Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 3
fnÐVIKUDAGUR 12. maí 1971 FIMINN 3 Plötusnúður, söngvarar og skáld í framboð V Þjóðviljinn óttast samkeppn- ina og kennir Sjálfstæðis- flokknum um hið nýja afl í kosningunum. ET—Reykjavík. Stofnaður hefur verið nýr stjórnmálaflokkur, Framboðsflokk urinn, og var stofnfundur hans haldinn 1. maí s.l. Flokkurinn býður að öllum líkindum fram í þremur kjördæmum við alþingis- kosningarnar í vor, enda mun það eitt helzta stefnumál flokksins að bjóða fram við kosningar. Kjör- orð flokksins eru: Mannhelgi, skinhelgi, landhelgi (til vara: Eindæmi, fordæmi, kjördæmi). Þá hafa verið samin drög að bar- áttusöng flokkssins og verður viðlagið: . . . bjarta tíð, bústinn lýð, bændur í stríð! Þá hefur hinn nýi flokkur lausn á efnahagsvand anum: Vaxandi hagfótur þarf stærri og betri skó! Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá miðstjórnarmönnum Fram- boðsflokksins, . sem kallast háset- ar, en formaður flokksins nefn- ist stýi'imaður og er hann Gunn- laugur Ástgeirsson, skrímslafræð- ingur. Framkvæmdastjóri. flokks- ins er Hallgrímur Guðmundsson. Efstur á framboðslista Framboðs flokksins í Reykjavík við alþing- iskosningamar verður Sigurður Jóhannsson, þjóðlagasöngvari, x öðru sæti Eiríkur Brynjólfsson, kennari og í þriðja Ásta R. Jó- hannesdóttir,^ plötusnúður. Á Reykjanesi Óttar F. Hauksson, hljómlistarmaður, og á Suðurlandi Rúnar Á. Arthúrsson, skáld. Að- spurðir töldu miðstjórnarmenn, að flokkurinn fengi 16528 atkv. í Rvík, 5795 atkv. á Reykjanesi og 3922 atkv. á Suðurlandi. Ýmsir aðilar virðast hræðast framboð þetta. Þannig reynir Þjóðviljinn í dag að koma Sjálfstæðisstimpli á Framboðsflokkinn, en miðstjóm ai'menn Framboðsflokksins töldu flokk sinn hvorki skilgetið né óskilgetið afkvæmi neins stjórn- málaflokks. Fyrirlestur um ættfræði Einar Bjarnason, prófessor, held ur fyrirlestur í I. kennslustofu Há- skólans fimmtudaginn 13. maí n.k. kl. 20,30 um: Ætt Sæmundar lög- réttumanns í Ási í Holtum Eiríks- sonar (ca. 1480—1554) eftir at- hugun á henni í ættabókahandrit- um. Öllum er heimill aðgangur. Stálvík smíðar skuttogara ET—Reykjavík, mánudag. Ýmisxegt er á döfinni hjá skipa smíðastöðinni Stálvík við Arnar- vog. Nú síðast í mánuðinum verð- ur lokið við smíði -25 tonna báts, er fer til Súgandafjarðar. í næsta mánuði lýkur smíði á 30 tonna rækjubáti og mun sá fara til Keflavíkur. Þá verður bráðlega hafin bygging tveggja 105 tonna báta og einnig hefur skipasmíða- stöðin tekið að sér smíði á skut- togara, 299 brúttó-lestir að stærð,, fyrir hlutafélagið Þormóð ramma á Siglufiröi. Á myndinni, sem tekin er í skipasmíðastöSinni Dröfn í HafnarfirSi, sést Eldingin, sem áSur var í eigu Hafstelns Jóhannssonar, froskmanns. Báturinn er nú eign bræðranna Einars og GuSjóns Gíslasona í SandgerSi og er veriS aS búa hann út til tollveiSa. Það er skipasmíSastöSin Stálvík, er annast breytingarnar, en lengja þarf bátinn um 2 m og hækka afturdekk hans um 70 cm o.fj* áSur en hann heldur á trolliS. (Tímamynd SJ) [FBSifirö’Oös C 30 ÍSTUTTUMÁU ( J® » Humarverð ákveðið Verðlagsráð' sjávárútvégsinsi hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á ferskum og slitnum humar á humarvertíð 1971. 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 30 gr. og yfir, hvert kg. kr. 160.00. 