Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 1971 3 Tryggingafé- lögín of mörg Framhald af bls. 1. stjórninni, kvað ekki hægt aS verða við þeirri ósk, og frestuðu því félögin iðgj aldahækkunum rfram til vors, en komið hafði til mála að setja nýja iðgjaldaskrá fyrir verðstöðvun. f marz sóttu félögin svo um hækkun á iðgjöld um á ábyrgðartryggingum um 43, 9% og á kaskotryggingum um 21,4% að meðaltali, en það tók ríkisstjórnina 5—6 vikur að segja nei við beiðni félaganna, og kom neiið daginn áður en ið- gjöldin féllu I gjalddaga. í greinargerð, sem fylgdi beiðn inni um hækkun iðgj., var áætl að að tjón á tryggingarárinu 1971 —1972 myndu nema 173,5 millj ónum, og að kostnaður við rekst ur félaganna myndi nema 47,1 milljón króna, og myndu heildar iðgjöld því þurfa að nema 220,6 milljónum króna, og iðgjöldin þyrftu því að hækka um 33,2% að meðaltali. Þá áætluðu félögin að tjón ársins 1970 ættu eftir að hækka nokkuð, þar sem enn lá ekki fyrir endanlegt uppgjör fyr ir árið 1970, og einnig var gert ráð fyrir að verðlag á vörum og þjónustu myndi hækka eftir að verðstöðvun lyki, og gerðu þess ar hækkanir samtals 8% í ið- gjaldahækkun, og samtals gerðu félögin því ráð fyrir 43,9% hækkun á iðgjöldum ábyrgðartrygginga. ÓSAMRÆMI f ÚTREIKNINGUM Ríkisstjómin fékk Efnahags- stofnunifia til að yfirfara útreikn inga tryggingafélaganna, og komst / hun að nokkuð annarri niðurstöðu um hæklomarprósentu, enda tók Efnahagsstofnunin ekki með í reikninginn hugsanlega hækkun, ' eftir verðstöðvun 1. sept. n.k. og heldur ekki þau áhrif, sem verkfallið í fyrravor hafði á fækkun tjóna, og lækkaði þar með tjónaupphæðina, sem miðað var við í útreikningum á hækkun um iðgjalda. Þá gerði Efnahags- stofnunin ráð fyrir minnkandi rekstrark. í ár, vegna fjölgunar bifreiða, og einnig að vaxtatekj ur félaganna að upphæð 12,9 mill jónir, skyldu dregnar frá halla félaganna í bifreiðatryggingum, en í útreikningum tryggingafélag anna voru þessi atriði ekki tgkin á sama hátt. Sam- kvæmt áætlun Efnahagsstofnunar innar hefði þurft að hækka iðgjöld in um 28,3% en um 21,1% ef vaxtatekjur væru dregnar frá halla félaganna innan SIT. Hækk unarprósentan hjá Efnahagsstofn uninni lækkar nokkuð ef öll bif reiðatryggingafélög landsins eru tekin með í dæminu, en ekki að- eins SIT félögin, og stafar það af betri afkomu félaganna sem eru utan SIT. ENGIN SKÝRING — NÝ NEFND Svo sem áður segir, þá neitaði ríkisstjórnin tryggingafélögunum um hækkun, þrátt fyrir að útreikn ingar Efnahagsstofnunarinnar sýndu að hækka þyrfti iðgjöldin til að ekki yrði halli á þessari tryggingagrein. Ekki segja trygg ingafélögin að nein skýring hafi verið gefin á þessari neitun um hækkun, önnur en sú að skipa þriggja manna nefnd til að endur skoða skipulag og framkvæmd á ábyrgðartryggingakerfinu. Úr þess ari þriggja manna nefnd varð svo sjö manna nefnd. í greinargerð með hækkunar- beiðni tryggingafélaganna, var gert ráð fyrir að kostnaður félag anna næmi 21,3% af iðgjaldatekj um miðað við að full hækkun fcngist, en kostnaðarhlutfall fé- laganna er mjög mismunandi, eða 15—40%. TIMINN Petrosjan — Iliibner. 