Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 6
6 I ! V: Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMfVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavík — Sími 30688 KONI STILLANLEGIR HÖGGDEYFAR sem hægt er að gera við, ef þeir bila. — Nýkomnir KONI höggdeyfar í flesta bíla. Útvegum KONI höggdeyfa í alla bíla. KONI höggdeyfar eru 1 sér gæðaflokki og end- ast ótrúlega vel. Þeir eru einu höggdeyfarnir, sem seldir eru á íslandi með ábyrgð og hafa tilheyrandi viðgerða- og varahlutaþjónustu. KONI höggdeyfar endast, endast og endast. S M Y R I L L - Ármúla 7 - Símar 84450. Til viðskiptavina Hagtryggingar Athygli er vakin á því, að gjalddagi bifreiðatrygg- ingaiðgjalda var 1. maí. Vinsamlegast greiðið iðgjöldin sem fyrst til umboðsmanns, aðalskrif- stofu að Suðurlandsbraut 10 (opin í hádeginu) eða í næsta útibúi Landsbankans. HAGTRYGGING H.F. Suðurlandsbraut 10. HÚSEIGENDUR Sköfum og endurnýjum útihurðir og útiklæðning- ar, notum beztu fáanleg efni. Sími 23347. riTnmn i i II Sf jnilÍflI - OFNAB H/F. Síðumúla 27 „ Reykjávlk II Símar 0-55-55 og 3-42-00 ■ TÍMINN FIMMTUDAGUR 13. maí 1971 öfí WERDfmj Uppsögn Laugardaginn 8. maí 1971 var Stýrimannaskólanum sagt upp í átttugasta sinn. 1891 voru fyrstu stýrimannaefnin útskrifuð frá skólanum, undir stjórn Markús- ar Bjarnasonar skólastjóra. Frá upphafí hafa aðeins verið fjórir skólastjórar við skólann: Mark- ús Bjamason, Páll Halldórsson, Friðrik Ólafsson og Jónas Sig- urðsson, sem er núverandi skóla stjórL Skólastjóri sagði meðal ann- ars við uppsögn skólans, að eitt af því, sem skólapn vanhagaði einna mest um, væri húsnæði, og væri ástandið þannig, að ekki væri hægt að auka tækjakost skólans af þeim sökum. Við flesta erlenda skóla, sem kenna siglingafræði, eru skólaskip til að kenna um borð í, og taldi skólastjóri, að aðkallandi væri að skólinn fengi skip til afnota. Sú nýbreytni var tekin upp í vetur, að farið var með skóla- sveina á skipunum rs. Hafþóri og rs. Bjama Sæmundssyni, nokkra daga hvern hóp, og væri æskilegt, ef sú samvinna gæti orðið áfram, sem tekin hefur verið upp, milli þessara svo ná- skyldu stofnana. I skólanum voru í vetur, þeg- ar flest var, 191 nemandk' þar af hættu 10 nemendúr námi um miðjan vetur. Lokaprófi luku 64 nemendur og var einn þeirra með hæstu einkunn, sem nokkurn tíma hefur verið gef- in við skólann, eða 7,73 stig af 8 mögulegum. A Neskaupstað var haldið námskeið og voru þar 10 nem- endur, sem luku fyrri hluta fiskimannaprófs. Námskeið í fiskvinnslu voru haldin í vetur og var svo einnig gert í fyrra- vor. Um kennsluna á námskeið- um þessum sá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins. Á síðustu fjárlögum var veitt til nýbyggingar við skólann sjö millj. kr., en gert er ráð fyrir framhaldi á fjárveitingu til bygginga, allt að 45 millj. kr. á næstu árum. Hafizt verður handa nú í sumar um undirbún- ing byggingarframkvæmda. Skólastjóri taldi, að nauðsyn- legt væri, að auka kröfur um undirbúningsmenntun skóla- sveina; annars yrði að lengja skólann um eitt ár. Gat hann þess, að sennilegt væri, að stækkuð yrði landhelgi tslands, og ykjust þá möguleikar á arð- samri útgerð, og skipastóll landsmanna myndi þá aukast, sem þýddi aukna þörf fyrir vel- menntaða sjómenn. Tíu nemendur hlutu verðlaun fyrir námsárangur. Margir af eldri nemendum skólans voru viðstaddir uppsögn Skólánis. Egill Jóhannsson, fyrr- um þekktur fiskiskipstjóri, hafði orð fyrir 55 ára' skólasveinum,. og gáfu þeir skólanum ritverk Guðmundar Kamban. Orð fyrir 50 ára nemendum hafði Nikulás Jónsson, þekktur togaraskip- stjóri áður fyrr; gáfu þeir pen- inga til Styrktarsjóðs skólans. Fyrir 50 árum brautskráðust 47 nemendur frá skólanum og voru 17 þeirra mættir við uppsögn skólans nú. Andrés Finnbogason skipstjóri og útgerðarmaður hafði orð fyrir 30 ára nemend- um. Gáfu þeir peninga til Styrktarsjóðs skðlans. Taldi Andrés tvennt merkilegt við 30 ára nemana. Annað væri það, að skólastjórinn væri úr þeirra hópi; hitt, að við slit skólans, er námi þeirra lauk, lýsti Ólafur heitinn Thors því yfir, að fé hefði verið veitt til skólabygg- ingar. Jónas Þorsteinsson skip- stjóri hafði orð fyrir 25 ára nemum. Taldj hann það eitt af því minnisstæðasta við veru þeirra í skólanum, að þeir hefðu hafið nám í gamla skólanum við Stýrimannastíg en lokið því í nýja skólanum. Gáfu þeir fé í Styrktarsjóð. Pétur Sigurðsson alþingismaður hafði orð fyrir 20 ára sveinum. Las hann gjafa- bréf, þar sem ánafnað var til Styrktarsjóðsins allverulegri fjárhæð. Guðbjartur Gunnars- son var 'talsmaður 10 ára sveina og afhenti fyrir þeirra hönd fjárhæð til Styrktarsjóðsins. Astæða þess, hve menn hafa hugsað til Styrktarsjóðs skólans, er lánsfjárskortur sá, sem alltaf hefur bagað nemendur skólans. Að endingu þakkaði skóla- stjóri fyrir velvild þá, er nemar sýndu skólanum. Ingólfur Stefánsson i VOLVO — SCANIA VABIS BERGUR LARUSSON HF ÁRMÚLA 32 — SIMI 8I0S0 Auglýsið í Tímanum MEMBKUR MEMBRUHÚS VENTLAR ROFAR — TENGI VIÐGERÐASETT HANDBREMSU- KÚTAR HÚSEIGENDUR Tek að mér að skafa og olíubera útidyrahurðir og annan útiharðvið. Sími 20738. HJUKRUNARKONUR Hjúkrunarkonur óskast til að leysa af í sumar- leyfum. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 81200. Borgarspítalinn. ATVINNA Maður óskast til jarðvinnslustarfa. Aðeins vanur kemur til greina. Rafn Helgason, Stokkahlöðum. Sími um Grund, Eyjafirði. NAUTASTÖÐ BÚNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS VH) HVANNEYRI óskar að ráða STARFSMANN frá 1. júní n.k. Búfrajðimenntun æskileg. Allar \ nánari upplýsingar gefur Diðrik Jóhannsson, sími: Hvanneyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.