Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 16
, ED-Akureyri, miðvikudag. í dag fór fram formleg af- hending strandferðaskipsins Esjunnar, sem Slippstöðin á Akureyri hefur smíðað fyrir Skipaútgerð ríkisins. Klukk an tólf á hádegi í dag sdgu boðsgestir um borð í Esjuna nýju við Torfunesbryggju á Akureyri og síðan var siglt út Eyjafjörð, en afhendingarat- höfnin fór fram um borð í skip inu úti á firðinum. Gunnar Ragnars framkvæmda stjóri Slippstöðvarinnar gerði grein fyrir smíði skipsins, og afhenti það síðan fulltrúa sam göngumálaráðuneytisins, Bryn- jólfi Ingólfssyni, , ráðuneytis- fyrir hönd samgöngumálaráð herra. Ráðuneytisstjórinn flutti við þetta tækifæri ræðu, og afhenti að svo búnu forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, Guðjóni Teitssyni, skipið. Var þetta stutt og skemmtileg athöfn, sem fór fram á afturþiljum skipsins í sólskini og góðu veðri. Gestum hafði verið boðið til hádegisverðar um þorð í skip inu, og einnig skoðuðu menn skipið, sem virðist nú vera f hinn fullkomnasta lagi, og yfir menn skipsins virtust vera mjög ánægðir með skipið eins og það er. Skipstjóri verður Tr^^yi BJöndal, sem áður var skipstjöri á HeMurmi. Ýmsir aðxár menn, sem vona á Hekl- unni, ena itjá komrar á þetta nýja,sfe|p. Esjan hefur þegar í stað strandferðir, og strax í dag var farið að sstja fyrsta flutning um borð, og fer að svo búnu frá Akueryri. FramhaM á bís. 14. 2 milljónum varið til rann- sókna í Þjðrsárverum í sumar Fyrstu vísindamennirmr hef ja störf seint í maí. FB—Reykjavík, miðvikudag. Seinni partinn í þessum mánuði fara fyrstu mennirnir inn í Þjórs árver, til þess að hefja þar þær ,., ’ , ransóknir, sem fyrirhugaðar eru, stjora, sem var þarna mættur Qg frá he’fur yerið ský* f Tim^ wn áður, en í gær var undirritað ur samningur milli Orkustofnunar og Náttúrufræðistofnunar íslands varðandi rannsóknirnar á Þjórsár- verum á sumri komanda. Reiknað er með að verja til þessa verkefn is tveimur milljónum króna á þessu ári, að því er segir í frétt frá forsætisráðuncytinu. Aðalþættir verkefnisins í Þjórs- árverum eru rannsóknir á fæðu heiðagæsarinnar, grasafræðilegar rannsóknir og veðurathuganir. Arnþór Garðarsson dýrafræðingur og aðstoðarmaður hans fara fyrst ir til r^nnsóknanna, en komið hef ur verið fyrir húsi við Nauthaga, Hrossaflutningar í lofti til Evrópu: SKYLT AD HAFA SKAMMBYSSU MED KJ—Reykjavík, miðvikudag. Við fyrstu morgunskímu í morg un óku nokkrir yfirbyggðir sendi- ferðabílar út á Reykjavikurflug- völl og staðnæmdust við Fragt- flugvél, sem þar beið ferðbúin. 39 íslenzkir hestar voru að hefja ferðalag sitt frá íslandi til ýmissa staða í Evrópu, og nú var ekki fyrir höndum löng sjóferð, heldur stutt flugferð, svo hestarnir hafa Sauðárkróktir - Sauðárkrókur Framsóknarfélag Sauðárkróks boðar til fundar föstudaginn 14. maí kl. 20,30, í Framsóknarhúsinu. Frambjóðendur flokksins, Ólafur Jóhannesson, Björn Pálsson, Magnús Gíslason og Stefán Guðmundsson, koma á fundinn. Stjórnin. Ólafur Björn Magnús Stefán átt að koma í góðu ásigkomulagi til meginlandsins í dag. í fyrrakvöld var byrjað að út- búa flugvélina fyrir hrossaflutn- ingana. Voru settar grindur í gólf vélarinnar, og settar upp stíur fyrir 5—6 hesta, þar sem þeir eru lausir og frjálsir meðan á flug- ferðinni stendur. Sérstök land- göngubrú hafði verið útbúin, svo hestarnir gátu gengið úr sendi ferðabílunum og beint um borð, og gekk vel að koma þeim um borð — engar stympingar eða átök. Páll A. Pálsson yfirdýralækn ir var við landganginn til að fylgj ast með þegar hrossin voru sett um borð, og til að minna flugstjór ann á að hafa með sér skamm- byssu, til að grípa til ef eitthvað Framhald á bls. 3 og þar verður bækistöð