Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1971, Blaðsíða 1
kæli- skápar Z}/tÆÍicbtv«<a/b A/ MrtJUUADOLD, HAFHARSnjcn 23, «fta f«MS ALLT FYRIR BOLTÁÍÞRÓTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 • Súni 11783. ÉriflHMHMMB ITO.Wít Þriðjudagur 18. maí 1971 55. árg. Fyrirspurn: Ætlið þið að fara fram á traust íslenzks verkalýðs, án þess að þvo af ykkur smánarblettinn? Eðvarð og Jón Snorri knúðir til undanhalds í Ölfusborgamálinu P3! í fyrirspurnatíma á kjósendafundi Alþýðubandalagsins á sunnudag. HöfSu áSur sagt aS „ASÍ skuldaði engum neitt" en urðu nú að gefa loforS um aS beita sér fyrir því að vinnulaunin yrðu greidd þótt um síðir væri TK—Reykjavík, mánudag. Þau tíðindi gerðust á kjósenda- fundi Alþýðubandalagsins á Hótel Sögu í gær, að þeir frambjóðendur Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sem jafnframt eru stjórnarmenn í ASÍ, voru knúðir til að gefa yf- irlýsingu og loforð um að þeir myndu beita sér fyrir því, að þeir launþegar, sem orðið höfðu fyrir launatjóni við byggiiigu orlofsheim- ila ASÍ í Ölfusi, skyldu fá laun sin að fullu greidd. Þessir sömu ESvarð Jón Var siðgæSisvitund þeirra brengiuð? Engin skreiö til Nígeríu! EJ—Reykjavík, mánudag. Ljóst er nú, að fram til 1. apríl á næsta ári a.m.k. verður engin islenzk skreið scld til Nígeríu. Gowon, æðsti maður landsins, hefur tilkynnt, að ekki verði leyfður innflutningur á skreið fram til þess tíma. Áður höfðu nokkrar vonir staðið til, að markaðurinn í Nígeríu færi að opnast að nýju. Um 4—5 þúsund lestir af Afríkuskreið eru til hér á landi. menn liafa hins vegar litið svo á, allt frá árinu 1964, þegar verka- menn og iðnaðarmenn við smíði Ölfusborga voru sviknir um laun sín, að ASÍ bæri alls ekki að bæta mönnunum tjón þeirra og þessir sömu stjórnarmenn ASÍ stóðu að yfirlýsingu ASÍ-stjórnar fyrir nokkrum vikum vegna skrifa Tím- ans um þetta svokallaða „Ölfus- borgamál“, að „Alþýðusambandið skuldaði engum neitt“. Það var Jón D. Jónsson .málari, sem beindi fyrirspurn um Ölfus- borgamálið til þeirra Eðvarðs Sig- urðssonar og Jóns Snorra Þorleifs- sonar, sem báðir eru við málið riðn- ir. Jón D. Jónsson var einn þeirra manna, sem varð fyrir tilfinnan- legu tjóni vegna þess að hann var svikinn um laun fyrir vinnu sína við Ölfusborgir. Fyrirspurn Jóns D. Jónssonar var svohljóðandi: „Eins og flestum er kunnugt, sem fylgzt hafa með blaðaskrifum um svokallað Ölfusborgamál, eiga nokkrir iðnaðar- og verkamenn all- miklar fjárhæðir ógreiddar vegna vinnu við orlofsheimili ASÍ. Þó að þau verðmæti, sem vinna þessara manna hefur skapað, liggi óborguð í byggingum þessum, hefur stjórn ASI hagað sér eins og ekkert væri við eignarétt að athuga, sem þannig er til kominn. Þegar deilt hefur verið á þessa ósæmilegu framkomu forystu- manna íslenzkra verkalýðssamtaka, hafa einu svör þessara herra verið strákslegar fullyrðingar um að ASÍ skuldi engum neitt. Að vonum hafa margir af for- ustumönnum Alþýðubandalagsins áhyggjur vegna þessarar einstæðu Framhald á bis. 10. ISLENDINGAÞÆTTIR fslendingaþættir