Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.05.1971, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 16. maí 1971 TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINM Framfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þóraitan Þórarinsson (áb), Jón Helgason, tadritH G. Þorstelnsson og Tómas Karlsson. Auglýslngastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit- Ktjóma rskrifstofur i Edduhúsinu, rimax 18300 — 18306. Skrif- mtofur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusfmi 12323. Auglýsingasfml: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. AskriftargjaW kr. 195,00 á mánuði, tnmanlands. 1 lausasöki kr. 12,00 etat — Prentsm. Edda faf. Heildarendurskoðun á skattakerfinu HTmg og kumrngt er, gerðu stj ómarflokkamir þá breytingu á tekjuskattslögunum á siðasta þingi, að hluta- bréfaarður verður að mestu leyti skattfrjáls. Framsókn- arflokkurmn var ekki aðeins mótfaUinn þessari breytingu, heldur taldi, að allar breytingar á skattakjörum, þegar undan væru skildar sjálfsagðar leiðréttingar, eins og á skattavísitölunni, — ættu að bíða eftir heildarathugun á öllu skattakerfinu, sem óhjákvæmilegt væri að færi fram hið aHra fyrsta. Framsóknarmenn lögðu því ta, þegar skattafrumvarpið var til meðferðar í neðri deild, að því yrði vísað frá með svofelldri rökstuddri dagskrá: „Neðri deild telur nauðsynlegt, að fram fari hið ailra fyrsta heildarendurskoðun i öllum Iðgboðn- um álögum, hvort heldur þau ranna til rlkislns, sveitarfélaga, stofnana eða sjóða, og álitur því óeðlilegt, að einstakir takmarkaðir þættir skattamál- anna, eins og tekju- og eignarskattur fyrirtækja, séu teknir tii afgreiðslu, fyrr en þeirri endurskoð- un er lokið, og tekur því fyrir naesta mál á dagskrá." TCms og hér kemur fram, er það álzt Framsóknar- manna, að ekki sé aðeins nauðsynlegt að athugun þessi nái til þeirra skatta, sem greiddir eru rikinu éða bæjar- og sveitarfélögum, heldur einnig Tryggingastofnun rik- lsms og öðrum opinberum stofnunum og ríki sfyrirtækjum. Takmariáð með þessu er að samræma allt skattakerfið, gera það einfaldara og auðveldara í framkvæmd, jafn- framt því, sem stefnt sé að því að gera það rétfiátara með því að taka fullt tillit til efna og ástæðna sScatt- greiðenda. T.d. er það mjög ósanngjamt, að fasteigna- gjöld leggist með sama þunga á hóflega stóra eigin íbúð og aðrar fasteignir, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt Söluskatturinn er og þungbærastur þeim, sem eru efnaminnstir. Þá myndi það draga úr mikiHi skrif- finnsku að leggja niður að mestu eða öllu hina mörgu sérskatta, er komið hafa til sögu í seinni tlð. Skattakerfið er orðið hreint myrkviði, eins og það er í dag, margþætt og flókið, dýrt í innheimtu og rang- látt gagnvart þeim, sem höllustum fæti standa. Róttæk heildarendurskoðun þess má ekki dragast lengur. Samt felldu stjómarflokkamir framangreinda tillögu Fram- sóknarmanna, og frestuðu jafnframt þeirri endurskoðun á skattakerfinu, sem þeir höfðu lofað fjnir meira en ári. Þegar til kastanna kom, höfðu þeir ekki áhuga á öðru en að bæta skattakjör hlutabréfaeigenda. Hér mun því ekki verða nein breyting á, ef stjómarflokkamir halda velli í kosningunum 13. júnl Til hvers spurði Mbl.? Þau tíðindi hafa gerzt, að Mbl. hefur snúið sér tfl. brezks ráðherra, sem var hér á ferðinni í sambandi við Eftafundinn, og lagt fyrir hann þá spumingu, hvort Bretar myndu ekki svara með nýju þorskastríði, ef ís- lendingar færðu fiskveiðilögsöguna út í 50 mflur. Frásögn Mbl. bendir