Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 1
?p ^ fJWJ|« ALLf FYRIR BOLTAÍÞRÖTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSÖNAR Klapparstíg 44 ¦ Sími H7S3. 108. tbL Laugardagur 15. maí 1971 — 55. árg. y-1^*»^^^^ Áskorendamótið: Larsen vann -k Áskorendamótið í skák er nú hafið, en það fer fram á fjórum stöðum í heiminum. f Scvilla á Spáni tefla þeir Petrosjan og Hiibner, í Moskvu tefla þeir Korshnoj og Geller, í Las Palmas á Kanaríeyjum tefla þeir Larsen og Ulhmann og í Voncouver í Kanada tefla þeir Fischer og Taimanov. ic Fyrstu fréttir af áskorenda mótinu eru þær, að Geller tap- aði fyrir Korsnoj. Geller var kominn í tímaþröng, og hafði aðeins eina mínútu til að leika átta leiki. Korchnoj fórnaði riddara og Geller gat ekki fund ið góða vörn. í 36. leik tapaði hann svo á líma. ic Skák þeirra Larsens og Ulhmanns frá Austur-Þýzka- landi fór í bið á fimmtudags- kvöldið, eftir sex tíma skák. Á föstudag átti svo að tefla hana, en þá gaf Ulhmann skák ina án þess að tefla hana frek- ar. Tíminn hefur fengið skákina úr einvígi Hiibners og Petro- sjan, en hiín fór í bið í 41. leik, eftir miklar sviptingar. Biðstaðan virðist í fljótu bragði hagstæð hvít, en svart- m ætti að halda jafntefli. Hiibner stýrir hvítu mönnun-J um. (Caro-Kann.) | 1. e4, c6 2. c4, e6 3. Rc3,d5; 4. exrtS, éxd5 5. exd5, cxd5 6. Rf3, Rf6, 7. Bb5f, Rc6, 8. 0—0, Be7, 9. Re5, Bd7, 10. d4, 0—0, 11. Bg5, Rxe5, 12. dxe5, Re4, 13. Bxe7, Rxc3. 14. Bxd8, Rxdl, [ 15, Bxd7, Hfd8, 16. e6, Rxb2, 17. Habl, Rc4, 18. Hxb7, fxe6, 19. Bxe6t, Kh8, 20. Hdl, Rb6, Framhald á bls. 14. ^ÍHWWVW^J Eriendur EFTAgestirnir flykkjast að Bessastöðum til að heilsa upp á forseta íslands í gær. (Tíníamynd G.E.) Ráðherrar EFTA um tengsl EFTA-ríkjanna við Efnahagsbandalagið: Grundvöllur að lausn helztu vandamálanna er f yrir hendi EJ—Reykjavík, föstudag. Ráðherranefnd Fríverzlunarsam takanna, EFTA, lauk fundi sínum í Reykjavik um hádegi í dag. í yfirlýsingu fundarins segir m. a., að ráðherrarnir treystu því, að nú hefði verið lagður grundvöll- ur að lausn erfiðustu vandamál- anna varðandi tengsl allra EFTA- rfkjanna við Efnahagsbandalag Evrópu. í gærkvöldi sátu fulltrúar á fundinum og ýmsir íslenzkir gest ir, veizlu svissnesku ríkisstjórnar inar að Hótel Sögu, og fór hún í alla staði vel fram. Fundur hófst síðan í morgun um hálf ellefu en stóð stutt. Var eingöngu fjallað um yfirlýsingu fundarins, og hún afgreidd. Um hádegið hélt Ernst Brugg 635 milljóna freðfisksamningur undirritaður við Sovétríkin: Nær helmingi minna magn en töluvert hærra verö KJ—Reykjavík, föstudag. Undirritaður hefur verið samn ingur um sölu á freðfiski til Sovétríkjanna, og nemur samnings upphæðin um 635 milljónum króna. íslenzku samningamennirn ir Árni Finnbjörnsson fram- kvæmdastjóri hjá SH og Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar SÍS, voru í mánuð í Moskvu við að semja um þessa fisksölu, sem að magni til er næstum helmingi minni en á s.l. ári, og í þessum samningi eru engin þorskflök. Söluverð er allmiklu hærra en við síðustu samninga. Hér fer á eftir fréttatilkyning frá SH og SÍS um þessa samn inga: „S.l. föstudag var undirritaður samningur um