4. skákin varð jafntefli eftir 24 leiki og hef- ur því öllum skákunum lyktað með jafntefli. Staðan er 2—2. Geller—Korclinoj. 3. skákin varð jafntefli eftir 35 leiki og heldur Korchnoj því forustunni, hefur hlotið 2 vinninga gegn 1. Fischer—Taimanov. Fischer vann biðskákina úr 1. umferð, eins og gert var ráð fyrir, og er staðan því 1—0. Larsen—Uhlmann. 3. skákin í þessu einvígi fór í bið eftir 41 leik og er staðan nú 1—1 og cin biðskák. Hér fer á eftir 2. skákin, sem Uhlmann vann. LAS PALMAS. Hv.: Uhlniann. Sv.: Larsen. Ensk byrjun. 1. c4, g6 2. Rc3, c5 3. g3, Bg7 4. Bg2, Rc6 5. Rf3 (Þessi uppbygging býður ekki upp á skemmtilegar sviptingar, en lientar þeim vel, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Að vísu verður Uhlmann varla sakaður um að vera varkár skákmaður, en hann vill greinilega fara að öllu með gát eftir tapið í 1. skákinni. Þar fylgir hann frægu heilræði, sem haft er eftir júgóslavneska skákmeistaranum Vidmar.) 5. —, e6 (Larsen hefur engan áhuga á að apa eftir léikjum hvíts og’bregð-' ur út af hér.) 6. O—O, Rge7 7. d3, 0—0 8. Bd2, b6 9. Dcl, Bb7 10. Bh6, d6 11. a3, Dd7 12. Bxg7, Kxg7 13. e3, Had8 (Staðan er nú í jafnvægi. Að vísu má segja að síðasti leikur svarts sé eilítið ónákvæmur, en það ætti ekki að koma að sök.) 14. b4! cxb4? (Larsen er hugdjarfur skákmaður og æðrulaus, en hér ofmetur hann greinilega möguleika sína. Að vísu vinnur hann peð í eftir- farandi sviptingum, en sú dýrð stendur ekki lengi. Bezt var að hrófla sem minnst víð peðastöð- unni á drottningarvængnum og undirbúa þess í stað aðgerðir á miðborðinu.) 15. axh4, Rxb4 (Larsen heldur sitt strik, enda virðist hann gera ráð fyrir, að framvinda málanna verði honum í hag.) 16. Hxa7, Rec6 17. Ha3, Rxd3 18. Dal! (Lúmskur leikur, sem Larsen hef- ur sennilega vanmetið.) 18. —, Rc5 19. Hbl (Riddarafráskákin veldur engum usla, eins og sakir standa og Uhlmann treystir aðstöðu sína á annan hátt. Svarta peðið á b6 er nú tortímingu ofurselt.) 19. —, f6 ** i»b6, ** * 21. Rd4, Hxa3 22. Dxa3, Hc8 (Hvítur hótaði einfaldlega 23. Hxb7 o.s.frv.) 23. R3b5! (Nú er staða svarts orðin illverjan- leg, ef ekki töpuð.) 23. —, e5 (Svo sem ekki verra en hvað ann- að.) 24. Rxd6!, Dxd6 25. Dxc5, Dxc5 26. Re6t, Kh6 27. Rxc5, Ba8 28. Re4, Hd8 (Larsen reynir að fiska í grugg- ugu vatni, eins og hans er vandi, en Uhlmann lætur ekki snúa á sig.) 29. Rxf6, Hdlf 30. Bfl, Hcl 31. h4, e4 32. Hb5 (32. Rxe4 væri óráðlegt vegna 32. —, Re5.) 32. —, Hal 33. Hc5, Rb4 (Staða svarts er nú algerlega von- laus og framhaldið þarfnast ekki skýringa.) 34 Hc7, g5 35. h5, g4 36. Hc5!, Rd3 37. NRxg4t, Kg7 38. Hc7t, Kf8 39. Hxh7, Rel 40 Re5, Rf3t 41. Rxf3, exf3 42. g4, Be4 43. Hd7, Bc2 44. Hd4, Kg7 45 c5, Ba4 ’ 46. Kh2.......... Svartur gefst upp. . F.