Tíminn - 11.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1971, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 1971 Afturendaspark kostaði markvörðinn brottvísun Víkingur sigraði KR 3:2 í Rvíkurmótinu. Allt á „suðumarki" síðustu mín. Sá sjaldséði atburður átli sér stað í leik KR og Víkings í Rvík- urmótinu í knattspyrnu á laugar- daginn, að markverði var vísað af leikvelli, en það kemur sjaldan t s" \ ' fyrir í knattspyrnu — þótt í öðr- um löndum væri lcitað. Aðdragandi atviksins var um- deild vítaspyrna, sem dómari leiksins, Þorsteinn Björnsson, dæmdi á KR á 24. minútu síðari hálfleiks. — Varð hún til þess, að Magnús Guðmundsson, mark- vörður KR þoldi ekki mótlætið og missti hann sljórn á skapi sínu, þegar Eiríkur Þorsteinsson reyndi að hindra hann á 35. mín. — Magnús Iosaði sig við boltann, hljóp á eftir Eiríki og sparka'ði á afturcndann á honum. Dómarinn, sem sá brotið, hljóp að Magnúsi og rak hann samstundis út af. Hófust þá mikil orðaskípti og darraðadans við markið, sem end- aði með því, að Magnús fór úr markvarðarpeysunni, afhcnti hana Birni Árnasyni, sem varði mark KR síðustu 10 mín., sem urðu að „skrípaleik". Lítum þá á gang leiksins. Víkingar byrjuðu leikinn vel og skoruðu tvö fyrstu mörk leiks- ins á 3. og 15. mín. í bæði skipt- in var að verki hinn hreyfanlegi og „markagráðugi“ miðherji Vík- ings, Hafliði Pétursson. En það var ekki fyrr en á 30. mín. að KR-ingar gátu svarað fyrir sig. Var þar Sigþór Jakobsson að Þessa skemmtiiego mynd tók Ijósmyndari okkar Gunnar, í leik KR og Vðcings á laugardaginn. ÞaS er Víkingurinn Ólafur Þorsteinsson, sem á sicottS i markiS, en knötturinn fór rétt framhjá og „strauaði" háriS á Ifróstwymforanum. ná stigunum fyrir Hafnarfjörö Haufcar, scm voru fulltrúar Hafnarfjarðar í lciknum við BreiðabTÍk úr Kópavogi í Litlu bikartcppnhmi á laugardag, náðu jafntefli í lciknum, 2:2, eftir að Kópavogsbúarnir höfðu liaft 2:0 yfir. Haukamir liafa staðið sig vel í mótnm — náð þeim stigum, sem Hafnarfjörður hefur fengið til þessa, enda hafa þeir sjaldan verið betri en nú. Ejnar Þórhallsson skoraði fyrsta mark Breiðabliks með skalla en siðan kom Haraldur Er- lendsson, Breiðgblik, 2:0 yfir, með góðu skoti eftir hornspyrnu. Á síðustu sekúndu hálfleiksins Það verður ckki fyrr en í dag (þriðjudag), sem farið verður yfir getraunaseðlana að þessu sinni, og kemur þá í Ijós liverjir verða hinir heppnu, en á seðlin- nm hér fyrir neðan geta menn séð hvar þeir standa. Það vakti mikla óánægju að simsvari getrauna (84590) svaraði ekki um helgina, en þangað hringdu tugir manna, sem taka þátt í getraununum. Vonandi verður búið að kippa þessu í lag fyrir næstu helgi, því allir eru spenntir að vita hve marga rétta þeir cru með. minnkaði Gísli Jónsson, bilið fyrir Hafnarfjörð og Loftur Eyjólfsson jafnáði leikinn 2:2, þegar 10 mín. voru eftir. Á síðustu mínútu leiksins komst Einar Þórhallsson f dauða- færi — fram hjá markverðirium og öllum varnarmönnunum, en sendi knöttinn fram hjá marki. Markvörðurinn spyrnti út — það- an barst knötturinn að marki Breiðabliks, þar sem honum var spyrnt millimetri