Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1971, Blaðsíða 7
LÆÖGARDAOtTR 15. mai 1971 TIMINN 7 SAMVINNUFYRIRTÆKIN I SKAGAFIRÐI BLÓMSTRA i. Arsfundur Mjólkursamlags Skag- firðinga var haldinn á Sauðárkróki þ. 16. apríl sl. Var hann fjölsóttur að vanda. Formaður félagsstjórnar, Tobías Sigurjónsson, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Gísla Magnússon. Fundarritarar voru Haukur Hafstað og Jón Guðmunds- son. Samlagsstjóri, Sólberg Þorsteins son, flutti mjög skilmerkilega og greinargóða skýrslu um rekstur samlagsins á liðnu ári, las upp reikninga þess og ræddi horfur framundan. Verða hér tekin upp örfá atriði úr yfirliti hans. Innvegin mjólk á árinu var 7.215,979 kg. (7.005,805 ltr.) og hafði aukizt frá árinu 1969 um 600-665 kg. eða 9,79%, enda þótt innleggjendum fækkaði um 9 (voru 322 á árinu). Meðalfeiti var 3,77% og hafði þannig hækkað um 0,18% frá árinu áður. Enn hefur mjólk- uraukning orðið það sem af er þessu ári, og nemur hún 15% á þrem fyrstu mánuðum ársins, mið- að við sömu mánuði 1970. Meðal- útborgun til framleiðenda var um 74,3% af grundvallarverði. Meðal- flutningsgjald að samlagsvegg var 64 aurar tæpir á kg. Neyzlumjólkursala nam aðeins 11,4% af innvegnu mjólkurmagni. Fór því meginhluti mjólkurinnar í vinnslu. Var smjörframleiðslan 138.581 kg„ ostar 45% 259.158 kg„ ostar 30% 116.719 kg„ bræddir ost- ar 3.313 kg. og kasein 37-575 kg. ískyggilega niiklar smjörbirgðir voru um áramótin síðustu, eða um 116 smál. Birgðir annarra mjólkur- vara höfðu ekki aukizt að ráði. Heildarkostnaður við rekstur samlagsins varð á árinu 1970 350,4 aurar á innvegið kg. mjólkur. Er það 41 eyri tæpum hærra en á fyrra ári. Á árinu 1970 var bændum greitt fyrir innlagða mjólk, svo og upp- bætur á mjólkurinnlegg 1969, sam- tals 99,3 millj. kr. Eftirstöðvar mjólkurverðs til ráðstöfunar á að- alfuiidi 26 millj. kr. tæpar. Endan- legt verð kr. 13,57 á Íítra, eða 26 aurum hærra en grundvallarverð (staðargrundv.), sem er kr. 13,31 á lítra. Samþ. að leggja í samlags sjóð 7 aura á kg. eða 0,5 millj. kr. rúmar. Samlagsstjóri skrýði frá því, að ráðinn hefði verið, í félagi við mjólkursamlagið á Blönduósi, mjólkurfræðingur, er hafi með höndum eftirlit með mjólkurfram- leiðslunni. Hefur hann búið sig sérstaklega undir það starf. Egill Bjarnason, ráðunautur, flutti á fundinum mjög athyglis- vert erindj um nautgriparækt og mjólkurframleiðslu í héraðinu. Hefur Egill góðfúslega heitið því, að láta Glóðafeyki fá útdrátt úr erindinu. II. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirð- inga fyrir árið 1970 var haldinn í samkomuhúsinu Bifröst á Sauðár- króki dagana 27. og 28. apríl sl. Fundinn sátu 65 fulltrúar og deild- arstjórar 13 félagsdeilda, svo og kaupfélagsstjóri og fulltrúi hans, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. stjórnarnefndarmenn og varaéndur skoðendur, — aðalendurskoðcndur voru forfallaðir vegna veikinda. Fundinn sótti og allmargt gesta, ernkum síðarf fundardaginn. Fund- trstjóri var Gísli Magnússon í Ey- hildarhoiti, en fundarritarar Egill Bjarnason, Sauðárkróki og Sigurð- ur Sigurðsson, Brúnastöðum. Fundarstjóri minntist 23ja félags- manna, karla og kvenna, er látizt höfðu frá því er síðasti aðalfundur var haldinn (4. og 5. maí 1970), las upp nöfn þeirra og' greindi ald- ur. