Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 15. maf 1971 TÍMINN 26 LOGREGLU- MENN BRAUT- SKRÁÐIR Lögregluskólanum var slitið laugardaginn 8. maí s.L í flmmta sinn frá því hann hóf starfsemi sína eftir gildandi reglugerð- Starf ar skólinn í tveimur deildum, byrjendadeild, sem hófst 23. okt. og lauk 11. des., og framhaldsdeild, sem hófst 11. jan. og lauk 8. maí eins og áður er getið. Kennsla hefst kl. 8 á morgnana og lýkur venju- lega kl. 16,00. Nám í byrjendadeild hafa alls sótt 213 nemendur en frá framhaldsdeild hafa til þessa lok- ið námi 122. Að þessu sinni brautskráðust 26 Iögreglumenn frá framhaldsdeild skólans og voru 14 þeirra úr lög- regluliðum utan Reykjavíkur. A skólaárinu voru teknar til afnota nýjad kennslustofur í framtíðarhús næði skólans í nýju lögreglustöðv- arbyggingunni við Hverfisgötu. Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri, ávarpaði nemendur við skóla slitín og óskaði þeim farsældar í Myndln er tekln á stofnfundi Fjárfestingafélagslns. (Timamynd G.E.) Fjárfestingarfélag íslands h.f. stofnað HLUTHAFAR 50 0G HLUTA■ FÉ ÞEGAR 80 MILLJ. KR. starfi. Nemendur færðu skðlanum að gjöf hljómfagra skólabjöllu, sem einn þeirra hafði að mestu gert Reynt að ná togaranum út í gær GS—ísafirði, föstudag. Þeir hafa verið að basla við að bjarga þessum margumtalaða og •vel strandaða togara í dag. Á aði gera töraun á flæðinni í kvöld að ná horaum út_ f gær reyndi vaiíSskipið Óðinn að toga í tog arann en það gekk ekkert. Buið er að sökkva þessum fjór nm flothylkjum undir skipið og hefur verið dælt úr þeim í dag. Mun svo Óðinn toga í einn gang inn enn á háflæðmni milli kL 11 og 12 í kvöld. Björgunarskipin sem sent var eftir til Noregs virðast ekki koma nærri að öðru leyti en því, að koma hylkjunum undir togarann. Kafararnir eru hálfragir við að kafa undir tog arann, því hann veltur svo á klett inum sem hann stendur á ef einhver vottur er af hreyfingu í sjó. En búið er að koma böndun um undir kjölinn og festa í flot hylkin. ET—Rcykjavík, föstudag. í dag var á Hótel Sögu haldinn stofnfundnr Fjárfestlngarfélags ís lands h.f. Hlutahafar í félaginu eru um 50 talsins og hlutafjárloforð nema rúmum 80 milljónum króna. Félagið er stofnað skv. lögum nr. 46/1970 og segir í þeim, að Verzl- unarráð íslands, Félag íslenzkra Iðnrekenda og Samband íslenzkra Samvinnufélaga svo og fleirj aðii- ar, hafi forgöngu um stofnun fé- lagsins, en síðar skal öllum gefinn kostur á, að gerast hluthafar með almennu hlutafjárútboði. Þá segir í niðurlagi laganna, að félagið sé algerlega skattfrjálst til ársloka 1977. Hjörtur Hjartarson, form. Verzl- unarráðs Islands, setti stofnfund- inn, en síðan skýrði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, hrl., drög að stofn- samningi og samþykktum fyrir fé- lagið, en drögin voru síðan sam- þykkt óbreytt, sem stofnsamningur og samþykktir Fjárfestingafélags Islands h.f., en ráðherra á eftir að staðfesta þær. I stofnsamningi félagsins segir m.a: Tilgangur félagsins er að efla íslenzkan atvinnurekstur og örva til þátttöku í honum með því að fjár- festa í atvinnufyrirtækjum og veita þeim fjárhagslega fyrirgreiðslu og beita sér fyrir nýjungum í atvinnu- málum. I samræmi við þennan til- gang skal félaginu heimilt, meðal annars:“ ÁRNESINGAKÚRINN Í SÖNGFÖR TIL FÆREYJA Þann 1. júní n.k. heldur Ár- nessingakórinn í Reykjavík í söngför til Færeyja. Kórinn fer í boði Útvarpskórsins í Þórs- höfn er hingað kom fyrir nokkr um árum. Dvalið verður í viku í Færeyjum og haldnar sex söng skemmtanir á fimm stöðum. Efnisskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt