Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. maí 1971 __________ TIMINN 7 — — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN KramfcvtEmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- Ktjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu, simax 18300 — 18306. Skrlf- atofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasíml: 19523. AfSrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Frestun skattskránna í forustugrein Mbl. í fyrradag er reynt að færa „tækni- leg rðk“ fyrir því, að síðasta Alþingi ákvað á síðustu stundu, að skattskrár þyrfti ekki að leggja fram fyrr en 20. júní í stað L júní, eins og verið hefur til þessa. Um þessi tæknilegu rðk Mbl. er það að segja, að engiim af þeim embættismönnum, sem undirbjuggu skattalagafrumvarpið, mundi eftir þeim meðan á undir- búningi þess stóð og því var frumvarpið lagt fram bæði á þingi í fyrra og nú, án þess að minnzt væri á þessa breytingu. Það var fyrst eftir, að búið var að ákveða kjördaginn og frumvarpið var komið til annarrar um- ræðu í neðri deild, að stjómarliðið uppgötvaði þessi „tæknilegu rök“ til að fresta birtingu skattskránna. Vitanlega voru þessi „tæknllegu rök“ ekki annað en málamyndaástæða. Hin raunvertdega ástæða var sú, að stjómarflokkunum þótti ráðlegt að halda hinum miklu skattahæbkunum, sem verða á þessu ári, leyndum fram yfir kosningar. ÞaS er fyrirsjáanlegt, aS tekjuskattur og útsvar á einstaklingum munu stórhækka á jsessu ári. Kaup- bætur þær, sem láglaunafólk fékk á síðastl. ári, munu aS miklu leyti fara í skatta sökum þess, aS stjórnar- flokkamir felldu að láta skattvísitöluna fylgja fram- færsluvísitölunni. Hjá hjónum, sem hafa tvö börn á framfæri og hafa haft um 300 þús. kr. nettótekjur á síSastl. ári, nemur þaS hvorki meira né minna en 16 þús. kr., sem þau verða að borga meira í tekju- skatt og útsvar á þessu ári, sökum þess, aS stjómar- flokkarair felldu að leiSrétta skattvísitöluna. Á sama tfma og stjómarflokkamir felldu að gera þessa sjálfsögðu leiðréttingu á skattakjöram latmafólks, sam- þykktu þeir að veita efhameiri hlutabréfaeigendum vera- leg skattfríðindi. Með því opnuðu þeir jafnframt leið fyrir ýmsa hátekjumexm til að stofna málamyndahluta- félög og breyta á þann hátt skattskyldum launatekjum í skattfrjálsan hlutabréfaarð. Þetta era hinar raunveralegu, tæknilegu ástæður, sem réðu því, að stjómarflokkamir lögfestu, að birtingu skatt- skránna skyldi frestað fram yfir kosningar. Þeir vildu láta skattgreiðendur skila atkvæðum sínum áður en þeir «5eju skattahækkanimar svart á hvítu. Helmingafélag Þjóðviljamenn ræða nú mikið um, að Framsóknar- menn sækist eftir helmingaskiptum við Sjálfstæðisflokk- inn. Þannig reyna þeir að draga athyglina frá helminga- skiptum Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins í verkalýðshreyfingunni. Helmingaskipti þessi era fólgin í því, að Alþýðubandalagsmenn bjóði ekki fram í verka- lýðsfélögum, þar 9em Sjálfstæðismenn hafa völdin, og Sjálfstæðismenn bjóði ekki fram í félögum, þar sem kommúnistar ráða. Þessi helmingaskipti sáust glöggt í Iðjukosningunum í vetur, en þá var borinn fram listi, sem m.a. hafði það takmark að bæta hlut Iðjukvenna. Alþýðubandalagsmenn samfylktu þá með Sjálfstæðis- mönnum til að tryggja áframhaldandi völd þeirra síðar- nefndu í Iðju og þá jafnframt áframhaldandi launamun karla og kvenna. Svövu Jakobsdóttur hefur sennilega verið ókunnugt um þetta helmingafélag, þegar hún ját- aðist á framboðslista Alþýðubandalagsins í þeirri trú, að það berðist öðrum flokkum fremur fyrir jafnrétti kvenna í launamálum! Sennilega er líka flestum fylgjendum Alþýðubanda- lagsins ókunnugt um, að það er draumur þeirra Magnús- ar og Lúðvíks, að þetta félag færi út kvíarnar. Þ.