Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 8
Það er mikln algengara nú en fyrir 20—30 árum, að ungl- ingsstúlkur og allt niður í börn verði vanfærar. Til skamms tíma þótti slíkt mikil skömm víða um lönd, og hafði oftast afdrifarík áhrif á framtíð og skólagöngu hinna ungu mæðra. Þótt þessar stúlkur hafi e.t.v. síður verið fordæmdar frá sið- ferðilegu sjónarmiði hér en annars staðar, hafa barnsfæð- ingar áreiðanlega haft mikil áhrif á líf íslenzkra skóla- stúlkna. Lítið hefur orðið úr skólagöngu hjá mörguih þeirra, sem ekki hafa notið sér stakrar aðstoðar og hvatningar sinna nánustu. Afstaðan til þessara mála er nú að breyt- ast, og í Bandaríkjunum t.d. rísa nú upp skólar, þar sem litið er á það sem sjálfsagðan hlut, að komungar mæður og vanfærar stúlkur stundi nám innan um jafnaldra sína og hafi jafnvel bömin með sér í kennslustundir. Eftirfarandi grein er úr þýzku tímariti og þar er m.a. gagnrýnt ástandið í þessum málum í Þýzkalandi. „Hamingjan góða, hvemig gat þetta átt sér stað!“ segir móðir stúlkunnar og fórnar höndum. Dóttirin, grönn, ljós- hærð andvarpar og þegir. Hún er aðeins 15 ára og enn í skóla — og nú á hún von á bami. Enn eru margar f jölskyldur — sénnilega flestallar — sem ekki eiga auðvelt með að leysa á réttan hátt vandamál sem þetta. Rannsóknastofnun í Ham- borg, sem kannar kynlíf og kynhegðun fólks, hefur komizt að þeirri niðurstöðu að þriðja hver skólastúlka í Vestur- Þýzkalandi verði kynþroska og missi meydóminn áður en hún nær 17 ára aldri. Það er engin furða þótt af ; þessu leiði vandræði, þótt skólastúlkur, sem sjálfar eru ekki annað en böm, eignist af- kvæmi. En hvað verður um þessar stúllcur? Hvemig fer með menntun þeirra? í Hamborg fá vanfærar stúlk i nr ekki undanþágu frá skóla- skyldu. Skólaséríræðingar veita þeim sérstaka umönnun. „Við hjálpum þessum böm- • um til að fá haldgóða mennt- un,“ segir einn helzti skóla- sálfræðingurinn í Hamborg. Til þess að það mætti tak- ■ ast vom stofnaðir fjórir sér- bekkir fyrir vanfærar stúlkur við húsmæðraskóla í borginni, og gátu 25 nemendur verið í ; hverjum þeirra. Stúlkurnar, sem em 14—18 ára, fara í ! þessa bekki 3—4 mánuðum fyr S ir fæðinguna. Þær mega vera ) þar áfram, eftir að barnið er ) fætt, unz þær hafa lokið námi. } Vera kann að bamsgrátur rjúfi kennsluna við og við, því að þær, sem hafa engan til að ; annast barnið, koma með það með sér í skólann. Stundaskrá þessara „sér- | bekkja fyrir vanfærar stúlkur * á skólaskyldualdri“ er miðuð við þarfir hinna ungu, verð- andi mæðra. Tólf kennslukon- Íur og kennarar annast fræðslu í meðferð ungbama, uppeldis- fræði, næringarfræði og fjöl- skyldufræðum, en almenn menntun er ekki heldur van- rækt I TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 12. mai 1971 Skólastjórinn í Azuso skýrir námsefniS, sem sérstaklega er ætlaS verðandi mæðrum, fyrir einni slíkri, 13 ára gamalli. • • stofnaðar ráðleggingastöðvar, þar sem stúlkur geta fengið ráð og aðstoð. Og í yfir 175 borgum hafa verið stofnaðir skólar fyrir stúlkur, sem eiga von á barni. Fullkomnasti skóli þessarar tegundar er í Azusa í Kali- fomíu. Þar er komið fram við hinar ungu, verðandi mæður eins og venjulegar skólastúlk- ur. Þær era tvær og þrjár í bekk með 20 öðram nemend- um, piltum og stúlkum. Þannig losna þær við þá tilfinningu að þær séu einhver viðundur. Aðeins að einu leyti er gerð ur greinarmunur á