Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUE 13. maf 1971 TIMINN // ÉG Stig Wennerström talar við blaðamann Expressen FYRIR HITLER // — Ég njósnaði aldrei fyrir Hitler. Á valdatíma hans liafði ég ekki enn tekið til við njósn- ir og auk þess áttu Rússar sam- úð mína. Þessi orð sagði Stig Wenner- ström við blaðamann Express- en í Stokkhólmi, er liann fékk leyfi úr opnu fangelsi, sem hann dvelur nú í, til að gefa útskýr- ingar á því, hvers vegna nafn hans var skráð í leyniskjölum þýzka njósnaforingjans Rein- hards Gehlen. Wennerström hef nr verið átta ár í fangelsi, en hann er nú 64 ára. Ilann gerir sér ljóst, að birting skjala Gehl- ens getur orðið til þess að til- raunir hans til að öðlast frelsi mistakist. — Orsök þess, að nafn mitt var á skrá hjá Gehlen var starf mitt í þágu utanríkisþjónustu Svía í stríðinu. Þar sem ég var flugmaður og sendiráðsmaður í Moskvu, var eðlilegt að friðar- umleitanir beggja aðila færu fram með minni aðstoð. Sím- skeytið, sem Svíar komust yfir, sýndi aðeins, að ég hafðl sagt Þjóðverjum, að Rússar væru að undirbúa tillögur um frið. Stig Wennerström talar ró- lega, án þess að brýna raustina. Grá augu hans eru kyrr, hend- urnar titra lítið eitt. Wenner- ström hyggst senn sækja um náðun í þriðja sinn. Hann veit, að blaðaskrjf og umtal um þýzka njósnaforingj- ann Reinhard Gehlen geta eyði- lagt þriðju tilraun hans til að öðlast frelsi á ný, eftir átta ára fangelsisvist. — Nafn mitt var á lista, sem bar yfirskriftina „Mikilvægir tengiliðir". Bæð'i Rússar og Þjóðverjar höfðu áhuga á að vita, hvaða af- stöðu andstæðingarnir tækju til sérfriðar. Ég var á engan hátt njósnari Þjóðverja. Og nafn mitt var ekki á skránni yfir fasta njósnara Gehlens. Hann hlær við annað veifið. í ákafanum um að honum sé trúað, og hreyfir sig hægt og virðulega. Hann reykir smávind- il eftir matinn. ORÐINN BINDINDISMAÐUR Á vinstri hönd honum er bjór- glas. — Einu hefur fangelsisvistin áorkað; að gera mig að bindind- ismanni. Þegar menn hafa vcr- ið án sterks áfengis,,eios lrmgi og ég, verður maður að venj- ast því aftur. Og það er í raun- inni fjarstæða á mínum aldri, að byrja aftur. Ég held ég láti það vera. Wennerström er miklu stælt- ari en búast mætti við, eftir átta ára dvöl í fangelsi, þar af sex í einangrun, en þá missti hann heilsuna (sumarið 1969). — Staðreyndin er sú, að ég er miklu hraustari nú en þeg- ar ég var handtekinn 1963. Nú get ég staðið á höndum upp við vegg og látið mig síga hægt niður aftur, án þess að mér finn ist ég reyna á mig. — Fréttir í blöðum um, að ég væri að dauða kominn í ein- angrunarklefanum, voru ekki ýktar. En eftir að ég veiktist, fékk ég tækifæri til að byggja upp þrek mitt á nýjan leik. — Strax á sjúkrahúsinu fékk ég að fara í sjúkraleikfimi, og nú er ég í erfiðri leikfimi á hverjum degi í opna fangels- inu í Skenas, skammt frá Norr- köping, fer i langar gönguferðir og skokka. Heilsufar mitt er ágíjKtt,^,, tno, ífTif r»p Á EKKI PENINGA í SVISS Stig Wennerström byrjaði lík- amsþjálfun til að venjast frels- inu smátt og smátt. Það var stórt spor i átt til andlegs og líkamlegs jafnvægis, þegar hann var fluttur í opið fangelsi. — Þejr fara þannig með okk- ur lífstíðarfangana. 