Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. maí 1971 Eyleifur Hafsteinsson, bíður eftir a5 hefja sinn 20 landsleik fyrir ísland. Eylelfur fékk abeins afsökun! f landsleiknum við Frakk- land í fyrrakvöld, lék Eyleifur Hafsteinsson, sinn 20. landsleik fyrir fsland. Fyrir þetta afrek sitt fékk Eyleifur ekkert frá stjórn KSÍ—nema afsökunar- arbeiðni vegna þess að bann hefði gleymzt! Það hefur hingað til verið hefð að verðlauna þá menn, sem leika sinn 20. landsleik í knattspyrnu með því að færa þeim bikar til eignar, eða sýna þeim einhverja viðurkenningu. En því takmarki hafa aðeins ör- fáir knattspyrnumenn náð til þessa. Eyleifur hefur oftast stað ið sig mjög vel í þessum leikj um og verið einn bezti maður íslenzka liðsins í þcim flestum, og því leiðinlegt að stjórn KSÍ skyldi gleyma honum f þetta sinn. — klp. Æfingabúðir fyrir unga Akurnesinga Dagana 1.—4. júní n. k. stend ur Unglingaráð Akraness fyrir æfingabúðum fyrir pilta á aldrin um 10—14 ára í Leirárskóla í Borgarfirði, og verða þessar æf- ingabúðir opnar öllum Akurnes ingum á þessum aldri. Kennd verð ur þar knattspyma og aðrar íþrótt ir. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 9 Hvað gerir Breiðablik? Verður að veija á milli tveggja valla til að leika á í 1. deild í sumar. Kópavogsvöllurinn orðinn löglegur til keppni, en varla boðlegur fyrir leikmenn og áhorfendur. Lcikmcnn Breiðabliks hafa leikiS oft á Melavellinum, og náð þar góS- um leikjum, enda hafa þeir ekkerf á móti því aS leika þar. En nú verða þeir að vel ja á milli „heimavalla'. Klp-Reykjavík. Eins og við höfum áður sagt frá í fréttum, hefur 1. deildar lið Brciðabliks í knattspyrnu, sem nú leikur í fyrsta sinn í 1. deild, fcngið Ioforð fyrir því að heimavöllur Iiðsins í sumar, verði Melavöllurinn í Reykja- vík. Forráðamenn liðsins óskuðu eftir þessu s. L vetur þar sem þeir töldu útilokað að leika 1. deildarleiki á heimavelli liðs ins í Kópavogi. En í bikarkeppn inni í fyrra, var völlurinn mæld ur upp eftir að KR-ingar höfðu neitað að leika á honum, þar sem hann væri ekki af löglegri stærð til meistaraflokksleikja, og kom í ljós að svo var — en þar munaði 4 metrum á breidd ina. Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við völlinn, og hefur verið steyptur garður á aðra hlið hans, eða þeim megin sem áhorfendum er ætl- að að vera, og hann breikkaður þannig að hann nær nú lág- marki stærðar 60x100 metrar. Var þetta gert að ósk forráða manna liðsins, til að löglegur æfingavöllur fengist fyrir meist araflokk og einnig löglegur keppnisvöllur fyrir yngri flokk ana. Þar sem völlurinn hefur nú verið lagfærður þannig að hann nær láginarki- til leikja í 1. deild, er spurningin hvort Breiðablik ætlar að leika sína heimaleiki á honum — eða á Melavellinum. Eftir því sem íþróttasíðan hefur fregnað, er ekki enn búið að ákveða það, en forráðamenn liðsins hafa varizt allra frétta um það mál. Frá mínum bæjardyrum séð kemur varla til mála að leika 1. deildarleiki á vellinum. Fyr ir það fyrsta er hann stór hættulegur, því á aðra hlið hans er þverhnípt niður á götu nær tveggja metra fall. Til að koma í veg fyrir að slys hljót ist af, verður að girða völlinn, en það er mikil kostnaður, sem kemur trúlega til með að bitna á framkvæmdum við nýja íþróttasvæðið í Kópavogi, en í það vantar mikið fé til að fullgera það. í öðru lagi er nær vonlaust að selja inn á völlinn, og er ekki að efa að þsð verður þyngst á metunum — því sam kvæmt ákvörðun á síðasta KSÍ þingi, skal skipta tekjunum jafnt á milli liðanna, sem leika hvern leik. Þetta þýðir að Breiðablik fær lítinn eða eng an