frá stöng — öfugu megin. Áhugamannareglur ÍSÍ til umræSu: MÁLINU VÍSAÐ TIL NEFNDAR AFTUR Alf-Reykjavík. —• Enda þótt almenn samstaða hafi verið um það á sambandsráðsfundi ÍSÍ, sem haldinn var s.l. laugai'dag, að naúðsynlegt væri að gera róttækar breytingar á áhuga- mannareglunum, var því þó frestað að sinni. Fyrir fundinum lágu tillög- ur' frá sérstakri riefnd, sem unnið hafði að endurskoðuúuéhugamannareglna reglnanna. Lagði nefndin til, Olympíunefndarinnar. að núverandi áhugamannaregl ur ÍSÍ yrðu felldar úr gildi, en þess í stað semdu sérsambönd- in, hvert fyrir sig, sínar eigin áhugamannareglur. Á fundinum kom fram, að ef tillagan yrði samþykkt óbreytt, yrðu iþróttamenn, sem gerzt hefðu atvinnumenn, en óskúðu síð'ar að gerast áhugamenn, ekki hlutgengir í landskeppni eða landsleikjum, þar sem það var gert að tillögu, að reglur þær, sem sérsamböndin semdu, yrðu að vera innan ramma Alþjóða Af þessum sökum var sam- þykkt að vísa málinu aftur til nefndarinnar og ver'ður það tekið fyrir aftur í haust. , . ARSENAL 2 - LIVERPOOL 1 // TVÖFÁLT" HJÁ ARSENAL — er félagið sigraði í bikarnum á laugardaginn og vann þar með hið frábæra afrek að sigra bæði í deildar- og bikarkeppninni á sama leiktímabili L0ifár 8. Off 9. mat 1971 1 X| 2 Arseiud — Liverpool*) * / ■ z - / K.R. — ViTcingur’) z l - 3 JleyLÍKVÍk — Akr*ne8*) FR E F E KJB. — HTÍdavre4). X 3 -1 AJ8. — B-190S4) X Z Z Fwm — Álborg4) | / 3 - 1 Bronafcöj — Bandcre4) / i z\- O Z B-IBOO — Köge*) z / - B-lSttl — Vejle4) X /!- / HoTb»k — Hbrseni") z 0 - I A.GB. — úisf) X l - z a«dae — Esbjög’) /J L £ :■ / ir ARSENAL vann þáð afrek á laugardaginn, scm engu öðru cnsku félagi hefur tekizt á þess- ari öld, utan Tottenham 1960—61, a'ð vinna deildar- og bikarkeppn- ina sama leiktímabilið, og það sem mcira er; þetta gerðist innan einnar viku. Á mánudaginn fyrir viku tryggði félagið sér Englands- meistaratitilinn og bikarinn á laug ardaginn. Sigur Arscnal yfir Liverpool í urslitaleiknum var fyllilega verð- skuldaður. Fyrri hálfleikurinn var fremur jafn, en það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að veruleg hætta myndaðist við mörk in. George Armstrong átti góðan skalla að marki, sem Ray Cle- mence, markvörður Livei’pool varði á undursamlegan hátt, og mínútu síðar átti Alec Lindsay, bakvörður Liverpool, hörkuskot, scn. virtist vera á leiðinni í mark- ið, þar til Bob Wilson sló knött- inn laglega framhjá. í síðari hálfleik breyttu li'ðin um leikaðferð og lögðu mciri á- herzlu á miðjuna. Þar var Arsen- al sterkara, með George Graham í broddi fylkingar. Arsenal fékk flerri t.ækifæri á að skora, en Ray Kennedy og félögum hans brást ætiö bogalistin. Þegar rúm- lega 20 mín. voru til leiksloka, settu bæði liðin varamenn sína inn á, — Eddie Kelly kom í stað Peter Storey, Arsenal, og Peter Thompson í stað Alun Evans. Við það fær'ðist fjör í bæði liðin. Sér- staklega var þa'ð Thompson, sem lífgaði upp á Liverpool-liðið. En engu að síður tókst hvorugu lið- inu að skora og varð því að fram lengja um 2x15 mín. Þegar ein og hálf mínúta var liðin af fyrri hálfleik framleng- ingar, kom