Þ. LOUIS WIZNITZER, The Christian Science Monitor: Hversvegna gefast leiötogar Norður-Vietnama ekki upp? Sennilega eiga þeir orðið heimsmet í þrautseigju Sérhver sá, sem kynnir sér efnahagslíf landsins, eins og höfundur þessarar greinar hafði tækifæri til í Hanoi, hlýt ur óhjákvæmilega að velta þessari spumingu fyrir sér. Loftárásir Bandaríkjamanna hafa eyðilagt stóru stálverin í Tai Nguyen, sementsverksmiðj- umar í Haiphong, pappírsverk- smiðjumar í Hanoi, vefnaðar- vömmerksmiðjumar í Nam Dinh, fosfórsnámumar við kín- versku landamærin og flest raf orkuver landsins. Gert hefur verið við nokkr- ar verksmiðjur til þess að unnt væri að starfrækja þær að nýju, en margar era svo illa farnar, að þær verður að end- urbyggja frá granni, og þannig ^era stóra stáliðjuverin til dæm is leikin. FRAMLEIÐSLA þungaiðnað arins komst upp í 5 milljónir smálesta árið 1965, en nam ekki nema þremur milljónum smálesta árið, sem leið. Árið 1965 nam kolavinnslan úr jörðu ,;háifri fimmtu milljón smálesta. Mér tókst ekki að afla nákvæmra upplýsinga um vinnsluna, árið sem leið, en óhætt er að fullyrða, að hún var miklum mun minni en ár- ið 1965. Framleiðsla raforku nam 650 milljónum kílówattstunda ár- ið 1965. Líða munu mörg ár áður en unnt verður að vinna að nýju jafn mikla raforku og þá var gert. Auk þessa, sem hér hefur verið drepið á, á efnahagslífið við að stríða margar hindran- ir, sem vonlítið virðist að vinna bug á. i Ef takast á að sjá íbúum landsins fyrir nægilegri fæðu, verða að fást að minnsta kosti tvær góðar uppskerar af hrís- grjónum á ári og kartöfluupp- skeran verður einnig að vera góð. Þetta getur þó ekki lán- azt nema þvf aðeins að notað sé mun meira af áburði en sá húsdýraáburður og jurta- áburður, sem til fellur í land- inu. Tilbúinn áburður fæst hins vegar ekki nema verk- smiðjur séu reistar eða efnt til áburðarinnflutnings, sem síðan verður að greiða með útflutn- ingi framleiðsluvará, sem Norður-Vietnamar hafa ekki af lögu. KOL era helztu útflutnings varan ,en kolaútflutningur hef- ur minnkað mjög mikið. Eigi útflutningur að gefa góðan arð þarf helzt að flytja út full- unna vöra en ekki hráefni. og má þar nefna niðursoðið kjöt — eða fiskmeti auk grænmet- is. Þessu verður hins vegar ekki komið í kring, nema byggðar séu verksmiðjur. Framleiðsla unninna matvara er einnig háð landbúnaðinum um hráefni, en afköst hans era aftur undir áburðinum komin. Aukinn áburður fæst ekki, nema reistar séu verksmiðiur ~~ririiiTi ................. mni PHAM VAN DONG forsæ-tisráöherra Norður-Víetnam eða efnt til innflutnings, sem ekki er unnt að greiða með út- flutningi, eins og áður er sagt'. Fjarri fer þó, að þama sé komið að eina þröskuldinum á veginum. „Ég vildi óska, að ekki væri við annað en stóru vandamálin ein að striða," stundi embætt- ismaður nokkur, sem hefur þann starfa að gera áætlanir við gersamlega vonlaus skil- yrði að því er virðist. „En auk þeirra eru þúsundir hindrana, sem valda því, að uppbygging efnahagslífsins og eðlilegrar framvindu þess er ósegjanlega erfið þraut.