Ó. NÝR GJALDDAGI Eftir að félögin höfðu fengið neitun um hækkun, samþykkti dómsmálaráðherra að gjalddaga ábyrgðartrygginga bifreiða yrði breytt, og er hann nú 1. jan. í stað 1. maí áður, og segja trygg ingafélögin að þetta hafi staðið lengi til í hagræðingar- og sam ræmingarskyni. Eftir 1. septem ber hafa svo tryggingafélögin áskilið sér rétt til að hækka ið- gjöldin fram til 1. jan. og telja sig hafa fulla heimild til þess. EKKERT EFTIRLIT HÉR Á LANDI Lokaorðin í fréttatilkynningu bifreiðatryggingafélaganna innan SIT eru svohyóðandi: „Ljóst er, að félögin verða á einhvern hátt að fá fjármagn til þess að mæta því tapi, sem sýnt er, að þau verða fyrir í bifreiða tryggingum. Eigi félögin að gegna því hlutverki, sem til er ætlazt, verður fjárhagur þeirra að vera traustur. Á hinum Norðurlöndunum, sem og í flestum löndum, er strangt opinbert eftirlit með rekstri trygg ingafélaga. Megintilgangur slíks eftirlits, er að gæta hagsmuna tryggingatakanna. Beinist eftir litið aðallega að því að ganga úr skugga um, að félög þau, sem reka tryggingastarfsemi, séu fjárhags lega nægilega öflug, svo að sá sem tryggingu tekur, geti treyst því, að tjón verði bætt. Einstakir tryggingartakar geta ekki metið fjárhagsstyrk tryggingafélaga og þessvegna hafa stjórnvöld víðast hvar komið á fót virku eftirliti með þeim. I-Iér á landi hefur ekk ert slíkt eftirlit verið, en rétt er að taka fram, að nefnd vinnur nú að samningu frumvarps til laga um vátryggingastarfsemi, þar sem væntanlega verður gert ráð fyrir raunhæfu eftirliti. Það var m.a. fyrir ítrekuð tilmæli S.Í.T., að nefnd þessi var skipuð. Óneitanlega stingur ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í stúf við þá grundvallarhugmynd, sem víð ast hvar ríkir, að tryggingafélög in geti mætt þeim skuldbinding um, sem þau takast á hendur. Þess eru því miður dæmi, bæði hér á landi og erlendis, að trygg ingafélög hafi orðið gjaldþrota og fjölmargir bifreiðaeigendur og aðrir tjónþolar orðið fyrir fjár hagstjóni af þeim sökum. Gera verður ráð fyrir, að rík isstjórnin hafi gert sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum þessar ar ákvörðunar sinnar.“ 3JA MILLJÓNA TJÓN Á blaðamannafundinum í dag kom það fram að stærsta einstaka bifreiðatjónið á sl. ári mun verða upp undir þrjár miljónir króna, að því áætlað hefur verið, en tryggingaupphæð bifreiða er þrjár milljónir. Þá kom það fram að kaskó- tryggingum bifreiða fækkar nokk uð, og voru þær þó hlutfallslega færri hér á landi en víða í ná- grannalöndunum. Munu nú um 22—25% bifreiða hér á landi vera kaskótryggðar. Einnig kom fram að 42 — 46% af heildar tjónaupphæð félaganna eru slysa tjón, og hefur þeim farið fjölg andi. Ekki vildu tryggingamenn segja g til um töp einstakra félaga á 13 bifreiðatryggingum, þar sem aðal | fundir hefðu ekki verið haldnir, 1 en fullyrtu að félögin hefðu á s.l. 1 ári tapað milljónum á ábyrgðar tryggingum bifreiða, 'en hinsveg t; ar hefði orðið það mikill ágóði , af öðrum tryggingagreinum, að fé j. lögin kæmu í heild út með hagn að. Að lokum sögðu tryggingamenn að miðað við Bretland væru bifreiðatryggingar ódýrari hér, en brezk bifreiðatryggingafélög hafa samkvæmt blaðafregnum, farið fram á 50% hækkun á iðgjöldum. ._ Laxárbændur svara... Framhald af bls. 1. og útgáfu nýs virkjunarleyfis að gera ólöglegar virkjunarfram- kvæmdir löglegar. Má vera ljóst, að framkvæmdir Laxárvirkjunar eru jafnólöglegar, hvort heldur þær eru kallaðar Gljúfurver eða Laxá III. Með óhrekjanlegum, vísindaleg- um útrcikningum hefur verið sýnt fram á, að rafmagn frá virkjunun- um í Laxá er dýrara en frá c'ðrum virkjunarkostum. Er í