Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 9
MIÐVTKUDAGUR 12. maí 1971 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit- Ktjómarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- stofur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr. 195,00 i mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. fyrir aldraða Á undanfömum þingum hafa alþingismennirnir Ingvar Gíslason og Jón Skaftason flutt frumvörp um sérstak- an skatt- og útsvarsfrádrátt aldraös fólks, sem ekki nýt- ur lífeyrissjóösréttinda, en vinnur enn fyrir sér við ýmsa vinnu og hefur þar af leiðandi allmiklar framfserslu- tekjur. Þingmennimir hafa bent á, að óréttlátt sé að skattleggja gamalmenni að fullu allt fram í andlátið, eins og viðgengizt hefur. Rétt sé að taka upp sérstakan aukafrádrátt því til hagsbóta. Þessi hugmynd hefur þvf miður lengi átt erfitt upp- dráttar hjá stjómarliðinu á Alþingi og embættismanna- valdinu, sem ríkisstjómin sækir hugmyndir sínar til í sívaxandi mæli. Við endurskoðun á lögum um tekjuskatt og eignaskatt fór svo, að meirihluti f járhagsnefndar neðri deildar Alþingis hafnaði í fyrstu að taka þessa hugmynd til greina og gerði tilraun til þess að mistúlka tilgang henn- ar. En eftir nokkur orðaskipti milli Ingvars Gíslasonar og framsögumanns meirihluta nefndarinnar og fjármála- ráðherra, sem taldi þessa hugmynd nú athyglisverða, varð niðurstaðan sú, að meirihluti nefndarinnar féllst á að beita sér fyrir tiltekinni úrbót í þessu efni. Var til- laga meirihluta nefndarinnar síðan samþykkt og þar með fengin mikilsverð viðurkenning á nauðsyn sérstaks skattfrádráttar fyrir aldrað fólk. En betur má ef duga skal. Þessi frádráttur þyrfti að vera svo mikiH að nemi ekki minna en sem svarar ellilífeyri almannatrygginga hverju sinni, einstaklingslíf- ejui eða hjónalífeyri, eftir því sem við á. Einnig ber að kanna til fulls, hvaða breytingar þurfi að gera á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til þess að tryggja það, að öldruðu fólki sé ekki íþyngt með útsvörum og öðrum álögum í þágu bæjar- og hreppssjóða. Meðan ekki tekst að tryggja öldruðu fólki hæfileg lágmarkslaun 1 ellilífeyri, eins og stefnt var að með breytingatillögum stjórnarandstæðinga við almanna- tryggingalögin, er það eðlileg leið að létta byrðar á þessu fólki með því að undanþiggja það skattaálögum. Mikilmennið Eggert Alþýðublaðið hefur undanfarið verið að segja mikiar hetjusögur af Eggert Þorsteinssyni. Síðasta sagan er á þá leið, að fullkomið ófremdarástand hafi ríkt á sviði heilbrigðismálanna, þegar Jóhann Hafstein lét af stjórn þeirra, en Eggert hafi komið þessu öllu í bezta lag á fáum mánuðum. Þess lét þó Alþýðublaðið ógetið, hvort Eggert hefði leyst þá þraut að finna vandann í hjúkr- unarskólamálinu. Áður hafði Alþýðublaðið lýst hinum miklu endurbót- um og framförum, sem orðið hafa á sviði sjávarútvegs- málanna síðan Eggert tók við stjóm þeirra af Emil Jónsssyni. Þar var .aðkoman einnig slæm, en Eggert lét hendur standa fram úr ermum og vann það á skömmum tíma, er Emil hafði mistekizt ámm saman. Eftir þessar lýsingar Alþýðublaðsins af afrekum Eggerts, hefur vafalaust ýmsum komið í hug, hvort ekki væri rétt að Eggert tæki einnig við stjóm menntamál- anna um nokkurra vikna skeið. Hvergi er þörfin meiri fyrir lagfæringar og endurbætur. Og engum stendur það nær en Alþýðuflokknum að bæta úr því, sem þar fer miður, þar sem flokkurinn hefur borið ábyrgð á stjóm menntamálanna um 15 ára skeið. Þ.