“ SEM dæmi um hina ýmsu erfiðleika má taka flutning gífurlega stórrar vökvapressu frá Sotvétríkjunum. Hún var svo stór, að henni varð ekki komið á ákvörðunarstað á öðra farartæki en fljóta- báti. Bíða varð eftir regntíman- um áður en flutningurinn gat hafizt. Á leiðinni varð fyrir brú, sem var ekki nógu há til þess, að pressan kæmist undir hana. Þar varð að bíða í sex mánuði eftir að regntíminn liði, þurrkatíminn hæfist og sjatnaði svo I fljótinu, að fljótabáturinn kæmist undir brúna með pressuna. Þegar bú- ið var að koma pressunni und- ir brúna varð aftur að bíða nokkra mánuði eftir regntím- anum, vegna grynninga í fljót- inu annars staðar. Fljótt á litið virðist barátt- an gersamlega vonlaus. Þegar betur. er að gáð kemur þó ýmislegt í ljós, sem vekur von ir. Og leiðtogarnir í Hanoi eru alls ekki reiðubúnir að gefast upp. ÍBIJAR Norður-Vietnam eru tuttugu og tvær milljónir og meðalaldurinn er 16 ár. Fólk- inu fjölgar miklu fljótar þar en meðal iðnaðarþjóðanna, þó aarsjwmamxiausati að mikið mannfall verði. Rikis stjórnin berst ákaft fyrir getn- aðarvörnum, en af því þarf ekki að leiða, að skortur verði á vinnuafli. Hvað baráttuþrek þjóðar- innar áhrærir verður að minn- ast þess, að bændur í Vietnam hafa borið vopn að minnsta kosti í tvö þúsund ár. Kínversk ir arftakar Djengis Khans vöktu gífurlega háreista heims veldisöldu, sem skall á þjóð- inni. Sú alda var enginn hé- gómi, en eigi að síður brotn- aði hún á klettóttri strönd Vietnam. Stjórnkerfið vinnur sitt ▼erk, og fjarri fer, að stjóm- leysis gæti, þrátt fyrir kerfis- bundnar loftárásir á landið í full fjögur ár. Játa verður jafnvel, að framfarir hafi orðið á hinu félagslega sviði. Bændur hafa tíl dæmis lært að nota vélar. Konur í Vietnam hafa fengið frelsi. Andstreymið virðist hafa valdið því, að þjóðin sam einast einhuga að baki leið- toganna. ÉG ÓK fimm hundrað kíló- metra vegalengd í jeppa, og á leið minni sá ég eyðilegging- una, sem milljón smálestir af bandarískum sprengjum hafa valdið. (Norður-Vietnamar sjálfir halda fram, að sprengi- efnið nemi 30 kílógrömmum á hektara). Að regntímanum liðnum standa þúsundir sprengjugíga fullir af vatni og villinautin baða sig í þeim. Þrátt fyrir allt hlaut ég að draga þá ályktun, að eld- og stál-hríðin hefði hvergi nærri bugað Norður-Vietnama. Erf- itt er að vega og meta nákvæm lega afleiðingar slíkrar tækni- st}Tjaldar á landbúnaðarland, eins og þama er um að ræða. Verði til dæmis rafmagns- laust í norð-austurhluta Banda ríkjanna, — eins og í nóvem- ber árið 1965 —, lamast bók- staflega öll starfsemi í landinu, rfteira að segja herinn sjálfur. Öðra máli gegnir um Norður- Vietnam. Stöðvun allrar raf- magnsframleiðslu í landinu hefur engin áhrif á olíulamp- ana, sem öldum saman hafa verið notaðir sem Ijósgjafi í kofunum. Hún breytir heldur engu um notkun reiðhjóla. HRÍSGRJÓNAUPPSKERAN í Norður-Vietnam nam 5 milljónum smálesta árið 1970. Stjórnarvöldin hal(ja fram, að þetta hafi bæði nægt heima- mönnum til fæðu og hemum í suðri. íbúar landsins fá fæði og klæði (þó af skornum skammti sé), og þeir hafa húsaskjól (þó að húsin séu bæði þröng og lágreist). Norður-Vietnam- ar eru snillingar í að „bjarga sér siálfir“, og gera við alla skapaða hluti. Þeim hefur tek- izt að koma sumum eyðilögðu verksmiðjunum til starfa að Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.