2. flokkur, óbrotinn humar- hali, 10 gr. að 30 gr. og brotinn humarhali 10 gr. og yfir, hvert kg. kr. 75.00. Verðflokkun byggist á gæða- flokkun Fiskmats ríkiisns. Verðið er miðað við, að selj- andi afhendi humarinn á flutn- ingatæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 10. maí 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Starrarnir valda feMlðlMkðiTf^Bt ffP v « Þess hefur orðið vart í vaxandi mæli, að starrar gera sér hreiður í eða mjög , nálægt mannabú- stöðum og að íbúarnir verði fyr- ir biti flóa af nefndum fuglum eða úr hreiðrum þeirra. Það er vitað, að þessir fuglar hyllast til að gera hreiður sín í veggja- göngum, til dæmis í loft- eða hitarásum húsa. Borgarbúar eru eindregið hvatt ir til að gefa þessu gætur og gera í'áðstafanir til þess, að starrar geti ekki gert hreiður sín á slík- um stöðum. (Frá borgarlækni). Tónleikar á Selfossi Tónlistarskóli Árnessýslu^ held ur nemendatónleika í Árnesi Iflöstudaginn 14. maí kl. 21.00. Skólaslit og nemendatónleikar fara fram í Selfossbíó laugardag- inn 15. maí kl. 14.00. 170 nemend ur voru í skólanum í vetur og starfaði skólinn í fimm deildum, á Selfossi, Eyrarbakka, Stokks- eyri, Þorlákshöfn, Skeiðum, Gnúp- verjahreppi og Hrunamanna- hreppi. Tíu kennarar starfa við skólann. Skólastjóri er Jón Ingi Sigurmundsson. Veiðiferð til Grænlands Flugfélag íslands efnir til veiðiferðar til Nassarssuaq á Vestur-Grænlandi 1. til 7. ágúst. Njótið ógleymanlegrar náttúrufegurðar Grænlands á slóðiim Eiríks rauða. Skrifstofur Flugfélagsins veita allar nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu. FLUCFÉLAG /SLAJVDS Skýrt dæmi Vísir skýrir frá því í frétt á baksíðu í fyrradag, hvernig núverandi ríkisstjórn og banka vald hennar stj’ður við einka- framtak og liugvitssama atorku menn, sem eru að brjótast í framleiðslu á nýjungum, er mikla “framtíð eiga fyrir sér. Upphaf fréttarinnar í Vísi er svohljóðandi: „Þetta er þegar orðið það vel kynnt, að ég er kominn í vandræði með það. Ég get ekki einu sinni afgreitt í ár það, sem búið er að panta“, segir Elliði Nordal Guðjóns- son, uppfinningamaður og framleiðandi rafmagnshand- færavindu, sem á fjórum árum er komin í 200 íslenzka báta“. Ennfremur scgir: „Elliði seldi Elektra-rafmagnshand- færavindu sína fyrir tólf millj. á síðasta ári. f ár hefur hann selt hana fyrir níu milljónir og anað eins er í pöntun, m.a. er búið að panta 28 vindur frá Noregi og 20 frá Færeyjum. Vindan kostar 32 þúsund kr. Framleiðslan í ár verður því miklu meiri, og segist Elliði ekki hafa undan. Vindan er búin að vera á markaði í f jögur ár, en það tók tvö ár að vinna þessa nýjung upp og prófa hana“. Og salan? „Hún hefur alltaf verið að aukast, menn taka nýjungum róléga í fyrstu: Jú, ég verð að stækka við mig, fá stærra húsnæði, vélar og ineiri mannafla. Sem stendur vinnum við fjórir í samsetn- ingu vélarinnar. En það sem aðallega stendur í vegi er fyrir greiðsluleysi bankanna“. Við þessa frásögn Vísis er óþarfi að bæta. Hér er áþreif- anlegt og skýrt dæmi um þá dauðu liönd, sem núverandi stjórnarfyrirkc nulag leggur á framtak manna og arðvænlega uppbyggingn í framleiðslu- og atvinnumálum þjóðarinnar. Hverjir gerðu „mis- réttissamningana"? Frú Svava Jakobsdóttir, fram bjóðandi Magnúsar Kjartans- sonar í Reykjavík, ritar grein í Þjóðviljann í gær um kjara- samninga Iðju, félags verk- smiðjufólks, er gerðir voru á síðasta ári. Telur frúin að launamisrétti milli karla og kvenna hafi hafizt með þeim samningum meða'. verksmiðju- fólks, en fullkomið launajafn- rétti hafi verið milli kvenna og karla innan Iðju næstu árin á undan. Tíminn vill benda frú Svövu á það, að Iðja, félag verk- smiðjufólks í Reykjavík, er eitt af þessum verkalýðsfélögum, sem lx'xta forystu íhaldsaflanna með stuðningi og í lielminga skiptasamningum við Alþýðn bandalagið. Það er stjórn þessa félags, sem ber ábyrgð á þess- um misréttissamningum á síð- asta ári, sem gerðir voru með stuðningi fuiltrúa Alþýðu- bandalagsins. Frú Svövu til frekari glöggvunar á þessu vill Tíminn benda henni á að lesa Þjóðviljann vikuna fyrir síð- ustu stjórnarkjör í Iðju snemma á þessu ári. Þá birt- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.