Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 14
■$* 'll'. » TIMINN ■'H: , w.»síte?íí»4.(.« LAUGARDAGUR 8. maí 1971 |fhaldsmeirihlutinn • Framhald af bls. 16. f fjír! sagSi eru grundvallaðir á xía'- Málárameistarafélagsins: 11,5 m. stólpar. Efni, vinna, eftir- lit-og undirbúningur, alls kr. 2207 SCUOO). r,. 9,5 m. stólpar. Efni, vinna, eftir- tit og undirbúnjngur, alls kr. 1859 (930). <r 7,5 m. stólpar. Efni, vinna, eftir Kt og undirbúningur, alls kr. 1638 ‘(770). E' Hvers vegna vill íhaldsmeirihlut- inn ekki, aS rætt verði um það fyrir opnum fjöldum, í hverju þessi gífurlegi mismunur er fólginn? ; Hver fær þennan mismun? Við hvem var samið? ■fr hvaðan Rafmagnsvciturnar og rafmagnsstjóri fá staðhæfingar um að á Stálverk sf. hafi sannazt vanefndir, •fe hvort stjórn Innkaupastofnun ar Reýkjavíkur, borgarráð og borg arstjórn, hafi verið dulin staðreynd um um að hægt væri að framleiða Éhórlendis stólpa af sömu gerð og þa, sem eru við Kringlumýrar- braut og samþykkt var að kaupa frá Þýzkalandi vegna „fagurfræði- legra sjónarmiða“. f umræðunúm kom fram nýtt atriði í málinu, scm einnig er þörf á að kanna niður í kjölinn, en það er, að í apríl sl. samþylckti Inn- kaupastofnunin að kaupa 100 Ijósa- stólpa hjá Stálveri sf. Tvcim dög- um seinna eru þessir Ijósastólpar pantaðir frá fyrirtæki á Akureyri. Hver tekur þessa ákvörðun þvert ofan í einróma samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar? Borgarfulltrúar eiga heimtingu á að fá skýlaus svör við þessari spurningu. Það fékkst ekki upplýst um þetta atriði hjá meirihluta borgarstjórn ar á borgarstjórnarfundinum í gær- kvöldi. Skylt er að geta þess, til skýr- ingar fyrir þá, sem ekki hafa kynnt sér þetta mál, að í janúar sl. fól Rafmagnsveitan Innkaupastofnun inni að bjóða út 2500 ljósastólpa. Bárust mörg tilboð í stólpana, bæði EFLUM 0KKAR HEIMABYGGÐ SKIPTUM VIÐ SPARISJÖÐINN SAMBAND ÍSL. SPARISJOÐA frá innlendum og erlendum aðilum. Lægsta boð í allar 6 gerðir ljósa- stólpanna, sem boðnir höfðu verið út, kom frá Stálveri sf. í Rvik. Hljóðaði það upp á 18,8 milljónir kr. Rafmagnsveitan lagði til að tæp ur fjórði partur yrði keyptur frá Stálveri sf en megnið af afgangin- um frá þýzku fyrirtæki, þótt til- boðið frá því væri um 50% hærra. Stjórn Innkaupastofnunarinnar vildi hins vegar að allir ljósastólp- arnir yrðu keyptir hjá Stálveri sf., þar sem tilboð þess fyrirtækis var hagstæðast. í borgarráði var hins vegar sam- þykkt með 3 atkv. sjálfstæðis- manna, að 75 stólpar, sem fara eiga í Kringlumýrarbraut, yrðu keyptir frá þýzka fyrirtækinu, af „fagur- fræðilegum ástæðum“, þar sem ekkert fyrirtæki hér heima gæti framleitt slíka stólpa. Hins vegar hefur það nú verið upplýst, að Sindrasmiðjan getur framleitt slíka staura. Þegar málið kom svo fyrir borg- arstjórn 1. apríl sl. urðu um þetta miklar umræður. Fulltrúar minni- hlutaflokkanna voru á sömu skoð- un og stjórn Innkaupastofnunarinn- ar — og báru fram tillögu