Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.05.1971, Blaðsíða 16
Laugardagur 8. maí 1971. TOGARA- BJÖRGUN- IN GENGUR EKKERT mikiS er um dauðan fugl GS—fsafir'ði, föstudag. Ekkert gengur enn meS björgun strandaða togarans við Arnarnes. Björgunarskip- ið liggur við hann og er eitt- hvað að dæla úr honum og gera einhverjar tilraunir. Beðið er eftir hinu norska björgunarskipinu, sem kemur væntanlega á morgun. Dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, fór í gær ásamt Oddi Péturssyni bæjarverkst.ióra út á Langeyri við Álftafjörð og skutu þeir eina 30—40 fugla, sem áttu sér ekki lífsvon vegna olíu, sem setzt hafði á þá. Þá hefur Finnur farið með fjörum út fyr- ir Bolungavík, allt út í Stigahlíð, og alls staðar fundust olíublautir fuglar, einn og einn á stangli. Seg ir dr. Finnur, að ógerningur sé að gera sér grein fyrir, hve miklu tjóni á fuglalífi olíán hefur vald- ið, en víst sé að gífurlega mikið af fugli hafi orðið henni að bráð. Handritasýningin í Árnagarði Aðsókn hefur verið mjög mikil að sýningu Flateyjarbók ar og Konungsbókar í Áma- garði, og hafa þegar skoðað hana um 7500 manns. Fyrst um sinn verður sýningin opin é laugardögum og sunnudögum kl. 1,30—7, aðra daga kl. 1,30 —4. ' CARBOLUX ARSGAMALT í dag, laugardag, verður ann- arri CL-44 fraktflugvélinni, sem Cargolux hefur á leigu gefið nafn. Fer athöfnin fram á Find- elflugvelli. Hlýtur vélin heitið „City of Luxemburg“, en það er borgarstjóri Luxemborgar, frú Colette Flesch sem fram kvæmir athöfnina. Sama dag mun Cargolux minnast ársaf- mælis síns. Cargolux er sameign Luxair, sænska skipafélagsins Saléna og Loftleiða. Framkvaemdastj. félagsins er Einar Ólafsson, fyrrum stöðvarstjóri Loftleiða í Luxemburg. í tilefni afmælis ins var íslenzkum fréttamönn um boðið til Luxemborgar til að kynna sér starfsemi félags ins og framtíðaráform þess. Hins og kunnugt er af fréttum, hefur SeSlabankinn hætt gengisskráningu sex evrópskra gjaldmiðla, vegna aðgerða seSlabanka Vestur-Þýzkalands og ýmissra annarra landa. Myndin hér aS ofan er af gengistöflunni í Útvegs- bankanum, og sést þar aS skráningu á gengi sex gjaldmiðla vantar. (Tímamynd GE) KJ—Reykjavík, föstudag. í nýútkominni Bifreiðaskýrslu Vegamálaskrifstofunnar og Bif- reiðaeftirlits ríkisins, kemur fram að 1. janúar s. 1. voru 4,3 íbúar á íslandi um hvert ökutæki, en til samanburðar má geta þess að árið 1960 voru 8,6 íbúar um hvern bíl. Bílafjöldinn 1. jan. var sam tals 47,300 ökutæki og hafði fjölg að um 3.446 á árinu eða 7.9%, en þá ber þess að geta, að 1.377 bílar voru afskráðir sem ónýtir, og hafa því 4.823 bílar nýir og notaðir, bætzt við í bílaflota lands manna árið 1970. f Reykjavík voru um áramótin rúmlega 20 þúsund bílar, en voru 18.752 árið áður. Venjulegir fólks bílar voru taldir vera 17.494 í Reykjavík 1. jan. 1971. Næstflest ir bílar í einu umdæmi, eru í Gull bringu- og Kjósarsýslu, eða 4.815. 