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu fé- laga. Formaður kaupfélagsins, Tobías Sigurjónsson í Geldingaholti, flutti skýrslu félagsstjórnar. Gat hann þess, að haldnir hefðu verið 11 stjórnarfundir á árinu. Hlutafé í Útgerðarfélagi Skagfirðinga var hækkað um 800 þús. kr. Komið upp aðstöðu til móttöku á ósekkj- uðu fóðurkorni og afgreiðslu á því, svo og til kornmölunar. Keypt verk smiðjuhús á Eyrinni, sem rúmar 1000 smál. korns. Keypt bifreið til flutnings á lausu fóðri. Fleira mætti neína, ef rúm leyfði. Sveinn Guðmundsson, kaupfélags stjóri, lagði fram reikninga félags- ins, skrýði þá og greindi í mjög ítariegri ræðu frá rekstrj og af- komu félagsins á liðnu ári, svo og framtíðarhorfum. Heildarsala verzl ana (8 sölubúða) og þjónustufyr- irtækja nam á árinu 1970 219,9 millj. kr. tæpum, og hafði aukizt um 35,41% frá 1969. Búvörusala fé- lagsins nam á árinu 200,6 millj. kr. rösklega, þar af mjólkurvörur 104,1 millj. kr. Heildarsala inn- lendra og erlendra vara, ásamt með sölu verkstæða og þjónustufyrir- tækja, var því um 420.5 milLj. Jcr.; er það um 82,8 millj. kr. aukning frá árinu áður eða 24,51%. Við ])etta bætist framleiðsluveiíni’æti Fiskiðjunnar 39.7 millj. kr. tæpar — á móti 67 millj. 1969. Varð því heildarvelta kaupfélagsins og fyrir- tækja þess um 460,2 millj. kr. Lógað var á vegum félagsins 47.093 kindum, þar af 1440 fjár á Siglufirði. Fækkaði sláturfé um 1701 kind frá 1969. Meðalfallþungi dilka reyndigt 14,13 kg. eða 271 gr. hærri en á fyrra ári. Fyrir sauð fjárafurðir allar, sem K. S. tók á móti 1969. nema innmat, var greitt hærra lokaverð en grundvallar verði nemur. Um mjólkurinnlegg er áður get- ið. Fjárfesting félagsins, ásamt með viðhaldi og endurbótum, nam 13,7 millj. kr. Afskriftir af húseignum, vélum og tækjum, var 6,6 millj. Bókfært verð fasteigna var í árs- lok 43,3 millj., en brunabótamat nál. 170 millj. kr. Afkoma kaupfélagsins á árinu reyndist góð. Þegar fasteignir, vél- ar og vörubirgðir höfðu verið af- skrifaðar svo sem lög leyfa, varð tekjuafgangur rúml. 7,5 millj. kr. Var því fé ráðstafað á aðalfundj á þann hátt, er síðar greinir. Félágsmemj eru 1353. Má ætla að á framfæri þeirra, að þeim sjálf- um meðtöldum, sé a. m. k. 3112 manns. Fastráönir starfsmenn voru í árs- lok 107, en alls tóku laun hjá fé- laginu 690 manns á árinu. Greidd vinnulaun, ásamt með greiðslum fyrir akstur og þjónustustörf, námu á árinu rúml. 43,4 millj. kr„ og er það 10,8 millj. kr. hækkun frá ár- inu áður. Hliðstæðar greiðslur Fisk iðjunnar voru röskar 10,9 millj. kr„ en það er 5,9 millj. kr. lækkuri rúml. Námu því launagreiðslur á vegum K. S. 54,4 millj. kr. á árinu 1970, og er það nál. 10% hækkun frá 1969 Kaupfélagið greiddi á árinu nál. 16,3 millj. kr. aUs 1 opinber gjöld. Gjöld til ríkis voru 13,6 millj. kr. tæpar, þar af söluskattur 12.6 millj. röskar. Gjöld til sveitarfélaga 2,5 millj- kr„ mest að' sjálfsögðu til Sauðárkróksbæjar, en 163 þús. kr. röskar til Hofsóshx-epps og 117 þús. kr. tæpar til Seyluhrepps. Gjöld til verkalýðsfélaga, sjúkra- og' orlofs- heimilasjóða voru 198 þús. kr. rúml. Framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf. skýrði frá hag hennar og rekstri í ítarlegu máli. Nam framleiðslu- verðmæti hennar 39,7 millj. kr., sém áður segir, og minnkaði stór- um frá fyrra ári. Fiskiðjan greiddi nál. 309 þús. kr. í aðstöðugj-, út- svar og eignaskatt. Rekstrarhagn- aður varð 2,1 millj. kr. A aðalfundinum komu fram all- margar tillögur, svo sem venja er til, og fjölluðu nefndir um flestar. Voru umræður miklar og oft fjör- ugar. Verða samþykktir fundarins eigi raktar hér utan fáar einar. Rekstrarhagnaður var, sem áður segir, 7,5 millj. kr. röskar. Var sam þykkt að ráðstafa honum þannig: Lagt í varasjóð 2,8 millj. kr. Af 4,5 millj. kr. viðskiptaarði verði 3% af ágóðaskyldrj úttekt fé- lagsmanna fært í stofnsjóðsreikn- ing þeirra, en afgangurinn í við- skiptareikning. Lagt í