í þeim anda — utan eins, sem var skoðun- arlaus í málinu, en það var Ólafur Ragnarsson, fulltr. Samtaka frjáls lyndra og vinstri manna. — Úr- slitin urðu því þau, að tillagan var felld á jöfnum atkv. og því samþ. að ljósastólparnir 75 yrðu keyptir hjá þýzka fyrirtæk inu, jafnvel þótt þeir væru um 700 þús. kr. dýrari heldur en ef þeir hefðu verið keyptir hjá Stál verki s. f. Ólafur sat hjá, og réð því úrslitum um málið, þar sem Albert Guðmundsson, sem sæti á í stjórn Innkaupastofnunarinnar var eðlilega á móti flokksbræðr um sínum í borgarstjórn. Margir töldu málið þar með úr sögunni, en fyrir atbeina Kristjáns Bene diktssonar og Sigurjóns Pétursson ar hefur það nú aftur komið fram í dagsljósið þrátt fýrir harða bar áttu íhaldsmeirihlutþns, að koma í veg fyrir að málið verði skýrt fyrir almenningi. Kristján Bene diktsson, Sigurjón Pétursson, Ein ar Ágústsson og Guðmundur G. Þórarinsson sem töluðu af hálfu minnihlutans, deildu fast á það álit meirihlutans, að ætla sér að dylja fyrir almenningi staðreynd imar í málinu. Af hálfu meirihlutans í málinu tóku til máls Geir Hallgrímsson, Albert Guðmundsson, Birgir í. Gunnarsson og Björgvin Guð- mundsson sem tók nú upp þann sið ráðherra Alþ.fl. að hanga aft an í íhaldinu.1 Vænta má þess, að borgarráð muni á næstu fundum sínum, rann saka þau efnisatriði sem í tillög unni felast. BÍLÁSKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. LJÓSASTILLINGAR HJÓLASTILLINGAII IVI0 TO R STILLIN G A fl Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Sonur minn, Ingvar Stefánsson, cand. mag„ lézt á sjúkrahúsi í London 30. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 12. þ. m„ 13,30. Jórunn Jónsdóttir Eskihlíð 6B kl. Forseti Framhald af bls. 1. hún í viðtali við Tír nn í dag, að sér hefði virzt á öllu, að mikið væri gert fyrir börnin, þótt hún byggist ekki við, að það væri meira eða minna en á hinum Norðurlöndunum. Kl. 1 bauð svo borgarstjórn Stokkhólmsborgar til hádegis- verðar í ráðhúsi borgarinnar, sem var hin veglegasta veizla. Þar var skálað fyrir forsetan ■ um og konunginum, en borðað var í svonefndum gyllta sal, þar sem Nobelsveizlurnar eru haldnar ár hvert, en verðlaun þau eru afhent þarna í ráðhús inu. Snædd voru kolaflök í humarsósu, skógarsnípur með lifrarkæfu og salati og havaii ávöxtur með jarðarberjamauki í eftirmat. Síðdegis var svo móttaka í þjóðminjasafninu, sem skoðað var fyrr um morguninn. Har aldur Kroyer og frú Unnur kona hans buðu til veizlunnar íslendingum og heilsuðu for setahjónin þar upp á um 200 manns, sem komu víðs vegar að úr Svíþjóð, til þess að hitta þau hjónin og fylgdarlið þeirra. í kvöld buðu svo forseta- hjónin konunginum, Sybillu prinsessu og krónprinsinum, auk fleiri gesta, til veizlu á Grand hotel. Veizluna sátu um 100 manhs. Á borðum var skjaldbökusúpa, fiskréttur í kampavínssósu, íslenzkur lambs hryggur, en á eftir var ís. Boð ið var upp á kampavín og létt vín í veizlunni. Stálbræðsla Framhald af bls. 1. mögnun hlutafélagsins nemi um 25%^ stofnkostnaðar (um 100 millj. kr.) og innlendur markað ur fyrir steypu|ty^ktarjúr,n sé um 10 þús. tonn 1973 og váxi upp í 12 þús. tonn 1983, sem telst vægt áætlað, skilar verksmiðjan 48,5 millj. kr. hreinum hagnaði 1975, 59,9 millj. 