Tíminn - 14.05.1971, Qupperneq 1

Tíminn - 14.05.1971, Qupperneq 1
kæfi- skápar RATTiEKJAOÐU). HAfKAJlSTJUCn 23, SbH 183U ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparatíg 44 ■ Slni 1178S. ÍÖTTtbT Föstudagur 14. maí 1971 — 55. árg. Bretar ganga í Allir ráðherrarnir leggja áherzlu á áframhaldandi fríverzlun Rippon viðskiptamálaráSherra Breta kemur til Etta fundarins um hádegið í gaer. Harm kom í einkaþotu beint frá Brussel og lenti hún við Loftleiðahótelið. Á flugvellinum tók Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra og fleiri úr hans ráðuneyt] á móti Rippon sem á myndinni gengur úr þo+unni í hótelið. (Tímemynd G.E.) GEOFFREY RIPPON VIÐ KOMUNA TIL REYKJAVÍKUR: Gula ÍJósið er komið“ 9f EJ—Reykjavík, fimmtudag. Geoffrey Rippon, sá ráðherra í brezku ríkisstjórninni sem fer meS samningaviðræður Breta við Efnahagsbandalag Evrópu, kom til Reykjavíkur í einkaþotu beint frá Brussel, þar sem hann sat á samninga fundi fram til um kl. 4,30 í nótt. Þegar Rippon kom á Reykjavíkurflugvöll, var hann umkringdur af blaðamönnum sem inntu hann frétta af samn- ingafundunum í Briissel í nótt og í gær. Rippon sagði, að á þessum fundum hefði náðst mjög þýð ingarmikill árangur í þýðingar miklum málum. Sá árangur væri það afgerandi, að miklar líkur væru til þess að Bretland gæti orðið aðili að EBE 1. janúar 1973 eins og stefnt hafi Verið að. Aðspurður, hvort niðurstað- an á Briissel-fundunum þýddi, aS grænt ljós væri komið á inngöngu Bretlands, svaraði fippon: „Það er a.m.k. komið gclt ljós“. Rippon lét í ljósi von um, Framhald á bls. 10. Þetta er íslenzka sendinefndin á Éfta fundinum. F.v. Vaigeir Ársælsson deildarstjórl, Einar Benedikts- son fastafulltrúi íslands hjá Efta, Gyifi Þ. Gislason viðskiptamálaráðherra og Þórhallur Ásge]rsson ráðu- neyttsstjóri. (Tímamynd G.E.) Ekki samfö um veföar OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Það yrði viðskiptahagsmunum Islendinga óhagstætt ef Bretar gengu í Efnahagsbandalagið og við fengjum enga samninga við hið stækkaða efnahagsbandalag, sagði Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, eftir að Rippons markaðsmálaráðherra Breta, gaf skýrslu á ráðherra- fundinum í Reykjavík um að Bretar mundu vafalaust ganga í Efnahagsbandalagið innan tíð- ar, En eins og kunnugt er, sagði Framhald á bls. 10. Andersen, Danmörku EJ, KJ-Rvík, fimmtudag. Reykjavíkurfundur EFTA er sögulegur að því leyti, að á honum varð ljóst, að Bretar fá inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu — loksins. Á ráðherra fundinum á Hótel Loftleiðum í dag, lögðu allir ráðherrarnir áherzlu á að viðhalda þeim árangri sem náðst hefði innan EFTA — það er að segja frí- verzlun — og að sérsamningar EFTA-ríkjanna við Efnahags- bandalagið tækju allir gildi á sama tíma. Fundur ráðherranefndar EFTA hófst að Hótel Loftleið um kl. 10,30 í morgun, og voru þá mættir allir ráðherrar og sendinefndir nema Geoffrey Rippon frá Bretlandi, sem var á leiðinni frá Brussel. Fyrsta mál á dagskrá var umræða um viðskiptamál í heiminum, og tóku fulltrúar flestra landanna þátt í þehn. Var m. a. fjallað um erfiðleika frjálsra viðskipta vegna hugsan legrar lagasetningar um inn- flutningshömlur í Bandaríkjun um. Ýmsir ráðherrar skýrðu frá auknu frjálsræði landa sinna varðandi viðskipti við Austur- Evrópuríki. Að þessum umræðum loknum var lögð fram skýrsla John Coulson, framkvæmdastjóra EFTA, um starfsemina frá síð asta ráðherrafundi. Urðu stutt ar umræður um skýrsluna, og var fundi frestað um kl. 12 til kl. 15. Finnski ráðherrann Mattila sagði á morgunfundinum að nú væru liðin tíu ár frá aðild Finna að Efta og hefðu þær vonir, sem í upphafi voru bundnar við aðildina, rætzt. Á fundinum sem hófst klukk an þrjú í dag, skýrði Rippon frá niðurstöðum funda sinna í Brussel í gær og í fyrradag, en reyndar endaði síðasti fundur inn ekki fyrr en klukkan hálf fimm í morgun. Rippon sagði á þessum fundi, að náðst hefði þýðingarmikill árangur um ým is atriði varðandi inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Þar mætti nefna aðild Breta að Euraton, aðlögunartíma varð andi iðnaðar og landbúnaðar- Framhald á bls. 10. Feldt, Svíþjóð Kleppe, Noregi Mattila, Finnlandi Brugger, Sviss

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.