og er rúmur helmingnr hennar eflir tónskáld úr Ámessýslu, þá Sigfús Einars- son, Pál ísólfsson, isólf Pálsson, \ Friðrik Bjarnason og Sigurð l Agústsson. Söngstjórí kórsins er Þuríður Pálsdóttir söngkona og píanó- leikari Jónína Gísladóttir. ------------------ Einsöngvarar með kómum verða fjórir, þær Margrét Egg- ertsdóttir, Sigurveig Hjaltested og Eygló Viktorsdóttir, sem all- ar eru ættaðar úr Árnessýslu, og Kristinn Hallsson. Sérstakur andlegur „stýrimað- ur“ fararinnar verður Helgi Sæmundsson ritstjóri. Kórfélagar efna til happ- drættis til ágóða fyrir ferðasjóð sinn, dregið verður 20. maí n.k. Nokkuð er enn óselt af miðum og munu kórfélagar leita til sýslunga sinna í Reykjavík og annarra borgarbúa um stuðning næstu daga. (Frá Árnesingafélaginu) 1. Að vera frumkvöðull að stofn- un, endurskipulagningu og sam- einingu atvinnufyrirtækja. 2. Að kaupa, eiga og selja hluta- bréf í atvinnufyrirtækjum og skuldabréf þeirra. 3. Að greiða fyrir útgáfu hluta- bréfa og skuldabréfa atvinnu- fyrirtækja með beinni og ó- beinni þátttöku í útboðum og annarrj dreifingu á þeim. 4. Að útvega, veita og ábyrgjast lán til atvinnufyrirtækja, sem félagið tekur þátt í eða beitir - „ - ser fyrir. - - - . , 5. Að taka þátt í rannsóknum á atvinnunýjungum og tilraunum með þær og hafa milligöngu um öflun og sölu á réttindum til hagnýtingar þeirra. 6. Að annast tæknilega og við- skiptalega ráðgjafarþjónustu við stofnun og rekstur atvinnu fyrirtækja. Pólýfónkorinn syngur í Garða kirkju í dag Pólýfónkórinn og Kórskólinn héldu þrjá samsöngva í Krists- kirkju í Reykjavík í síðast liðinni viku við góða aðsókn og mikla lirifningu áheyrenda. Mörg tilmæli hafa borizt um að endurtaka þessa hljómleika. Þess vegna efna kórarn ir til samsöngs í Garðakirkju á Álftanesi laugardaginn 15. þ. m. kl. 6 síðdegis, og verður þar flutt hin sama efnisskrá og í fyrri viku, verk eftir J. S. Bach, Handel, Shu- bert, Montevcrdi o.fl. Meðal verk- efnanna eru mótettan „Jesu mcine Freude* eftir Bach og kórar úr „Messíasi" eftir Handel, og lýkur hljómleikunum með „Hallelújakórn um.“ Á annað hundrað manns taka þátt í hljómleikunum undir stiórn Ingólfs Guðbrandssonar, en orgel- leikari er Árni Arinbjarnarson. Margir munu sjálfsagt nota tæki- færið að hlýða á söng kórsins í Garðakirkju og sjá kirkjuna um leið, en hún er hið fegursta guðs- hús og hljómburður þar mjög góð- ur. Kirkjan var endurbyggð fyrir nokkrum árum og hefur tekið al- gjörum stakkaskiptum hið innra. Aðgöngumiðar fást við innganginn. 7. Að taka lán til eigin þarfa og til endurláns. 8. Að eiga og reka fasteignir. Hlutafé félagsins er ákveðið lægst kr. 80 000.000,00 — áttatíu milljónir króna — og hæst kr. 200.000.000,00 — tvö hundruð milljónir króna. Skiptíst það í hluti að nafnverð kr. 10.000.00 og kr. 100.000,00 . . . Hlutafjárloforð umfram það mark, sem lægst er til- tekið, eru þegar fengin, frá Verzl- unarráði Islands, Félagi íslenzkra iðnrekenda, Sambandi islenzkra samvinnufélaga og aðilum, scm samtök þessi hafa kvatt til, einstak- lingum, félögum, bangastofnunum og sjóðum, sbr. 3. og 4. . . Illutafj.s. til fél. heldur áfram, allt að hinu tíltekna hámarki, þó ekki lengur en til ársloka 1971. Hefur stjórn félagsins söfnunina með höndum. Skal söfnunin fara fram með almennu hlutafjárútboði, þannig að öllum almenningi gefist kostur á hluttöku f félaginu, og á annan hátt, eftir því, sem stjórnin telur við eiga. Af frámlagi hvers hluthafa skal fjórðungur greiddur við stofnun félagsins, eða við áskrift eða fyrir lok útboðsfrests, hjá þeim, sem síð- ar koma til á árinu. Hið ógreidda verður kræft á næstu þremur ár- um, þ.e. á tímabilinu fram til árs- loka 1974, eftir nánari ákvörðum stjórnar félagsins. Nú safnast ekki við hlutafjárút- boð allt það hlutafé, sem heimilað er með samningi þessum, og skal stjórn félagsins þá heimilt bjóða síðar út það, er á vantar, sem hluta- fjárauka, einu sinni eða oftar, á því verði og með þeim skilmálum, sem hluthafafundur samþykkir hverju sinni . . .