ágóða af sínum heimaleikj um og mótherjarnir fá þá álíka lítið í sinn hlut. Það kemur áreiðanlega til með að valda óánægju meðal annarra liða í 1. deild, sem öll geta boðið uppá einhvern hagnað af aðsókn, og kæmi mér ekki ’ á óvart1 þó þau neituðu að leika á vellinum í Kópavogi, af þeim sökum. Varla geta nema 500 til 1000 manns horft á leik með góðu móti á þessum velli, og það verða varla nema þeir, sem mæta fyrstir, sem eitthvað geta séð af leiknum, því áhorfenda stæðið er slétt gatan, og EF HÆGT > VERÐUR AÐ SELJA AÐGANG — verður fólk ekki ginnkeyptir fyrir að borga 100 krónur fyrir að sjá lítið sem ekkert. — Þar fyrir utan eru engin bilastæði að hafa í nám unda við völlinn, en það hefur líka sitt að segja gagnvart að- sókn á íþróttaleiki. Það verður fróðlegt að fylgj ast með framvindu þessa máls. En ákvörðunina um hvort leik ið verður á vellinum í Kópa vogi eða á Melavellinum í 1. deild í sumar, verður að fara að taka, því keppnin þar hefst um aðra helgi. — klp. (slandsmeisturunum boðið til íslandsmeisturunum í knatt- spyrnu frá Akranesi hefur verið boðið til Færeyja í sumar. Á sú heimsókn að standa f sambandi við Ólafsvökuna, en á hana hefur íslenzkum iþróttaflokkum oft ver ið boðið. Fyrsta opna golfkeppnin á þessu ári fer fram á sunnudag inn. Er það Golfklúbbur Suður nesja, sem stendur fyrir þeirri keppni, en keppnin er hin svo- nefnda „Dunlop open“ og er hún 18 holur með og án forgjafar. Skráning keppenda hefst kl. 10 árdegis í golfskálanum í Leiru. Verðlaun til keppninnar gefur Austurbakki h.f., sem hefur um- boð fyrir Dunlopvörur hér á landi. Þegar hafa tvær keppnir farið fram hjá GS og hafa úrslit í þeim orðið þessi: 24. 5. Höggleikur með og án forgjafar: Án forgjafar: högg Jón Þorsteinsson 76 Framhald á bls. 3 Færeyja Um svipað leyti vei'ður hand- knattleikslið Hauka úr Hafnarfirði í Færeyjum, og munu bæði þessi lið keppa við Færeyinga á Ólafs vökunni. í ágúst fer hópur 13—16 ára drengja frá Akranesi til London, og mun keppa þar í knattspyrnu við jafnaldra sína. 1. deildin hefst um aðra helgi klp-Reykjavík. Um aðra helgi, eða hclgina 22.—23. maí hefst 1. deildar- keppnin í knattspyrnu hér á landi og verður þá leikin heil umfcrð. Liðin sem mætast þá eru þessi: Vestmannaeyjar — Val- ur í Eyjum, KR-Akureyri og Fram — Breiðablik í Reykjavík og Keflavík — Akranes í Keflavík. Önnur umferð fer svo fram um helgina 5. — 6. — 7.. júní, en á milli þdssara umferða verð ur landsleikurinn við Noreg í Bergen. f annari umferðinni mætast Akranes—Akureyri á Akranesi og KR—Vestmanna- eyjar, Breiðablik—Valur og Fram—Keflavík í Reykjavílc. Náttúruverndarfélag Reykjavíkur og nágrennis AÐALFUNDUR Aðalfundur (framhaldsstofnfundur) verður hald- inn 1 Norræna húsinu, laugardaginn 15. maí og hefst kl. 15,00 stundvíslega. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Að loknum aðalfundi verður umræðufundur. Rætt verður um flugvallargerð og flugumferð 1 þétt- býli, og áhrif hennar á umhverfi, líf og heilsu manna. Fólk er eindregið hvatt til þess að fjölmenna og skiptast á skoðunum um framtíðarverkefni fé- lagsins. Stjórnin. Blindravinafélag Islands mun veita verulegan styrk skólaárið 1971—72, til kennara, sem vill afla sér menntunar við há- skólann í Birmingham, sem blindrakennari. Umsóknir um námsstyrk þennan skal senda í ákrif stofu félagsins að Ingólfsstræti 16, Reykjavík, fyr- ir 15. júní næstkomandi. Greint verði frá menntun og kennslustörfum umsækjanda. Nánari upplýs- ingar gefur formaður félagsins í síma 22222. Stjórn Blindravinafélags íslands. '-NÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.