þeim og hinum nemendunum. Þær fá sérstaka fræðslu í greinum eins og meðferð ungbaraa og fj ölskylduf ræðum. Margar stúlknanna eru þó nokkur ár í skólanum eftir fæðinguna. Þær mega hvenær sem er hafa bömin með í kennslustundir. Þannig fá skólasystkinin tækifæri til að æfa sig í hlutverkum um- hyggjusamra foreldra. Skólinn í Azusa hefur skap- að eftirdæmi í Bandaríkjun- um. Vanfæram stúlkum er leyft að stunda nám í fleiri skólum. Árangurinn staðfestir réttmæti þess. Að loknu árs- námi f Azusa sagði ung, ógift móðir: „Nú er ég ekki lengur utanveltu, hér líður mér loks eins og manneskju.“ *'J x,-JXli^íÚijXÍ MÆÐUR Auk þess fá stúlkurnar sál- fræðilega ,og lögfræðilega að- stoð, t.d. ef stúlka er að hugsa um að gefa bam sitt til ætt- leiðingar, eða ef vinur stúlk- unnar og bamsfaðir vill ganga að eiga hana en er einnig inn- an lögaldurs. Náin samvinna er í þessum málum á milli sálfræðinganna og kennaranna, stúlknanna sjálfra og foreldra þeirra. Og allar ráðstafanir miða ein- göngu að því að gera stúlkum- ar eins sjálfsstæðar mæður og hugsanlegt er.“ Hvað verður um skóla- stúlkur, sem eiga von á barni? Á hverju ári hafa til þessa verið um 500 stúlkur í þess- um sérbekkjardeildum i Ham- borg — en sá fjöldi er ekki einu sinni helmingur vanfærra skólastúlkna í borginni. Marg- ar þeirra, einkum þær eldri, sem era í menntaskóla, fara oft sínar eigin leiðir til lausn- ar þessu vandamáli. Þær hafa uppi á lækni, sem hjálpar þeim, fara burt um stundar- sakir eða hreint og beint hengja skólatöskuna á snag- ann með þeim afleiðingum að síðar verða þær að vinna fyrir sér sem ófaglærðar verkakon- ur. Oft vita þær ekki einu sinni að til er í Hamborg stofn un, sem hefði getað hjálpað þeim. Upp á síðkastið hefur van- færam skólastúlkum fækkað að mun. Á síðasta skólaári komu ekki 500 stúlkur í sér- bekkina heldur aðeins 360. Að sögn er orsökin sú, „að nú geta h álfgerð börn fengið getnað- arvarnapillur." Tala vanfærra stúlkna á skólaskyldualdri fer einnig lækkandi á öðrum stöðum í Þýzkalandi, þar sem ekki hafa verið gerðar sérstakar ráðstaf- anir vegna skólagöngu þeirra — og eflaust af sömu ástæðu. Sérbekkirnir í Hamborg eru einsdæmi í landinu. Pillan mun vissulega hafa þau áhrif að léttúð mun oft ekki hafa alvarlegar afleiðing- ar. En þó mun það áfram henda stúlkur að þær lendi í ógæfu, vegna þess að enginn gerði sér það ómak að veita þeim fræðslu nógu snemma. Er foreldranum um að kenna eða skólunum? Ekki skömm lengur Amerískum stúlkum er bet- ur farið hvað þetta snertir. Að vísu þýddi það til skamms tíma endalok skólagöngu ef stúlkur urðu þungaðar. Þessu réðu ekki eingöngu strangar reglur skólayfirvalda, sem lögðu bann við því að vanfær- ar stúlkur væru í skólunum, heldur einnig áhrif kventia- samtaka, en bandarískar kon- ur óttuðust að vanfærar skóla- stúlkur gætu haft slæm áhrif á siðgæði annarra stúlkna í skólunum. Nú er fólk orðið miklu umburðarlyndara í þess- um málum. Afstaða alnv'iin- ings hefur gjörbreytzt. í nær öllum stærri bæjum hafa verið Vísað úr skóla í Þýzkalandi er þróunin ekki kominn svona langt. Þar er litið á skólastúlkur, sem verða vanfærar sem „fallnar konur“, og þeim refsað fyrir víxlspor sitt með burtvikningu úr skóla. Ein af fáum undantekning- Framhald á bls. 14. 16 ára stúlka, sem stundar nám i skólanum í Azuso og er komin 8 mánuSi á leiS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.