sölu á 8 þúsund tonnum af freðfiskflökum, aðal- lega karfa-, ufsa- og grálúðu-flök um, og allt að 6000 tonnum af heilfrystum fiski, einkum þorski, en einnig ufsa, lýsu, steinbíti, ýsu keilu, löngu og flatfiski. Magnið er næstum helmingi minna en það magn, sem selt var til Sovétríkj»Hna á s.l. ári, en þá voru seld þangað 24.500 tonn af ýmiskonar freðfiski. Stafar þetta að nokkru af minnkandi afla hér við land, en einnig af því, að Rússar kaupa engin þorskflök, en eins og öllum er kumiugt, er þorskurinn uppistaðan í bolfisk- aflanum hér við land og því erfitt að gera stóra sölusamninga um freðfiskflök,' sé hann ekki hafður með. Ekki er þó útilokað að síðar á árinu verði selt eitthvað viðbót armagn til Sovétríkjanna. Fer það eftir aflabrögðum í sumar og því, hvað við kaupum mikið frg Sovétríkjunum, en viðskiptin við þau eru á jafnvirðiskaupagrund- velli, þannig að gert er ráð fyrir, að við seljum þangað, að verð- mæti til, jafnmikið og við kaup um þaðan. Allur skal fiskur þessi afgreið ast fyrir miðjan desember n. k. Þessa dagana er verið að ferma m.s. Hofsjökul, er fer með fyrsta farminn upp í samning þennan, rösklega 2000 tonn, til hafnarborg arinnar Murmansk við Hvítahaf. Söluverðin eru allmiklu hærri, en þau voru í síðasta sölusamn ingi við Sovétríkin, enda á ann að ár liðið síðan hann var gerð ur. Á þeim tíma hafa orðið mikl ar verðhækkanir á fiski erlendis og eru hin nýju söluverð í sam- ræmi við þær. Aðilar að samningi þessum eru af hálfu Sovétríkjanna, ríkisfyrir tækið V/O Prodintorg í Moskvu, en það fyrirtæki annast um inn- kaup á öllum matvælum til þeirra ríkja. Seljendur eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávarafurða deild SÍS, en Árni Finnbjöms- son og Guðjón B. Ólafsson önnuð ust samningagjörðina af hálfu þessara fyrirtækja." er, sem verið hefur í forsæti á fundinum, fund með blaðamönn um, þar sem yfirlýsingin var lögð fram og fyrirspurnum svarað. f yfirlýsingunni er bent á, að ráðherrarnir hafi raett ítarlega þann árangur sem náðst hefur í sameiningarmálum Evrópu síðan síðasti ráðherrafundur var hald inn í nóvember 1970. Sérstaklega fögnuðu þeir þeim árangri, sem náðist á síðustu fundum fulltrúa Breta og Efnahagsbandalagsins í Briissel. Ráðherrarnir töldu, að þær könnunarviðræður, sem far- ið hefðu fram á undanförnum mán uðum milli þeirra EFTA-ríkja, sem ekki vilja aðild að EBE, og bandalagsins ætti að veita grund völl að viðunandi lausn í væntan legum samningaviðræðum þeirra aðila. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á nauðsyn þess, að viðhalda þeirri fríverzlun, sem þegar hefði náðst innan EFTA, þótt EBE stækkaði. Einnig lögðu þeir áherzlu á, að samningar við öll EFTA-ríkin tækju gildi samtímis og væru í samræmi við GATT. í yfirlýsingunni er einnig fjall að um ýmis önnur atriði, sem ráðherrarnir ræddu, en þeir ákváðu að halda næsta reglulega ráðherrafundinn 4. ¦ og 5. nóvem ber 1971 í Genf. A blaðamannafundinum var Brugger m.a. um það spurður, hvort EFTA sem slík væri úr sögíinni. Hann sagði, að þótt þrjú ríki gengu í EBE þá væru sex eftir, og þessi sex ríki myndu Framhald á bls. 14. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.