13,8% fólksbifreiða eru Ford Ef litið er á skrá yfir fólksbíla, kemur í Ijós að 144 gerðir fólks bíla eru í landinu, og er af Ford Ihaldsmeirihlutinn í borgarstjórn ætlar að fela fyrir almenningi staðreyndir í ljósastauramálinu — Felldu tillögu Kristjáns og Sigurjóns um a8 grunsamleg atriði málsins verði rannsök- uð ítarlega. — Hvers vegna eiga Reykvíkingar að greiða allt að helmingi meira fyrir mál- un Ijósastólpa en þeim ber? bílum allskonar 13,8%, eða 5.702 og prósentubroti á eftir er svo Volkswagen eða 5.557 bílar sem gerir 13,4%. í þriðja sæti er Moskwitch, fjórða Skoda, fimmta Land-Rover, sjötta Willys Jeep (sem einu sinni var í efsta sæti.) sjöunda Opel, áttunda Volvo, ní- unda Chevrolet og í tíunda sæti er Fiat og er þá komið niður i 3,3% af fólksbifreiðaeign lands- manna. Ford er líka í efsta sæti hvað fjölda vörubíla snertir með I. 150 bíla, eða 20,3%. I öðru sæti er Chevrolet með 663 vörubíla eða II, 7%, þriðja Mercedes Benz 659 eða 11,7%, þá Bedford 585 og 415 Volvo. Flestir af árgerð 1966 Flestar bifreiðar landsmanna eru af árgerð 1966 eða samtals 5.906, þá kemur árgerð 1967 með 4.477 bíla, þá árgerð 1963 méð 4.194 bíla og af árgerð 1970 eru skráðir 3.852 bílar. 1955 var flutt inn mikið af bílum, og býr enn að því, og eru 2.227 bílar af þeirri árgerð á skrá. Elzti bíllinn á skrá er frá 1923. Árið 1970 var skráður 230,1 bfll á hverja 1000 íbúa, sem jafngildir að 4,3 íbúar séu um hvem bíL í Bandaríkjunum munu vera rúm lega tveir íbúar á bil. í Reykjavík og Reykjaneskjör dæmi, þar sem flestir bílarnir eru, eru 61,1 ökutæki á hvem kíló metra vegar, en í Vestfjarðakjör dæmi og Austurlandskjördæmi eru 1,3 ökutæki á hvem kílómet ra vegar. Meðalt. fyrir allt land ið eru 4,5 ökutæki á kílómetra. 4,3 ÍBÚAR ERU UM HVERN BÍL EB—Reykjavík, föstudag. fhaldsmeirihlutinn íborgarstjórn felldi mcð hjálp Alþýðuflokksfull- trúans, Björgvins Guðmundssonar, tillögu Kristjáns Benediktssonar og Sigurjóns Pésurssonar um að sér- stök nefnd yrði skipuð til þess að rannsaka staðhæfingar Rafmagns- veitu og rafmagnsstjóra, sem fram hafa komið við afgrciðslu útboðs á 2500 götuljósastólpum, en Tím- inn birti þessa tillögu í heild í gær. Heiftarlegar umræður urðu um tillöguna langt fram á kvöld á fundi í borgarstjórn í gærkvöldi. Þegar eftir að Sigurjón Pétursson hafði gcrt greln fyrir tillögunni, risu borgarfulltrúar íhaldsins upp hver á fætur öðrum og andmæltu tillög- unni kröftuglega. Töidu þeir um- ræður um þetta mál ekki eiga heima í borgarstjórn. Ætti að ræða málið í borgarráði. Þess vegna skyldi tillögunni vísað þangað. Var það álit meirihlutans að lokum samþykkt gegn öllum atkvæðum fulltrúa minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, utan atkvæðis Al- þýðuflokksfulltrúans, eins og fyrr scgir. Er auðsætt, að íhaldsmeiri- hlutinn vill ekki ræða þetta mál fyrir opnum tjöldum af einhverj- um annarlegum ástæðum. Hann vill því ekki að almcnningur viti: -Ar hvers vegna Rafmagnsveita Reykjavíkur og rafmagnsstjóri staðhæfa að teikningar lægstbjóð- andans, Stálvers sf., hafi ekki sam- rýmzt útboðslýsingu. -jk hvernig á því stendur að með alkostnaður við málun götustólpa hjá Rafmagnsveitunni 1970, er allt að hclmingi meira en útreikn- ingar Ólafs Jónssonar málarameist- ara og fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins í Innkaupastofnun Reykjavíkur segja til um, cn í útreikningum Ólafs er miðað við taxta Málara- meistarafélagsins, og sem dæmi um þennan mismun skal eftirfar- andi nefnt: Kostnaður við fyrstu málningu fyrir uppsetningu götuljósastólp- anna, samkvæmt uppgjöri Raf- inagnsveitunnar 1970, á þremur EB—Reykjavík, föstudag. ir- Er Guðinundur G. Þórarins- son mælti, á fundi í borgarstjórn í gærkvöldi, fyrir tillögu sinni um nýtingu Nautliólsvíkur, er Tíminn hefur greint frá, varpaði hann fram þeirri liugmynd, að ástæða væri til að kanna það, hvort ekki væri hægt að nýta afrennslisvatn Hitaveituimar yfir sumartímann, til upphitunar Nautliólsvíkur. Gat hann þess að ekki væri þörf fyrir allmikinn hluta heita vatnsins yfir sumartímann, til þeirra hluta sem það væri nú notað. W í ræðu sinni deildi Guðmund ur fast á það sinnuleysi horgaryfir- valda, að hafa ekki nánari gætur á mengunarmálum borgarinnar cn svo, að eini sjóbaðstaðurinn í Reykjavík, það er Nauthólsvíkin, liefði nú verið lokaður í tvö sum ur. Ef ekki væri hægt að hafa sjóbaðstað hér í Reykjavík sök um mengunar, hvar annars staðar í lieiminum væri þá hægt að hafa slíkan stað. í upphafi máls síns minnti Guð- mundur á þá nauðsyn að hafa sjó baðstað í Reykjavík, ekki sízt nú, þogar svo mikill áróður væri rek inn fyrir því að fólk stundaði úti- vist sér til heilsubótar. Guðmundur lagði í þessu sam bandi áherzlu á, að mengunanann sóknum þeim er staðið hafa yfir stærðum stólpanna, cr sem hér segir, en innan sviga eru útreikn- ingar Ólafs Jónssonar, sem eins Framhald á bls. 14. á vegum borgarinnar, yrði hrað að svo að hægt yrði svo fljótt sem auðið væri, að koma upp sjóbaðstað fyrir borgarbúa. Guðmundur ræddi ítarlega um möguleika á því, að Nauthólsvík- in yrði hituð upp með afrennslis vatni frá Hitaveitunni og sagði að á þann hátt yrði hægt að hafa Nauthólsvíkina allt að 20 gráðu heita yfir sumartímann. Taldi hann m. a. í því sambandi, að vel væri hægt að koma flotgirð ingu fyrir Nauthólsvíkina og til þess að forðast bakteríumagn í vatninu væri m. a. hægt að hafa Alls voru afskráð 1.377 ökutæki á sl. ári, og er það svipuð tala og áðið áður. Flestir bilarnir sem afskráðir Voru, voru af árgerð 1955, eða 206. klór í afrennslisvatninu. Lagði Guðmundur áherzlu á, að þessi hugmynd yrði könnuð gaumgæfi lega. Ennfremur ræddi Guðmundur m. a. um möguleika á því að komið yrði upp útivistarsvæði við öskjuhlíðina. — f umræðunni u«i þessa tillögu tóku einnig til máls Kristján Bcnediktsson, Geir Hall- grímsson og Markús Örn Antons son. Tillögunni var að umræðu lok inni vísað til frebari athúgunar í borgarráði með 12 samhljóða at- kvæðum. Stuðningsfólk B-listans í Reykjavík Vinsamlegast látið kosningaskrifstofunni, Skúlatúni 6, sem fyrst í té upplýsingar um fólk, sem dvelur erlendis og hefur kosninga- rétt hér heima. Upplýsingar var'ðandi utankjörfundarkosningu cru veittar í síma 25011. 20 gráöu heitt vatn í Nauthólsvík? — Guðmundur G. Þórarinsson bendir á a3 afrennslisvatn Hitaveitunnar nægi til að hafa 20 gráðu heitt vatn í Nauthólsvík yfir sumartímann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.