Tíminn - 20.05.1971, Page 1

Tíminn - 20.05.1971, Page 1
ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÖTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44 - Sími H78S. vmm. — Fimmtudagur 20. maí 1971 — 55.3&rg. Mt. L'rtlafell siglir inn til Keflavik- ur í gærkvöldi, fánum prýtt Stafna á miti. (Tímamynd Gunnar) Litlafell komið KJ-Reykjavík, miðvikudag. f kvöld kom til landsins nýj asta skipið í flota samvinnu- manna — nýtt Litlafell, og lagðist það fyrst að bryggju í Keflavík, en heimahöfn skips- ins er ísafjörður. Gamla Litlafell var selt fyrir skömmu, og fengust fyrir það 7 millj. kr., og í stað þess var keypt tankskip, byggt 1964 ,og afkastar það um 30% meira en gamla Litlafellið gerir. — Bæði er nýja skipið hraðskreið- ara, og svo er það líka stærra. Litlafell kom til Keflavíkur beint frá Rotterdam í Hollandi, og að því er skipsfcjórinn, As- mundur Guðmundss., sagði Tím- anum, þá voru þeir fjóra og hálfan sólarhring á leiðinni, og ganghraðinn komst upp í tólf mílur. Hingað kom skipið með eitt þúsund tonn af bíla- benzíni fyrir Keflavíkurflug- völl. Eigendur þessa nýja skips eru Sambandið og Ölíufélagið hf. Sagði Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, við Tímann, að afkastageta þessa skips væri nokkru meiri en olíuflutningaþörf Olíufélags- ins, og mætti segja að 100 dag- ar væru lausir á ári. Hjörtur sagði, að engum erfiðleikum væri bundið að finna verkefni fyrir skipið, því bæði væri það hentugt fyrir flutninga á hvers konar lýsi frá landinu, auðvelt væri að fá verkefni fyrir skip sem þetta erlendis, og flytja mætti laust korn til landsins í því. Kostnaðarverð skipsins sagði Hjörtur vera um 34 miRj- ónir króna og hefði fengizt sér- stök fyrirgreiðsla hjá Lands- bankanum til kaupanna. Skipið er keypt frá Þýzkalandi og er á- höfnin 15 manns, en stærð skips- ins er 1230 tonn. Mun það fyrst og fremst sinna olíuflutningum á ströndina, en auk þess er það hentugt til margra annarra verkefna, eins og áður segir. VANDRÆÐAÁSTAND RÍKIR A AKUREYRI Vöruflutningar liggja að miklu leyti niðri á leiðinni Akureyri—Reykjavík. ET—Reykjavík, miðvikudag. Vandræðaástand ríkir nú í vöru flutningum innanlands vegna ó- færðar á þjóðvegum, sérstaklcga er ástandið bagalegt á Akureyri, þar eð þungaflutningar á leiðinni Akureyri—Ueykjavík hafa legið niðri um hálfs mánaðar skeið. Litlar liorfur eru á, að úr þessu ástandi rætist í bráð, því mikil aurbleyta er nú á vegum í Vest- ur-Húnavatnssýslu og verður að takmarka umferðina við bifreið ir með 5 tonna öxulþunga næstu daga. Tíminn hafði í dag samband við Vegagerð ríkisins og fékk þær upplýsingar, að færð væri yfirleitt góð um allt land miðað við árstíma. Á Suður- og Vestur landi er færðin yfirleitt góð og flestir vegir á Vestfjörðum eru jeppafærir, að undanskilinni Dynjandisheiði. Sama er að segja um vegi á Austfjörðum, þeir eru flestir jeppafærir. Holtavörðu- heiði og aðrir fjallvegir á Norður landi eru allir greiðfærir, m. a. er nú fært til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar frá Akureyri. Það, sem hindrar greiða færð á leið inni Akureyri—Reykjavík er, eins og áður sagði, mikil aurbleyta á vegum í Vestur-IIúnavatnssýslu og hefur ástand veganna sízt batnað eftir stórrigningu s. 1. nótt. Vegna þcssarar bleytu á vegunum liefur orðið að takmarka öxulþungann við 5 tonn, en hvort það mark verður hækkað, fer allt eftir tíðarfarinu næstu daga. Þá hafði blaðið samband við tvo aðila á Akureyri, er annast vöruflutninga með stórum bifreið um milli Akureyrar og Reykjavík ur. Hjá Pétri og Valdimar liggur nú öll starfsemi niðri, því það fyrirtæki annast eingöngu flutn inga milli Rvíkur og Akureyrar. Starfsemin hefur legið niðri í hálfan mánuð og ríkir nú vand ræðaástand í vöruflutningunum fyrir norðan. Iðnfyrirtæki hafa Framhald á bls. 22. Botnmál Mývatns tekið fyrin Allir dómarar beðair að víkja EJ-Reykjavík, miðvikudag. Hið svonefnda botnmál Mývatns var tekið fyrir í þinghúsi Skútu- staðahrepps í Skjólbrekku við Mý- vatn. Allir lögmenn málsaðila lögðu fram skriflega kröfu um, að allir dómendumir þrír vikju sæti í málinu, en þeir eru Jóhann Skaftason, sýslumaður, Friðrik A. Magnússon, hrl. á Akureyri, og Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri á Húsavík. Réttarhöldunum lauk með því, að dómurinn tók sér frest til að kveða upp úrskurð um, hvort