan mölbrotnaði, og Jim fann blóðið renna niður með öðru eyranu og ofan á hálsinn. Hann lagðist á hnén og hristi höfuðið og vildi með því reyna að halda skynjuninni eins skýrri og föng voru á. Einnig reyndi hann að rísa á fætur, en fann þá, hvernig hann seig lengra og lengra niður á við, allt til gólfs. Frammi fyrir honum stóð Berta eins og heljar fjall, sem hulið gæti tinda sína vegna hæðarinn- ar. Fegrunarsérfræðingurinn hélt á flösku í hendinni og var að paufast við að losa af henni stút- hettuna. Jim heyrði Joce Justin hrópa, líkt og í óraf jarlægð.- — Nei, Berta, — nei, ekki þctta. . . Síðan léku allir hugsanlegir lit- er laugardagurinn 8. maí Árdegisháflæði í Rvík kl. 05.11. Tungl í hásuðri kl. 24.12. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan um er opin allan sólarhringiun. Simi 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Reykjavík og Kópavog simi 11100 Sjúkrabifreið l Hafnarfirði simi 51336. Aimennar uppiýsingar um lækna- þjónustu i horginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavtk ur, sími 18888 Tannlæknavakt er I Heilsuverndar stöðinni. þai sem Slysavarðsioi an vai, og er opin laugardaga or sunnudaga kl. 5—6 e. h — Sínr 22411 Fæðingarbeimilið 1 Kópavogi míðarvegi 40 slmi 42644. Kópavogs Apótek « opið virka daga ki. 9—19. laugardaga k' P ____f*, belgidaga fci 13—1&. KeflavBrur Apótek « opið vtrka daga fcL 9—19. laugardaga kl 9—14, helgidaga fcl 13—15. Apótek Hafnarfjarðar ei opið a!l--> virka dag frá fcl 9—7, a laugar dögum fcl 9—2 og a runnudög uin og öðrum helgidögum er op- ið frá kl. 2—4. Mænusóttarhólnsetning fvri’ rnll orðna fer fram 1 HeiLsuverndar- Næturvörzlú i Keflavík 8. og 9. maí annasb Arnbjöi’n Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 10. maí annast Guðjón Klemcnzson. Kvöld- og helgavörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 8. til 14 .maí annast Vesturbæjar Apólek og fláaleitis Apótek. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir lif. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá New York kl. 0700. Fer til Lux- emborgar kl. 0745. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1600. Fer til New York kl. 1645. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá New York kl. 1030. Fer til Oslóar og Kaupmannahafnar kl. 1130. Flugfélag íslands lif. Millilandaflug: Gullfaxi fór til Lundúna kl. 08:00 í morgun. Væntanlegur þaðan aft- ur kl. 14:15 í kvöld. Vélin fer til Kaupmannahafnar kl. 15:15 í dag. Væntanleg þaðan aftur til Kefla- víkur kl. 23:00 í kvöld. Iniianlandsflug: I dag er áællað að fljúga til.Vest- mannaeyja (2 ferðir), til Akureyr- ar (3 ferðir), til Hornafjarðar, ísa- fjarðar og til Egilsstaða. SÖFN OG SÝNINGAR Frá íslcnzkn dýrasafninu. Safnið er opið frá kl. 11 til 6 í Breiöfirðingabúð við Skólavörðu- stíg. 'ÆTAGSLÍF Sumiudagsferðir 9. maí. Skarðsheiði eða Þyrill og nágrenni. Lagt af stað kl. 9,30 frá Umferðar- miðstöðinni (BSÍ). Ferðafélag ís- lands. Aukaferð 9. maí. Þorlákshöfn — Selvogur kl. 9,30 frá BSÍ. — Fcrðafélag islands. Frá Guðspekifélaginu. Almennur fundur, Lótusfundurinn, er á laugardaginn, 8. maí, í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22, kl. 9 stund víslega. Sigvaldi Hjálmarsson flyt- ur erindi: „Snjórinn sem féll í gær“. Hljóðfæraleikur. Öllum heim ill aðgangur. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Mánudaginn 10. maí hefst íélags- vistin kl. 2 e. h. Mæðrastyrksnefnd. Mæðrablómið verður selt á sunnu- daginn. Foreldrar, hvetjið börn ykkar til að selja mæðrablómið. KIRKJAN Árbæjarprestakall. Barnaguðsþjónusta í Arbæjarskóla kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. Sr. Garðar Svavarsson. Dóinkirkjan. Messa kl. 11. Sr. Öskar J. Þorláks- son. Iláteigskirkja. Lesmessa kl. 10- Sr. Arngrímur Jónsson. — Messa kl. 2. Sr. Gísli Br.vnjólfsson. ( Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 2. Sr. Jón Thorarensen. Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl. 10,30. Guðsþjón- usta kl. 2. Mæðradagurinn. Sr. Gunnar Arnason. , Grensásprestakall. Guðsþjónusta ,í safnaðarheimilinu, Miðbæ, kl. 2. Sr. Jónas Gíslason. Bústaðaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Olafur Skúlason. Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Garð- ar Þorsteinsson. Ásprestakall. Messa kl. 11 í Laugarásbíói. Sr. Grímur Grímsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði- Utvarpsmessa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sr. Bragi Benediksson. Langholtsprestakall. Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma vegna samsöngs kirkju- kórsins kl. 4 í Háteigskirkju. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. LÓNI /EEEP WO//P£-/?/S/G, 70VrO, /F T//Ar&?A/£S F/e/A&Ar ~ FAP AH/mWG TOPO/V/m TF£FACr T//AT 7MS 3FATS }Y£Af?S A fí/f/3 AAFYAPe/ M/LE'MSA&By- 'r//smop/m,s' T&4/1 /S e/£AA. /r Tf/£ysAY£ SAGLE 7A/.OU. JVEMLL GET Jæja, nú ætti lioinini að verða nógu lieitt. reynd, að þessi Indáni er með Ilarvard- þeir hafa tekið Arnarklóna með sér, þá __ Ég cr að vclta því fyrir mér Tonto hringinn. — Hinir nálgast. — Það er náum við houum aftur. hvort árás Indiánans á okkur hefur stað auðvelt að fylgja slóð reiðmannanna. Ef

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.