þeim út- reikningunt þó ekki tekið tillit til þess mikla tjóns, sem með virkjun- arframkvæmdum er unnið á lax- gengd og möguleikum til laxrækt- ar í Laxá. Af þeirri ástæðu er ekki fullnægt því skilyrði stjórnarskrár lýðveldisins, að nauðungarafsal eigna getur ekki átt sér stað nema almannaþörf krefji. Vill fundurinn því mótmæla því, að fyrrverandi virkjunarverktaki sé í sæti ráðuneytisstjóra Iðnaðar- ráðuneytis látinn ráðskast með lífs- hagsmuni og náttúruauðæfi heilla byggðarlaga. Gegnir furðu, að ábyrg stjórnvöld skuli láta sér sæma slíka eyðileggingu verð- mæta“.“ ÁVIÐA Alþýðuflokkurinn °9 tryggingarnar í Þjóðólfi, blaði Framsókn- armanna á Suðurlandi, er fjall- að um tryggingamálin og segir þar m.a.: „Framfarir í tryggingamál- um hafa sáralitlar verið, eins og bezt sést á því, að í deilun um um þessi mál, sem staðið haía í blöðunum í vetur, hefur aðeins verið um það deilt, hvort kaupmáttur trygginga- bóta liafi minnkað á tímabil- inu eða staðið í stað. Það var þannig það mesta, sem menn treystust til að halda fram að okkur hefði ekki farið aftur. Á s.I. hausti voru fjölskyldubæt- ur hækkaðar verulega, en þó ekki meira en svo, að þær urðu hliðstæðar að kaupgetu við það, sem var 1960. Ástæðan til þessarar hækkunar var þó ekki umhyggja /yrir barnafjöl- skyldunum frekar en niður- greiðslurnar eru af umhyggju fyrir landbúnaðinum. Þetta var aðeins bragð til að lækka vísi- töluna, því að fjölskyldubæt- urnar koma til frádráttar framfærslukostnaði við útreikn ing hennar. Sjálfstæðismenn hafa oft haldið því fram, að fjölskyldubætur ættu að vera fyrst og fremst til styrktar barmnörgum fjölskyldum og því ætti ekki að greiða með fyrsta barni, en í haust varð samt hækkunin Iangmest á fyrsta barni. Af hverju? Af því að fyrsta barn vegur þyngst í vísitölunni. Sú fjölskylda, sem mest tillit er tekið til af stjórn völdum, „vísitölufjölskyldan“, er nefnilega barnfá. Stefnu- fastari reyndust Sjálfstæðis- menn ekki, þegar á hólminn kom. Því miður fer því víðs fjarri, að íslendingar séu í fremstu röð þjóða á sviði trygginga- mála. Danir og Finnar verja um 15% þjóðartekna sinna til heilb'igðis- og tryggingamála, Svíar 17% og Norðmenn 12%. Allar leggja þcssar þjóðir drjúgan hlut til landvarna, sem við erum lausir við. Samt er okkar hlutfall til velfcrðar- málanna miklu lægra, eða tals- vert innan við 10%.EIlilífeyrir er í Danmörku og Noregi tvö- falt hærri en hér og örorkulíf- eyrir þrefalt hærri, en í Sví- þjóð er ellilífeyrir þrefalt hærri en liér og örorkulífeyrir fjórfalt hærri. Nei, það þarf að taka betur á, ef við ætlum að koinast í frcmstu röð.“ Tíml nýrra átaka Ennfremur segir: „Me'kustu skrefin, sem hár á landi hafa verið tekin í trygg ingamálum, eru tvö. Hið fyrra þegar fyrstu lögin um almanna tryggingar voru sctt af sam- stjórn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins árið 1936 og eftir sam-'iginlcga baráttu þess ara flokka gegn hatrammri and spyrnu Sjálfstæðismanna. Hið síðara þegar fjárhagsgrundvöll ur tryggingakerfisins var lagð- ur með lögum frá ársbyrjun 1956. Steingrímur Steinþórs- son var þá félagsmálaráðlierra Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.