til þess, að ráðherrann hafi reynt að víkja sér undan að svara beint, en látið að lokum undan þrákelkni blaðamannsins, og svarað játandi, en þó með alls konar fyrirvörum, sem þýðir nánast, að ráðherrann svarar út í hött. En til hvers var Mbl. að ganga eftir slflcu svari? Átti að fá hótun og nota hana eins og sumarið 1958, þegar verið var að berjast gegn 12 mflna útfærslunni? Þetta mun sjást á skrifum Mbl. næstu daga. ÞÞ. 111 , —w ■■■« J. ANKER NIELSEN, Politiken: Þöglir fyrrverandi hermenn, sem helzt vilja gleyma því liðna Þeir eru heldur ekki hylltir, þegar þeir koma heim STYRJÖLDIN í Vietnam er að því leyti sérstæð, að af víg- völlunum þar koma engar hetj ur, sigurgöngur eru aldrei farnar og vonar verður tæpast vart Styrjöldin hefir þegar staðið lengur en nokkur önn- ur styrjöld, sem Bandaríkja- menn hafa átt aðild að, og enginn getur enn sagt fyrir nm, hvenær henni verður lok- ið. 45 þúsund bandarískir her- menn hafa þegar fallið í Viet- nam, eða nálega jafnmargir og á vígvöllunum í Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni. 300 þúsund hermenn hafa hlotið sár eða áverka, og einn af hverjum átta er varanlegur öryrki. Tvær milljónir manna, sem verið hafa í Vietnam, eru dreifðar til og frá um Banda- ríkin. Það eru hinir þöglu, fyrrverandi hermenn, sem helzt af öllu vilja gleyma því liðna. Þeir sækja ekki fundi f hermannafélögunum til að að rifja upp minningar sínar eins' og feður þeirra og afar gerðu. Þeir rif juðu upp minn- "** líigar frá öðríim styrjöldhm, sem voru að vísu blóðugar, en ‘f þeim var keppt að öíárkmiði/' sem hægt var að lifa eða deyja fyrir. En hermennimir £rá Viet- nam rifja heldur ekki upp minningar sínar í einkasamtöl um. Fjölskyldunni er ekki einu sinni trúað fyrir þeim. „Ég sagði konunni minni fyrst frá þvi í gærkvöldi", sagði fyrr verandi liðsforingi, sem hafði verið þögull í tvö ár, en ákvað nú að segja frá stráfellingu, sem herdeild hans tók þátt í í Víetnam. ÞETTA var einn af þeim, sem iðrast, einn af þeim, sem samleið eiga með tötralegu her mönnimum fimmtán hundruð, sem lögðu leið sfna til Washington nm daginn til þess að andmæla styrjöldinni. Engin önnur andmælaganga hefir vakið jafn mikla athygli, einkum þegar þeir stigu fram, slitu orður og heiðursmerki af brjósti sér og vörpuðu þeim á þinghúsþrepin. Þar mátti sjá bronz- og silfurstjörnur, veitt- ar fyrir hreystilega fram- göngu. Þetta voru minjar um styrjöld, sem þeir vildu ekki minnast, en gátu þó ekki gleymt. Sumir vörpuðu einnig á þinghúsþrepin heiðurs- merkjum, sem fjölskyldur fall- inna félaga þeirra höfðu sent Ætlunin var að taka her- mennina fasta fyrir að slá tjöldum í leyfisleysi f garði einum í miðri Washington- borg, en frá því varð að hverfa þegar lögregluþjónarnir neit- uðu blátt áfram að leggja hendur á þá. Nixon forseti gaf út skipun um að hverfa frá fyrirætluninni og láta andmæl- endurna í friði. Hann viður- kenndi síðar, að þarna hefði getað komið til afar óþægi- legra árekstra. VERIð getur, að Nixon hafi orðið hugsað til ársins 1932, þegar annar tötrum klæddur NIXON hér þrammaði inú f Washing- tón.