rannsókn anna. Eftir er að flytja vistir og ýmsan útbúnað inn eftir, en því verður lokið, þegar rannsóknirnar þurfa að hefjast seinna í þessum mánuði. Tveir grasafræðingar fara svo í Þjórsárver um mánaðamótin júní og júlí, og verða það þeir Bergþór Jóhannsson og Hörður Kristinsson, með aðstoðarmann, samkvæmt upplýsingum Eyþórs Einarssonar grasafræðings. Ey- þór er annar tveggja stjórnenda verkefnisins í Þjórsárverum, og er hann fulltrúi Náttúrufræðistofn unar íslands, hinn umsjónarmaður inn er dr. Agnar Ingólfsson, dó- sent. Þá er starfandj nefnd, sem er Orkustofnun og Landsvirkjun til ráðuneytis um mál, er varða Þjórsárver, og eiga sæti í henni dr. Gunnar Sigurðsson, formaður, dr. Finnur Guðmundsson og Jakob Björnsson. Eyþór Einarsson sagði í viðtali við Tímann í dag, að ekki væri gert ráð fyrir öðrum þátttakend um í rannsóknunum í Þjórsárverum í sumar, en þeim, sem áður hefur verið gotið. Hann sagði, að senni lega yrði leitað til erlendra manna varðandi einhverjar rannsóknir þarna síðar, þótt ekkert væri hægt að segja um það á þessu stigi. Hins vegar sagði hann, að vitað væri, að margir útlendir menn hefðu áhuga á því, sem þarna mun fara fram, og sömuleiðis stofnanir og alþjóðasamtök. Gæti vel verið að einhverjir slíkir menn kæmu hingað á eigin veg um í sumar, þótt ekki væri vitað um það fyrir víst ennþá. Heimilistæki til Akureyrar - Sanaöl til Reykjavíkur KJ—Reykjavík, miðvikudag. í fyrrakvöld kom önnur DC- 6 flutningaflugvéla Fragtflugs h.f. til landsins, en sem kunn- ugt er af fréttum, þá neyddist Fragtflug til að færa starfsemi sína út fyrir landsteinana, fyr- ir nokkru, vegna óhagstæðra tolla á flugfragt. Fragtflug kom hingað með fullhlaðna vél frá Ostende í Belgíu, og var aðalfragtin heim ilistæki, sem öll fóru til Akur eyrar. Vegna óhagstaéðra flug skilyrða á Akureyri, varð að millilenda í Reykjavík og komst flugvélin því ekki til Akureyr ar fyrr en um miðjan dag í gær. Frá Akureyri flutti vélin svo farm af öli og gosdrykkjum frá Sana á Akureyri, og var unnið að því fram undir miðnætti í gær, að afferma vélina. Vegna þungatakmarkana á Norður- landsvegi, hafa landflutningar á milli Reykjavíkur og Akureyr ar ekki gengið samkvæmt áætl un, og því bar vel ‘í veiði fyrir Sana, þar sem koma þurfti farmi af framleiðsluvörum verk smiðjunnar suður. Strax og affermingu á Sana vörunum var lokið, var hafizt handa við að búa vélina undir flutninga á hrossum til megin landsins. Flugvélar Fragtflugs hafa að undanförnu verið á flugi fram og aftur um Evrópu, og munu nú standa fyrir dyrum hjá fyrir tækinu miklir jarðarberjaflutn ingar. Virðast jarðarberjaflutn ingar vera miklir um þessar mundir, og má marka það af því, að þau þrjú fragtflugfélög, sem íslendingar eru viðriðnir, en þau eru Fragtflug, Þór og Cargolux, eru öll í jarðarberja flutningum um þessar mundir, að því er fréttir herma. ................. ....................................... ............................. .................................................................................................................................................................... ■ • • Kosningaskrifstofur B-listans í Reykjavík, Skúlatúni 6 Allar almcnnar upplýsingar svo og upplýsingar uin kjör- skrár eru veittar í síma 25074 Upplýsingar um utankjörfundarkosningu og þá, scm dvclja erlendis eru í síma 25011. Kosningastjóri er í síma 25010. Stuðningsfólk B-listans er beðið að veita sem fyrst allar upplýsingar, sem að gagni mættu koma, varðandj fólk, sem dvelur utanbæjar, og láta skrifstofuna sömuleiðis vita um þá, sem fara úr borginni fyrir kjördag. Utankjörfundarkosning hefst 16. þessa mánaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.