Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 2
TIMINN SUNNUDAGUR ie. maí 1971 MTTUR KIRKJUNNAR // OFT MÁ AF MÁLI ÞEKKJA ✓/ Það hafa allir hlutir hér á jörðu tvær hliðar — ljósa og dökka. Og segja má, að því bjart- ara, sem orðið getur af ein- hverju, þeim mun dekkra get- ur orðið, ef misnotað er. Um það er ástin ef til vill sterk- asta dæmið sé miðað við mann legar eigindir og tilfinningar mannlegrar sálar. En sé aftur litið til daglegra íyrirbæra, þá mætti nefna bæði tónlist og dans. En bæði tóhlist og dans geta nálgast það að vera guðdómlegar at- hafnir, enda haft í guðsdýrk- un flestra þjóða á einhvern hátt. En tónlist og dans geta líka verkað djöfullega og æst upp allt hið versta í mannlegri sáL Enda einnig haft í alls konar töfrum og tryllingi frumstæðs fólks, hvort sem það telst til menningarþjóða eða ekki. En það var um það fyrirbæri lífsins, sem telja mætti á mörk um hins andlega og efnislega, sem þessi þáttur átti að vera. En það er málið, orðin, hið talaða orð. Nú þessa vordaga, þegar allt er að vakna við yl vorsólar, verður einnig hugs- að til hinnar hvítu sunnu and- ans, sem birtist bezt í auðlegð tungumálanna. En líkt og höndin gefur gjaf ir og blessar, getur hún einn- ig stolið og slegið. Þannig er það ekki síður með tunguna — orðin. Þau streyma af vörum okkar hvern einasta dag, eins þótt við sé- um hvorki skáld né predikar- ar. Og orðin eru í raun og veru miklu furðulegri og dásam- legri en nokkurn gæti grunað, sem ekki hefur íhugað málið. Bak við þau liggja hugsanir, óskir, vonir og þrár. En bak við þau getur líka verið tóm. Þau geta verið uppgerð, fals, svik, blekking. Hugsunarlaus og fölsk orð eru hættuleg — ógeðsleg. Orðin eru því aldrei ein á ferð. Stundum opinbera þau og útskýra, stundum fela þau, ginna og villa. Og auk þess eru þau tákn og tónlist tilfinninganna, hjart ans. Þau bera því jafnan blæ þess, sem leikur — það er að segja talar. Sömu orðin sögð af einum verka því allt öðru vísi, en ef þau væru af öðrum sögð. Tón- blærinn, svipbrigðin, radd- beitingin breytir þeim. Ekk- ert hljóðfæri ræður yfir meiri auðlegð tónbreytinga en mannleg tunga, mannleg orð. Það hljóðfæri er því vand- meðfarið. Orð þín mild og ró- leg geta sefað og svalað. Orð þín — jafnvel sömu orð hörð og köld geta æst og angrað. Augnabliks geðshræring jafnt sem ævilöng skapgerð hefur áhrif á orð þín, radd- beitinguna, tóngæðin. „Oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er“, sagði Hallgrímur Pétursson. Þau orð verða alltaf í gildi. Fólk, sem beitir orðum sín- um, hvort heldur í ræðu eða riti, en einkum þó í talmáli til að rífa niður, finna að, særa og æsa, æfir ranghverfu málsins, hina dökku hlið þess og gerir allt neikvætt. Um þá hlið var einu sinni sagt af öðrum íslenzkum snill- ingi: „Lastaranum líkar ei neitt, íætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt, fordæmir hann skóginn". Fólk, sem þannig lætur öfund og illgirni stjórna orð- um sínum skapar meingunina í andlegu lífi kynslóða og jafn- vel heilla tímabila, heilla þjóða. Aftur á móti verka vingjarn leg orð sögð af góðvild, þakk- læti og samfögnuði líkt og vor- regn og sólgeislar á umhverfi sitt. Ég hef kynnzt gömlum manni, hann er áttræður, sem er ríkur af slíkum auði. Hann segir brosandi eitthvað fallegt við ungu stúlkuna, sem hann mætir á götunni, við þreyttu konuna í mjólkurbúðinni, við hornhagldarlega strætisvagn stjórann, við gömlu konuna í stiganum. Og sólin fer aftur að skína, þótt bæði sé stormur og Hann á alltaf afsökun og mild orð á reiðum höndum, ef hann heyrir einhverjum halÞ mælt. Hann virðist alltaf í góðu skapi, alltaf fyndinn, vak- andi, brosandi. Samt er hann bara danskur kaupmaður og hefur staðið innan við búðar- borðið sitt og selt kaffi, sykur og lauk í nærri hálfa öld, áð- ur var hann bryti á skipi. Samt er hann í raun og vern einmana og gamall einstæð- ingur, ef út í það væri farið, og missti konu sína og börn í sama hræðilega slysinu fyrir mörgum áratugum. En sólskinið í sál hans, birt- an í brosum hans og orðum dreifa sumri og sól um braut- ir hans. Hann líkist ekki last- aranum. Hann á hina björfa hlið tungumálsins á valdi sínu. En er ekki einmitt slíkt fólk bezta opinberun hins heilaga anda — guðskraftsins — lffs- morgunsins í mannlegum sát- um og samfélagi? Köbenhavn 24. aprfl 1971 Árelíus Níelsson. Eyóir abeíns 81ítrum á too km tíí jafnaóar en vélín þó steerri og kraftmeiri en nokkru sínni fyrr! Vauxhall Vlva kemur nú á 13 tommu felgum. Óvenju falleg og vönduð innrétting. Tvöfalt hemlakerfi. -Frá- bærir aksturseiginleikar. Viva ef framleidd af General Motors, stærzta bfjgframleiðanda h.eims. Leitið nánari upplýsiriga. Laxveiðiá á Snæfellsnesi Til leigu er Vatnsholtsá í Staðarsveit, ásamt þeim vötnum og þverám er í hana renna. Áin er mjög vel fallin til fiskiræktar. í henni veiðist lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og gosungur. Þessi á er í fögru umhverfi skammt frá Sumar- hótelinu að Búðum. Tilboð sendist fyrir 10. júní til Símonar Sigur- monssonar, Görðum, Staðarsveit, Snæfellsnesi. — öll réttindi áskilin. Söimk Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðÍT og hleðsla. Notum eingöngu og seljum iárninnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þiónusta. Tækniver, afgreiðsla Dugguvogur 21 — Siml 33 I 55 „SÖNNAK RÆSIR BlLINN" SPEGILLINN 'kemur út 10 sinnum á ári----------- áskriftargjald er kr. 420,00. Undirrit. óskar að gerast áskrifandi að SPEGLINUM. Nafn Heimilisfang Staður SPEGILLINN — Pósthólf 594 — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.