Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 7
HÖBVTKUDAGCR 19. maí 1971 TÍMINN miSað viS þann „aga“ og þá „sjálfstjóm“, sem við höfum oft orðið vitni að af hennar hálfu í demonstrasjónúm. Unglingur með mikinn, svart an hárflóka, varðist hvað her- mannlegast við dyr frú Smith, og þurfti til tvo lögregluþjóna og einn hund að koma honum undir. Um síðir hörfuðu ung- mennin frá dyrunum en héldu nppi nokkurri vörn á undan- haldinu, bæði með orðum og athöfnum. Að óargadýra hætti æstust hundarnir um allan helming við flótta andstæðing anna, og virtist mér löggumar ekki hafa á þeim jafn strítt taumhald og fyrst, enda greini lega farið að renna í skap. Eitt dýrið tók tilhlaup í áttina til mín gapandi gini er ég dokaði við til að taka mynd. Einn nngur sveinn greiddi lögreglu- þjóni mikið högg með kröfu- spjaldi, og brotnaði það á hjálmi hans. f einum garðblett rnum til hliðar við stíginn átt- nst við lögregluþjónn með hund sér til fulltingis og stór- vaxran unglingur með gult vikingahár á herðar niður. Hrmdurinn læsti tönnunum utan um sköflung hans og reif stærðar gloppu á bláar nankins buxurnar .Hann hnaut við, reis upp skjótt og gat illa staðið f bitna fótinn. Ég hljóp til og studdi hann. „Pas pá hunden“ hrópaði hann, og vora það orð í trma töluð, því ófreskjan var á hælum okkar. Ung stúlka tók um hinn handlegg hins særða og við drógum hann á milli okkar út af stígnnm milli rað- búsanna. Lengra rak lögreglan ekii flóttann, og líkaði að nrámsta kosti hundunum það stSrlega miður. Bardagaaðilar stóðu enn um stund hvor framan í öðrum og sMptust á orðaleppum. Upplýst ist þá að lögreglan hefði komið á staðinn nokkra fyrir auglýst- an tíroa og fengið frú Smith á brott með sér mótspyrnu- íanst. Tvaer Iitlar og sætar stóQcnr félhist í faðm og grétu ffigram, ekkalausum gráti. Tár- in sem hrundu niður útitekna vangana minntu á pinkulitla opala. Hvaða samtökum tilheyrið þið? spurði ég þær .Slumstorm- eme, svaraði önnur og leit mig grænum augum, sem vora í stíl við hnjásíða úlpuna lienn- ar. Kannske kemur þetta með frú Smith okkur ekki beinl. við, en við skiljum baráttu hennar og höfum fyllstu samúð með henni. Barátta okkar beinist einkum gegn ótréttlætinu í hús næðismálum, sem er bein af- leiðing hins kapitaliska þjóð- félagskerfis. Þekkirðu annars nokkuð til húsnæðismálanna í þessu landi? Ekki mikið, við- urkenndi ég. En þú þekkir kapítalismann, sagði hún. Ég kvaðst vona að ég bæri ávalit gæfu til að bera kennsl á djöful inn, í hvaða liki sem hann birtist. En í hverju er barátta ykkar annars fólgin? spurði ég. Við flytjum í hús, sem standa auð, sagði hún. Við viljum með því mótmæla þeirri svívirðu, að húsnæði sé látið standa ónotað meðan til er fólk í sárri þörf fyrir það. Venju- lega kemur lögreglan eftir einn til tvo daga og hendir okkur út. En þá flytjum við bara í annað hús. Hún leit hornauga til lögregluþjónanna, sem höfðu raðað sér fyrir stígend- ana og minntu nú einna helzt á jarðfastar óbifanlegar stytt- ur. Hundarnir urruðu og froðu felldu og héngu i ólunum. Fyr- irtaks táknmynd fyrir velferð- aríkið, þessa heldur snyrtilegu og til þess að gera traustlegu stofnun, sem hefur á fóðrum og i þjónustu sinni óseðjandi og blóðþyrsta ófreskju kapítal- ismans ,en hefur ekki betra taumhald á henni en svo, að oft eru áhöld um hvor stjórni hinu, maðurinn eða dýrið. f þetta sinn báru þó nokkrir merki tanna þess. Einn piltur- inn hafði alldjúpan áverka á læri rétt ofan við hné, sárið var blásvart og blæddi ekki úr frekar en því sem Grettir hlaut í Drangey. Þeim bitnu var snarlega keyrt á sjúkra- húsið í Glostrup. Mér sýnist þeir annars lield- ur rólegir hér, eftir því sem slíkir plaga, sagði ég og átti við svartliðana. Þeir eru það þegar til þeirra sést. sagði sú litla græneygða. Þeir eru hræddir við pressuna. En þeir era þeim mun ósparari á fanta tökin þegar þeir ryðjast inn í húsin til okkar. Eitthvert fólk var að segja. að þið nenntuð ekki að vinna. sagði ég. Það er lygi, sagði hún. Við vinnúm fyrir því sem við þurfum, sem að visu er ekki mikið. En við neitum að láta hafa okkur að fíflum með því að taka þátt í neyzluæðinu, sem kapítalisminn heldur uppi og er honum lífsnauðsyn og alltaf verður æðislegra og æðislegra og er að gera heim- inn að taugaveikluðu helvíti. Eruð þið mörg? spurði ég. Þúsundir, sagði hún. og á morg un verðum við tugþúsundir. Ég árnaði henni heilla, og hún kvaddi mig með blíðu brosi gegnum dýrlingstárin og krepptum hnefa, litlum og brúnum. Sannleikurinn er sá, að mál frú Smith og bai'átta Slum- stormliðsins hefur orðið til að beina athygli fólks hér í sí- vaxandi mæli að húsnæðis- •málunum, sem óneitanlega eru ekki í nógu góðu lagi í þessu landi. Mikið er byggt af íbúð- um og þeim góðum, en leigan er hrikalega há og getur orðið að hreinni féflettingu þegar tekjulítið fólk á í hlut, eins og til dæmis frú Smith. Megin- ástæðan til þessa er lóðarverð ið, sem rokið hefur upp úr öllu valdi, svo að nú kostar oft Hér sést lögreglan beita hundunum. Greinarhöfundur sést á miðri myndinni. meira en kaupa lóð en að byggja á henni. .Til þess að stöðva þennan ósóma var ekki alls fyrir löngu stungið upp á að allt jarðnæði í landinu yrði þjóðnýtt. Voru sólíaldemókrat ar talsmenn þeirrar tillögu. En íhaldið rak auðvitað upp ramakvein og hóf tryllta áróð- ursherferð, þar sem endalaust voru jörmuð slagorð um fram- tak og frelsi einstaklingsins og allt það bla, bla. Sýndi sig þá að það er víðar en á íslandi, sem almenningur getur látið peningavaldið hafa sig að fífli, því að í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið var það fellt. Og ein staklingsframtakið fékk frítt leyfi til að braska með lóðirn- ar, spana upp á þeim verðið og það með húsnæðinu. Á brautarstöðinni á leiðinni til Kaupmannahafnar rakst ég aftur á Slumstormerne. Þau voru sum með heklaða inkaslá yfir sér og eitt þeirra sló gítar. Lagið sem þau sungu var ,,The Rising Sun“. Dagur Þorlcifsson. SLAGURISJÁLENZKRISMÁBORG ER BANDARÍSK BLÖKKUKONA VAR BORIN ÚT MEO LÖGREGLUHJÁLP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.