“ Þá var kosin stjórn félags- ins og endurskoðendur fyrir næsta starfsár. I stjórn voru kosnin Gunn ar J. Friðriksson, form. Félags ísl, iðnrekenda, form., Eyjólfur K. Jónsson, hrl., varaform., Kristleif- ur Jónsson, bankastj. Samvinnu- bankans, ritari, Hjörtur Jónsson, form. Lífeyrissj. verzlunarmanna og Guðmundur Ólafsson, framkv.- stjóri. Framkvæmdasjóðs. I vara- stjórn voru kosnir: Hjörtur Hjartar- son, form. Verzlunarráðs íslands, Þorvaldur Guðmundsson, banka- ráðsm. Verzl.bankans, og Sveinn Valfells, form. banlraráðs Iðnaðar- bankans. Endurskoðendur voru kjörnir: Guðmundur II. Garðarsson og Guðmundur Arnórsson; og til vara: Leifur Geirsson. 3 Uppgjöf í landhelgis- málinu Tillaga rikisstjórnarinnar f landhclgismálinu, sem var sam þykkt á Alþingi, gerir ráð fyrir að öllum ákvörðunum í landhelgismálinu verði skotið á frest. Allt er jafn óljóst og áðu'r um það, hvað ætlast er fyrir í málinu. Kemur þar alls ekki fram, hvort við ætlum að færa út landhelgina eða stefna að ,.kvótaveiðum“ með öðrum þjóðum á okkar landgrunni. Tillagan felur að höfuðefni í sér að kjósa nefnd til að semja og setja í nýtt frumvarp þau efnisákvæði varðandi land grunns- og landhelgismálið, sem Alþingi og ríkisstjórn hafa þegar lögfest eða tekið ákvarð anir um og unnið að undan- farið. Ekki er þar minnzt einu orði á landhelgissamninginn við Breta né hvernig með hann skuli fara. Þó er sá samning- ur alvarlcgasta hindrunin á út- færsluleiðinni. Gælt við „kvótaleið" Undir forystu Framsóknar- flokksins sameinuðust stjórnar- andstöðuflokkarnir hins vegar um útfærsluleiðina og þeir hafna algerlega öllum „kvóta- hugmyndum“, sem embættis- menn ríkisstjórnarinnar hafa verið að bollaleggja um undan- farin misseri. Útfærsian verði þegar ákveðin skýrt og skorin- ort og það gert ljóst, svo eng- um ágrciningi valdi, að fslend- ingar stefna ekki að því að deila veiðikvóta með öðrum þjóðum á sínu eigin land- grunni. Útfærslan eigi sér stað eigi síðar en 1. september 1972 áður en hafréttarfáðstefna S.þ. kemur saman og hæfilega löngu á eftir að brezka samn- ingsliaftinu hefur verið sagt upp. Við megum ekki bíða Það er of áhættusöm leið að bíða fram yfir ráðstefnuna og fslendingar hafa allt að vinna með því að bætast fyrir ráð- stefnuna í hóp þeirra þjóða, sem einhliða hafa stækkað sína landhelgi út fyrir 12 milur. Það hlýtur að styrkja sókn okkar og annarra þjóða, sem vilja rúma fiskveiðilögsögu, gegn 12 mílna reglunni sem alþjóðasamþykkt að sem flcst- ar þjóðir hafi einhliða fært lengra út áður en á ráðstefn- una kemur. Takist ráðstefnan illa frá okkar sjónarmiði, hlýt- ur að verða erfiðara að færa út einhliða eftir hana en fyrir. Okkur hlýtur fremur að tak- ast að halda því, sem búið er að framkvæma, vegna lífshags muna þjóðarinnar, en að gera alveg nýjar ráðstafanir, scm ekki samrýmdust nýjum sam- þykktum, sem gerðar kynnu að verða á ráðstefnunni og gætu lokað okkur inr>> Þá hlýtur það að verA* .nikil vægt að við tilkynnum isn þeg ar þeim þjóðum, sem I""gjs nú áætlanir um stóraukna sjó sókn með stórskipiim v grunn tslands, að við æfTun innan skamms tíma að færj Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.