Þ. TÍMINN f JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: mai Humphrey hefur aldrei verið sprækari og áhrifameiri en nú Hann ber ekki nein merki um sextugsaldurinn HUBERT Horatio Humphrey er að verða sextugur. Þetta verð ur ekkí á honum fundið að því leyti, að andi hans er glaður og hress, né heldur séð á hári hans, sem dökknar með árunum, vegna einhverrar hulinnar æsku uppsprettu eða fyrir kraftaverk. Staðreynd er það eigi að síður, að hann er að byrja nýjan tug æviskeiðs sfns og gerir sér veru- legar vonir um, að berja að dyrum á Hvíta húsinu innan tíð- ar. Frjálslyndir demókratar höfðu mjög miklar mætur á hon um, þegar hann var á fimmtugs- og sextugsaldri, en við liggur, að þeim ofbjóði, hve sprækur og kappsfullur hann er nú. Þeir brugðust honum í kosninguirum 1968, þegar hann reyndi að sam- ræma skoðanir sínar á styrjöld- inni í Víetnam hollustunni við Johnson forseta, en mistókst sú tilraun. Ef hann hefði gefizt upp og farið heim til Minne- sota, hefðu hann og Demokrata- flokkurinn getað umflúið skyss- , ^ar, sgg} þeir gercfo^ teá%„ unni við Nixon. En KfubeiT Humphrey er ekki líklegur til að flýja af hólmi og núna; þeg- ar hann er órðinn sextugur, ótt- ast hann ekki framar að honum mistakist. Hann er hvíldur og staðráðinn í að reyna aftur ef tækifæri býðst. MIKIL breyting hefur orðið á, síðan eftir fallið árið 1968. Þá var Humphrey alveg bugað- ur eftir ósigurinn í síðustu lot- unni við Nixon. Þá hvarf hann til síns heima og kenndi jafnt sjálfum sér og öðrum um ósig- urinn. Þá var það, að einn af nemendum hans við Macalester College sagði við hann einn dag- inn „Af hverju reynir þú ekki að gleyma fortíðinni og snúa þér einungis að því að kenna? Þú ert svo önnum kafinn við varn- ir vegna fortíðarinnar, að við getum ekki einu sinni hugsað um framtíðina. Hvers vegna reynirðu ekki að láta slag standa og byrja upp á nýtt?“ Humphrey lét sér þetta að kenningu verða og nú er hann kominn hingað aftur sem nýr öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, í nýju hlutverki og allur nýr. Hann er foringi Demo- krataflokksins að nafnbót („Þetta er fyndið“, segir hann sjálfur), og þess vegna er ávallt kallað á hann til að flytja ræðu, þegar væntanlegir frambjóðend ur flokksins koma saman, rétt eins og það væri gert af kurt- eisi við gamla atvinnumanninn. En það brezt ekki, að þegar á hólminn kemur, snýst allt um hann. ÞAÐ ER grundvallarregla í stjórnmálum Demokrataflokks- ins um þessar mundir, að allir líklegir frambjóðendur verða að vera góðir og göfugir hver við annan, en illir forsetanum og Republikanaflokknum. Líklegir frambjóðendur — Muskie, Mc- HUMPHREY Govem, Bayh, Hughes og Kenn- edy stundum — koma við og við ’-saman fram á havaðasömum blaðamanna- og stjórnmálafund- um, segja eittlivað fyndið hver um annan og Republikanaflokk- inn, en mséla að síðústu nokkur alvarleg orð um vandamál lýð- veldisins og mannkynsins. Humphrey öldungadeildar- þingmaður er alvarlegri, gaman- samari og áhrifameiri en gömlu og nýju foringjarnir til samans, og þetta veldur greinilega nokkr um vanda í flokknum. Forustu- menn flokksins vilja eindregið, að unnt sé að koma fram með eitthvað nýtt, en þegar allir eru komnir saman er eins og ekki sé tekið eftir neinum nema Humphrey, og forustumennirnir eru ekki á þvf hreina um, hvem- ig þeir eigi að bregðast við. Sjálfur reynir Humphrey að láta svo sem hann sé einna