1980 og 67,9 millj. 1982. Þessi frumáætlun gerir og ráð fyrir óvenju skjótri afskrift eigna og með kostnaði eru einnig reiknaðar afborganir og vextir af lánsfjármagni. Þetta er fyrsta tilraun til stofn unar alíslenzks stóriðjufyrirtækis í einkaeign og virðist árangur hennar byggjast á góðum viðtök um almennings við hlutafjárút- boði félagsins. Illutaféð verður, eins og áður segir, 100 milljónir króna, en hlutabréfin verða aðeins að upphæð 1—2000 kr. Skv. frum áætlun þeirri, er fyrr er frá greint, nema hreinar tekjur fyrir tækisins um 5—600 millj. kr. fyrstu 10 rekstrarárin og verða eignir þess þá að fullu afskrifað- ar. Með þessu opnast almenningi ný leið, til að verðtryggja fé sitt á öruggan og arðbæran hátt. For svarsmenn Stálfélagsins h. f. létu í ljós þá von sína á blaðamanna fundi í dag, að einstaklingar not færðu sér þetta tækifæri og gerðu þetta fyrirtæki að almennings- eign, annars myndu stærri aðilar gleypa það. Sala hlutabréfanna verður bráðlega auglýst í fjölmiðl um, en allar upplýsingar um fyrir tækið gefur skrifstofa félagsins að Skúlagötu 63, sími 21060. Sænsk blöð Framhald af bls. 1. að þessu, mönnuns til hinnar mestu ánægju. Blöðin skrifa öll í mjög gamansö'-^ 'i tón, eins og fyrr segir, o; nska dagbladct segir, að iiu hirðin og allt fólkið á Bjarkarey hafi verið í „hagagöngu“ þarna á Bjarkax-ey. Alltaf uppselt á 20RBA Geysileg eftirspurn er eftir að- göngumiðum á söngleikinn Zorba í Þjóðleikhúsinu. í því sambandi má geta þess að á einum degi í þessari viku munu hafa selzt um 16—17 hundruð aðgöngumiðar á leikinn. Uppselt hefur verið á öllum sýningum og er leiknum mjög vel tekið hverju sinni af leikhúsgestum. T.d. má geta þess að á síðustu sýningu munu hafa verið 12 framköll og leikendum ákaft og innilega þakkað í leiks- lok. Frlent yfirlit Framhald af bls 9. griðasáttmálann við Rússa, án þess að tengja það við lausn Berlínarmálsins, eins og stjórn Brandts gerir. Hann hafnaði líka þeirri tillögu Brandts, að samskipti þýzku ríkjanna væri með nokkrum öðrum hætti en venja er milli ríkja. Ýmsir draga af þessu þá ályktun, að Honecker ætli að verða enn kröfuharðari í samskiptum við Vestur-Þjóðverja en Ulbricht var. Aðrir túlka þetta á þá leið, að Honecker fylgi hér sömu stefnu og Ulbricht og að hann muni á þennan hátt og annan reyna að fylgja fordæmi fyrirrennara síns, þ.e. að vera einbeittur og kröfuharður, en sýna þó sveigju, þegar með þarf og þó einkum, þegar taka þarf tillit til Rússa. Margt bendir til, að þessi síðari túlk- un ,só réitari.. Þ.