ástæða sé til að dóm- ararnir víki úr sæti. Mál þetta er höfðað af eig- endum og ábúendum allra 36 lög býla við Mývatn til viðurkenning- ar á því að strandeigendur við Mývatn eigi einir svonefndan „al- menning“ vatnsins, þ.e. vatnið og botn þess, utan netlaga, 115 m. frá landi. Tilefni málsins var það, að er Kísilgúrverksmiðjan h.f. var stofn uð, skuldbatt íslenzka ríkið sig til þess að láta Kísilgúrverksmiðj- unni -h.f. í té endurgjaldslausan rétt til töku kísilgúrs úr botni Mývatns. f því sambandi var lagt fram álit próf. Ólafs Jóhannessonar þess efnis, að ríkið væri eigandi allra vatna á íslandi að botni meðtöldum, þegar komið væri 115 m. frá landi. Nú hefur málið tekið þeim breyt ingum, að tveir aðilar hafa haslað sér völl sem sækjendur, við hlið strandeigenda. í fyrsta lagi krefjast nokkrir eig endur jarða í grennd við Mývatn þess, svo sem Arnarvatns, Græna- vatns o.fl., að réttur þeirra til vatnsbotnsins sé einnig viður- kenndur og einnig krefst hrepps- nefnd Skútustaðahrepps þess, fyr- ir hönd hreppsins, að viðurkennd sé eignaraðild hreppsins að botni Mývatns. Jóhann Skaftason sýslumaður Þingeyinga fór að sjálfsögðu með málið við þingfestingu þess og tilnefndi sem meðdómendur þá Friðrik A. Magnússon, hrl., Akur- eyri, og Björn Friðfinnssón, bæjar stjóra, Húsavík. í þinghaldinu þriðjudaginn 18. maí Iögðu lögmenn málsaðila fram ný skjöl hver um sig. Lögmaður Mývatnsbænda (aðal stefnenda) er Páll S. Pálsson hrl. en að hálfu ríkissjóðs (aðal- stefnds), Sigurður Ólason, hrl. Lögmaður utanvatnsbæjarbænda er Ragnar Steinbergsson, hrl., en lögmaður Skútustaðahrepps er Guðmundur Skaftason, hrl. Dómsmál þetta þykir að þvl leyti til einstakt, að þó það sé höfðað af jarðeigendum og ábú- endum jarða við Mývatn, þá er það í raun og veru prófmál um eignarrétt jarðeigenda eða ríkis að miðhluta ailra vatna í byggð á íslandi ef þau eru breiðari en 100 m. Það gerðist tíl tíðinda, í fyrr- greindu réttarhaldi, að allir 4 lögmenn málsaðila, lögðu fram dómskjal no. 117, sem var skrif- leg krafa um það, að allir dóm- endumir 3 vikju sæti í málinu. Það var einarðlega tekið fram í kröfulýsingu þessari, að lögmenn irnir og umbjóðendUr þeirra teldu dómarana mjög vel hæfa sem slíka, en ef málið færi til æðri Framhald á bls. 10. Játuðu yfír 20 innbrot OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Sex strákar á aldrinum 12 til 14 ára játuðu á sig rúmlega 20 innbrot, er þeir voru yfir- heyrðir hjá rannsóknarlögregl unni nýlega. Flest innbrotanna frömdu þeir í aprílmánuði s.l. Ekki hafa strákarnir haft mikið upp úr þessum innbrot- um, en á tveim stöðum náðu þeir að stela milli átta og níu þúsund kr. Einhverjum smá- varningi stálu þeir á sumum þeim stöðum, sem þeir brutust inn í. Á einum staðnum stálu þeir segulbandstæki. Vísuðu piltarnir á tækið og var það geymt £ dúfnakofa. Flest inn brotin voru í verzlanir og fyrir tæki og mörg í mjólkurbúðir. Tilraunirnar til að bjarga Cesari: Kostaaður orðiaa 5,2 milljóair OO—Reykjavík, miðvikudag. Tryggingarfélag brezka togar- ans sem strandaður er fyrir vest an, hefur þegar greitt 25 þúsund sterlingspund í kostnað við björg unina, e'ða rúmar 5,2 millj. ís- lenzkra króna. Mánuður er nú lið inn síðan togarinn strandaði og eins og kunnugt er eru björgunar menn engu nær með að ná skip inu út en þegar hann strandaði. Það var ranghermt í Tímanum í gær að kostnaðurinn við norsku björgunarskipin, sem eru við strandstaðinn, sé 200 sterlings- pund á dag. Hið réttara er að tryggingarfélagið grciðir 1100 pund á sólarhring fyrir skipin og þann útbúnað, sem þau hafa með ferðis. Hér í blaðinu hefur verið sagt að ekki hafi verið leitað til íslenzkra aðila til að ná togar anum á ílot, en brezkir segjast hafa leitaö til Landhelgisgæzlunn ar skömmu eftir strandið og beð ið um aðstoð, en fengið það svar að Landhelgisgæzlan hefði hvorki tíma né tæki til björgunarstarfs ins. En nokkru eftir strandið var varðskipið Óðinn við strandstað inn og eftir að norsku björgunar skipin komu á vettvang togaði varðskipið í togarann, sem sat jafnfastur á sínum sem áður. kletti eftir Norsku skipin eru enn fyrir vestan og ráðgert er að halda björgunartilraunum áfram með stækkandi straumi, svo að sjálf sagt á kostnaður tryggingarfélags ins enn eftir að aulcast vegna þessa skipsstrands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.