fyrsta mark leiksins. Steve Heighway, miðherji Liver- pool, fékk boltann nálægt Arsen- al-markinu, og bjuggust flestir vi'ð að hann myndi gefa hann, — en mjög á óvart sendi hann bolt- ann beint í markið. L0 og flestir bjuggust við sigri Liverpool, — _ ■ ' jafnvel Bill Sliankly. fram- k-tr, jiij 'v::Híí.;:í wsWhíhHíííhí-ííí;^...: kvæmdastjóri Liverpool, sagði, að hann hefði talið að bikarinn væri sinn og félaga sinna. Það var þó ekki, því um lok hálfleiks- ins jafnaði Arsenal. John Rad- ford gaf boltann til George Gra- ham, sem sendi hann rakleiðis í markið. Sigurmarkið kom' svo þeg ar um níu minútur voru eftir af síðaj« hálfleik framlengingar, og CHARLIE GEORGE va «*dford þá enn einu sinni — skoraði sigurmark Arsenal og var Framhald á bls. 10. valinn „maður leiksins”. ft !®| ' verki. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Á 21. mín. síðari hálfleiks tókst KR að jafna. Má skrifa markið á reikning markvarðar Víkings, Sig- fúsar Guðmundssonar, sem missti boltann til Sigþórs, sem gaf hann strax til Baldvins Baldvinssonar, sem skaut hálfgerðu „banana- skoti“ utan úr vítateig — yfir þrjá vamarleikmenn Víkings og í hliðarnetið. Þrem mín. eftir að KR-ingar jöfnuðu kom svo umdeilda vítið. Guðjón Guðmundsson ætlar að gefa boltann til Magnúsar mark- varðar með því að teygja hægri fót í boltann. Þá gellur flautan og dómarinn bendir á vítapunkt- inn. Dómarinn segir, að Guðjón hafi slegið boltann með hendi. Það virðist enginn hafa séð þetta nema dómarinn, — jafnvel leik- menn Víkings. vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og virtust nndr- andi á dómnum. En ekki þýðir að deila við dómarann. Vítið var staðreynd. Hafliði skoraði örugg- lega, — það var hans þriðja mark, „hat trick“, í leiknum. Næstu mín. sóttu KR-ingar stíft að marki Vikings og hurð skall nærri hælum á 30. og 33. mín., — en boltinn vildi ekki í Víkingsmarkið fara. Framhald á Ws. 10. STAÐAN Litla bikarkeppnin •k Hafnarfj. — Kópavogur 2:2 Kópavogur 4 1 2 1 8:7 4 Akranes 2 1 1 0 6:1 3 Keflavík 2 1 1 0 3:2 3 Hafnarfjörður 4 0 2 2 3:10 2 Markhæstu menn: Björn Lárusson, Akran. 3 Einar Þórhallsson, Kópav. 2 Síðan koma 15 menn með 1 mark. Reykjavíkurmótið Víkingur — KR 3:2. Fram Valur KR Víkingur Ármann Þróttur 3 3 4 4 3 3 0 0 8:0 0 1 7:3 0 2 12:7 0 2 7:4 0 2 3:10 0 0 3 6 4 4 4 2 1:14 0 Markhæstu menn: Kristinn Jörundsson, Fram 4 Sigurður Leifsson, Ármanni 3 Atli Þór Héðinsson, KR 3 Hafliði Pétursson, Víking 3 Guðmundur Einarsson, KR 3 Sigurþór Jakobsson, KR 3 Baldvin Baldvinsson, KR 3 ÍBAogÍBV — sigruðu í æfingaleikjum 1. deildarlið Akureyringa í knattspyrnu voru um helgina í Reykjavík, þar sem liðið lék tvo æfingaleiki. Fyrri leikurinn var við Val og lauk honum með sigri Akureyringa 2:0. í síðari leikpum, sem var við Víking sigruðu Akur- eyringar einnig 5:2. f Vals- og Víkingsliðið vantaði marga af föstu leikmönnum liðsins frá í vor, en í Akureyrarliðið vantaði Kára Árnason. Þróttarar heimsóttu Vestmanna eyjar á laugardag og léku þar við heimamenn. og lauk þeim leik með sigri ÍBV 5:1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.