‘ Það voru hermenn frá fyrri heimsstyrjöldinni, sem kröfðust sérstakrar aðstoðar til að sigrast á kreppunni. Eft- ir þrjá mánuði skipaði Hoover forseti svo fyrir, að þeir skyldu reknir burtu og kveikt í tjaldbúðunum, og það var gert Douglas MacArthur hers- höfðingi stjórnaði aðgerðun- um og undir stjóm hans vora tveir undirforingjar, sem síðar unnu tíl frægðar, eða George Patton og Dwight Eisenhower. Hoover beið þess aldrei bæt- nr, sem þaraa gerðist, og það átti sinn þátt i, að Roosevelt var kjörinn forsetL Hermennirnir, sem komu til Washington um daginn, voru ekki að berjast fyrir eigin hag, enda þótt umkvartanir í því efni bæri einnig á góma. Þeir voru að andmæla styrjöldinni, sem þeir höfðu tekið þátt í og enn heldur áfram. Þetta var aðeins fámennur minni- hluti hinna mörgu, þöglu her- manna, en engum efa er bland ið, að margir eiga samleið með honum í efasemdum — og skömminni. Málið, sem reis út af fjölda- morðunum í My Lai, og dóm- urinn, sem William Calley liðs- foringi hlaut, hefir markað djúp spor. Hve margir skyldu þeir vera, sem þegja um svip- aðar minningar? JAN Barry var einn þeirra, sem lögðu á ráðin um and- mælagönguna til Washington. Hann ritaði grein í New York Times, og sagði þar meðal ann ars: Hinn siðferðilegi vandi, sem kynslóð mín varð að ráða fram úr, er ljós og einfaldur: Drepa samkvæmt skipun og gerast glæpamaður eða neita að drepa og gerast brotlegur á þann hátt 60 þúsund ungir menn, sem hafa neitað að gegna herþjón- ustu, hafa hrakizt til Kanada af þessum sökum. Þetta hefir einnig knúið 100 þúsund her- menn til að gerast liðhlaupar, bæði hér í Bandaríkjunum og eystra. Þetta ræður einnig mestu, um að hálf þriðja millj- ón fyrrverandi hermanna læt- ur lítið á sér bera, -V kýs að hverfa. Við hljótum að gera rangt, hvorn kostinn, sem við tökum. Það er glæpur að fara tU Vietnam, lagabrot að neita því og siðferðileg synd að hlaupa í felur. HVER og einn verður að ganga undir sinni eigin byrði, en þar með er ekki ÖU sag- an sögð. Hermönnunum, sem lifa styrjöldina af án þess að hafa beðið tjón á sál eða l£k- ama, finnst þeir óvelkomnir í samfélaginu þegar þeir era komnir heim. Enginn þykist skuldbund- inn þeim fyrir að hafa háð styrjöld í Víetnam, þeir hafa vitaskuld ákveðin réttindi, en margir þeirra hafa hvorki löng un né tækifæri tdl að notfæra sér þau. Aðeins fjórði hver hermaður þiggur aðstoð tíl náms eða iðnþjálfunar. Nú er annan veg farið en eftir heims styrjöldina síðari, þegar nálega hver einasti háskóU í Banda- ríkjunum lagði sig fram um að veita hinum heimkomnu her- mönnum viðtöku. Nú er náms- styrkurinn ekki látinn ganga til háskólanna, heldur veittur einstaklingunum, sem verða svo að reyna sjálfir að útvega sér skólavist. Það getur orðið erfitt ef komast af með 175 dali á mánuði, en það er hinn venjulegi styrkur. Fjarri fer, að hinum heim- komnu hermönnum sé tekið opnum örmum á vinnumark- aðinum. Efnahagsgstandið er erfitt og atvinnuleysi er meira meðal fyrrverandi hermanna en annarra ungra manna. Þetta á ekki aðeins við um þá, sem engu námi höfðu lokið þegar þeir voru kvaddir í her- inn eða gerðust sjálfboðalið- ar, heldur einnig hina, sem lok ið höfðu námi til ákvcðinna starfa. Oft ber svo við að reynslan, sem þeir öðluðust í starfi hjá hernum, er tækni- legs eðlis og ekki sérlega eft- irsótt vegna samdráttar vfða í iðnaðinum. NIXON forseti tók að berj- ast fyrir því f október í haust, að fyrrverandi hermenn væru ráðnir til starfa, en sú barátta hefir ekki borið mikinn érang- ur. Skrifuð voru 900 þúsund bréf og birtar þúsundir aug- lýsinga og hvatninga um að ráða fyrrverandi hermenn til starfa. Atvinnurekendur létu þetta að mestu sem vind um eyru þjóta og 35C þúsund voru skráðir atvinnulausir í vor, eða nálega helmingi fleiri en í fyrra. Alan Cranston- öldunga- deildarþingmaður segir þetta himinhrópandi ranglæti, en hann er formaður þingnefnd- Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.