Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 11
ttMMTCDAGUR 20. maí 1971 TIMINN 11 STANGAVEIDIFÉLAG REYKJAVÍKUR EIGN- AST GLÆSiLEGT FÉLAGSHEIMILI EB—Reykjavík, þriðjudag. ic Stangaveiðifélag Reykjavík- nr hefur opnað félagsheimili að Háaleitishraut 68, og þar verður framvegis miðstöð starfsemi félags- 4ns, sem hefur aukizt mjög á und- anförnum árum, en félagið er nú Lþað stærsta sinnar tegundar hér á 'landi. ■jc Nýja húsnæðið er um 160 fermetrar, sem skiptast í , skrifstofu, fundarherbergi og fund- arsal. Á vegum félagsins starfa margar nefndir, og munu þær fram- vegis hafa þar aðstöðu til hvers konar funda og kynningarstarfsemi. Húsgagnavinnustofa Þórs og Ei- riks hefur séð um innréttingar fé- lagsheimilisins. — Hönnuður var Helgi Hallgrímsson, en rafvirkja- meistari Guðni Helgason. I fréttatilkynningu, er Stanga- veiðifélagið sendi blaðinu, í tilefni hins nýja húsnæðis, segir m. a.: „Félagar í SVFR eru nú á tólfta hundrað talsins, og hefur þeim far- ið ört fjölg. að undanförnu, enda færist stangaveiði nú ört í vöxt og haldast þar í hendur síaukinn áhugi almennings og vaxandi ræktunar- starfsemi í ám og vötnum. r Stangaveiðifélagið var stofnað 1939 af fámennum hópi manna, sem stundaði veiðar í Elliðaánum, en á undanfömum þremur áratugum, og þá fyrst og fremst nú síðari árin, hefur starfsemin aukizt, og er heildarvelta félagsins nú um tólf milljónir króna árlega, og veiði- vðtn þau, sem félagið hefur til um- ráða, eru nú að heita má í öllum landshlutum. Þótt aðalstarfstími SVFR sé á sjálfum veiðitímanum, að sumar- lagi, hefur þörfin fyrir hvers kon- ar fræðslu- og kennslustarfsemi aukizt svo, að ljóst varð, að henni varð ekki svarað, nema félagið AXEL ASPELUND form. Stangaveiðlfélags Reykjavíkur, flytur ræðu 1 tilefni opnunar félags- heimilisins. kæmi sér upp föstum samastað, þar sem fjalla mætti reglulega um þau viðfangsefni, sem fyrir liggja og sinna verður nú allt árið um kring. Innan félagsins starfa nú um 10 nefndir ,sem sinna málefnum hverr- ar ár fyrir sig, annast viðhald veiði húsa, úthlutun veiðileyfa og önnur skipulagsstörf. Er hér um að ræða áhugamannahópa innan félagsins, sem hafa það að meginmarkmiði, að kynna stangaveiði og veiðisvæði, svo og kennslu í köstum. Ræktunarstarfsemi hefur verið sí vaxandi þáttur í félagsstarfseminni, en félagið tók fyrir nokkrum ár- um við rekstri klak- og eldistöðvar- innar við Elliðaár, og er nú klakið út þar og við Stokkalæk nokkuð á aðra milljón seiða, árlega. Er meiri hluti þeirra tekinn til eldis, en síð- an dreift í þau veiðivötn, sem fé- lagið hefur á leigu. Skrifstofuhald SVFR hefur verið endurskipulagt á síðustu tveimur árum, og fært í IBM kerfi, og mun félagið vera hið fyrsta sinnar teg- undar, sem tckið hefur það upp hérlendis. StangavQÍðifélagið er opið félag, en félagar njóta sérstakra réttinda við úthlutun veiðileyfa í þeim veiðivötnum, sem það hefur til umráða, en að öðru leyti cru stund- uð viðskipti við aðra veiðimenn og samstarf haft við ýmsa aðila um sölu, meðal annars innlendar ferðaskrifstofur. Það er von forráðamanna SVFR, að tilkoma félagsheimilisins nýja megi verða til þess að efla stanga- veiðiíþróttina almennt og efla sam stöðu stangaveiðimanna um skipu- lega starfsemi, og þá ekki sfzt rækt un nýrra veiðisvæða, sem reynslan hefur sýnt, að er í senn aðkallandi og verðugt verkefni.“ Fyrsti formaður SVFR var Gunn- ar E. Benediktsson, lögfræðingur, en núverandi stjórn skipa Axel Aspelund, formaður, Ásgeir lngólfs son, varaformaður, Björn Þórhalfs- son, gjaldkeri, Magnús Ólafsson, ritari og Barði Friðriksson, með- stjórnandi. Framkvæmdastjóri SVFR er Koi beinn Ingólfsson. HIN VIÐURKENNDU FYRIRLIGGJANDI í ALLA BÍLA. AthugiS hið hagskvæma verð á AC-RAFKERTUM. ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 } I ) ) \ ) ) } > ) \ ) f > > > ) \ ) ) ) ) ) FRAMLEIÐANDI SELFOSSI KLÆÐASKÁPAR FJÓRAR MISJVIUNANDI GÉRÐIR TIL NOTKUNAR í SVEFNHERBERGI OG FORSTOFUR. VIÐ NÓATÚN. SÖLUSKRIFSTOFA KÁ f REYKJAVÍK SÍMI 2 18 30. Hentai’ við alla| aðstæður og hægt er að véljj* um allar helztu viðarteguiidir. Verðið er fast og miðað við afgreiðslu heim að húsi. SAUÐ Í*IÐ SKÁPANA í hinu nýja happdrættis- húsi DAS? l*eir voru frá K.Á. Fyrsta flokks vinna. Rennihurðir, fatahengi, hillur og útdregnir bakkar. Komið og sjáið úrvalið. BIFREIDASTJORAR Við kaupum slitna sólningarhæfa NYLONHJÓLBARÐA, á verði, sem hér segir: BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavík, síi Fólksbíiadekk: flestar stærðir kr. 200,00 Jeppadekk: 600—650 — 250,00 700—750 — 300,00 Vörubíladekk: 825X20 — 800,00 900X20 — 1000,00 1000X20 — 1200,00 1100X20 1400,00 30501 GARDÍNUBRAUTIR OG STANGIR Fjölskrúðugt úrval gardínubrauta og gluggatjalda- stanga. Vestur-þýzk úrvalsvara. , Komið. — Skoðið eða hringið. í GARDINUBRAUTIR H.F. Brautarholti 18. Sími 20745.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.