Tímans fylgja blaðinu á morgun, miðvikudag. Staðan í áskor- endamótinu, 18 Sherman Adams og frú hans, er hann hafði verið skipaður ráð- gjafi Eisenhowers Bandaríkjafor- seta. Sherman Adams gistir borgina á IGÞ-Reykjavík, mánudag. Hér í borginni er staddur Sherman Adams, fyrrum ráð- gjafi Eisenhowers Bandaríkja- forseta og yfirmaður starfsfólks Hvíta hússins í flmm ár af for setatíð Eisenhowers, eða frá 1953—1958. Hann er hér ásamt konu sinni, Rachel Leona White. Þau hjónin búa á Hótel Borg, og munu fara héðan á miðvikudaginn. Þessi frægi mað ur og milljónamæringur er hér í einkaerindum, og hcfur ekkert verið látið uppi um komu hans hingað. Lá við að hvergi væri liægt að fá stað fest í dag, að þau hjón væru hér, svo leynt fer þetta lag. ferða Adams er talinn vera hér í boði íslenzks kunningja síns, sem vildi bæta úr, þegar hann heyrði að Adams vissi næsta lítið um ísland. Munu þau hjónin hafa tekið ákvörðun um íslandsferðina með litlum fyrir vara, en hér hafa þau dvalið í nokkra daga. Hafa þau meðal annars ferðazt um nágrenni bæjarins, og komið til Þing- valla, en þetta er á þeim árs tíma, sem ferðalög með bflum eru tafsöm vegna ástands vega, og hefur eflaust orðið minna úr ferðalögum en fyrirhugað hafði verið. Eins og kunnugt er, þá varð Sherman Adams að víkja skyndilega úr þjónustu Eisen howers, þegar talið var að hann hefði þegið frakka að gjöf frá vini sínum. Þar sem: hann var ráðgjafi Eisenhowersj var hann gífurlega valdamikill, : og eignaðist þar af leiðandi; marga óvildar- og öfundar- j menn. Þegar svo uppvíst' varð um þessa gjöf, þótti sem nóg væri sannað, og Adams skrifaði afsögn sína. Mál þetta vakti heimsathygli á sínum Framhald á bls. 10. Ásókn erlendra togara á Islandsmið eykst: Erlendum togurum fjölgar stöðugt OÓ—Reykjavík, mánudag. Landhelgisgæzlan gerði könnun á fjölda erlendra veiðiskipa á íslandsmiðum 13. og 14. þessa mánaðar. Alls taldist vera 161 erlént veiði- skip á miðunum þessa daga. Hinn 26. apríl s.l. var gerð sams konar könnun og voru þá 139 erlend veiðiskip á mið unum. Nú eru álíka margir brezkir, belgískir og vestur- þýzkir togarar á veiðum hér við land og þegar síðast var talið, en við hafa bætzt tog- arar frá Sovétríkjunum, Pól- landi og Austur-Þýzkalandi. Erlendum togurum hefur alls fjölgað frá 26. apríl um 21. Af erlendum veiðiskipum er langmest af brezkum togurum. eða samtals 84. Við síðustu taln- ingu voru brezku togararnir 86 talsins. Flestir brezku togaranna voru að veiðum út af Suðaustur- landi og Vestfjörðv.m, og er sama að segja um önnur erlcnd veiði- skip, sem talin voru. Taldir voru 17 vestur-þýzkir togarar, níu ! færeysk veiðiskip voru við landið, einn togari og átta línuveiðarar. 11 norsk skip voru hér, fjórir skuttogarar og sjö línubátar. Taldir voru átta pólsk- ir skuttögarar og'jafnmargir rúss- neskir. Níu austur-þýzkir tógarar voru við landið, níu belgískir og þrír franskir skuttogarar. Þá voru hér tveir hollenzkir togarar og einn spánskur togari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.