Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 1
kæfi- skápar JU5TÆJUADOU), tUniARSTIUETI 23, tílB VBU ALLT FYRIR BOLTAlÞRÓTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÖSKARSSONAR Klapparstíg 44 • Sínri 1178$. W. tbL Föstudagur 14. maí 1971 — 55. árg. Bretar ganga í EBE Allir ráðherrarnir leggja áherzlu á áframhaldandi fríverzlun Rippon viðskiptamálaráöherra Breta kemur tjl Efta fundarins um hádcgið í gær. Harm kom i einkaþotu beint. frá Brussel og lenti hún viS Loftlciðahótelið. Á flugvellinum tók Gylfi Þ. Gíslason viSskiptamálaráSherra og fleiri úr hans ráSuneytj á móti Rippon sem' á myndinni gengur úr þotunni í hóteiið. (Tímamynd G.E.) GEOFFREY RIPPON VI© KOMUNA TIL REYKJAVÍKÖR: „Gula Ijósiö er komið" EJ—Reykjavík, fimmtudag. Geoffrey Rippon, sá ráðherra í brezku rfkisstjórninni sem fer með samningaviðræður Breta við Efnahagsbandalag Evrópu, kom til Reykjavfkur í einkaþotu beint frá Briisse', þar sem hann sat á samninga fundi fram til um kl. 4,30 í nótt. Þegar Rippon kom á Reykjavikurflugvöll, var hann umkringdur af blaðamönnum sem inntu hann frétta af saimi- ingafundunum í Bríissel í nótt og í gær. Rippon sagði, að á þessum fundum hefði náðst mjög þýð ingarmikill árangur í þýðingar miklum málum. Sá árangur væri það afgerandi, að miklar líkur væru til þess að Bretland gæti orðið aðili að EBE 1. janúar 1973 eins og stefnt hafi Verið að. Aðspurður, hvort niðurstað- an á Brussel-fundunum þýddi, aS grænt ljós væri komið á inngöngu Bretlands, svaraði lippon-. „Það er a.m.k. komið Sslt ljós". Rippon lét í ljósi von um, Framhald á bls. 10. Þetta er íslenzka sendinefndin á Éfta fundinum. F.v. Volgeir Ársœlsson deildarstjóri, Einar Benodikts- son fastafulltrú! [slands hjá Efia, Gylfi Þ. Gislason viðskiptamálaráðherra og bórhallur Ásgejrsson ráSu- neyttsstjóri. (Timamynd G.E.) Ekki samið um veiBar OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Það yrði viðskiptahagsmunum íslendinga óhagstætt ef Bretar gengu í Efnahagsbandalagið og við fengjum enga samninga við hið stækkaða efnahagsbandalag, sagði Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, eftir að Rippons markaðsmálaráðherra Breta, gaf skýrslu á ráðherra- fundinum í Reykjavík um að Bretar mundu vafalaust ganga í Efnahagsbandalagið innan tíð- ar, En eins og kunnugt er, sagði Framhald á bls. 10. EJ, KJ-Rvfk, fimmtudag. Reykjavfkurfundur EFTA er sögulegur að því leyti, að á honum varð ljóst, að Bretar fá hmgöngu í Efnahagsbandalag Evrópu — loksins. Á ráðherra fundinum á Hótel Loftleiðum í dag, lögðu allir ráðherrarnir áherzlu á að viðhalda þeim árangri sem náðst hefði innan EFTA — það er að segja frí- verzlun — og að sérsamningar EFTA-rikjanna við Efnahags- bandalagið tækju allir gildi á sama tíma. Fundur ráðherranefndar EFTA hófst að Hótel Loftleið um kl. 10,30 í morgun, og voru þá mættir allir ráðherrar og sendinefndir nema Geoffrey v Rippon frá Bretlandi, sem var á leiðinni frá Brössel. Fyrsta mál á dagskrá var umræða um viðskiptamál í hciminum, og tóku fuiltrúar flestra landanna þátt í þehn. Var m. a. fjallað um erfiðleika frjálsra viðskipta vegna hugsan legrar lagasetningar um irm- flutningshömlor í Bandarikjun um. Ýmsir ráðherrar skýrðu frá auknu frjálsræði landa sinna varðandi viðskipti við Austur- Eyrópuríki. Að þessum umræðum loknum var lögð fram skýrsla John Coulson, framkvæmdastjóra EFTA, um starfsemina frá síð asta ráðherrafundi. Urðu stutt ar umræður um skýrsluna, og var fundi frestað um kl. 12 til kl. 15. Finnski ráðherrann Mattila sagði á morgunfundinum að nú væru liðin tíu ár frá aðild Finna að Efta og hefðu þær vonir, sem í upphafi voru bundnar við aðildina, rætzt Á fundinum sem hófst klukk an þrjú í dag, skýrði Rippon frá niðurstöðum funda sinna í Brussel í gær og í fyrradag, en reyndar endaði síðasti fundur inn ekki fyrr en klukkan hárf fimm í morgun. Rippon sagði á þessum fundi, að náðst hefði þýðingarmikill árangur um ým is atriði varðandi inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Þar mætti nefna aðild Breta að Euraton, aðlögunartíma varð andi iðnaðar og landbúnaðar- Framhald á bls. 10. Andersen, Ðamnörku Feldt, Sviþjóð BW.C9 Kleppe, Noregi a—r.tya«r - 'rqn^ Mattila, Finnlandi Brugger, Sviss F m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.