18 held ég að við séum samtals. Þeir flytja okkur í opin fangelsi, þar sem eru bærilegri aðstæður, svo að við séum færir um að snúa aft- ur. Skenas er unglingaheimili. Meðalaldurinn er ekki mikið yf- ir 19 ár. Stig Wennerström hefur feng- ið að vinna að þýðingum. Og nú hefur hann alltaf næg verkefni. Hann hefur komið því í kring, að hann geti haldið því starfi áfram, ef hann verður frjáls. — Það er mér lífsnauðsyn. Mér var vísað úr hernum, þegar ég var dæmdur, og misstj þar með eftirlaunin. Nú hef ég að- .eins líftrygginguna, sem ég fæ 65 ára gamall, en hún er lægri .þn vej3jnl9g,,efti;-laun og ekki vísitöluti’ýggð. Eftir tíu ár er hún einskis virði. Ég verð að hafa vinnu. Og fangahjálpin hefur veitt mér mikilvæga hjálp í því efni. Ég á ekki peninga í Sviss, eins og margir virðast halda. Stig Wennerström álítur sjálf ur, að hann sé kominn vel áleið- is til að geta aðlagazt breyttu þjóðfélagi. — Fjaðrafokið vegna skjala Gehlens kemur mér mjög illa. Allt, sem ég hef byggt upp á nokkrum árum, hrynur saman. Það er tilgangslaust fyrir mig að sækja um náðun, ef fólk trú- Ir þvi, að ég hafi njósnað fyrir Hitler. Sú staðreynd, að nafn mitt var ofarlega á lista Gehlens yfir „mikilvæga tengiliði“ leiddi til þess, að Bandaríkjamaður leit- aðitil min árið 1949... og þann- igíyrjaði ógæfa min... en það var ekki fyrr en milli 1950 og ’60, að ég fór að njósna um Sví- þjóð. Stundum, þegar Wennerström er. í leyfi í Norrköping, gerist það, að fólk snýr sér við á götu og horfir á eftir honum. Hann er svo vanur þessu, að það hef- ur engin áhrif á hann lengur. EKKI LENGUR REFSING — Fólk bara horfir og hugs- ar sennilega: „Hver skrambinn, það er hann“. En enginn hefur verið óvinsamlegur. Hann hlær hjartanlega og tek- ur upp gleraugun til að lesa enn einu sinni greinina um skjöl Gehlens. Hann verður aftur al- varlegur. —- Þegar maður hefur verið eins lengi í fangelsi og ég, hætt- ir það að vera refsing. Menn venjast því merkilega lífi, sem lifað er í fangelsi. Nú er fangavistin einkum byrðj fyrir aðstandenduma. Hendur hans hvíla á borðinu. Á vinstri hendi hefur hann grannan giftingarhring, sem er honum of stór. Hann er klædd- ur grábláum, smáköflóttum föt- um, í röndóttri skyrtu og með þverslaufu. Undir jakkanum er hann í peysu með v-laga háls- máli. Það er svalt úti. — Miklar umbætur hafa orð- ið í umferðarmálum, meðan ég hef verið í fangelsinu, og jafn- rétti þjóðfélagsþegnanna hefur aukizt að mun. Ég hef fylgzt með breytingum. Mér finnst ég hálft í hvoru vera kominn út í lífið aftur. Menn hafa sagt mér, að rikis- stjórnin hyggist ekki ’áta mig sitja í fangelsi allt mitt líf. Það er von mín. Wennerström var í leyfi ór fangelsinu þegar blaöamaöurinn ræddi við hann. Áður en því lauk keypti hann nýbakaðar bollur í bakaríi í Norrköping.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.