Þ. TrTr Iþróttir Framhald af bls. 13. kast, en bezti árangur hans áður. Sá árangur var Strandamet, svo að 14,85 er nýtt héraðsmet. Eng- inn vafi er á því, að Hreinn varp ar vel yfir 15 metra í sumar. Bjarni Stefánsson, KR sigraði auðveldlega í 200 m lilaupinu, án þess að hlaupa alveg á fullu, að því er virtist, tími hans var 22,7 sek. Vilmundur Vilhjálmsson, KR sem er á fyrsta drengjaári (verð ur 17 ára í sumar) hljóp skínandi vel, náð/ sínum bezta tíma, 23,2 sek. Þetta er nafn, sem menn ættu að leggja vel á minnið næstu árin, hann verður afreksmaður í fremstu röð. Lárus Guðmundsson, USAH, hljóp á 23,5 sek., Marinó Einarsson KR, 23,7 sek. bezti tími beggja og Borgþór Magnússon, KR og Bragi Stefánsson, KR hlupu báðir á 24,1 sek. Halldór Guðbjörnsson, KR hafði yfirburði í 3000 hlaupinu og tími hans, 9:04,6 mín. er góður, þar sem kalsaveður var og óhagstætt að hlaupa hringhlaup. Ágúst Ás- geirsson, ÍR varð annar á 9:26,4 mín., Ragnar Sigurjónsson, UBK. 9:27,0 mín., svcinamet, Einar Ósk arsson,, UBK, 9:38,8 mín, hans bezti tími, Gunnar Snorrason, UBK, 9:43,6 mín. og Nils Nilsson, KR, 9:54,0 mín. Guðmundur Hermnnnsson, KR náði sér ekki á strik í kúluvarp inu og var öfugu megin við 17 metra, varpaði lengst 16,90 m., Hreinn Halldórsson, HSS, (Stranda met) og Grétar Guömundsson, KR, 12,67 m. — Óskar Jakobsson. ÍR varpaði svéinakúlu 15,84 m., og Guðni Halldórsson, HSÞ varp aði drengjakúlu 13,62 m. Báðir efnilegir kastarar. Næsta mót er Fimmtudagsmót FÍRR 13. maí. — ÖE. ífi 3 í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ZORBA Sýning í kvöld kl. 20. Uppselt. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS Sýning sunnudag kl. 15. ZORBA Sýning sunnudag kl 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kL 13,15 til 20. Simi 1-1200. mmyíK® Hitabylgja í kvöld ki. 20,30. Kristnihald sunnudag. Kristnihald þriðjudag. Hitabylgja miðvikudag. Jörundur fimmtudag. 99. sýning. Næstsíðasta sinn. Aðgöngumiðasalan I Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Þessi staða kom upp í skák Cholmov og Muchin í Moskvu 1970. Hvítur á auðvitað leik. fi BCDEFGH to n » 33. Kd2 — Dxb2f 34. Ke3 — Hxc3f 35. Hd3 — DxDf 36. KxD — HxH 37. KxH — Kf8 38. Kc3 — Ke7 39. Kxb3 — Kf6 40. f4 — g5 Og hvítur gaf. RIDGl Hvernig spilar þú 3 grönd á eftirfarandi hendur — á spil Vest- urs — eftir að Norður spilar út hjarta? Vestur Austur A 864 * KD 2 V 6 V ÁDG3 ♦ ÁKD10 64 4 2 *75 *DG10 92 Þetta er nú ekki erfitt, en það má ekki flana að einu. Það þarf sem sagt að taka strax á Hj-ás og spila Sp-K til þess að tryggja ní- unda slaginn. Hættan að svína hjartanu er sú, að Suður eigi K, sem hann tekur á og spilar svo tígli. Ef Vestur tekur T-slagi sína í þeirri stöðu eyðileggjast spil Austurs. Þórisvatn Framhald af bls. 1. hvern lítra þá gífurlegur, og af- kastageta olíubílanna mjög lítil. Ef ekki verður gert við Land veginn,, munu framkvæmdir við Þórisvatn stöðvast, vegna olíu- skorts. Vegurinn fyrir innan Búr- fellsvirkjun og að Þórisvatni, er aftur á mót’ mjög góður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.