Menningarsjóð K. S. 100 þús. kr. Lagt í Ferðasjóð félagskvenna 50 þús. kr. Framlag vegna 100 ára afmælis Sauðárkróks 100 þús. kr. Þá samþykkti " fundurinn „að tiéina þvi til Framleiðslurátis; að það ákveði váxtadag á hausjinn- leggi tijá sláturfeyfishöfum 1. Vióví' á uppígreiðslu og 1. janúar á upp- bót, en láti ekki nægja lauslegar ábendingar j þessum efnum, þar sem nú eru engar samræmdar regl- ur gildandi hjá sláturleyfishöfum. Jafnframt geri Framleiðsluráð til- lögu um haustútborgun, og komi hún fram í verðlagsgrundvellinum, ásamt þeim vaxtadögum, er slátur- leyfishöfum ber að vaxta innleggið. enda verði útborgun í samræmi við bankalán“. Aðalfundurinn samþykkti „að Kaupfélag Skagfirðinga gerist styrktaraðili að samtökum um nátt- úruvernd á Norðurlandi með því að veita samtökunum tíu þúsund króna árlegt framlag“. Tillaga var flutt af Birni á Fram- nesi, fyrrv. stjórnarnefndarmanni, þar sém skorað er á stjórn K. S. að „minnast aldarafmælis séra Sigfús- ar Jónssonar, fyrrum kaupfélags- stjóra Kaupfélags Skagfirðinga, á einhvern þann hátt, er sýni þökk og ræktarsemi félagsmanna við minningu þess manns, er með sanni má telja föður kaupfélagsins. Veitíst stjórn K. S. óskorað vald til framkvæmda í þessu máli“. Var tillagan samþykkt með lófa- taki, nefndarlaust og umræðulaust. (Þ. 24. ágúst 1966 voru 100 ár lið- in frá fæðingu séra Sigfúsar.) Úr stjóx-n félagsins áttu að ganga Tobías Sigurjónsson og Jón Eiríks- son. Voru báðir endurkjörnir. Aðrir stjórnarnefndarmenn erit: Gísli Magnússon, Eyhildarholti, varafor- maður; Jóh. Salberg Guðmundss., Sauðárkr., ritari; Marínó Sigurðs- son, Álfgeirsvöllum; Stefán Gésts- son, Arnarstöðum og Þorsteinn Hjálmarsson, Hofsósi. Endurkjörn- ir í varastjórm Gunnar Oddsson, Flatatungu og Magnús H. Gíslason, Frostastöðum. Árni Gíslason, Ey- hiidarholti, endurkosinn endurskoð- andi. Varamaður hans kosinn Sig- mundur Guðmundsson, Sauðár- króki. 6. 5. 1971. G. M. MELAVÖLLUR Á völlirui nú töltið og takið á, trimmið það skaðar engan.. I DAG KL. 14 LEIKA Ármann — Valur Mótanefnd. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík fer fram nauð- ungaruppboð að Ármúla 44, laugardaginn 22. mai 1971 og hefst það kl. 13.30. Verða þar seldar ótollafgreiddar vörur, svo sem leikföng, fatnaður, plastbakkar, ýmsir varalitutir, útvarpstæki, skófatnaður, blómlaukar, vefnaðar- vara, ýmis kemisk efni, tvofalt gler, rafm.suðu- tæki, bátar úr trefjaplasti, straumbreytar, uflar- garn, barnavagnar, sjónvarpstæki, borðbúnaðnr o.m.fl. Ennfremur verður selt á sama stað og tíma eför kröfu ýmissa lögmanna, stofnana og fl. sjónvarps- tæki, ísskápar, húsgögn o.m.fl. svo og 18 máiherk í römmum eftir Gunnar S. Magnússon. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþyfeki uppboðshaldara. BorgarfógetaembættiS í Reykfavflc. —utt’d „ií.... ■■ ■ ■■■■■■■ «■■■ Veljið yður í hag * Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nxoaaa ©I RQAMLR | JUpina. PIERPOni Magnús E. Baldvlnsson 12 - SCml J2M4 HÚSEIGENDUR Sköfura og enduniýjum útihurðir og ar, notum beztu fáanleg efni. Sími 23347. Eldiiúsinnréttingar Fataskápar Komum í heimahús og mælum, teiknum og stípu- leggjum að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipuleggjum einnig eftir húsateifcnmg- um. Gerum fast verðtiTboð í eidhúsmnréttmgar, með eða án stálvaska og raftækja, fataskápa, inni- og ötihurðir, sólbekki og fleira. Bylgjuhurðir: — Greiðsluskilmálar. — Eina sérverzlun með íbóðainnréttmgar. Margra ára reynsla. Verzlunin Óðinstorg h.f., Slcólavörðyst. 16. Slmi 14275. — Kvöldsfmi 14897.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.