helzt áhorfandi að leiknum. Hann skreppur á flokksfundi, eins og hann kemst að orði sjálfur. Hann segir þá Muskie, Bayh, McGovem, Hughes og Kennedy alla „ágætis menn“ og „við verð um bara að bíða og sjá til, hver þeirra ber sigur úr býtum í for- kosningunum". HUMPHREY er þó greinilega reiðubúinn að bjóða sig fram á ný sem forsetaefni, ef enginn líklegra frambjóðenda tekur greinilega forustu, — og þó sér- staklega, ef Muskie dregst aft- ur úr. Vantrú Humphreys á Nix- on forseta er alger og hver dag- urinn, sem líður, sannfærir hann betur og betur um, að af honum stafi beinn háski. Því sannfærð- ari, sem Humphrey verður um þetta, þess meira langar hann til að hefna ósigurs síns í kosn- ingunum 1968. Humphrey er gersamlega sannfærður um, að sundrung skapist meðal þjóðarinnar og vandræðaástand meðal æskunn- ar, fátækra manna og svartra, ef Nixon forseti fer með völd í Hvíta húsinu fimm ár enn. Hann óttast jafnvel, að til skæruhern- aðar geti komið meðal þjóðar- innar. Hann trúir því í einlægni, að ný ríkisstjórn verðj óhjá- kvæmilega að taka við völdum árið 1972, og vonar innilega, að við taki nýr forseti, sem getur sameinað þjóðina. HELZT verður að ætla, að Humphtey álíti vandamál þjóð- arinnar þess eðlis, að fram úr þeim verðj ekki ráðið nema með róttækri stefnu, sem hvorki Nixon né Muskie geti aöhyllzt. Þessu getur hann auðvitað ekki haldið fram opinberlega nú, ár- ið 1971. Hann lætur því að svo stöddu nægja að taka þátt í kvöldveizlum, sinna hlutverki sínu í leik stjórnmálanna eins og ekkert sé, og bíða færis. En hvað sem þessu líður er Humphrey mjög vingjarnlegur við alla flokksbræður sína, sem líklegir eru til framboðs í for- setakosningunum. Hann hrósar þeim Muskie, Bayh, Hughes, Kennedy og öllum öðrum, sem til mála geta komið. Eins minn- ist hann með nokkurri beiskju — og er raunar það eina, sem honum svíðúr enn' frá fyrri tíð. Þetta er reynzla hans frá átök- unum við Johnson í kosninga- baráttunni 1968, þegar hann reyndj að hafna stefnu forset- ans, en Johnson gramdist sú við- leitni hans og snérist gegn henni, en Humphrey kenndi sjálfum sér um, að þetta mis- tókst. Þrátt fyrir þetta vill Humphrey ólmur reyna á ný og telur sig jafnvel sjá fram á, með hverjum hætti tækifærið geti komið. HUMPHREY telur nokkrar líkur á, að til sundrungar geti dregið í Demokrataflokknum í forkosningunum 1972. Muskie gæti sigrað alveg ótvírætt í Nýja-Englandi, Bayh gæti borið sigur úr býtum í Indiana, Mc- Govern kann að ná yfirhöndinni í mið-vestur fylkjunum og Scoop Jackson gæti svo skotið þeim öllum ref fyrir rass í forkosn- ingunum í Oregon. Og eins kynni að fara í Kaliforníu, ein- mitt rétt fyrir flokksþingið. Ef svona færi kynnu forustu- menn í fjölmennustu fylkjunum að óska eftir nýjum frambjóð- anda og forustumenn í verka- lýðssamböndunum að snúast á sveif með þeim, ekki sízt með hliðsjón af erfiðu efnahags- ástandi. Hubert I-Iumphrey gæti einmitt reynzt hinn rétti maður að leita til, þótt hann sé orðinn sextugur og þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið. Richard Nixon náði völdum, þótt sigur hans væri í upphafi jafnvel enn ósennilegri en sigur Humphreys nú. Hubert keppir því að settu marki, elur með sér vissar vonir og drauma, og hverju sinni, sem hann stígur í ræðustól í Washington, kem- ur andstæðingum hans, hvað þá öðrum, saman um, að fávíslegt væri að afskrifa hann með ölltl. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.